Tíminn - 03.01.1954, Síða 4

Tíminn - 03.01.1954, Síða 4
TÍMINN, sunnudaginn 3. janúar 1954. 1. blaðe Aramótaræöa forsætisráðherra í fullri vinsemd Vér Islendingar megum kveðja árið, sem nú er að enda sitt skeið, með þakklát- um huga. Hér hefir verið góð- eeri til lands og sjávar, gróð- ur jarðar óvenju mikill og nýt ing víðast í bezta lagi, sjávar- afli mikill, ef frá er skilin Norðurlandssíldin, verðlag yf irleitt gott og sala gengið greiðlega. Undantekningar- lítið hafa menn haft nóg að starfa og flestir borið venju fremur mikið úr býtum. Hefir veraldlegur velfarnaður þjóð- arinnar aldrei meiri verið. í grein um galdrabrennur á íslandi, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins fyrir rúmum mánuði segir frá því, að í lok 17. áldar hafi allir þingmenn orðið sammála um svohljóð- andi lýsingu á hag landsins: „Að um allt land hafi yfir- gengið á næstliðnum vetri stór neyð og landplága upp á fjúk og frost, krapaveður og jarðbönn í langan tíma, svo í sérhverju héraði hafi marg- ir menn til neyðzt sinn .kvik- fénað að fella og niðurskera láta. Þar til fiskleysi við sjó- inn í flestum veiðistöðvum öllu meir en fyrirfarandi ár, svo fólkið til sveitanna kann þar af lítið eða ekkert sér til bjargar innkaupa fyrir utan tros og fiskahöfuð, sökum þess, að þeir, sem við sjókant- ínn búa, verða þann fisk, sem fengið hafa, til kaupmann- anna inn að setja fyrir sína áliggj anjfi nauðsyn, svo sem er mjöl og veiðarfæri, járn og skipaviður, en þeir uppi á land inu hljóta daglega með að nægjast mjólk undan þeim all fáu kúm og ám, sem lífs á þess um hallærisvetri afkomust. Auk þessa hefir hér í landi ein stór sótt og óvenjulega þung- ur sjúkdómur á legið, sem sig daglega um sveitirnar og við sjávarsíðuna útbreiðir og mik inn manndauða orsakar, svo fólkið er enn daglega þar og þar niður að hrynja, auk þeirra vesalinga, sem allvíða eru í hungri og vesöld út- slokknaðir“. Hér er ekki verið að lýsa hin um sögukunnustu hörmung- um svo sem Svartadauða, Stórubólu, Móðurharðindum eða öðrum viðlíka eldraunum, sem þjóðin varð að þola. Hér segir aðeins með látlausum orðum frá hversdagslegum þrengingum, sem þjóðin öðru hverju átti við að búa vegna harðinda, aflabrests, grasleys ís eða annars ófarnaðar og getu- og varnarleysis, fátækt- ar og fámennis í viðureigninni við þessar þrengingar. En þó er þetta ömurleg og átakanleg raunasaga. Ég fór að hugleiða hvernig svipað árferði myndi nú bitna á mönnum og hvernig annáll þess myndi hljóða. Líklega eitthvað á þessa leið: „Vetrarhörkur hafa verið i meira lagi. Bændur urðu að taka fé sitt snemma á gjöf. Hey voru því víða á þrotum í vetrarlok, þótt fóðurbætisgjöf hafi verið óvenju mikil. Fiski- gengd var lítil á grunnmiðum og afli því víða rýr á smábáta. Þá hefir og inflúenza geisað víöa um byggðir landsins“. Sennilega hefði svo verið bætt við, að skíðafæri hefði verið afbragðs gott víðast um landið. ★ Það er að sönnu rúm hálf Kaflar úr ræðu, sem forsætisráðlierra flutti á gainlaárskvöld þriðja öld liðin frá því, er sögu , lokin voru um örlög þeirra „vesalinga, sem allvíða eru í hungri og vesæld út slokknað | ir“. En nú er líka öldin önn- ur. Nú búa íslendingar við betri kjör en flestar aðrar þjóðir veraldar, jafnt um fæði i sem klæði og jafnvel líka húsa kost, þótt enn sé stórra átaka þörf einmitt í þeim efnum. Skal ég ekki fjölyrða um það, sem flestir vita, að nú hefir á hálfri öld verið ræktað meira land en áður á 10 öld- um, þjóðin hefir eignazt mik- inn flota fullkominna og stór virkra fiskiskipa í staö ára- bátanna, myndarlegan kaup- skipaflota og vélar og tæki til iðnaðar, sem engan óraöi fyr- ir til skamms tíma. Hafa ís- lendingar með þessu skapaö sér lífvænleg atvinnuskilyrði, sem reynzt hafa og reynast munu örugg vopn í viðureign- inni við þær þrengingar, sem áður felldu eigi aðeins bú- pening m'anna, heldur og landsfólkið sjálft. En auk þess sem tæknin hefir tryggt flest um þeim lífsviðurværi, sem vilja og geta unnið, þá er það fullkomið efamál, að nokkurs staðar á byggðu bóli eigi menn jafn öruggt skjól gegn elli, sjúkdómum, slysum eða hvers konar óhöppum, sem einmitt hér á landi, þegar sam an eru talin lagalegur kröfu- réttur þegnsins á hendur þjóð félaginu eða stofnunum þess, aðstoð sú, sem hið opinbera oftast með sérstökum aðgerð- um lætur í té, ef harðindi, afla brestur eða önnur stærri ó- höpp steðja að og loks leynd og ljós hjálp í landi kunnings- skapar, vináttu og frændsemi. ★ Hér skal ekkert1 um það stað hæft, hvort þjóðin kann aö meta þau kjör, sem hún á við að búa. En víst er um það, að margur myndi meta meir sitt hlutskipti, ef hann íhugaði oftar, hverra kosta þeir áttú völ, sem á undanförnum öld- um hafa byggt þetta land eða gerði sér grein fyrir því, að meira en helmingur mann- kyns sveltur heilu eða hálfu hungri. En hvað sem um þetta má segj a er mönnum hollt aö hug leiða, hvaða öfl hafa verið að verki og valdið því, að íslend- ingar hafa á skömmum tíma komizt frá hörmungum og hungurdauða til bjargálna og jafnvel velsældar. Það má líka segja hana í fáum orðum. Um margar og dimmar aldir hafði erlend áþján drepið at- hafnaþrá og framtak hins ís- lenzka kynstofns í dróma. En eftir að frelsisbaráttan hófst á öndverðri síöustu öld og allt fram til þess, aö lýðveldið var endurreist 1944, leysti hver nýr sigur þessi öfl úr læðingi og aldrei urðu fram- farirnar risavaxnari en ein- mitt fyrsta áratuginn eftir að stjórnin fluttist inn í landið og nú síðustu 10 árin, hinn fyrsta áratug hins endurreista íslenzka lýöveldis. Þetta er rödd sögunnar. Hún lofsyngur brjóstfylkingu frelsisbaráttunnar og hina nýju landnámsmenn athafna lífsins. Hún segir frá því, aö það sé þjóðfrelsið og athafna frelsið hvort um sig og óað- skiljanlega samtvinnað, sem fært hafi íslendingum fram- farirhar og þá velmegun, sem Ólafur Thors þeir nú búa við. Hún brýnir fyrir þjóðinni að glata ekki fjöregginu og eggjar þjóðina og forystumenn hennar lög- eggjan að bregðast ekki skyld unum. íslendingum ber að hlusta á þessa rödd og hlýða fyrir- mælum hennar. Þeim ber a 3 láta sér skiljast, að enda þótt þjóðin þurfi ekki framar að sæta ömurlegum örlögum genginna kynslóða, heldur baráttan um farsæld og frelsi að sjálfsögðu áfram, því sú barátta er og verður jafngöm- ul þjóðinni sjálfri. En viðfangsefnin eru ný og vandinn annar. Vér þurfum ekki lengur að deila við Dani um rétt vorn til þess að fara sjálfir og ein- ir með stjórn allra málefna vorra, heldur að gæta þess þjóöfrelsis, er vér höfum sótt í hendur Dana. Vér þurfum ekki framar að óttast, að harðindi leiði til horfellis, heldur þurfum vér að verjast því, að velsæld leiði til ofmetnaðar og ofmetnaður til falls. Að þjóðfrelsi íslendinga sækja nú m. a. tvær hættur. Önnur stafar af því að segja má, að gerbyltingin á sviði samgangna og hernaðartækni hafi flutt ísland í hlaðvarpa jafnt austurs sem vesturs. ís- land getur því hvenær sem er orðið fórn á altari alheims átaka. Telja sumir, að jþá þætt ina í örlagaþræöi íslendinga spinni aðrir og fari því bezt á, að vér leiðum hest vorn njá þeim málum. Aðrir, og þeir eru miklu fleiri, telja hins veg ar, að þó vér séum litlir, séum vér samt ekki þýðingarlitlir. Vér séum þvert á móti vegna legu landsins svo þýðingar- miklir, að hugsanlegt sé, að heimsfriðurinn velti á því, að varnarleysi íslands freisti ekki hugsanlegs árásaraðila til átaka, sem hann ella hefði ekki stofnað til. Og þeir telja víst, að komi til átaka sé a. m. k. mjög sennilegt, að öflugar landvarnir á íslandi auki lík ur fyrir sigri mannhelgi og þjóðfrelsis, og dragi jafn- framt úr þeim hættum, sem íslendingum stafi af skelfing um nýrrar heimsstyrjaldar. Það er bessi grundvallar- skoðun xýðræðisflokkanna, sem réði því, að íslendingar árið 1949 gerðust aðilar að varnarbandalagi hinna frelsis (Framhald á 7. síðu.) Skúli Benediktsson ritaði grein í Vettvang æskunnar hér í blaðinu um daginn um stúdentana og áfengismálin. Hann sá ástæðu til þess að gefa skýringu á hvers konar samtök meöal stúdenta það væru, er staðið hefði að álykt un stúdenta um áfengismál á dögunum, og með hverjum hætti boðað hefði verið til þess fndar, ef fund skyldi kalla, er ályktunina sam- þykkti. Þetta voru orð í tíma töluð hjá Sk. B. Það var ekki von- um fyrr að einhver stúdenta gerði grein fyrir tilorðiringu hinnar fáránlegu ályktunar. Jafnframt sagöi Sk. B., að um rætt félag hefði „það eitt verk efni að sjá um hið svokallaða rússagildi". — Þessu er erfitt að trúa, en það er þó vafa- laust rétt hjá greinarhöfundi. Eftir þvi sem Sk. B. upplýs ir, var til þessa fundar boðaö með óvenjulegum hætti, enda mættu 11 stúdentar á fundi og af þeim stóöu aðeins 7 að ályktuninni. í áframhaldi þessara skýr- inga er Sk. B. með smávegis olnbogaskot í garð þeirra manna, er skrifað hafa um ályktunina og segir hann, að sumir bindindispostular vilji láta þaö líta svo út, að álykt- unin „túlki fyllilega stefnu allra stúdenta í áfengismálun um“, en aðrir hafi smjattað á þessu, án þess að hiröa um að kynna sér málið, eða vita, hvernig það var tilkomið. Þessu skal svarað í stuttu máli. Að öllu jöfnu er það svo, að samþykktir eða ályktanir fé- lagasamtaka er álitin túlka i viðhorf eða skoðun viðkom- andi samtaka á hverjum tíma ,— ef annað kemur ekki fram — og mun Sk. B. ekki vera jnein undantekning frá þeirri , reglu að hafa þá skoðun á sam þykktum almennt séð, þó sjaldnast sé gert ráð fyrir að allir innan slíkra samtaka séu á sama máli. Það liðu nokkrir 'dagar, að ég held, áður en blaðaskrif hófust um ályktun ina, og var því nægur timi fyrir þá meðlimi félagsins, er kynnu að hafa , talið sæmd sinni í hættu stefnt, að skýra málið eða leiða rök að því að ályktunin gæfi ranga mynd af viðhorfi þessa stúdentafé- lags til áfengismálanna. Hvor (ugt var gert. Þá.segir Sk. B., ' að menn hafi tekið afstöðu til málsins án þess að kynna sér hvers háttar þetta félag væri og af hvers völdum sprottnar væri þær ályktanir er út- gengu af fundum þess. j Það liggur öllum í augum ’ uppi, að félagsskapur, sem er þannig andvaixa fæddur, að honum er ætlað það aðalhlut verk að sjá um eina drykkju- samkomu (rússagildi, s. s. rus gilde, s. s. drykkjusamkoma) á ári, hann er með litlu lífs- marki, þegar þar við bætist að auglýsingar varðandi drykkjuskapinn eru birtur á dauðu máli, þ. e. latínu. Er því ekki ástæða til þess að lá almennum borgurum, þó að þekking þeirra á téðuin félags (Framhald á 7. ráðu.) Trésmiðafélag Reykjavíkur. Jólatrésfagnaður félagsins í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 8. janúar 1954. Hefst fyrir börn kl. 3 e. h.. Þar skemmta m. a. Baldur og Konni í jólasveinabúningi. — Skemmtun fyrir fullorðna kl. 8.30. Skemmtiatriði auglýst síðar. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Aðgöngumiðar eru til sölu á skrifstofu félagsins, Laufásvegi 8. Auglýsing Nr. 2/1954. frá Innflutningsskrifstofumii. Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. des- ember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o. fl. hefir veriö ákveðiö að úthluta 'skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. janúar til og með 31. marz 1954. Nefnist hann „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“, prentaður á hvítan pappír með brúnum og grænum lit. Gildir hann sam- kvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 1—5 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. ■ ' i ; - REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor um sig fyrir 500 grömmum af smjöri (einnig böggla- smjöri). ...(■'. ■ - Veröið á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólk- ur- og rjómabússmjör, eins og verið hefir. : : „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstj óra sé samtímis skil- að stofni af „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1953“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingar- degi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík 2. janúar 1954. Innflutningsskriístofan.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.