Tíminn - 03.01.1954, Side 6

Tíminn - 03.01.1954, Side 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 3. janúar 1954. 1. blaffi. ÞJÖDLEIKHtíSID Piltur og stúllzu Sýning í dag kl. 15.00 Uppselt. jNæsta sýning þriðjudag kl. 20. j og miðvikudag kl. 20. Ég biö að heilsa Sýning sunnudag kl. 20. Síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin írá kl. 11.00—20.00. Sími 8-2345, tvær Iínur. VIRKIÐ Þrívíddarmynd, geysi spennandi j og viðburðarík í litum, um bar-i áttu Prakka og Breta um yfir- ráðin í Norður-Ameríku. Áhorf- endur virðast staddir mitt í rásj viðburðanna. Örfadrífa g log- andi kyndlar svífa 1 kringum þá. í Þetta er fyrsta útimyndin í þrí- vídd og sjást margar sérstak- lega f allegar alndslagsmyndir. j Bönnuð börnum. Georg Montgomery, Joan Vohs. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Grímtiklæddi riddarinn Glæsileg, viðburðarík og spenn- andi, ný, amerísk mynd í lit-! um, um ástir og ævintýri arf-j taka greifans af Monte Cristo. John Derek. Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 3. Síðasta sinn. NYJA BIO Frekjudósin fagra (That Wonderful Urge) Bráðskemmtileg ný; amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Tyrone Power, Gene Tierney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3: SMÁMYNDASYRPA 4 teiknimyndir, Chaplin o. fl. Síðasta sinn. Sala hefst kl. 1 e. h. TJARNARBÍÓ Heimsins mesta Gleði og Gaman (The Greatest Show on Earth) Betty Hutton, Cornel Wilde, Dorothy Lamour. Fjöldi heimsfrægra fjöllistar- manna kemur einnig fram í myndinni. Sýnd kl. 3, 6 og 9. ►♦♦♦♦♦♦♦♦< BÆJARBÍÓ f — HAFNARFIRÐI — Hægláti maðurinn Þessi mynd er talinn ein lang- bezta gamanmynd, sem tekin hefir verið, enda hlaut hún tvenn Óskars-verðlaun s. 1. ár. Hún ehfir alls staðar verið sýnd við metaðsókn, t. d. var hún sýnd viðstöðulaust í 4 mánuði í Kaupmannahöfr. John Wayne, Maureen O'Hara. Sýnd kl. 7 og 9. Gimsteinarnir Með Marx^-bræðrum. Sýnd kl. 5. *LEIKFÉIAG< jlZYKJAYÍKUR^ Mýs og menn Eftir John Steinbeck. |Þýðandi: Ólafur Jóh. Sigurðss. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Frumsýning í kvöld kl. 20.00. j Aðgöngumiðasala frá kl. 2 í dag. Sími 3191. ÍNæsta sýning: Annað kvöld, jmánudag kl. 20.00. — Sími 3191. Bannað fyrir börn. AUSTURBÆIARBIO Við, sem vinnum eldhússtörfin (Vi, som gaar Kokkevejen) Bráðskemmtileg og fjörug alveg ný dönsk gamanmynd, byggð á hinni þekktu og vinsælu skáld- sögu eftir Sigrid Boo, sem komið hefir út í ísl. þýðingu og verið lesin meira en nokkur önnur bók hér á landi. Aðalhlutverk: Birgitte Reimer, Björn Boolsen, Ib Schönberg, Sýnd kl. 5, 7 og 9. IVýtí smámynda- safn Margar sprenghlægilegar og j {spennandi nýjar teiknimyndir j = með Bugs Bunny og ýmsar fleiri) I skemmtilegar mámyndir. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. ' w rl GAMLA BIO Caruso (The Great Caruso) Sýnd kl. 5, 7 og 9. Walt Dlsney Smámyndasafn, sýnt kl. 3. »♦♦♦♦ TRIPOLI-BÍÓ Limelight (Leiksviðsljós) í Hin heim .fræga stórmynd Char- |les Chaplins. Aðalhlutverk: Charles Chaplin, Sýnd kl. 5,30 og 9. Hækkað verð. HAFNARBÍÓ Siglingin mikla (World in his arms) Feikispennandi og efnismikil j {amerísk stórmynd i litum eftirj [skáldsögu Rex Beach. Gregory Peck, Ann Blyth, Anthony Quinn. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I átlendinga- hersveitinni (In foreign Legion) F Sprenghlægileg skopmynd, ein | |af þeim allra beztu, með Bud Abbott, Lou Costello. Sýnd á nýársdag kl. 3. Sýnd kl. 3. Heimshókmenntir . . (Framhald af 5. síðu.) stríðsótta og borgarmenning- ar. Það má vera íslenzku bóka fólki mikill fögnuður að tek ið er að gefa Stríð og frið út á íslenzku. Leifur Haraldsson hefir þýtt bókina á íslenzku. í þýð ingunni er sagan nokkuð stytt. Sá galli er á þýðingunni, að bókin er ekki þýdd úr frum málinu, en Leifur mun hins vegar hafa haft margar erlendar þýðing- ar til hliðsjónar við þýð- ingu sína. Bókin er þýdd á gott íslenzkt alþýðumál af hnitmiðaðri vandvirkni. Sýnir Leifur víða, að hann er mál- frjór maður vel. Mest er þó um það vert, að á prent eru komin á íslenzku tvö fyrri bindin af einni merk ustu skáldsögu heimsbók- menntanna, svo að nú á bók- fús, íslenzk alþýða þess kost að lesa á eigin tungu skáld- verk djúpviturs höfundar. Vel sé þeim Ragnari í Smára og Leifi Haraldssyni fyrir það. S. S. Áramótaræða forsctans (Framhald af 3. síðu.) ur þessarar þrenningar, sem engin lög verða sett um. Það er býsna mikilsvert sumt, sem stendur fyrir utan valds svið löggjafarinnar. Með al- mennum kosningarétti, mál frelsi, prentfrelsi og félaga- frelsi, ætti örugglega að vera séð fyrir því, að vilji almenn ings nái fram aö ganga. En þjóðin þarf þó að vera hæf til að meta þessi réttindi, fara vel með þau, og ganga til leiks án þess að meiðsli og mannskemmdir hljótist af. Það er bræðralag. Góðir Islendingar. Ég endurtek svo að lokum þakkir okkar hjónanna fyr- ir gamla árið, og væri oss þó öllum skyldast að þakka for- sjóninni einstakt góðæri og mannheill. Að vísu mun sums staðar auður stóil eða rúm, sem var skipað fyrir ári síðan, og enn hefir hafið tekið háan skatt, eins og oft vill verða hjá farmanna- og fiskiþjóð. Þann skatt greiða fáir fyrir marga, og minnir það þjóðina á skylduna gömlu, að gæta bróður síns. Þeir, sem harmar hafa heim sótt eru ekki síður bænrækir en aðrir. Sá, sem aldrei þakk ar Guði, greiðir oftlega ekki öðrum þakkarskuldir. Lof- gjörðin er nauðsyieg fyrir oss sjálf. Ég endurtek einnig óskirn- ar um heill og farsæld á kom andi ári. Ég óska þess að von ir okkar rætist á næsta sumri um að geta farið víða um byggðir, hitt margt manna og notið náttúrunn- ar. Land vort er fagurt og lifandi, því fortíðin hefir dá- ið í fellin og ásana eins og sumir fornmanna. Fortíðin lifir á sögustöðum og í ör- nefnum og hver sveit á sín ljóð og líkn fyrir þá, sem lifa. Þetta er nú mín ára- mótaósk. En allar óskir vorar þurfa staðfestingar drottins Guðs Alföður. Hann blessi ísland, land og þjóð, á komandi ári. Pearl S. Buck: 62. NYTT TEIKNI- OG GAMAN- ÍMYNDASAFN Sýnd kl. 3. fJtbreiðið Timaim Dularblómið Saga frá Japan og Bandaríkjunum á síðustu árum. — Eg hefi dunandi höfuðverk. — Ég bjóst við, að þú mundir fá hann. Hann settist varlega á lágan skemil, klæddan rósóttu líni. Hann kunni illa viö sig á þessum iitla skemli en vissi, að þetta var eina sætið, sem honum var til reiðu í herberg- inu. Hann beið þögull, meðan hún baðaði gagnaugun úr köldu vatni. Hann elskaði hana og vissi, að þrátt fyrir smáborgaraskap sinn og eigingirni var hún góð kona, trú- verðug eiginkona á ameríska vísu. Ef allir væru eins gerðir og hann, mundi ekkert vera í röð og reglu í þessum .heimi og flest reka á reiðanum. Þá mundi hús þeirra og heimili rekald eitt. Hann óskaði þess í leynum hugans, aö hún væri honum ofurlítið heitari ástkona, en hann viðurkenndi að hann gæti ekki krafizt þess með neinum rétti, að hún væri bæði ástheit og reglusöm húsmóðir. Ef hann hefði verið ofurlítið ákaflyndari, mundi hann líklega hafa fallið fyrir sömu freistingunni og flestir aðrir eiginmenn. En hann unni friði og á heimili sínu fann hann þá ró, sem hann þráði. — Sugar, hóf hann blíölega máls á ný. Þú ert of hug- rökk og geðheil kona til þess að taka þessu svona. Ég skil vel tilfinningar þínar, og mér er líkt innan brjósts og þér. Ég hafði vonað eins og þú, að Cynthia yrði móðir barna- barna okkar, en sonur okkar hefir nú einu sinni valið sér aðra konu og kvænzt henni. Við getum ekki tekið af skarið því efni. Við verðum að láta okkur það lynda, og við verð- um að gera allt, sem í okkar valdi stendur til þess að hjóna- band hans verði hamingjusamt. Hún hristi klútinn, hnýtti á hann hnút og leysti hann aftur. Andlit hennar, sem enn var fallegt undir silfurgráum lokkum, var sorgmætt. — Hvernig ætti þaö að geta orðið hamingjusamt? sagði hún. Hjónaband er ekki aöeins einkamál tveggja persóna. Á því byggist myndun heillar fjölskyldu. Og þau mega ekki eignast börn, Tom. Það mega þau alls ekki gera. Hann svaraði þessu engu. Hann skildi, hvaö hún átti við. Hugsunin um lítil, hálfjapönsk börn hlaupandi umhverfis hana í þessu húsi, var sannarlega ekki aðlaðandi. — Það er ekki víst, að þau eignist nein börn, sagði hann hikandi. — O, þú veizt vel, að þau eignast börn, svaraði hún. Hef- ir þú ekki lesið um mannfjölgunina þar eystra. Allar aust- urlenzkar konur eru mjög frjóar og fæða börn eins og kanínur. Nei, það veröur að koma í veg fyrir það. Hann var of tillitssamur til þess að spyrja, hvað hún ætti við, svo að hann þagði. Hann sat kyrr og horfði þung- búinn fram fyrir sig, og andlit hans bar sama lit og liöku- skeggið, augabrýrnar og hárið. — Allen verður að láta skynsemina ráða sagði hún. Hann verður að gera sér Ijóst, aö það má ekki eiga sér staö. — En hann er giftur henni, sagði hann. — Hann getur skilið við hana. ' Hann sá andlit hennar glaðna af þessari von. Klúturinn féll á gólfið. — Tom, það getur vel verið, að þau séu ekki löglega gift. — Hann segir, að svo sé, Sugar. — En það er samt ekki alveg víst. Hvaö er Búdda-trú? Það er engin venjuleg trú. Og Búdda-musteri er engin kirkja. Það er fullt af skurögoðum. Japanirnir hafa vafa- laust leikið á hann. Nú kenndi hann í brjósti um hana, að hún skyldi halla sér að svo haldlausum röksemdum. — Það skiptir engu að áliti Allens. Hann vill að hjóna- bandiö sé löglegt. — Jæja, vill hann þaö. En bíðum viö. Honum getur snú- izt hugur, þegar hann sér, að þetta er óhugsandi. Tom, getur þú hugsað þér skakkeygð og smáeygð japönsk börn vafra hér um húsið og út um allar götur? Hver mundi vilja bjóða slíkri konu heim? Það mundi eyðileggja alveg líf okkar. — Sugar, ég held, að kona eins og þú með því áliti, sem þú hefir í bænum, mundi geta staðizt slíkt. Ef þú gerir aðeins hið bezta, aflar þú þér samúðar og velvildar. Hún hristi höfuðið, beit á titrandi vörina og hóf hend- urnar til að hylja andlit sitt. — Ég get það ekki, Tom. Ég skal reyna að láta eins og ekkert sé skeð, og síðan mun ég reyna að fá Allen til aö aðhyllast sjónarmið mitt. Hann reis á fætur. — Jæja, ég hefi gefið þér mín ráð, hvernig sem þau verða virt. Ég skal bæta einu ráöi við. enn. Reyndu að kynnast syni þínum, Sugar. Hann gekk út úr herberginu og fann um leið, að viskí- glas væri það bezta, sem hann gæti fengið á þessari stundu. Þegar hann hafði blandað í glasið, settist hann út á svalirnar og hugleiddi það vandamál, sem verður á vegi allra, sem leyfa sér að hafa aðrar skoðanir á hlutunum en allur almenningur eða líta öðr.um augum á sambúð manna en flestir skammsýnir menn. Þótt þessi litla, japanska stúlka kæmi hér á heimilið, mundi hann halda áfram að lifa sem fyrr eftir sínum föstu lífsvenjum. Hún mirndi engin áhrif hafa á daglegt líf hans. Og gæti kona hans og sonur setið á sátts höfði og lifaö hamingjusamlega saman, mundi einnig hann vera hamingjusamur. Lífsham- ingja hans byggðist á góöum mat og notalegri aðbúð og að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.