Tíminn - 06.01.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1954, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, migyikudaginn 6. janúar 1954. 3. blað. Ragnar Þorsteinsson, Höfðabrekku.: Framtíð landbúnaðar á Islandi Frá því að landnám hófst hér á landi og fram til þessa dags, hpfir íslenzka þjóðin þurft eitthvað að selja út úr landinu og oftast eða alltaf gert það, enda brýn nauðsyn þar sem landið var timbur- og járnlaust. Vegna nýlendu kúgunar Dana á þjóðinni i fleiri aldir, dróst landbúnað- urinn aftur úr öðrum þjóð- um, ekki sízt um alla verk- lega tækni. Nýjum straum- um verklegra og menningar- legra framfara, var meinað að koma til landsins með al- gjörri einokun, svo að Dön- um sjálfum mætti því betur takast að mergsjúga og arð- ræna þessa fámennu en dug- miklu og þrautseigu þjóð, sem virðist að ætti við nóga erf- iðleika að etja, vegna harð- æris og náttúruhamfara svo og fjarlægðar frá öðrum lönd um. En þrátt fyrir þetta allt saman, innanlandshörmung- ar og erlenda áþján, gat ís- lenzkur landbúnaður oftast nær staðið öðrum þjóðum jafnfætis um verð og gæði á heimsmarkaði með það litla, sem selt var. En hvernig standa svo málin í dag? Við erum lausir við arðrán og undirokun Dana. Við höfum á þessum fyrri helming tutt- ugustu aldarinnar búið við frjálsræði í verzlun og við- skiptum. Við höfum búið við tiltölulega hagstætt veðurfar og þjóðin hefir verið langt- um betur á vegi stödd til að mæta náttúruhamförum. Við höfum tileinkað okkur tækni og framfarir annarra þjóða við framleiðsluna til sjós og lands. En þrátt fyrir þetta allt saman, er rétt hægt að fleyta framleiðslunni áfram með styrkjum og niðurgreiðsl um. Við höfum hlotið stórfé að gjöf. Við höfum fengið stórlán með mjög hagstæð- um kjörum, sem eru okkur bráðnauðsynleg til að koma á fót iðnaði og raforkuverum. Því aðeiris hefir þetta tekizt, að núverandi fjármálaráð- herra hefir unnið sér og land inu traust með gætilegri, festulegri og ábyrgri fjár- málastjórn. En ekkert dug- ar. Framleiðslan, undirstað- an undir öllu saman nægir ekki til að standa updir því sem þjóðin vill kaupa og kaupir frá öðrum þjóðum. Ofan á það .bætist að fiskur- inn og þar með síldin, tapa áliti á erlendum mörkuðum, oft vegna skorts á vand- virkni við verkunina. Þetta er eitt af því, sem smáþjóð þarf að varast, því að á því getur oltið öll hennar af- koma og jafnvel frjálsræði. Það renna hundruð millj. króna út úr landinu fyrir alls konar tildur, glingur og tízkuvörur. Fyrir hvers konar gerfiefni, t. d. Nylon, Perlon, Orlon o. s. frv. Fyrir margs- konar fæðutegundir, sem bú ið er að eyðileggja í verk- smiðjum, ræna þær bætiefn um og málmsöltum, t. d. hvítt hveiti, hefluð hrísgrjón, hvítur sykur o. s. frv. Fyrir margar tegundir eiturlyfja, eða hinar svokölluðu nautna vörur, vín, tóbak, alls konar gosdrykki, sælgæti o. fl. Við getum verið án þessa alls, í það minnsta í þessari mynd. Við getum malað allt hveiti hér heima, og það er hægt að fá hrísgrjónin óhefluð. Það er vitandi vits stefnt að því að eyðileggja heilbrigði mann kynsins með alls konar gerfi- fæðu. Það er einungis hugs- að um útlitið, ef varan geng- ur betur í augum, selst bet- ur, enda þótt raunverulegt verðmæti sé skert að mikl- um mun/ er allt talið í lagi. Hér væri hægt að breyta um. Við gætum áreiðanlega fengið niður útgerðarkostn- aðinn á okkur sjálfum. En nóg um það, ef þjóðin vill hafa þetta svona, verður hún að skapa möguleika til þess. Hendurnar, sem framleiða, eru alltof fáar, miöað við þann fjölda, sem á framleiðsl unni lifir. Það er talað um það núna, að fá fleiri, stærri og betur útbúna togara, með það fyrir augum, að þeim sé auðveldara að stunda Græn- landsveiðar. Með öðrum orð- um: Við eigum að hrökklast frá ströndum okkar lands og lofa Englendingum og öðr- urn, sem ekki vilja leggja á sig að gera út til Grænlands, að skrapa hér við strendurn- ar, eyðileggja neta- og línu- veiði fyrir bátáflotanum og sýna alls konar tuddaskap í viðskiptum sínum við lands- menn. Við eigum ekki að vera með neinar vangaveltur í ' þessu máli. Við eigum að svara lubbamennsku Bretans ' með 20 mílna landhelgi fyrir alla útlendinga. Næsti á- fangi á svo að vera allt land- grunnið. Við getum sjálfir þessa sama gæta víða um notað þá landhelgi sem nú er. Við, þessi dvergþjóð hér á hjara heims, höfum engin skilyrði til að róa undir stór veldi og milljónaþjóðum. Við sem eigum alla okkar lífsaf- komu undir því, að geta siglt á svalar unnir, hringinn í kring um landið okkar og nytjað þau gæði, sem þar er að fá. Að leyfa öðrum þjóö- um að skrapa botninn upp í landsteina, er sama og að ieyfa þeim afnot af landinu. Skammsýni og stundarhags- munir myndu eingöngu ráða gerðum þeirra, þótt viö næm- um landhelgina alveg úr gildi. Þeir myndu vera að, þar til hvergi væri fiskseiði að fá og alls ekkert tillit taka til afkomumöguleika okkar. Ef við höfum á annað borð rétt til að lifa eins og aðrar þjóð- ir, þá höfum við líka rétt til |að gera svipaðar öryggisráð- stafanir fyrir efnalegri af- komu okkar og aðrar þjóðir. Sjórinn kring um landið, er okkur engu ónauðsynlegri en landið sjálft til þess að geta lifað hér sem frjáls þjóð. Ef við getum ekki haldið efna- legu sjálfstæði, getum við ekki heldur haldið stjórnar- farslegu sjálfstæði. Það þarf að auka vélbátaflotann, sem fiskar með línu og net. Þær veiðiaðferðir munu ekki or- saka rýrð á stofninum. En það mætti eitthvað fækka þessum kaupmöngurum, sem verzla með alls konar glys- varning og sælgæti, sem eng inn hefir gagn eða gott af, að ég tali nú ekki um alla ’ skriffinnskuna um allt og ekkert, bæði hjá einstakling um og því opinbera. En svo að ég snúi mér aftur að land búnaðinum, þá verður þess ekki langt að bíða, að inn- anlandsmarkaði verði full- nægt. Sem sagt, við verðum annað hvort að gera, aö miða framleiðsluna aðeins við inn anlandsneyzlu, hætta að rækta landiö, fækka búun- um, flytja á mölina. Láta allt sigla sinn sjó, láta landið blása upp, sandana breiða sig yfir gróðurinn. Láta hundr- uð milljóna króna verðmæti og gífurlega möguleika renna úc í sandinn. Eöa lækka framleiöslu- kostnaðinn og framleiða fyr- ir heimsmarkað. Ég hefi átt tal viö nokkra bændur um þessi mál. Það er eins og þeir hafi ekki áttað sig alveg á þessu nýja viöhorfi, eða hvernig skuli við bregða. Sumir halda að þetta geti gengið einhvern veginn, svona ‘svipað og nú, fram- ieiöslan muni ekki aukast meir en svo. Aðrir halda að ríkið geti greitt mismuninn á núverandi afurðaverði og heimsmarkaðsverði. Enn aðr ir halda, aö hægt sé að taka af þeim ríku og láta þá borga mismuninn. Sannleikurinn er sá, að enginn er þessi leið fær. Það er ekki hægt að halda uppi neinni atvinnu- grein, sem þjóðin veröur að borga stórar fúlgur með á hverju ári, í hvaða mynd sem það er tekið af þegnunum. Öllum, sem undir sliku standa, verður fyrr eða síð- ar hætta búin, hvort sem það er einhver framleiðslugrein eða almenningur. Hvaða ráð eru þá til að lækka fram- leiðslukostnaðinn? Fyrst og fremst þarf að fækka milli- liðum, ef þess er nokkur kost ur. Auka ræktunina að mikl um mun, gera hana almenn ari. Það er ekki nóg þótt ein- stakir peningamenn eða menn, sem aögang hafa að nógu fjármagni,. gegnum aðr ar arðbærari atvinnugreinar, geti ræktað svo skipti tugum eða jafnvel hundruðum hekt ara á ári. Allir, hver einasti bóndi, veröur að eiga þess kost að geta bætt við sig ein- um til tveimur hekturum á ári. Eins og nú standa sakir, eru búin alltof lítil og ekki ráð til að koma nokkurri tækni að við virinu á þeim. Það útheimtir aftur mikið fleira fólk en þyrfti annars að vera, en þó verða afköstin minni. Það mætti skipuleggja betur hagnýtingu mannsork unnar, með aukinni tækni- legri og' verkíegri kunnáttu. Bændur skortir mjög fræðslu um verktækni og verkmenn- ingu, enda er það oftast j grundvöllurinn að gæfu eöa ógæfu hverrar þjóðar, hvar hún er á vegi stödd á því sviði. Það þarf að kappkosta að ,fá sem mest fóðúr út úr I hverri flatareiningu lands. ,Búa vel og samvizkusamlega !að ræktuninni og er það Imeira virði, en þenja sig yf- jir stór svæði, sem eru svo lá^t 'in hálf svelta árum. saman já eftir ræktun, þar til mold- in er orðin gjörsneydd af frjó I efnum. Nei, meira fóður af 'hektaranum, þýðir meiri af- : köst, fleiri skepnur, meiri • framleiðsla, minnkandi fram I leiðslukostnaður. Fyrir utan það, að með hverjum vel Iræktuðum hektara lands, er !um við að skapa varanleg verðmæti, ekki einungis okk ur, sem lifum í dag, heldur komandi kynslóðum. Það er sjóður, sem þjóðin á öll, vara sjóður, sem er hverri þjóð | (Framhald á 6. síðu.). P. H. A. hefir óskað eftir að koma eftirfarandi grein í baðstofu- hjalið: „Iðulega í viðræðum manna á milli, í blöðum og útvarpi, er talað um hnöttinn okkar, jörðina sem heiminn, eða alheiminn og þarf ekki að tiltaka dæmi þar um, svo algengt er það. Mér finnst tiltakanleg þröngsýni og pottbotns hugsunarháttur bak við þessa málvenju, þar sem nú er löngu vitað, að jörðin er í i.íki himnanna lítið eða ekki meiri en dropinn í ríki hafsins. Og hvað á að kalla allt það, sem er utan jarð- arinnar, ef hún er kölluð alheim- ur? Ég vil beina því til allra, er þess- ar línur kunna að lesa, hvort þeim, að athuguðu máli, finnst ekki fara eins vel á því að tala um að þetta e.ða hitt gerist á hnettinum, eða á jörðinni, en að tala um að það gerist í heiminum, eða í alheimi, þar sem þó er átt viö jörðina in- göngu. Enn er ofmikið af þröngsýni og krgddum manna á meðal, þrátt fyr ir alla menntun og' menningu. Það er eins og fólk sé hrætt við að ganga inn á þær brautir víðsýnis og vitrana, sem aö vísu eru lítt troðnar, en sjáendur mannkynsins hafa þó varðað í nútíð og fortíð. Og virðast hinir svokölluðu mennta menn eiga í því nokkuö óskiliö mál við alþýðuna. Ef til vill kemur þar fram tízku- dekrið, óttinn við að verða hlægileg' ur. Að verða kallaður „ekki eins og fólk er flest“, því að oftast er niðr- andi hreimur í þeim oröum. Mun þó raunar mála sannast, að sjaldnast munu sjáendur mannkyns ins hafa verið taldir eins og fólk er flest af samtíð sinni a. m. k. Ég hygg það væri vel gert að minna okkur börn jarðar oftar og raunveruiegar á en gert er, að við erum ekki aðeins borgarar í ríki smáhnattarins okkar, sem ætti að I vera eins og eitt heimili, heldur er- ' um við aiheimsborgarar í þess orðs víðustu merkingu, því að eins ,g lífgeislun tilverunnar eða andi guðs tengir sáman allar ómælisvíddir rúms og tíma, svo erum við hver og einn órjúfanlegur hluti hins . mikla sköpunarverks. Órjúfanlegur, en þó sjálfstæður og mikilsverður hluti, sem annað hvort eykur á birtu þess og fögnuð eða skugga þess og harma. i Frjálsum sannleik fengið er fátæklegast skýli, ef í þessu alheim sér eina hnattar krfli'. P. H. Á. hefir lokið máli sínu, en svo er hér bréf frá „fáfróðum": ! 1 „Heill og sæll, Starkaður bóndi! Mig langar að líta inn hjá þér og staldra aðeins við eins og fleiri, þó að ég hafi lítið til þess að lífga þar upp, en þess finnst mér þó þörf, því að þessir dálkar þínir hafa kom , ið strjálla upp á síðkastið en áður. | Hvað veldur, veit ég ekki. Ef til vill er það af rúmleysi í blaðinu og við því er ekki mikið að segja. En sé það t. d. af því, að þessi dálkar þyki orðnir gamlir og því færri, sem leggja þar orð í belg, er það skaði, því að í þessum dálkum hefir margt komið fram, sem athyglisvert heíir verið og margt vel sagt. Og trúað gæti ég því, að fáir vilji tapa þessum dálkum, sem lesa Tim- ann eða blöðin yfirleitt. Þarna hlýt ur að fara eins og í gömlu baðstof- unum, að sé fólkið fátt, verður um- ræðuefniö fábrotið. Og hverjum finnst það til bóta? Nei, sem flestir þurfa að gefa orð í belg, og mun þá fara eins og í gömlu fjölmennu bað stofunum, að margt.her á góma og mörg mál rædd og skýrð til gagns og skemmtunar bæði fyrir þá, sem aðeins hlusta". Ekki verður fleira rætt í baðstof- unni í dag. Starkaður. KARLAKOR REYKJAVIKUR: Álf adans og stórfesigleg brenna fer fram á íþróttavellinum kl. 8 í kvöld með aöstoð þjóðdansafélags Reykjavíkur, víkivaka- og þjóðdansa- deildar Ármanns. Aðgöngumiðar verða seldir á götum borgarinnar í dag og eftir kl. 4 á íþróttavellinum. Á aimað luuidraS Mys! Margir íngir flwgelela! Nokkrir skrauíbifmir hesíar. Aths.: Falli álfadansinn niður sökum óhagstæðs veð- urs, veröur það auglýst í hádegisútvarpinu í dag. 'WAVVWiVMVWAWAW.W.'JV.VATAV.WAWfc'V' :• BEZTU kveöju og þakklæti sendi ég hér með frænd fólkí mínu, öðrum vinum og félöguminnan sveitar og Ij utan, sem minntust mín vinsamlega og ógleymanlega ■; á sextugsafmæli mínu 31. des s. 1. Um leið árna ég ;! þeim heilla og blessunar á þessu nýbyrjaða ári og *! þakka liðna tímann. Ellert Eggertsson, Meðalfelli V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V. .'.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V gmmsfedaintmanagnsnmigwaiaCTtnnnrammmnijammmntmwiiia UTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.