Tíminn - 24.01.1954, Side 4
4
TÍMINN, sunnudaginn 24. janúar 1954.
19. bláð.
„Hlutlaus dómur,“ heitir leið
ari Morgunblaðsins s- 1. mið-
vikudag. Þessi „hlutlausi dóm
ur“ er grein úr tímaritinu
Helgafell, sem tveir yfirlýstir
íhaldsmenn gefa út og
stjórna. — Hvenær skyldi
Þjóðviljinn gerast svo hug-
kvæmur að birta „hlutlausan
dóm“ timarits Máls og menn
ingar um stjórn kommúnista
iá Norðfirði?
Tómas var háðfugl.
Þeir, sem þekkja Tómas
Guðmundsson, þykjast raun-
ar vita, að þegar Tómas hrós-
ar stjórn Reykjavíkur, fari
hann sér til gamans með háð
og skop. — Hann segir, að
meirihlutinn hafi ekki viljað
byggja ráðhús, sem aðallega
sé til „augnayndis“! Meiri-
hlutinn hafi haft svo mikinn
áhuga á því að byggja yfir
fólkið. Hér er Tómas auðsjá-
anlega að hæðast að brögg-
unum, lóðaleysi o. fl. — Aðrir
segja að vísu það, sem von-
andi eru staðlausir stafir, að
Tómas sé hættur að geta ort
og muni hafa tekið sjúkdóm
þann, sem Árni Pálsson pró-
fessor sagði, að heltaki sig,
ef hann stingi niður penna
til að skrifa í Morgunblaðið.
Opin skólpræsi og menning.
Hjá þjóðum, sem standa á
lágu menningarstigi, eða bæj-
um sem hafa vissa tegund af
stjórnendum, eru skólpræsi
víða í opnum skurðum, sem
eru fullir af sóttkveikjum.
Frá þessum óþverra og eymd
er oft sagt með viðbjóði í ferða
sögum. Sameinuðu þjóðirnar
(viss deild) hafa beitt sér
fyrir því, að lagt væri fram
mikið fé til þess að fræða þær
óhamingjusömu þjóðir, sem
svo lágt standa um sýkingar-
hættuna, er frá opnum skólp
leiðslum stafar — og til þess
að gera hjá þeim lokuð ræsi.
Baðvatn ihaldsins.
Fáa grunaði, að svona væri
ástatt í höfuðborg íslands. —
Ef ekki hefði verið birt bréf
frá tveimur vísindamönnum,
mundu fæstir hafa trúað því,
að óþverra frá Bústaðahúsun-
um væri hleypt í opinn skurð
og veitt beint í baðstað Reyk-
víkinga og barnanna innar
Háð Tómasar. — Skolpræsi íhaidsme^giltigar-
innar. — Vanhirtur bær. — Saga ,heiðarieikans£
í fimm þáttum.
í vognum. — Það er ekki ólag
á stjórn höfuðborgar, sem býð
ur borgurum sínum upp á
slíkt baðvatn — og leynir
því. —
íhaldið leynir opnu skólp-
ræsunum.
Siðan uppvíst varð um
„bunulæk“ íhaldsins í Foss-
vogi, hefir fleira komið í dags
ins Ijós. Upplýst hefir verið
um líkan bunulæk við barna-
leikvöll í vesturbænum- Sama
sagan er einnig sögð úr smá-
íbúðahverfinu. Sennilega er
þetta miklu víðar, enda hald-
ið vandlega leyndu. Er það t.
d. rétt, að skólpræsi liggi í
Tjörnina? Sumir telja það, —
og að af því sé hinn mikli slý-
vöxtur. —
Er hér með skorað á íhalds-
fneirihlutann, sem bænum
stjórnar, að birta skrá yfir
sýklaræsi sín, til þess að hægt
sé eftir getu að halda óvitum
frá hættunni.
Sjálfstæðismaður fær
löðrung.
Reykvíkingur mætti einum
æðsta manni kaþólsku kirkj-
unnar á íslandi, þegar bygg-
ingu hinnar veglegu Landa-
kotskirkju var að ljúka.
Reykvíkingurinn sagði eitt-
hvað á þá leið, að mikið væru
hinir kaþólsku ríkir, að geta
reist slíkt hús. „Nei“, sagði
hinn kaþólski, „við erum smá-
ir og fátækir eins og steinarn
ir í mölinni, sem kirkjan er
steypt úr, en við eigum sam-
tök, samhygð og trú.“ — og
hann hélt áfram um leið og
hann benti á einn stærsta
einkabústað bæjarins: „Svona
getur einn og einn byggt, en
það geta það ekki allir sam-
an. Og háu múrarnir í kring-
um húsin ykkar kosta marg-
falt meira en kirkjan mín“.
— Síðan kvaddi hann og fór.
Sérhagsmunir Ioka sam-
gönguleiðum.
Ef þið gangið um miðbæ-
Skolpleiðsla íhaldsins í Fossvogi.
inn, blasir við ykkur sá lág- hvíldar í heillandi umhverfi.
kúrulegi hugsunarháttur sér- j — Bæði í Hafnarfirði og Ak-
hagsmuna, er bænum stjórn-| ureyri eru slíkir skemmti-
ar. Littu á völl Jóns Sigurðs-| garðar. — Trjágarðar ein-
sonar. Hann stendur ekki' stakra manna í Reykjavík eru
lengur á vellinum miðjum, I margir fagrir — en bænum
því sérhagsmunir sneiddu af hefir ekki auðnast það. —
vellinum undir hús gæðings. Bærinn hefir valið sínum
Reyndu að ganga gamla Vall- garði svæði á rennblautri
arstræti og það er lokað af mýri og það, sem þar vex á
íhaldseldhúsi Holsteins. — jsumrum, rótslitnar í forinni
Sjáðu Morgunblaðshúsið, þar'og holklakanum á vetrum og
allir forsjálir menn vissu og kelur að ofan.
börðust fyrir að væri sam- j Loksins þegar flestir aðrir
gönguæðin í Vesturbæinn — ^ bæir hafa hafizt handa fyrir
framhald Austurstrætis. Ó- ^öngu, hefir verið hægt að
En gegn því stóð íhaldið í bæj
arstjórn meðan stætt var. —
Menn flýja bæinn sinn.
Allir þekkja, hve yndislegt
í það er að ganga .hér um út-
j hverfin, þegar rignir ög bíl-
j arnir ausa úr pollum og
| skompum gatnanna. En ihald
inu hefir tekizt að gera bæ-
inn svo furðulegá úr garði,
að þegar sólskin er- og þurrk-
ur, ætlar rykið hvern mann
að kæfa í úthverfunum: — Af
þessum ástæðum flýja menn
bæinn sinn — höfuðstaðlands
ins — hver sem betur getur
á sunnudögum, þótt það kosti
stórfé, á sama tíma.ng fbúar
í flestum höfuðborgum ^víla
sig í trjá- og skemmtigörð-
um og Akureyringar og Hafn
firðingar njóta unaðsstunda
í skemmtigörðum sínum. .
1 „Ágæt kosningabrella."
i „Flokkur heiðarleikans“ er
! fremur niðurdreginn út af á-
j falli Bárðar. En sumir flokks-
menn eru í sjöunda himni Og
Itelja það „ágæta kosninga-
brellu“, því þafýj§em:: Bárður
hafi dregið sig til .baka, hafi
flokkurinn fengið tækifæri til
að sýna „heiðarleikann“ í
verki. Þetta er. nqjrkujS’i skrít-
inn hugsunarháttur og af
mörgum ástæðum-
1. í fyrsta lagi vegna þess,
að Bárður og flokkur hans
fundu ekkert athugavert við
framboð hans í vor eða nú. —
2. í öðru lagi hrukku þeir
fyrst við, er aðrir flettu ofan
af verkum hans.
3. í þriðja lagi var það Bárð
ur, sem dró sig.í hlé, en ekki
flokkur hans, sem aðeins
„féllst á það“.
4. í fjórða lagi ver flokkur-
inn gerðir Bárðar og tekur
þar með ábyrgð á þeim.
5. í fimmta lagi er Bárður
áfram í stjórn flokksins og
einn mesti áhrifamaður hans.
Trjá- oig skemmtigarður.
Ekki er til svo snauður bær
erlendis á stærð við Reykja-
vík, að ekki eigi hann fagran
trjágarð, einn eða fleiri, þar
sem bæjarbúar geti notið
teljandi hliðstæð dæmi blasa bæiarstiórnarmeirihlut-
við. — Það er þessi tegund af tosa bæ3 arstjornarmeníhlut
hagsmunum, sem íhaldið anum til að styðja Heiðmörk.
meinar, þegar það segir, að, ..vasssvv^^v.v.v.v.v/.v/a^vava-avwvwww1.
hagsmunir Reykjavíkur séu í: £
baráttusæti sínu. '» Hjartanlega þakka ég öllum, er syndu mér vinarhug
j> á áttræðisafmælinu þann 7. janúar þ. á. og glöddu mig
£ með heimsóknum, gjöfum og skeytakveðjum. —
Guð blessi ykkur öll.
Raufarhöfn, 16. janúar 1954,
Gunnlaugur Sigvaldason.
Gunnlaugur Sigvalrtason. £
Vegna auglýsinga í blöðum og útvarpi um iðgjöld fyrir ábyrgðartryggingar bifreiða, sem vel mætti skilja á bann
veg, að hér væri á ferðinni ný stórfelld iðgjaldalækkun, viljum vér taka það fram, að afsláttur frá brúttó iðgjöldum
hjá félagi voru var þegar á síðast liðnu ári sams konar í hæsta bónusflokki og nú er auglýstur af öðrum og mun svo
einnig verða næsta endurnýjunartímabil.
Biðjum við heiðraða viðskiptavini vora að athuga þetta ogkynna sér iðgjöldin nánar hjá oss, eða umboðsmönn-
um vorum og ganga þannig úr skugga um það, að þau eru fylliega samkeppnisfær við iðgjöld annarra félaga, svo
sem ávallt hefir verið.
Bifreiðadeild,