Tíminn - 24.01.1954, Síða 8

Tíminn - 24.01.1954, Síða 8
X B-listinn H*. árgangur. Rcykjavík, X B-listinA 24. janúar 1954. 19. blað. ■1 ■“ Hvað snúast Gunnar Hall og Eglll oft? Síðan Lýðveldisflokkurinn hætti við framboð, hafa Gunnar Hall kaupmaður og Egill Bjarnason séð um blaðið Varðberg og ber ritstjórn þeirra vott um, að þeim sé annað betur gefið en stefnufestan. í næstsein- asta blaði mátti helzt skilja, að þeir mæltu með AI- þýðuflokknum, en í seinasta blaði með Þjóðvarnar- ! flokknum. Ef þeir fylgja þessari „línu“ áfram má búast við þvi, að þeir mæli næst með kommúnistum, ef þeir koma þá út blaði fyrir kosningar. Um Lýðveldismenn er það annars að segja, að síðan foringjar flokksins gáfust upp við framboð, eru þeir alveg hættir aö taka mark á þeim og Varðbergi. — Framangreindir snúningar blaðsins bæta ekki heldur fyrir þeim. Vitað er um allmarga Lýðveldismenn, sem ætla að kjósa með Framsóknarfíokknum, og aðra, sem ætla að sitja heima. Keflavíkurbátar með 4—9 lesíir Keflavíkurbátar voru al- mennt á sjó í gær og öfluðu vel, þó að illt væri í sjó. Komu þeir að landi með 4—9 lestir úr róðrinum. Sjómönnum þykir fiskilegt á miðunum og búast margir við góðri vertíð í Faxaflóa, ef veður verða hagstæð til sjó- sóknar. Aflinn í gær var heldur minni en undanfarna daga og kenna menn meðal annars slæmu veðri um. Keflavíkurbát fylgt til hafnar Vélbáturinn Sæfari frá Keflavík bilaði í róðri í gær og var honum fylgt heim til hafn ar. Gekk heimferðin vel og kom Sæbjörg með bátnum, en annar Keflavíkurbátur kom til hjálpar fyrst, áður en Sæbjörg kom. Leki hafði komið að Sæfara- Veður var illt og því ekki tal- ið öryggi í öðru en honum væri fylgt til hafnar. Framsóknarmenn í Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Fram- sóknarflokksins í Hafnar- firði er í Skátaheimilinu við Strandgötu. Hún er opin á sunnudögum kl. 2—6 síðd. og virkum dögum kl. 8—10 eftir hádegi. Sími skrifstof- unnar er 9870. B-listinn er listi Fram- sóknarflokksins í Hafnar- firði. Framsóknarmenn og aðrir stuðningsmenn B-list- ans eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofuna. Getraunimar Úrslit í getraunaleikjum í gær: Blackpool-Aston Villa 3-2 Chelsea-Huddersfield 2-2 Liverpool-Tottenham 2-2 Manch. Utd.-Bolton 1-5 Middlesbro-Charlton 0-2 Newcastle-Preston 0-4 Portsmouth-Wolves 2-0 Sheff. Wed.-Sheff. Utd. 3-2 W.B.A.-Burnley 0-0 Doncaster-Everton 2-2 Leeds-Fulham 1-2 Nottingham-Leicester 3-1 | í fótspor Jóns Axels | Alþýðublaðið birti fyrir nokkrum dögum mikla hól- | I grein um Jón Axel Pétursson og komst að þeirri niður- | 1 stöðu, að þeir fulltrúar Alþýðuflokksins, sem kæmu til | | með að eiga sæti í bæjarstjórninni eftir kosningar, § | ættu að taka hann sér til fyrirmyndar. Af þessu er auðvelt að draga úlyktun. Jón Axel Pét- I | ursscn var sá af andstæðingum íhaldsmeirihlutans, j I sem stóð næst honum í flestum málum og tók oft upp j I vörn fyrir hann í bæjarstjórninni, t. d. gegn Þórði | I Björnssyni. íhaldið kunni líka að meta þjónustu Jóns, \ j § því að það skipaði hann í eitt hæstlaunaðasta forstjóra § I i embætti bæjaiins, | Dettur nokkrum, sem þekkir til mannaráöninga í- i i haldsins, í hug að halda, að það hafi ráðið Jón í stöð- i 1 una vegna hæfileika hans, ef það hefði ekki jafn- | | framt verið búið að kynnast hugarfari hans og fylgi- í | spekt? Og nú er Movgunblaðið farið að tala um binn „á- f | stúðlega“ Magnús Ástmarsson? Alþýðublaðið gefur honum líka heilræðið: Fylgdu f | í fótspor Jóns Axels og útvegaðu þér hálaunaða for- i | s'tjórastöðu hjá íhaldinu- | Slærat sjóveður hjá Faxaflóabátum i gær Akranesbátar voru allir á sjó í gær og hrepptu heldur slæmt veður, eins bátar frá öðrum verstöðum við flóann. Afli var líka heldur lélegur hjá Skagabátunum í þessum' róðri eða 4-—6 lestir á bát, al- gengast. Með því að róðrar heíjast færist nú aukið fjör í allt at- hafnalíf á Skaganum, en auk, bátanna leggja þar upp báð- ir bæjartogararnir, sem veiða fyrir frystihúsin þrjú, sem þar eru. íslenzk frystitæki tek- in í notkun á Akranesi Á Akranesi eru tekin til starfa ný frystitæki, sem smíðuð eru liérlendis. Eru þau í frystihúsi Þórðar Ásmundsson- ar & Co- En tækin hefir vélsmiðjan Héðinn smíðað. Er hér um að ræða fyrstu vél sinnar tegundar, sem smíð uð er hér á landi og virðist hún gefast eins og vonir stóðu til. Frystihúsið Heimaskagi er með þessu að auka verulega vélakost sinn, en húsnæði var fyrir hendi, svo að auðveit var að koma auknum vélakosti að. Þá hefir hið myndarlega frystihús Haraldar Böðvars- sonar & Co. tekið í ftötkún nýjan vinnusal, þar sem um 50 manns geta starfað sam- tímis. ____ „ Varsaarmálira (Pramhald á % síðú.) virkja fyrir varnarliðið og erlendir verktakar fari úr landi. 3. Varnarsvæði verði Skipu lögð svo, að dvalársvæði Erleudar frétíir í fáum orðum □ Haldinn var 4 klukkustunda hersýnin; í Kairo í gær. Naguib og flestir ráðherrar voru við- staddir. Hersýningin var hald- in í tilefni af því. að 18 mánuð- ir eru liðnir frá því, að bylting- in var gerð í Egyptalandi. □ Öflugur hervörður er nú um allar byggingar og herstöðvar Breta á Suez-eyði. Þrír brezkir hermenn hafa verið skotnir til bana undanfarna daga og tveggja var saknað í gær. □ Franska sjómannasambandið hefir gefið út mótmælayfirlýs- ingu gegn McCarran-lögunum í Bandaríkjunum. Pranskt skip var nýlega sektað um 9000 doll- ara, þar eð nokkra skipverja skorti vegabréfsáritun. □ Knowland, foringi republikana á Bandaríkjaþingi, segir, að Ind verjar verði að taka skýra af- stöðu í deilu austurs og vestur og segja afdráttarlaust, hvort •þeir fylgi kommúnistum eða Vesturveldunum að málum. Gatnagerð á til- raunastigi — en blekkingar ósviknar! Övenjulega heimsku leg tilraun til mál- efnaþjófnaðar Morgunblaðið gerir frá- munalega heimskulega til- raun til að afsanna það, að Framsóknarmenn hafi átt frumkvæði að smáíbúðalán- unum. Árangurinn verður raunar enginn annar en að vekja aukna eftirtekt á þeirri staðreynd, sem er margsönnuð. Mogginn birtir mynd af fyrirsögn Tímans um þetta og jafnframt mynd af vélrit uðum línum án undirskrift- ar, sem blaðið segir vera úr bréfi Framsóknarþingmanns og eiga að afsanna forgöngu Framsóknarmanna um þetta efni. í þessum bréfslínum er hvergi minnzt á smáíbúða- lán, og virðist helzt sem bréf ritari sé að harma að aukið fé hafi farið til kanslara- halla, Morgunblaðshallar eða einhverra annarra álíka nauðsynlegra bygginga, sem nóg hefir risið af í Reykja- vík undanfarin ár. Morgunblaðið þarf að afla sér betri sönnunargagna en þetta til að nokkur trúi því, að íhaldið hafí haft for- göngu um smáíbúðalánin. erlendra manna þar. verði betur aðgreind frá dvalarsvæði íslenzkra manna á þessum slóðum. 4. Settar reglúr úm leyfis- ferðir varnárliðsmanna utan samningssvæðisihs og miði að því að hindra óþörf samskipti þeirra við landsmenn. 5. Athugaðir möguleikar á því að íslendingár ann- ist starfrækslu ro.dar- stöðvanna, Sem hér verða reistar á Vegúm varnarliðsins, svo og sem flest önnur störf í sambandi við varnirnar. Samningsviðræðnr lieijast. Árangur orðsendingáfifinár og þess undirbúnings, sem utanríkisráðhérra hefir arih- azt, á grundvelii" tillagná Framsóknarflok’ksins r' ér áð framan getur,..’er því sa, sém fram kemur í fréttátilkyhfí- ingu hans, "að^ baftdáíísk nefnd er að’’korriá hingað til viðræðna og samriiriga' uih málið. Er þess að. vænta, að viðræðurnar þeri gdéan árarig ur. Þess má ’g’étá,';' að • auk þeirra atriða, sem rakin eru hér að framan,. vári'jdrepíð á nokkur fleiri,! minni' hát'tár breytingaatriði í órðseridíng- unni. Morgunblaðið er sem vænta mátti úrillt vegna frá sagnar Tímans um það, í live liörmulegri niðurlægingu gatnagerðin í Reykjavík er og telur þar hafa verið ómalc lega veitzt að bæjarstarfs- mönnum og stofnunum. Tím inn studdist þó eingöngu viö dóm háttsettra íhaldsmanna í þessii efni, svo sem þegar Tómas Jónsson, borgarritari sagði, að þýzki verkfræðíng- urinn liefði verið fenginn, af því að verkfræðingar bæjar- ins vævu „ekki nógu góðir“, og Guðmundíxr heitinn \s- björnsson sagði, að gatna- gerðin í Revkjavík væri öll á tilraunastigi. Og svo eru það allar hin- ar glæsilcgu mvndir af áhaldahúsi bæjarins. Af flestu er nú hægt að státa. Rekstur þessarar stofnunar var með eindæmum. Hallinn var mikill, og þá var gripið (Framhald á 7. Bíðu.) iiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiHiiHiiiiiiia Refurinn skottlausi j og Þjóðvarnarmenn I Aliir kannast við söguna um refinn, sem varð fasttir 1 í dýraboga og beit af sér skottið. Honxim,,;þótti sinn i hagur ekki góður, en úr’því sem komið var, reyndi hann | aö gera gott úr þessu og sagði við hina refina, að i skottið væri alveg óþarfur hlutur, sem þeir æt.tu að. | losa sig við. •'! " *t ?c'" frrr § Minnir þessi gamla saga mjög á ófarir .Þjóðvarnár- i manna, og ber þar ekki annað á milli, en.á.ð það var ! höfuð Iistans, sem varð fyrir þessum ö^jpgiy^. ^En í viðbrögð Þjóðvarnarmanna urðu þau söinu og hjá ýefn- 1 um, þegar höfuðið var fokið af listanum, fannst þéim | hann mikið fínni en áður, og töldu þeir.(géB'2nú: sigur- *| inn vísan. En „Adam var ekki lengi í Paradis.* Ór- i lögin eru stundum hörð, nú er svo kornið, ag það, sem = bitið var af er nú komið á sinn stað aftúr ogwSif<f pað 1 veröur flokkur „hreinleikans" að sitja hvað sem taut- § ar og raular. ___________ | HNIIMHNIIHil IIHIHHIHIHHIHIiniHIHIHIHHIIHIIHIHHHIHIIHIHHHIHHIIHHHM* FRAMSÓKNARMENN. — Aðeins 7 dagar til kosninga. Herðum sóknina. K •*»>. ■*» m; Komið í kosningaskrifstof u B-listans í Edduhúsinu Símar 5564,82629 og 82630

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.