Tíminn - 09.02.1954, Page 4
TÍMINN, þriðjudaginn 9. febrúar 1954.
32. blað.
Jónas Þorbergsson:
5. grein
Hvað h'ugsar þú, bondi?
— Undir dögun —
Ég veit að þú, bóndi góður,
ríst snemma úr rekkju og
gengur á vit bústarfa þinna
við skepnuhirðingu og önnur
morgunverk. Ég veit að þögn
og kyrrð morgunsins veitir
þér tóm til djúpra hugleið-
inga um gengin ár, um farn-
að þinn og framtíðardrauma.
— Ég sagði í upphafi máls
míns, að ég kysi að ganga á
fund þinn með þessar skamm
degishugleiðingar mínar,
ekki sem dómari né heldur
sem vandlætari, heldur sem
maður með yfirlitsreynslu
nokkuð langrar ævi, hug-
bundinn uppruna mínum í
íslenzkri sveit, til þess að
blanda við þig geði og hug-
leiða með þér mesta vanda-
mál íslenzku þjóðarinnar:
Viðhald og vöxt íslenzkrar
þjóðmenningar í íslenzkum
sveitum. — Ég hefi líka risið
snemma úr rekkju til þess að
rita niður þessar hugleiðing-
ar mínar. Ég hefi fylgt þér í
fjárhús og hlöðu, í fjós og
hesthús. Mér hefir þótt það
hæfa, að við yrðum samferða
í kyrrð morgunsins, þegar
lífsmögn komandi dags leita
á hugann. — Ég hefi að visu,
í framanskráðum hugleiðing
um, dvalist með þér í fortíð-
inni við yfirlit um liðinn
tíma, áraunir íslenzks land-
búnaðar, fólkstæmingu sveit
anna, misvöxt landsbyggðar-
innar og misrétti löggjafar
og fjárveitingavalds gagn-
vart íslenzkum sveitum við
allsherjar uppbyggingu lands
byggðarinnar. .Enn sem kom
iö er, hefi ég í greinarköflum
þessum, kosiö okkur til handa
hið léttara viðfangsefnið: að
hugsa aftur í tímann, dvelja
við minningar og kunnar
staðreyndir. Enn er það við-
fangsefni enganveginn tæmt.
Ég hefi enn ekki minnzt á
fjárpestirnar og þá þungu á-
raun, sem íslenzkum sveitum
hefir verig búin af völdum
þeirra undangengna nálega
tvo áratugi. — En að loknu
því yfirliti mun mér þykja
hæfa, að við nú, í morgun-
sárinu, gerum okkur grein
fyrir því, að liðið er undir
dögun í íslenzkum landbún-
aði og nýjum vexti byggðar-
innar í íslenzkum sveitum.
Hin mikla áraun.
Tjón af völdum sauðfjár-
pestanna í landinu hófst
með borgfirzku veikinni svo-
nefndu árið 1934. Þótti brátt
sýnt, að til auðnar mundi
stefna um allar sauðfjár-
sveitir landsins, ef ekki yrði
hafizt handa um sóttvarnir
og' til viðhalds byggðinni,
meðan veiki þessi herjaði
sveit úr sveit og drap niður
bústofn landsmamna. Ekki
var þó hafizt handa um skipu
legar aðgerðir fyrr en árið
1937. — Sóttvarnir þessar og
allar aðgerðir þjóðarinnar,
til þess að vinna bug á plágu
þessari, mega teljast hlið-
stæðar allsherjaraðgerðum
þeim, sem til myndi verða
stofnað, ef upp kæmu drep-
sóttir í mannfólkinu. -— Bú-
fjárdauðinn af völdum Skapt
áreldanna á ofanverðri 18.
öld, leiddi til hungurdauða
mikils hluta þjóðarinnar. —
Hvers konar víðtæk fyrir-
munun bjargræðisvega hefir
ávallt leitt til hungurdauða
manna og þjóða og leiðir enn
víða um heim. Aðgerðir ís-
lenzku þjóðarinnar, til þess
að sigrast á fjárpestunum,
liafa því í eðli sínu og raun
verið lífsvarnarátak hennar.
Þjóðin hefir á undangengn
um 16 árum, 1937—1953, lagt
fram úr rikissjóði vegna
plágu þessarar samtals um
89 milljónir króna. Það er
aö vísu risavaxin upphæð og
mikil fjárfórn svo fámennri
þjóð. Þó nemur það ekki
meiru en nema mundi nú-
tímakostnaðarverði einnar
til tveggja fullkominna síld-
arverksmiðja. Og þessi fjár-
fórn mun fyrir auð og örlæti
íslenzkrar moldar skila ríku-
legri ávöxtum en gert hafa
fjárfórnir þær, sem færðar
hafa verið, til þess að við
mættum verða viðbúnir síld-
arhlaupum að ströndum
landsins undangenginn ára-
tug, hvað svo sem framtíðin
kann að bera af höppum í
skauti sér næstu árin.
Enda þótt plága þessi, af
völdum sauðfjárpestanna,
hafi-orkað mjög á allan okk-
ar þjóöarhag, hefir hún vit-
anlega komið þyngst niður á
sauðfjárbændum landsins og
orðið þeim mikil áraun. —
Allur sauðfjárstofn bænda í
miklum meirihluta lands-
* byggðarinnar hefir verið
I skorinn niður á þessu ára-
bili og annars staðar tvisv-
iar. Heil héruð og stærri land
jsvæði hafa verið sauðlaus
I frá ári til árs. Og þótt bænd-
jum hafi verið rétt nokkur
ihjálparhönd til þess að koma
jsér upp nýjum fjárstofni, hef
I ir niðurskurðurinn orðið
þungt efnahagsáfall, sem hef
ir gengig eins og brotsjór
byggð úr byggð um mestan
hluta sauðfjársvæðisins. Má
því segja, að bændur hafi
setið í andófi undangengin
ár og mátt hafa sig alla við,
að verjast fjárþroti, þar sem
pestirnar hafa herjað. Þessi
mikla áraun hefir því stöðv-
ag eðlilega framvindu sveit-
anna, að því er tekur til sauð
fjárræktar og framleiðslu
sauðfjárafurða.
Við upprof.
Enda þótt fjárpestirnar séu
ekki að fullu sigraðar, meðan
garnaveikinni er ekki út-
rýmt, virðist svo, sem upp
hafi rofaö hið dimma él, sem
gengið hefir yfir sveitir lands
ins undangengna tvo ára-
tugi. — Blasir nú við okkur,
bóndi sæll, framtíðin, við upp
rof undir dögun, með þeim
breytingum, sem af því leið-
ir og af annarri þróun á vett
vangi landbúnaðarmálanna.
Horfir nú til þess, að bænd
ur geti fjölgað sauðfé sínu
cg aukið afurðaframleiðslu
af sauðfé, eftir því sem fóð-
uröflun og aðrar landsnytjar
jarða þeirra leyfa.
Við útgræðslu ræktarlands
hefir mjólkurframleiðsla auk
ist á nokkrum tilteknum
landssvæðum, sem liggja
næst höfuðborgmni og öðr-
um þeim bæjum, sem kaupa
meira og minna af neyzlu-
mjólk. — í hópi bænda er
jafnvel farið að ræða um
„offramleiðslu“ á þeirri vöru.
Og nú mun þess skammt að
biða að síðasta hönd verði
lögð á byggingu áburðarverk
smiðjunnar í Gufunesi. Til-
gangur þeirrar framkvæmd-
ar er efalaust sá, að auðvelda
og auka ræktun lands til
fóðuröflunar og kjarnabeit-
ar. Fyrir því horfir svo, að
landbúnaðurinn eigi fyrir
höndum nýtt blómaskeið um
stóraukna framleiðslu af-
urða. Hins vegar er það stað
reynd, að innanlandneyzla
landbúnaðarafurða takmark
ast að nokkru af verðlagi á
þessum vörum og þó endan-
Iega og óhjákvæmilega fólks-
fjölda í landinu á hverjum
tíma. — Blasir þá við hin
mikla vandaspurning: Á
„kálgarða“-ken,ningin fræga
aö sannast og landbúnaðar-
framleiðsla að takmarkast
við innanlandsneyzlu eða
finnast ný úrræði, til þess
að gera ótakmarkaða fram-
leiðslu arðbæra og þvi arð-
bærri, sem hún verður meiri.
Mun í næstu köflum þess-
arar greinar verða komið
nánar inn á ýmsar hugleið-
ingar um þetta efni.
Meira.
Hinrik Þórðarson hefir kvatt eér
hljóðs og ætlar að svara Gunnlaugi
^Péturssyni um laxveiðimálin: }
,,I>ann 19. jan. s. 1. birstust í bað-
stofuhjali Tímans nokkrar hugleið-
ingar Gunnlaugs Péturssonar um
laxveiðimál bænda, og eiga þær að
j vera lóð á vogarskálina með fram-
! komnu frumvarpi um breytingar á
lögum um lax- og silungsveiði, enda
mjög í sama anda og greinargerð
þess. Þó að skrif Gunnlaugs hafi
það litla fótfestu í veruleikanum,
að þau dæmi sig rækilega sjálf, tel
j ég rétt að leiðrétta nokkuð staðhæf
ingar hans um veiðimál Ái'nesinga,
því að bæði er að þar rennur mál-
fákur hans greiðast, og ókunnugum
erfiðast að sigta hismið frá kjarn-
anum.
Þess er þá fyrst að geta, að Gunn-
laugur minnist á Fiskiræktarfélag
Árnesinga, og rányrkju þess, er
hann 'telur hóflausa. Það félag er
ekki til. Var lagt niður í fæðing-
unni með dómi fyrir 14 árum. En
til er Veiðifélag Árnesinga, sem
starfað hefir f nokkur ár. Þegar það
félag tók gildru- og netaveiði í
sínar hendur, kom til álita, hvað
marga laxa mætti taka, án þess að
stofninum væri hætta búin. Voru
veiðiskýrslur athugaðar og kom í
ljós, að framtalin veiöi hafði verið
að meðaltali í nokkurra áratugi um
4000 laxar á ári og fór hún sízt
minnkandi. Vitað var þó, að skýrsl-
urnar voru ekki tæmandi. Lax tal-
inn fram í naumara lagi og skýrslur
höfðu glatazt.
Þótti þessi athugun leiða í ljós, að
óhætt mundi að veiða allt að 5000
Iaxa, og veitti veiðimálastjóri leyfi
til þess. En minna varð en til stóð.
Veiðin í gildrur og net félagsins varð
aðeins um 1000 laxar að meðaltali
á ári, og auk þess fékkst á stengur
lítið eitt minna magn. Af þessu ná
sjá, að meir en helmingi minna
magn er tekið úr ánum nú, en var
meöan hver veiddi fyrir sig. Það
liggur því opið fyrir,að ef árnar hafa
verið rányrktar á þessu tímabili,
l er engu til að dreifa nema stangar
veiðinni, og hún hafi þá veris ver
fram talin en hóf er að, en því vil
ég ekki trúa. Á vatnasvæði Ölfusár
og Hvítár hefir Sogið eitt rýrnað
nokkuð að veiði hin síðustu ár, og
er þó aðeins lítið eitt fram komið
af því, sem síðar hlýtur að verða.
Veldur því vatnsmiðlun Sogsvirkj-
unarinnar. j'
Félagsveiði Árnesinga hefir leitt í
ljós, að gildruveiði er ekki ævinlega
eins veiðisæl og menn hafa haldið.
Þetta er engin algild sönnun fyrir
allar gildrur og girðingar. en sann-
ar bara það eitt, að sú veiðiaðferð
getur brugðizt að miklu eða öllu
leyti, þó að mikil laxgengd sé um
vatnið, og þrátt fyrir það, þó að
girðingin taki yfir miklu stærrí
hluta árinnar en lög leyfa einstakl-
ingum.
Margir halda því ákveúlð fram,
að bergvatnsárnar einar séu nothæf
ar hrygningarstöðvar fyrir laxinn.
Engin rannsókn hefir þó farið fram
á þessu kenningunni til staðfesting-
! ar Benda fremur sterkar líkur til,
. að hún sé röng. Gott dæmi um
I þetta er Þjórsá. Neðarlega í því jök-
ulfljóti er foss, talinn Iaxi örðugur
j uppgöngu. Neðan hans er ekkert
bergvatn. Vart hefir þó orðið við
(lax ofan við fossinn, en þar er líka
: jökulvatn svo langt sem fiskur
kemst, utan ein bergvatnsá, svo
, vatnslítil, að hún er ekki laxgeng 1
' eðlilegum vexti á sumardegi, enda
fisklaus. Laxinn á því engra úr-
, kosta annarra en auka kyn sitt £
, jökulvatni Þjórsár og má undar-
legt heita, ef það er einsdæmi.
Athugun á eðli jökulánna skýrir
nokkuð þetta mál. Þær fá lit sinn
og einkenni af bráðnandi jökli, sem
þær koma úr. Þegar frost byrja á út
hallandi sumri og .haustin tekur
fyrir leysingar úr jöklinum. Jökuls-
litar ánna gætir því lítið eða ekkí
langa tíma frá haustnóttum á sum
ar frain eftir veðráttu. En það er
einmitt sá tfmi, sem hrognin
klekjast út ð. TJndantekning frá
þessu eru leysingar á veturna. Verðá
þá öll vatnsföll skollituð, bergvatns
ár sem aðrar. Jafnvel bæiarlækir
geta oltið fram kolmórauðir, eins
og ferlegustu jökulfljót.
Sama máli gegnir með uppeldl
seiðanna. Þar er þekkingin litlu
meiri. Ég hef oft heyrt menn halda
því fram, að bað væri hægt að fyllá
allar ár á íslandi af laxi, aðeins
(Framhald á 6. síðu.)
Linoleum dúkurl\
Fjölbreytt skemmtun i
Austurbæjarbíó á miðvikud.
Næstkomandi miðvikudagskvöld munu áður óþekktir að-
ilar skemmta í Austurbæjarbíói. Það er Ráðningarskrif-
stofa skemmtikrafta, er sér um kynningarskemmtun þessa,
þar sem sjö manns munu flytja ýmislegt til skemmtunar.
Þeir, sem koma fram á sviðið hafa allir æft að undanförnu
undir leiðsögn skrifstofunnar. Skiptist á söngur og hljóö-
færaleikur, ennfremur töfrabrögð og gamanleikur.
FYRIRLIGGJANDI.
Ó. V. Jóhannsson & Co.
| Sími 2363.
:
<
o'
!|
o
i
í sambandi við þetta, tek-
ur Ráðningarskrifstofan
fram, að þar sem árshátíðir
standa fyrir dyrum hjá mörg
um félagasamtökum, muni
skrifstofan bj óða forráða-
mönnum þessara samtaka að
sitja skemmtunina. Geta
þeir þá kynnzt nánar
skemmtifólkinu, í sambandi
við val á skemmtiefni vegna
félaga sinna. En það er nú
mjög að færast í yöxt, að eitt
eða fleiri skemmtiatriði séu
á hverri félagsskemmtun.
Negrasöngvari.
Á skemmtuninni mun
negrasöngvarinn og tenór-
saxafónleikarinn, Al Timo-
thy, en hann er kunnur
brezkur jazzleikari, leika og
syngja. Hann er mjög kunn-!
ur í Englandi og hefir leikið
og sungið með öllum kunn-;
ustu hljómsveitum þarlend-:
um. — !
Útsala
Kvenskór:
Verð kr. 45,00, 50,00, 60,00, 75,00 og 90,00,
tilvaldir 1 bomsur.
Bantaskór,
mjög lágt verð.
Barnaleðurskór,
uppreimaðir, hálfvirði.
Komið og gerið góð kaup á útsölunni
hjá okkur — það borgar sig.
Skóverzlunin
Framnesvegi 2.
I
<>
o
<>
<
'< >
ij
<»
<>'
< >
ií
< >
< >
íi
S|
>
•i!
<>
< >
t