Tíminn - 02.03.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.03.1954, Blaðsíða 2
t TÍMINN, þrigjudaginn 2. marz 1954. 50. blað. Forn-Egyptar fórnuðu rauðhærðum börnum til dýrðar morgungyðjunni Ef öllu því, sem skrifað hefir ver- ið um rauðhært fólk væri safnað saman, myndi það áreiðanlega fylla stóra bók, og mjög eru menn á önd verðum meið um ýmsa eiginleika rauðhærðs fólks. Því hefir t. d. ver- ið lialdið fram, að rauðhært fólk sé að jafnaði gáfaðra en aðrir, hug- myndaríkara, tilfinninganæmara og stoltara. Hins vegar kemur það í ljós, ef litið er á spjöld sögunnar, að þaö er ekki ýkjamargt rauðhært fólk, sem markað hefir djúp spor í verald arsögunni, þó að auðvitað megi finna þar mörg fræg nöfn manna og kvenna, sem haft hafa rautt hár. Má þar t. d. nefna Winston Churc- hill, sem eitt sinn hafði þykkan, rauðan hárlubba, ennfremur Bern- hard sáluga Shaw, sem frægur var fyrir sitt rauða hár og skegg. Sin- clair Lewis og Swinburne höfðu rautt hár, og af kunnum kvikmynda leikurum má nefna Ritu Háyworth, Ginger Rogers, Kathrine Hepburn, Susan Hayward og Moria Shearer. Litað frá dögum Forn-Egypta. Það hefir alltaf verið erfitt að ganga úr skugga um, svo að óyggj- andi væri, hvernig háralitur kvenna er í raun og veru, vegna þess að kvenfólkið hefir allt frá dögum Forn-Egypta litað á sér hárið. Og svo virðist sem kvenfólki hafi á flestum tímum þótt að því fegurðar auki að vera með rautt hár. T. d. hefir Kleopatra oft verið talin hafa verið rauðhærð, en sagnaritarar álíta það mestu blekkingu, og hafi hinn upprunalegi háralitur hennar verið hrafnsvartur. Elísabet X. Eng- landsdrottning mun hafa verið skol hærð, enda þótt hún bæri hárauða hárkollu. Aftur á móti var enginn gerfilitur á hári Mariu Stúart, hún var sannanlega rauðhærð og þurfti ekki á litun að halda. ■ Helena fagra, Lucrezia Borgia og Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 Ávarp frá Rauða krossi ís- lands (Ingólfur Jónsson heil- brigðismálaráðherra). 20,30 Erindi: Um gróðrarskilyrði ís lands; síðara erindi (Hákon Bjarnason skógræktarstjóri). 20,55 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. leika létt klassísk lög. 21,25 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufræði Guðm. Þorlákss. cand, mag.) 21,40 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálmur (14). 22.20 Upplestur: „Gamalt lag“, smá saga eftir Sigurjón frá Þor- geirsstööum (Höskuldur Skag fjörð les). 22.35 Kammertónleikar (plötur). 23,05 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 íslenzk málþróun (Halldór Halldórsson dósent). 20.35 íslenzk tónlist: Lög eftir Frið rik Bjarnason (plötur). 20,50 Yettvangur kvenna. Erindi: Fjárhagsleg aðstaða konunn- ar (frú Anna Guðmundsd.).' 21,15 Með kvöldkaffinu. — Rúrik Haraldsson leikari sér um þáttinn. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálmur (15). 22.20 Útvarpssagan: „Salka Valka“ eftir Halldór Kiljan Laxness; XIII. (höfundur les). 22,45 Dans- og dægurlög (plötur). 23,00 Dagskrárlok. ÁrnaB heiila Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ester Kristjánsdóttir frá Litlamúla í Saurbæ í Dölum og Guðmundur Jónsson, aHUsstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu. Nell Gwynn höfðu rautt hár. Rautt hár er algengast á fólki 1 írlandi, Wales og hálendi Skotlands. Einnig er allmargt rauðhærð fólk á Nýju-Guinea, og sumir Malajar eru rauðhærðir, en meðal Eskimóa og Japana er rautt hár mjög sjald- gæft. Rauðhærðum börnum fórnað. Hinir gömlu Egyptar voru svo heillaðir af rauða hárinu, að þeir fórnuðu rauðhærðum börnum tU dýrðar morgungyðjunni. Þá hefir því verið haldið fram, að rauðhært fólk sé næmara fyrir kvill um en aörir. Hins vegar munu lítil rök vera fyrir þessu. Það er ekki líklegt, að rauðhært fólk hafi á neinn hátt minni eða meiri mót- stöðu við sjúkdómum en t. d. ljós- hært eða dökkhært, að undantelcnu því, að rauðhært fólk hefir yfir- leitt veika húð og hættir við sól- bruna öðrum fremur. Því hefir einnig verið haldið fram, að rauöhært fólk sé mjög skap- brátt. Kannske er þessi skoðun kom in inn hjá mönnum vegna þess, að rautt minnir á eld, og því sé ekki ótrúlegt, að rauðhært fólk sé „eld- fimt“, — og fljótt til að gefa hinurn heitu tilfinningum lausan tauminn. En það er mesta fjarstæða að álíta, að geðslag fólks fari eftir háralit. Margt rauðhært fólk er einmitt ljúflynt og blítt að eðlisfari. Aftur á móti getur til dæmis ljóshærð kona verið mesti vargur og fauta- lega bráðlynd. Mörg blæbrigði. Rauða hárið hefir margs konar blæbrigöi — allt frá ljósrauðu eða næstum gulu í það, sem kallað er hárautt. Með aldrinum dökknar þaö venjulega, en oft er það gróft og strítt. Talið er, að höfuðhár rauð- hærðra séu um 90 þúsund, en aftur á móti Ijóshærðra 140 þúsund og dökkhærðra 120 þúsund. Venjulega er Ijóshært fólk með blá eða grá augu, og brúnhært með brún augu. Hins vegar er augnalit- ur rauðhærðra mjög mismunandi, þó að flestir hafi að vísu ljós augu. Talið er, að rautt hár gangi í ætt ir. Það er t. d. fátítt, að hjón, sem bæði eru ljóshærð, eignist rauðhærð börn, en aftur á móti bregst það varla, að rauðhærð hjón eigi aðeins rauðhærð börn. Annars er það und- arlega fátítt, að rauðhært fólk gift- ist saman, og er það rannsóknar- efni út af fyrir sig. Lerkifrae (Framhald af 1. síðu.) Girðingai-nar dýrar, Eitt af því, sem nú vantar mjög fé til, eru girðingar um hin nýju skógræktarlönd. Girðingar eru nú mjög dýrar. Næstu daga verður fundur haldinn með fulltrúum skóg- ræktarfélaganna og reynt í samráði við þá að finna ráð til að leysa vandann með plöntunina. Ef fjárveiting til skógræktarinnar verður ekki aukin, hlýtur hún að dragast saman um allt að 30%, sagði skógræktarstjóri, og það er spor aftur á bak, sem er allt annað en ánægjulegt að þurfa að stíga. Því máli hefir verið hreyft, að skógræktin fengi á ári hverju nokkurn hluta af timburtollinum, og þyrfti svo að vera til þess að tryggja þess um málum brautargengi. í 7'wtmum lnglýfiið i Tímanom. Bófiim hjartagóði Nýja bíó sýnir og eru þau Paul Douglas og Jean Peters í aðalhlut- verkum. Myndin er venjuleg ame- rísk samsuða um góða-manninn- vonda, sem er hrjúfur og harður á yfirborðinu, en svo brjóstgóður und ir niðri, að konum og börnum finnst ekkert sjálfsagðara en að elska hann og dá. Maður hefir sem sagt séð þetta allt saman áður ótal sinn- um, og jafnvel þótt Keenan Wymi reyni við og við að hressa upp á húmorinn, þá er myndin i heild hundleiðinleg og nauðaómerkileg, auk þess sem það er ósegjanlegt smekkleysi af leikstjóra að láta jafn snotra stúlku og Jean Peters verða skotna í Páli Douglas. Slíkt er óhugs andi frá fagurfræðilegu sjónarmiði. V. A. Fjársöfnan R.E.Í. (Framhald af 8. síðu.) aðgang að kvikmyndasýningu um næstkomandi sunnudag. Afgreiðslustaðir merkja verða opnaðir klukkan tíu, en þeir eru þessir: Skrifstofa R.K.Í., Thorvaldsensstræti 6. Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstræti 8. Fatabúðin, Skólavörðustig 21. Efnalaug Vesturbæjar, Vestur götu 53. Verzlun Sveins Egils- sonar, Laugavegi 105. Sunnu- búðin, Mávahlíð 26. Silli & Valdi, Háteigsveg 2. Eyjabúð, Fossvogsbletti 31. Stóra-Borg, Baugsvegi 12. íþróttahúsið við Hálogaland. Stjörnubúðin, Sörlaskjóli 42. Holts Apótek, Langholtsvegi 84. Verzl. Elísar Jónssonar, Kirkjuteig 5. Verzl. Axels Sigurgeirssonar, Barma hlíð. . Raftækjavinnustofa Árna Ólafssonar, Sólvallagötu 27. Búnaðarþhig (Framhald af 8. sfðu.) ströng ákvæði eru um heil- brigði og útlitsgæði. Þá skal enn fremur tilgreina, í hvers konar jarðvegi kartöflurnar eru ræktaðar. Framleiðsluráð landbúnað arins skal hafa á hendi verð- skí’áningu og eftirlit með flokkun kartaflna, en áður annaðist sérstök matsnefnd þau störf. Réttindi og skyldur opinb. starfsmanna Frumvarp til laga um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna var afgreitt til 3. umræðu í efri deild á Alþingi í gær. Frumvarpið var flutt á Alþingi fyrir forgöngu Ey- steins Jónssonar, fjármálaráð herra, en máli þessu hafði ver ið lítill sómi sýijdur, þangað til ráðherrann tók að sér að hafa forgöngu um framgang þess. Allmargar breytingartillög- ur voru bornar fram af fjár- hagsnefnd, og voru þær allar samþykktar og auk þess ein tillaga frá Haraldi Guðmunds syni. Voru þetta litlar efnis- breytingar, aðallega orSalags breytingar. Þannig er t. d. tal- að um starfsmenn ríkisins í staðinn fyrir opinbera starfs- menn, og var nafni frumvarps ins breytt í samræmi við það. í dag seSjum við karlmannafatnað með miklum afslætti vefnaðarvörudeild VATNSPÍPUR-FITTINGS AMMOIVÍ AKPÍPUR SUÐUBEYGJUR RENNILOKUR - V-REIIAR RAFSUÐUSTRENGUR Hagstœtt verð. Vélsmiöjan HÉÐINN h.f. Sím i 7565. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns GÍSLA GUNNARSSONAR, Langagerði. Guðrún Halldórsdóttir. ... 11niM iii iiiii(iimiwiiini ■wnii iw—iimiiwiiBiiihi iiinn Hjartans þakkir til allra, er auðsýndu samúð og vin- áttu við andlát og jarðarför móður okkar SIGRÍÐAR BERGSTEINSDÓTTUR frá Fjdijamýri. Börn og aðrir aðstandendur. Þökkum hjartanlega öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför inóður okkar, tengdamóður og ömmu INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Svínavatni. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.