Tíminn - 04.03.1954, Side 5

Tíminn - 04.03.1954, Side 5
52. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 4. marz 1954. 5 Flmmtud. 4. marz Handritamáfið Undanfarið hefir verið hljótt um handritamálið svonefnda. Það virðist hafa vei\ið þegjandi samkomulag íslenzkra og danskra blaða að láta umræður um það liggja niðri um hríð. Vitan- legt, er að dönsk stjórnar- völd hafa haft málið til at- hugunar seinustu mánuðina. Sennilegt er, að svo hafi ver ið litið á, að miklar umræð- ur um málið myndu gera tak markað gagn á því stigi. Þess má nú fara að vænta, að umræddar athuganir fari aö taka enda. Árangur þeirra mun væntanlega koma í ljós innan mjög skamms tíma. Á þessu stigi skal látið ó- rætt um þann rétt, sem ís- lendingar telja sig hafa til að gera tilkall til handrit- anna. Þau málsatriði hafa verið rakin svo oft hér áður, að óþarft ætti að vera að gera það einu sinni enn. Eitt atriði þykir þó rétt að benda á, að þessu sinni. Sam búð Dana og íslendinga var áður fyrr með þeim hætti, að ekki hefir af alveg órétt- mætum ástæðum gætt nokk- urs kala frá íslendingum í garð Dana. Þetta hefir þó verulega breyst í seinni tíð, þegar menn sjá betur yfir liðna atburði og hafa til samanburðar framferði ný- lendustjórna á öðruin stöð- um. Af hálfu Dana bar og nokkuð á því um skeið, að þeir misskildu framkomu ís lendinga í sambandi við lýð- veldisstofnunina. Sá mis- skilningur virðist nú hins- vegar vera horfinn eftir að Danir hafa séð afstöðu ís- lendinga til þessa máls í gleggra ljósi en áður. óþarft er því með öllu fyrir íslend- inga og Dani að láta það, sem liðið er, standa í vegi góðrar sambúðar þeirra á komandi tímum. Eitt mál er þó enn óleyst, sem varðar sambúð þessara þjóða frá gamalli tíð. Það er handritamálið, Því þýðir ekki að leyna, enda bezt að sýna hreinskilni í sambúð vina- og frændþjóða, að þetta mál varpar enn nokkr um skugga á sambúö þess- ara þjóða. Hér er ekki ætlunin, eins og áður er sagt, að fara að rifja upp rök þau, sem ís- lendingar byggja á tilkall sitt til handritanna. Á hitt þykir hinsvegar ástæða til að benda, að ekkert myndu Danir geta betur gert til að sýna íslenzku þjóðinni vin- áttu en að skila henni aft- ur íslenzkum handritum, sem nú eru í dönskum söfn um. Enginn einstakur at- burður annar gæti áréttaö það betur, að það, sem áð- ur skyggði á sambuð þess- ara þjóða, væri að fullu og öllu gleymt. Enginn einstak ur atburður annar myndi styrkja betur vinarhug til Dana á íslandi. Af hálfu þess manns, sem nú er forsætisráðherra Dana, og raunar margra annara danskra áhrifamanna, er fyllsta ástæða til að vænta þess, að íslandingar þurfi ekki að verá fyrir vonbrigð- Nauðsynlegt að stækk svæðið fyrir Vestf Tillaga Eiríks Þorsteinsssonar og' Haimibals VaMImarssonar I sameinuöu þingi haía' tveir vestfirzkir þingmenn, Hannibal Valdimarsson og Eiríkur Þorsteinsson, lagt fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um stækkun • friðunarsvæðisins fjörðum: fyrir Vest- SSíSíií KOCíili H'ORW: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að breyta 1. gr. reglugerðar nr. 21 19. marz 1952, um verndun fiskimiða umhverfis ísland, sem hér segir: Friðunarlínan fyrir Vest- fjörðum á svæðinu milli Bjargtanga og Kögurs skal dregin þannig, að hún liggi; 16 sjómílum utar en grunn- j línupunktar þeir, sem hún er . miðuð við, nr. 43—47 í reglu gerðinni, þó þannig, að að- i liggjandi takmarkalínur nú- j verandi friðunarsvæðis að norðan og sunnan framlengj ; ast í beina stefnu, þangað j til þær ná þessari nýju línu.“ í greinargerð fyrir tillögunni segir svo: „Tillaga þessi er fram bor- in af brýnni nauðsyn og eftir sameiginlegum óskum vest- j firzkra sjómanna og útgerð-| j armanna. Reynslan hefir nefnilega sýnt, að við ákvörð- un nýju friðunarlínunnar hef ir ágengni togbáta og togara stóraukizt fyrir Vestfjörðum.1 Er það bein afleiðing þess, að sunnan- og vestanlands lok- uðust með hinum nýju frið- unarsvæðum víðáttumikil tog veiðisvæði, sem botnvörpu- skip, erlend og innlend, áttu áður aðgang að. Nú stefna þau til Vestfjarða með marg- földum þunga. Fiskurinn kemst ekki á bátamiðin. • Svo hagar til, eins og kunn- ugt er, að úti fyrir Vestfjörð- um eru einhver fiskisælustu togaramið í heimi, „Halamið“. Á þau leitar nú miklu meiri fjöldi skipa en nokkru sinni fyrr, og stunda þau, einkum útlendu skipin, oft veiðiskap allt utan af Hala og upp aö nýju friðunarlínunni, sem rá lega alls staðar fyrir Vestfjörð um færðist aðeins út um eina sjómílu. Hefir reynslan sýnt, að fiskgöngur upp á grunn- miðin virðast bókstaflega stöðvast við þessa margföldu girðingu botnvörpuskipanna fyrir utan. Segja togaraskip- stjórar t. d., að ,í haust hafi verið slík fiskgengd úti fyrir Djúpál, að þeir muni tæpast ánnað eins. En staðreynd er það, að þær fiskgöngur hafa ekki komið inn á bátamiðin, og hafa vélbátar biiið við Mynd þessi sýnir, hvernig gert er ráð fyrir, samkvæmt til- lögur Eiríks og Hannibals að færa friðunarlínuna við Vest firði út. Hringirnir merka grunnlinupunkía og milli þeirra eru grunnlínur dregna. Heila línan merkri núverandi fisk- vc^'ðf.takmörk, en punktalínan sýnir tillöguna um nýja friðarlínu sama tregfiskið og verið hefir, síðan linunni var breytt. Er nú svo komið, að útgerð armenn og sjómenn á Vest- fjörðum eru að gefast upp á vélbátaútgerð, sem þó hefir lengstum verið aðalbjargar- vegur fólksins í þessum lands- hluta. Um þessar mundir er al- gengt að heyra vonleysið brj ót ast fram hjá vestíirzkum út- gerðarmönnum og sjómönn- um í þessum og þvílikum setn ingum: „Vélbátaútgerðin á Vestfjörðum virðist vera dauðadæmd, ef ekki verður að gert. Ef til vill verður þetta seinasta vertíðin, sem við reynum að gera út, nema frið unarsvæðið fáist verulega stækkað.“ Uppgjöfin hefir mjög almennt gripið um sig, og er hér því mjög alvarlegt mál á ferðinni. Samþykkt Vestur- ísfirðinga. Þessi mál hafa mikið verið un. Var þar látin i Ijós ánægja yfir rýmkun friðunarsvæðis- ins, þegar á heildina væri lit- ið, en jafnframt skorað á Al- þingi og ríkisstjórn að halda fast á rétti þjóðarinnar ’ til landgrunnsins til fiskveiða og verndar fiskstofninum. „Einn ig telur fundurinn brýna nauð syn á, að landhelgisgæzlan verði aukin, og þá sérstaklega við Vestfirði, þar sem vitað er, að eftir að hin nýja frið- unariína var sett, hefir á- gengni botnvörpuskipa stór- aukizt þar.“ Það er mikilsvert, að þing- menn geri sér Ijóst, að meö ákvörðun hinnar nýju frið- unarlínu urðu linuveiðaslóðir vélbátanna víðast hvar fyrir innan friðunarlínuna. En á Vestfjörðum er því ekki þann ig farið. Þar eru flest hin gömlu hefðbundnu mið vél- bátaflotans 10—20 sjómílur undan yztu andnesjum. Aðalveiðislóðir vélbátanna fyrir Vestfjörðum liggja þann rædd af útgerðarmönnum ogjiS svo a0 seS3a ahar fyrir ut- sjómönnum á Vestfjörðum. Einnig tók seinasti þing- og héraðsmálafundui' Vestur- ísafjarðarsýslu málið til um- ræðu og gerði um það álykt- um í þessum efnum. Þannig hafa þeim fallið orð og þeir hafa valdið til að standa við 1 þau. í áliti þeirrar handrita- nefndar sem Danir skipuðu fyrir nokkrum árum, komu fram ýmsar tillögur um, að íslendingar fengju aftur nokkurn hluta handritanna. Slikt kynni ýmsum hér á landi að þykja til bóta, en jafn víst er það líka, að handritamájlið myndi ekki við það falla úr sögunni, ef eftir væru samt verðmæt ís lenzk handrit í Danmörku. Varanleg lausn á þessu máli er ekki önnur en sú, að öll íslenzku handritin komi heim. Af hálfu íslendinga er það hinsvegar rétt að bíða enn um sinn átekta í þessu máli og sjá hver stórhpgur Dana verður. Að endingu skal það aðeins áréttað, að ekkert myndi auka meira vinarhug í garð Dana á íslandi en stór mannleg lausn handritamáls ins af þeirra hálfu. an núverandi friðunarlínu og ná að vísu einnig verulega út fyrir þá línu, sem hér er far- ið f-ram á að ákveða. Hins vegar liggja Halamið — gull- kista togveiðiskipanna — 50 sjómílur frá yztu andnesjum, svo að nærri þeim er alls ekki höggvið með þeirri auknu frið un, sem hér er farið fram á fyrir vélbátaflotann. í samræmi við lögin um verndun fiskimiða frá 1948. Samkvæmt lögum nr. 44 frá 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins, skal sjávarútvegs- málaráðuneytið ákvarða með reglugerð „takmörk verndar- svæða við strendur landsins innan endimarka landgrunns i (Pramiiald a 6. bí5u.) Brunatryggingamar og Sjálfstæðismenn Mcvgunblaðið ræðir lítið um það se.inasta tiltæki bæj- arstjórnarmeirihlutans í Rvík aö taka brunatryggingarnar í sínar hendur. Helzt reynir það að láta líta svo út, að hér sé ckki um neina breytingu aö ræða, því að eftir sem áð- ur sé um útboð að ræða. Þannig á að reyna að blekkja húseigendur og Iáta þá standa í þeirri meiningu, að hér sé , verið að bjóða út tryggingarn ar í því skyni að lækka ið- igjöldin, sem þeir greiða. MeÖT þessu á líka að blekkja þá , Sjálfstæðismenn, er ekki [kæra sig um aukinn opinber- an rekstur að þarflausu. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að með samþykkt í- haldsmeirihlutans á bæjar- stjórnarfundi fyrra þriðjudag, er ákveðið, að bærinn taki sjálfur að sér tryggingarnar og setji upp stóra stoínun með fjölmennu starfsliði. Jafnframt var ákveðið, að ið- gjöldin, sem húseigendur grciða, skyldu haldast óbreytt, en gróðinn á þcim hefir sann- anlega numið 7 millj. kr. sein ustu 9 mánuðina og á því að vera auðvelt að fá þau lækkr uð verulega með almennu út- boði. Eina útboöið, scm bær- inn gerir, er að bjóða út end- urtryggingarnar, en fáist þær hagkvæmari en nú, á gróð- inn af því að renna til bæj- arins en ekki húseigenda. Hér er þannig um hina full komnustu sósialiseringu að ræða. í stað þess að láta tryggingafélögin keppast um , að lækka iðgjöldin, sem hús- eigendur greiða, með almennu ■ útboði, er bærinn látinn taka tryggingarnar með óbreytt- ihu iðgjöldum, sem sannan- lega eru alltof há. Hér er gert það tvennt í einu, að ganga á hagsmuni borgaranna og brjóta fullkomlega gegn kenn ingu Sjálfstæðisflokksins um frjálsa samkeppni og það á vettvangi, þar sem hún á full an rétt á sér. Hagkvæmasta leiðin í þess- um efnum er tvímælalaust sú, sem Þórður Björnsson hefir bent á í bæjarstjórninni, að gefa tryggingarnar alveg frjálsar, þ. e. að húseigendur geti valið milli tryggingafé- laga. Þetta hefir gefizt svo vel í nágrannalöndunum, að hvergi hefir flögrað að jafn- aðarmönnum þar að fá því breytt. Reynslan sýnir líka, að þær tryggingar eru hlut- fallslega hagstæðastar hér á landi, þar sem átt hefir sér stað full samkeppni milli tryggingafélaganna, t. d. bif- reiðatryggingarnar. Sé sam- anburður gerður við önnur lönd, eru bifreiðatryggingarn ar miklu hagkvæmari hér en húsatryggingarnar. Ef forvígismenn Sjálfstæð- isflokksins hafa ekki annar- leg sjónarmið í þessum efn- um, ættu þeir að fallast á þessa tillögu Þórðar. Hér hafa þeir tækifæri til að sýna ágæti stefnu sinnar í verki. Og enn skortir alveg hjá þeim skýr- ingu á því, hví þeir kjósa hér heldur léið sósíalismans en hina frjálsu leið. Ekki verður það rökstutt með hags munum húseigenda, þar sem ljóst er, að með því er haldið við alltof háum iðgjöldum. Og hvar verður svo staðar num- ið í þessum efnum eftir að Sjálfstæðismenn hafa riðið á vaðið og gefið fordæmið um, að hér væri farið inn á þjóðnýtingarbrautina?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.