Tíminn - 04.03.1954, Page 7

Tíminn - 04.03.1954, Page 7
52. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 4. marz 1954. 2C Frá hafi til heiba Hvar erti skipin Sambandsskip: Hvassafell er á Dalvík. Arnarfell er í Reykjavík. Jökulfell er j N. Y. Dísarfell er í Amsterdam. Bláfell fór frá Keflavík 28. febrúar til Brem en. Kíkisskip: Hekla er á Austfjörðum á suður- leið. Esja var væntanleg til Rvíkur seint í gærkveldi að vestan úr hring ferð. Herðubreið kom til Rvíkur síð- degis í gær frá Austfjörðum. Skjald breiö fer frá Reykjavík í dag til Breiðafjarðar. Þyrill fór frá Skerja- firði síðdegis í gær vestur og norð- ur. Helgi Helgason fer frá Rvik á morgun tií Vestmannaeyja. Eimskipafélag /slands. Brúarfoss fór frá Boulogne 1. 3. til Hamborgar, Antverpen, Rotter- dam og Hull. Dettifoss fer frá Vent- spils á morgun 4. 3. til Hamborgar. Fjallfoss fór frá Hull 27. 2. Væntan iegur til Rvíkur kl. 20 í kvöld 3.'3. Skipið kemur að bryggju um kl. 21,30. Goðafoss átti að fara frá N. Y. 2. 3. til Reykjavíkur. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn á morgun 4. 3. til Leith og Reykjavíkur.. Lagarfoss fór frá Rotterdam 1. 3. til Bremen, Ventspils og Hamborgar. Reykjafoss fór frá Rotterdam 27. 2. Væntanleg- ur til Djúpavogs á morgun 4. 3. Sel- foss kom til Reykjavíkur 23. 2. frá Leith. Tröllafoss fór frá Rvík 18. 2. til N. Y. Tungufoss fór frá Sao Salvador 1. 3. til Rio de Janeiro og Santos. Drangajökull fór frá Rott erdam 1. 3. til Rvíkur. Messur Kvöldbænir í Hallgrímskirkju fara fram a hverju virku kvöldi kl. 8. Sungið úr Passíusálmum. (Á miövikudögum kL 8,15 eru föstumessur). Úr ýmsum áttum Glímufélagið Ármann. Glímunámskeið fyrir byrjendur er í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar við Lindargötu á þriðjudögum kl. 7—3 og föstudögum kl. 8—9. Aðal- kennari er Guðmundur Ágústsson. Fjölmennið og æfið þjóðaríþróttina. austur um land til Þórshafn ar hinn 8. þ. m. Tekið á móti flutningi til ' Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkúr, StöðVarfj arðar, Mj óafj arðar, Borgarfjaröar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Þórshafnar í dag og á morgun. Parseðl- ar seldir árdegis á laugar- dag. „Skja!dbreið“ vestur um land til Akureyr- ar hinn 10. þ. m. Tekið á móti flutningi til Tálkna- fjarðar, Súgandafjarðar, Húnaflóa- og Skagafjaröar- hafna, Ólafsfjaröar og Dal- víkur á morgun og árdegis á laugardag. Farseðlar seldir á þriðjudag. M.s. Helgi Helgason fer til Vestmannaeyja á morgun. Vörumóttaka dag- lega. — Skiðafélag 20 ára (Framhald af 8. slðu.) fyrsta flokks húsi, eyðilagðist með öllu í snjóflóði. Skíðafél. ísaf j arðar hefir við þetta áfall ekki lagt hendur í skaut en hafizt handa, um byggingu myndarlegs skála, sem nú er kominn undir þak. Félagið hef ir jafnan átt góða og félags- þroskaða menn og ágæta for ystumenn, margir þeirra eru burtu fluttir, flestir til Reykj a víkur, en frá þeim flestupi leggur lilýju heim til átthag- anna og félagsins. En sífellt verða ungir áhugamenn til aö fylla í skörðin. Núverandi formaður Skíða- félags ísafjarðar er Guðbjarni Þorvaldsson mjólkurbússtjóri. Formenn hafa verið Ólafur Guðmundsson forstjóri, Helgi Guðmundsson bakaram., Páll Jónsson verzlunarmaður og Guttormur Sigurbjörnsson skattstjóri. Getraunaspá m fyrir þessa viku í bikarkeppninni eru nú að eins eftir 5 l.-deildar lið, og af þeim hefir a. m. k. W.B.A. möguleika á að vinna báðar keppnirnar. Bolton hefir einnig nokkra möguleika og munu þeir því ekki draga neitt úr liði sínu gegn Sund- erland. Eins og þeir vita, sem fylgjast með enskri knattspyrnu, hefir heima- völlurinn mjög mikla þýð- ingu. Það hefir því vakið nokkra athygli, að í ár hafa 2 félög í 1. deild, Arsenal og Newcastle, náð mun betri ár angri á útivelli en heima. Burnley, sem nú leikur heima gegn Arsenal hefir náð bezt- um árangri af 1. deildar lið- unum, á heimavelli það sem af er, eða 27 stigum Ports- mouth er nú fallið út úr bik- arkeppninni og getur því ein beitt sér óhikaö gegn Charl- ton. Liverpool, sem engan leik hefir unnið úti, hefir enn möguleika á að forðast fall með því að vinna alla sína heimaleiki. Ólíklegt er þó, að þeim takist að ná báð um stigunum frá Hudders- field. Sheffield Wed. er enn í bikarkeppninni og er því eigi víst að þeir leggi sig alla fram gegn Blackpool, enda þótt þeir hafi náð mjög góð um árangri, eða 25 stigum. Everton er nú örugglega efst í 2. deild en verður þó að halda í hvert stig, sem unnt er og ætti að geta náð jafn- tefli, enda þótt Swahsea sé ágætt heimalið. Bolton-Sunderl. 1 Burnley-Arsenal 1 (x 2) Charlton-Portsm. (1) x (2) Liverpool-Huddersf. x (2) Manch.Utd-WoIves 1 Middlesbro-Chelsea 2 Newcastle-Aston V. 1 Sheff.Wedn-Blackp. (1) 2 Fulham-Blackburn 1 Luton-Notts Co 1 Plymouth-Hull 1 . Swansea-Everton x Engln síld (Framhald af 1. síðu.) ur fór þangað í fyrradag en varð einskis var og ekki hafa menn heldur séð merki til þess frá næstu bæjum. Er eng in síld í firðinum og ekki held ur í Grundarfirði. Bátar hér afla vel, fá 5—10 lestir í róðri og upp í 16 lestir. Vegurinn yfir Kerlingar- skarð hefir verið ruddur og fóru bifreiðar yfir skarðið í gær. MaSiir drukknar (Framhald af 1. síöu.) stöðin og fleiri tæki, en vél- in gekk þó. Þegar Hermóður kom til hans, tók hann inn ljósbaujuna og vísaði Her- móður hinum veginn til lands. Kom Flosi til Bolung- arvíkur undir morguninn. 1 Fékk brotsjó — maðurinn horfinn. i Þegar til laiids kom feng- j ust nánari fregnir af at- 1 burðum. Skipstjórinn á Flosa, Jakob Þorláksson, al kunnur sjósóknari og dugn aðarmaður, skýrði svo frá, að laust eftir að hann tal- j aði við Víking kl. átta um kvöldið, hefðii riðið mikill brotsjór yfir bátinn, svo að hann lagðist á hliðina og síýrishúsið fór I sjó. Við það spenntist hurð þess upp, og fylltist húsið af sjó. Þegar sjórinn reið yfir, voru þrír skipverjar i stýris- húsinu, Hkipstjórinn, Gunn- ar Leósson, stýrimaður og Hálfdán Sveinbjörnsson, 1. vélstjóri. « Þegar báturinn rétti sig við eftir áfallið og húsið tæmdist af sjó, sást, að Hálfdán Sveinbjörnsson, vélstjóri, var horfinn. Hafði hann tekið út um leið og sjórinn rann út um opnar dyrnar, þegar báturinn rétti sig við. Hálfdán Svofinbjörnsson var 29 ára að aldri, kvænt- ur og átti þrjú börn á unga aldri, 1—4 ára. Með verstu veðrum. j Við þetta áfall bilaði tal- stöð Flosa og fleiri tæki, og ‘gat hann þá ekki haldið ferð inni áfram í þessum veður- ham, setti út ljósbauju sem 'fyrr segir og andæfði við hana, unz Hermóður fann 1 hann. Vélbáturinn Víkingur komst heill til hafnar. Er tal ið, að þetta sé með verstu veðrum sem komið hafa við j Vestfirði upp á síðkastið. I Vestfjarðarbátar misstu þó ekki teljandi veiðarfæri og ' komust slysalaust til hafn- ar, nema Flosi. Gott hjálparskip. Sjómenn við Vestfirði eru mjög ánægðir með eftirlits- skipið Hermóð og stjórn- anda þess. Hefir skipið reynzt vel og skipstjórinn reynzt viðbragðsfljótur og úrræða- góður, þegar vanda ber að höndum. Þykir það til dæm- is vel af sér vikið að finna Flosa í rúmsjó í því veðri, sesm var þessa nótt. M.s. DronQi! Ælexaedríne fer frá Kaupmannahöfn 5. marz n. k. áleiðis til Færeyja og Reykjavíkur. Tilkynning- ar um flutning óskast sem fyrst til skrifstofu Samein- aða í Kaupmannahöfn. Frá Reykjavík fer skipiö þann 11. marz til Færeyja og Kaup- mannahafnar. Skipaafgreiðsia Jes Zimsen. Erlendur Pétursson. ►4M I Tomstmadakvöld | jj 5 kvenna I verður í kvöld kl. 8,30 í í | Café Höll. — Skemmtiat- | iriði — Kaffidrykkja. Samtök kvenna. 1 i i IiIIIIIIIIIIKIIIíIIIIIIIIttiIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIl CtbrelðíS Tímans. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Skemmtikvöld í Iðnó föstudaginn 5. þ. m. klukkan 8,30 siðdegis. Skemmtiatriði og dans. Styrktarmeðlimir og aðrir velunnarar kórsins eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. •— Aðgöngukortin af- hent í hljóðfæraverzluninni Drangey, sími 3311 og blaðsöluturni Eymundssons, sími 3185. Fyrsti bassi kórsins. Skemmtinefnd. Siijómaðurlitii (Framhald af 2. siðu.) ærast, þegar leiðangurinn fór vfir brú nokkra fræga. Hún er reist af tveim keðjum, með handsmíðuðum hlekkjum. Niður úr keðjunum hanga linur, sem bera uppi nokkra planka, 30 sm. á breidd. Brúin er í 20 m. hæð yfir á nokkurri. Þegar burðarmennirnir voru að fara yfir, steig einn þeirra á planka, sem sporðreis og var ekki annað sýnt en vesalings maðurinn styngist í djúpið, en hann fékk gripið í aðra keðjuna, þar sem hann hékk, þar ! til félagi hans kom og barg honum úr háskanum, sem hin skjálfandi 1 brú bjó honum. I Upp frá þessú varð að taka til þess bragðs að láta burðarmennina j vaða árnar, og hefir ekkert óhapp hlotizt af því. Ræktunarsambönd — Búnaðarfélög ALGJÖR NÝUNG. Nýtízku vólar notaðar. Hefi opnað viðgerðar stofu til viðg. og end- urnýjunar á eldsneytis- lokum í ALLAR tegund ir Dieselvéla. Sætin í eldsneytislokunum slíp- uð á réttri gráðu, enn- fremur nálarnar, einn- ig skipt um nálar ef nauðsynlegt er. Botn- arnir planaðir og lyfti- hæS rét4 af. Lokarnir síðan þrýstireyndir og innstilltir fyrir réttan þrýsting. Komið með eða sendið loka til viðgerðar og endur- nýjunar sem fyrst, svo þér hafið þá tilbúna til að setja þá í vélarnar þegar vorannir hefjast. — Takið fram heiti vélar og hestaflafjölda. Eldsneytislokarnir sendir til baka gegn póstkröfu ef óskað er. Eldsneytislokarnir verða uppgerðir sem nýir. Dieselvélaeigendur! — Reynið viðskiptin. Sparið peninga! Sparið erlendan gjaldeyri. það gerið þið með því að láta mig endurnýja eldsneytislokna. Viðgerðarstofan Laugavegi 72. Heima: Leifsgötu 6. Sími 7044. EDWARD PROPPE. Geymið auglýsinguna. ' ÍÍÍÍÍJÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍJÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍJÍ / 7rnmm Jarðarför GÍSLA LAFRANZSONAR, fer fram laugardaginn 6. marz og hefst með bæn frá heimili mínu, Björk í Flóa kl. 12,30. — Blóm og krans- ar afbeðið. Jón Gíslason.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.