Tíminn - 12.03.1954, Qupperneq 6

Tíminn - 12.03.1954, Qupperneq 6
6 TÍMINN, föstudaginn 12. marz 1954. 59. blað. HÖDIEIKHÚSIÐ Piltur ug síálka Sýning í kvöld kl. 20.00. Æðikollitriim Eftir L. Holberg. Sýning laugardag kl. 20. Ferðin tit tunglsins Sýning sunnudag kl. 15. UPPSELT SA STERKASTI Sýning sunnudag kl. 20. | Pantanir sækist fyrir kl. 16, dag- inn fyrir sýningardag, annars seldar öorum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær línur. AUSTURBÆJARBÍÓ Málpípa Lobað vegua viðgerða NYJA BÍO Allt um Evu (All About Eve) Heimsfræg amerísk stórmynd.S sem allir vandlátir kvikmynda- unnendur hafa beðið eftir með óþreyju. Aðalhlutverk: Bette Davis, Anne Baxter, George Sanders, Celeste Holm. Sýnd kl. 9. Hjá vondu fólki Hin hamrama draugamynd, með Abbott og Costeilo, Lon Chaney og Bela Lugosi. Bönnuð börnum yngri en 12 ára Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBÍÓ Sjórieningj asatjm (Caribbean) Pramúrskarandi spennandi, ný, amerísk mynd í eðlilegum litum, er fjallar um stríð á milli sjó- ræningja á Karabiska hafinu. Myndin er byggð á sönnum við- burðum og hefir myndinni verið jafnað við Uppreisnina á Bounty Aðalhlutverk: John Payne, Arlene Dahl, og Sir Cedric Hardtoicke. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. BÆJARBÍÓ — HAFNARFBRÐI - Siðasta stefnumótið ítölsk stórmynd, er talin var ein af 10 beztu myndum, sem sýnd ar voru í Evrópu á árinu 1952 Aðaihlutverk: Alida Vaili, sem hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í myndinni „Þriðji maður inn“. Myndin verður ekki sýnd I Reykjavík. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. fesss- Samvizkublt (Conscience.) j Mjög áhrifamikil og vel leikinj jný tékknesk kvikmynd, gerð eftj jir samnefndri sögu eftir Vladi-J jmir Valenta. Enskur skýringarj [ texti. Aðalhlutverk: Marie Vasova, Milos Nedbal. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. I tlraumalandi — MEÐ HUND í BANDI (Drömsemester) Nú er síðasta tækifærið að sjá 1 þessa óvenju skemmtilegu og j fjörugu, sænsku söngva- og gamj anmynd. í myndinni syngja og leika; Lang vinsælasta dægurlagasöng- kona Norðurlanda: Alice Babs, j Sýnd kl. 5. HAFNARBÍÓ Sj órœningja- prinsessan (Against all Flags) Feiki spennandi og ævintýrarík, ný, amerísk víkingamynd í eðll- legum litum um hinn fræga Brian Hawke, „Örninn frá Mada gascar". Kvikmyndasagan hefir undanfarið birzt í tímaritinu Bergmál. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRICO hreinvar allt, Jafnt gólfteppi sem fínasta silkivefnað. Heiidsölubirgðir hjá CHEMIA H. F. SERYUS GOLD^ fL/'\i)__ 0.10 H0LL0W GROUND 0.10 YELLOW BLADE raJkfelSSla feeÍE»afr«jnL Utbreiðið Tlmaim GAMLA BÍÓ A norðurhjara heims (The Wild North) Spennandi MGM-stórmynd í eðli legum litum, tekin í fögru og hrikalegu landslagi Norður Kanada. . Aðalhlutverk: Stetoart Granger, Wendell Corey, Cyd Charisse. ' Sala hefst kl. 1 e. h. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. tripolI-bYó Flokið (L’Epave) Frábær, ný, frönsk stórmynd, er lýsir á áhrifaríkan og djarfan hátt örlögum tveggja ungra elsk enda. Aðalhlutverk: André Le Gal, Francoise Arnould. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Danskur texti. (Bönnuð börnum innan 16 ára.j Sala hefst kl. 4. kaupsýsJimiamia (Framhald af 5. síðu.) En bændurnir í Austur- Húnavatnssýslu létu kenning ar kaupmannanna sem vind um eyru þjóta. Þeir héldu á- fram að byggja upp verzlun- arsamtök sín, eins og stétt- arbræður þeirra í öðrum hér uðum. Þeir stofnuðu sín sam vinnufélög, og þau hafa fært þeim heim mikla fjármuni, sem hefðu lent í vösum óvið- komandi manna, ef félögin hefðu ekki verið til. Starfsemi samvinnufélag- anna hér á landi er stöðugt vaxandi. Bændurnir hófu merkið, en nú er einnig mik- ill fjöldi manna úr öðrum stéttum þátttakandi í sam- vinnufélögunum. Og reynsla þeirra af samvinnustarfipu er þannig, að tillögum Jóns Pálmasonar, um lögákveðin yfirráð kaupsýslumannanna í verzlunarmálum þjóðarinn ar, munu þeir áreiðanlega taka á sama hátt og bænd- urnir í Austur-Húnavatns- sýslu og öðrum héruðum landsins tóku ráðleggingum kaupmanna fyrir síðustu aldamót. Samvinnumennirnir munu treysta og efla samtök sín. Það verður þeirra svar. Jón á Akri er fulltrúi Austur-Húnvetninga á Al- þingi. En hann hefir fyrir löngu skipað sér í sveit þeirra manna, er hafa það efst í huga að tryggja ein- ræði kaupmanna í verzlun- armálum en hregða fæti fyr- ir sjálfsbjargarsamtök al- mennings í þeim efnum, sem hafa reynst einna áhrifa- mest til þess að lyfta fólk- inu í héraði hans á hærra stig, efnahagslega og menn- : íngarlega. Svo ömurlegt er hlutskipti Jóns Pálmasonar. Svo afvegaleiddur er hann og illa leikinn, vegna tuttugu ára samneytis við aðalráða- menn Sjálfstæðisflokksins, fésýslumennina í höfuðstaðn um. — Fréííir ffrá starffsemi S.I®. (Framhald af 5. síðu.) ingjum þar í landi. Holm er kenn- ari við málleysingjaskóla í Nyborg og er talinn einn af færustu mál- leysingjakennurum Dana. Malaría, hinn algengi hitabeltis- sjúkdómur, virðist vera að hverfa með öllu í Asíu. Er þetta að þakka störfum Alþjó'ða helibrigðisstofnun- ar S.Þ. (WHO) og Barnahjálpar- sjóði S.Þ., sem hefir sent lækna og hjúkrunarlið víða um Asíulönd til að berjast gegn malaríu. Rjkisstjórn Nýja Sjálands hefir gefið 10.000 sterlingspund til flótta- mannasjóðs S.Þ. Þessi gjöf er sú fjórða í röðinni, sem borizt hefir síðan að fulltrúi Saméinuðu þjóðan|oa um flótta- mannamálefni skoraði á meðlima- þjóðir S.Þ. að veita fé í sjóðinn. Hinar gjafirnar hafa komið frá Ástralíu, Sviss og Páfaríkinu. Tveir kanadiskir liðsforingjar eru nýlega komnir til Palestínu til að taka sæti í vopnahléseftirliti Sam- einuðú þjóðanna í Jerúsalem. Yfir maður nefndarinnar er, sem kunn- ugt er, danski hershöfðinginn Vagn Bennike. í nefndinni eru nú 29 liðs foringjar. 12 þeirra eru bandarísk- ir, 8 franskir, 7 belgískir og tv.eir sænskir. — Þrír danskir liðsforingj ar munu bráðlega fara til Jerú- salem til að taka sæti í nefndinni. Hetjur SKÓGARINS eftir J O. CURWOOD II »—jjgJf — Að sjálfsögðu er það oftast svo, að líf mannsins er hið dýrmætasta, sem hann á, sagði Clifton. Faðir minn mat líf sitt mjög mikils, og í mínum augum var það hið dýrmætasta á jörðu hér. Þér drápuð föður minn, og ég er arftaki hans. Þér drápuð hann meðan ég var fjarverandi í stríðinu, og þér notuöuð það tækifæri til að krafsa saman meira en tuttugu milljónir, auðvitað með svikum eins og yðar var von og vísa. Nú er ég kominn til þess að heimta hefnd og endurgreiðslu. Þér óttuðuzt, að skuldadagarnir mundu koma, því að ég skrifaöi yður, að ég mundi heim- sækja yður, þótt síðar yrði. Það var þegar mér bárust fregnirnar af dauða föður míns og féflettingu. Þér fenguð líka póstspöldin, sem ég sendi yður sjötta hvern mánuð. Á þeim öllum stóð aðeins eitt orð: „Dagurinn.“ Þér vissuð það vel sjálfur, að þér voruð bæði morðingi og ræningi, þótt jarðnesk lög næðu ekki til yðar. Þér voruö hræddur. Þess vegna reynduð þér að láta flugumenn yðar drepa mig, með- an ég vann við Jangtse-Kiang. Það var lika afvikinn og vel fallinn staður til slíkra myrkraverka. Þér urðuð að greiða leigumorðingjunum 800 dali fyrir tilraunina, og að- alumboðsmaður yðar, Gottlieb, hefir líka aflað sér álit- legrar fjárfúlgu á þessu. En nú er ég kominn hingað aftur, og nú vantar klukkuna aðeins eina mínútu í fimm. Hvað álítið þér svo, að þér skuldið mér mikið? Clifton hafði hallað sér fram. Hurd þóttist sjá, að vísi- fingur hans krepptist æ fastar um gikkinn. Hann reyndi að mæla. Andlit hans var nú orðið öskugrátt og svitinn bogaði af því. Varir hans voru gráhvítar, og hendur hans skulfu ákaft. I^ilabeinfsklukk'an á boröínu sló fimm. Hurð heyrðist skellt aftur, og siðan heyrðist ekkert hljóð framan af skrif- stofunum. Nú byrjaði Clifton að telja. — Einn — — tveir----------. — í guðs bænum skjótið ekki. — Hve mikið skuldið þér mér þá? — Allt — nefnið aðeins upphæðina. — Krjúpið á kné, maður. Hinn stóri og þungi líkami Hurds hné aflvana fram af stólnum og á hné. — Þér fáið að lifa fimm mínútur enn. Notið tímann til að svara spurningum mínum. Ég vil fá að heyra sannleik-. ann af yðar eigin vörum. Ef þér ljúgið, drep ég yður sam- stundis. Með svikum og prettum, að vísu innan ramma lag- anna, rænduð þér föður minn öllum skógareignum Brants- ættarinnar meðan ég var í stríðinu. Er það ekki satt? Þykkar varir Hurds stömuðu jáyrði. — Og þér voruð líka valdur að dauða föður míns? — Ég _ — ég-------— aðeins óbeinlínis----já-------já. — Þér lögðuð á ráð til þess að láta launmyröa mig við Haipong og fenguð til þess leigumorðingja? Höfuð hins krjúpandi manns hné fram; hann virtist ekki hafa afl til að halda því uppréttu. Hálfkæft óp heyrð- ist frá honum, og hann fól andlitið í höndum sér. Það var játning hans. Ef augu Cliftons hefðu ekki beinzt svo fast að hinum |krjúpandi manni, mundi hann hafa veitt því athygli, að dyrnar að innra herberginu opnuðust hægt. En hann leit ekki af Hurd. Hér fékk hann að lokum hefnd. Hver einasti dráttur í svip timburkóngsins vitnaði um vonleysi og ótta. Hann átti sér engrar undankomu auðið og vissi þaö. Hann bjóst ekki við vægð. Hann var eins og stór, úttroðinn poki, þegar hann hafði falið andlit sitt í höndum sér. Og nú tók Clifton allt í einu að hlæja. Það var bjartur, glaður hlátur, sem vitnaði iim ánægju og sigurvissu. Þessi hlátur kom Hurd svo á óvart, að hann lyfti Áiöfðinu. Svo kastaði Clifton byssunni til hans. Hurd tók hana upp, skjálfandi höndum, og fann þegar, að hún var óhlaðin og hafði ekki verið hlaðin. Hurd reis seinlega á fætur og hné niður á stól sinn. Munnur hans var opinn. — Jæja, skaut ég yður nokkrum skelk í bringu, Ivan? — Já, drottinn minn dýri, það gerðuð þér sannarlega. Clifton smeygði sér úr frakkanum. -- Það versta við ykkur, þessa menn, sem hafið hérablóð í æðum, er það, að þiö eruð gersneyddir gamansemi. Ég er kominn til þess að sækja nokkrar milljónir dala til yðar, og nú skal ég segja yður, hvernig ég ætla að haga þessu. Ég vil ekki fá þetta í reiðu fé, því að ég hata peninga, en ég tel þá ánægju milljónar virði að fá að berja yöur til dauðs með berum hnefunum. Eruð þér reiðubúinn? Hann gekk fyrir borðið. Hurd starði á hann. Clifton sló bann utan undir með flötum lófanum. Hurd spratt á fætur með blótsyrði á vörum. Nú lá dauð- inn ekki lengur í leyni fyrir honum. Hann hafði verið lam- aður af ótta, en nú haföi hann verið auðmýktur og hirtur eins og skólastrákur. Og þetta allt saman hafði gert maður, sem hafði ógnað honum með tómri skammbyssu, maður sem var bæði grennri og væskilslegri en hann sjálfur og vafalaust ekki eins sterkur. ........ __

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.