Tíminn - 14.05.1954, Page 6

Tíminn - 14.05.1954, Page 6
6 ■■fcm*aiiK^gppgg||| TÍMINN, fösutdaginn 14. mai 1954. 107. blað. íflÍ5} KTÖDLEIKHÚSID Piltur og stúlha Sýning laugardag kl. 20. Næsta sýning sunnudag kl. 15,00 Aðeins þrjár sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Eíim koss er ekki synd. Etnhver skemmtilegasta þýzka gamanmyndin, ’sem hér hefir verið sýnd, með ógleymanlegum, léttum og leikandi þýzkum Dæg urlögum. Curd Jurgens, Hans Olden, Elfie Mayerhofer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. NYJA BIO — 1544 — Bláa lónið (The Blue Lagoon) Hin stórbrotna og ævintýraríka litmynd frá suðurhöfum eftir sögu H. de Vera Stockpoole. Aðalhlutverk: Jean Simmons, Donald Houston. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBIO Sími 6485. Hin fullhomna hona (The Perfect Woman) Bráðskemmtileg og nýstárleg brezk mynd, er fjallar um vís- indamann, er bjó til á vélrænan hátt konu, er hann áleit að tæki fram öllum venjulegum konum. Aðalhlutverk: Patricia Roc, Stanley Holloway, Nigel Patrick. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÚR OG KLUKKUR ■ Viðgerðir á úrum. - JÓN SIGMUNDSSON, skartgripaverzlun, Laugavegi 8. j f~ r’ÍCSERyöS^GOLD X• IrvAU-x. >303 i 0.10 HOLtOW GROL'ND 0.10 mrr.YELIOW 8LADE mm TRICO hreiBMir allt, Jafnt gólfteppi sem fínasta silkivefnað. Heildsölubirgðir hjá CHEM3A H. V. iLEIKFEIAG; taKJAVlKDg ,Frænka Charleys’i Gamanleikur í 3 þáttum. Sýning í kvöld kl. 20.00. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 í dag. Sími 3191. AUSTURBÆIARBÍÖ ÍJtshúfaður (Outcast of the Islands) Mjög spennandi, vel gerð og sér kennileg, ný, ensk kvikmynd. í þessari mynd kemur fram ný leikkona, sem vakti heimsathygli fyrir leik sinn í þessari mynd. Aðalhlutverk: Kerima, Trevor Howard, Balph Bichardson Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO — 1475 — Konur, auður og völd (Iinside Straight) Spennandi og viðburðarík, ný, amerísk kvikmynd frá Metro Goldwyn Mayer. David Brian. Arlene Dahl, Barry Sullivan, Paula Baymond. Börn innan 12 ára fá ekki aðg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. TRIPOLI-BIÓ Sími 1183. Korsíhubrœður (The Corsican Brothers) Óvenju spennandi og viðburða-S rík amerísk mynd, gerð eftirj hinni heimsfrægu skáldsögu j Alexandre Dumas, er komið hefj ir út í íslenzkri þýðingu. Aðalhlutverk, tvíburana MarioJ og Lucien, leikur - - Douglas Fairbanks yngrí, Akim Tamiroff, ^ Buth Warrick. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ HAFNARBIO — Sími 8444 — j Víklngakaj)])lim (Double Crossbones) Sérstaklega skemmtileg og fjör ug ný amerísk gamanmynd í litum. Vafalauts ein furðuleg- asta sjóræningjamynd, sem sézt hefir. Donald O'Connor, Helena Carter, Will Geer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦<&♦♦♦£- — HAFNARFiRÐI - Glötnð æska. (Los Olvidados) Mexíkönsk verðlaunamynd, sem alls staðar hefir vakið mikið umtal pg hlotið metaðsókn. — Mynd, sem þér munið seint gleyma. Miguel Inclan, Alfonso Mejia. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér é land Bönnuð fyrir börn. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Erlent yfirlit CFramhald af 3. síðu.) um frá amerískum afturhaldsmönn um og ógnunum hinnar kommún- istisku yfirgangsstefnu. Við aust- urrískir jafnaðarmenn vorum með- al þeirra fyrstu, sem tókum upp vígorðin um „þriðja aflið“. Með' því höfum við ekki átt við hlut- leysi, undanlátssemi og uppgjöf, heldur markvissa og sjálfstæða stefnu. Svo að lokum þetta: Ekkert er eins hættulegt fyrir styrkleika þessa „þriðja afls“ en hnignun brezka Verkamannaflokksins. Þetta höfum við erlendir jafnaðarmenn leyfi til að segja, án þess að blanda okkur að öðru leyti í mál flokks- ins. Hinn lýðræðislegi sósíalismi í Evrópu er bundinn við styrk, stefnu festu og kosningahorfur brezka Verkamannaflokksins. Hlutleysis- stefna og sundurlyndi frjálsu þjóð anna er vatn á myllu valdhafanna í Moskvu. Sundrung ínnan brezka Verkamannaflokksins væri þó enn meira vátn á myllu þessara höfuð- andstæðinga hinna sósíalistisku al- þýðusamtaka. Stórí og smátt (Framhald af 5. síðu.) og erlendum skipasmíða- stöðvum. Talsvert er nú smíðað af opnum vélbátum og mun þeirri tegund fiski- báta fara fjölgandi vegna friðunar á fjörðum inni-. Und irbúningur er hafinn að smíði tveggja stórra olíu- skipa erlendis og mun koma þeirra á sínum tíma marka tímamót í sögu íslenzkra siglinga. Mikils er um það vert, að samvinnufélögin eigi álitlegan hluta hins nýja siglingaflota. Draum- ur Einars í Nesi er -að ræt- ast. Hetjut SKÓGARINS eítir J O. CURWOOD 59. | Garðyrkju- I áhöld s § | Stunguskóflur | Stungugafflar | Ristispaðar | Kantskerar | Fíflrótajárn 1 Garðhrífur | Garðhrífusköft I Arfasköfur | 1 Arfaklær | | Plöntuskeiðar | | Plöntupinnar | Grasklippur I Barnaskóflur | Sementsskóflur | Spíss-skóflur | Þverskóflur % Snydduskóflur i Jarðhakar I Járnkarlar | Garðslöngur | Garðslöngudreifarar | Slönguklemmur | Garðslönguvindur | Garðkönnur. Verzlaii fO. KLLL\GSE.\ U.f| ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu ii ii iii ii iiiiiiiiiiiuiiii 1111111111111111111 Auglgsið í Tímanum — Já, nýja kennslukonan okkar. Systir þín sendi hana til okkar ásamt Catharine Clamart. — Hvað áttu við maður, litla skinhoraða veimiltítan hún Anna Gervais? Það fer hrollur um mig í hvert sinn sem ég sé hana. Ég banna þér að nefna hana í sama mund og hina yndislegu Angelique Fanchon. Þú hlýtur að vera geng- inn af vitinu, maður, að láta þér slík orð um munn fara. — Þú ert sjálfur sjónlaus eins og tunglsjúkur lómur. — Hún hefir helmingi stærri fætur en Angelique. — Það er þvættingur. Hún er mjög fögur, sagði Clifton. Jafnvel Alphonse er stórhrifhm af henni, hann hefir sj^-lf- ur ininnzt á það seiðmagn, sem hún byggi yfir. — Já, hún líkist norn, þess vegna sagði ég það, sagði munkurinn hraðmæltur. En það er ekki fremur hægt að jafna henni við Angelique Fanchon en kertaljósi við sól- ina. Þar að auki getur þú alls ekki hætt við einvigið héðan af, þótt þú sért kannske smeykur. — Ég smeykur, nei biddu nú fyrir þér, munkur, þrumaði Gaspard. Ég brenn aðeins af óþreyju. Og ég skal lumbra á Ajax fyrir framan augun á Angelique. Við skulum reyna að komast áfram. — Manstu eftir bréfinu, sem Anna Gervais bað big fyrir til Gaspards, sagði munkurinn ísmeygilega og vék sér að Clifton. — Er ekki bezt að afhenda honum það núna, það breytir kannske einhverju. Clifton tók að leita í vösum sínum og undraðist það að finna ekki bréfið. — Bað Anna Gervais þig fyrir bréf til mín? sagði Gasp- ard undrandi og hneykslaður. — Já, meira að segja ástarbréf. — Jæja, guð forði þér þá frá því að finna það.' — Já, ég er víst líka búinn að týna því, sagði Clifton vandræðalegur. Ég er búinn að leita í öllum vösum mínum tvisvar. Ef það er nú týnt, get ég ekki fyrirgefið mér óað- gæzluna. Gaspard varpaði öndinni léttar. — Guði sé lof og dýrð fyrir það. Ég vona, að það finnist aldrei. Tuttugasti hafli. Eitt var það þó, sem sótti fastar á huga Cliftons en bar- daginn, sem fyrir dyrum stóð, og þó hafði hann ekki dirfzt að bera upp neina spurningu í þá átt enn. Hann langaði til að frétta eitthvað af Antoinette, og hann hafði hálft í hvoru vænzt þess, að Gaspard mundi ótilkvaddur flytja honum einhverjar fregnir, sem hughreysting væri að. Hann hrökk við, þegar hann heyrði Gaspard nefna nafn hennar. — Það hefir orðið á henni undarleg breyting síðan óveð- ursnóttina, sagði hann, og það var kynlegur hljómur í orð- um hans. — Ef til vill er það þó aðeins vegna ofvænis þess, sem hún er nú í vegna baráttunnar, sem framundan er við Hurd. Þegar hún er ekki á ferð og flugi að ræða við fólk, : heldur hún sig heima og vill helzt ekki samneyti hafa við aðra. Hún vill helzt ekki hafa aðra hjá sér en Joe, og hún er farin að kenna honum ýmisleg fræði. Clifton varð dapur. Hún hafði þá breytzt við þennan at- burð. Vafalaust grunaði Gaspard ekki, hvað skeð hafði þessa örlagaríku nótt, því að annars heföi hann vafalaust fleygt honum út úr vagninum. Þegar hann skoðaði þessa atburði aftur í huga sér, þóttist hann vel skilja það, hve mjög hann hefði misboðið henni. Hann hafði notfært sér mistök hennar á skammarlegan hátt. Hann hlustaði á frásögn Gaspards þungur á brún. Þau höfðu átt annríka daga systkinin og Gaspard áleit, að þau hefðu heimsótt flest heimili milli Point Blue og St. Feli- cien. Antoinette og Joe höfðu dvalið fimm daga í St. Feli- cien, að sjálfsögðu hjá Angelique, en hann hafði sjálfur varazt að koma þangað, en farið í þess stað til Normand- in. Þótt líf hans hefði legið við, vildi hann ekki koma fyrir sjónir Angelique, fyrr en einvíginu við Ajax Trappier væri lokið. Hann hafði þó frétt síðar, að Angelique hefði hjálp- að systur hans drengilega, og þeim hafði orðið vel ágengt. Þeim hafði tekizt að fá rúmlega tuttugu verkamenn í St. Felicien, þar á meðal fjóra verkstjóra. Það var heldur ekki undarlegt, því að hvaða maður var það, sem gat neitað þessum tveim fegurstu stúlkum í Que- bec um’nokkra bæn. Já, jafnvel í litla þorpinu Saint Meth- ode höfðu þær fengið sjö verkamenn. Presturinn hafðí meira að segja hjálpað þeim þar, og það höfðu raunar allir prestar í héraðinu gert — hvernig gátu þeir annað? Og Gaspard hélt áfram aö safna glóðum elds að höfði' Clifton. Hann sagði frá því, hvernig dagarnir hefðu liðið, virkir dagar, kvöld og helgidagar. Hann var sannfærður um, að sigur mundi vinnast, því að þeir hefðu kænurnar og börnin á sínu bandi. Hugmyndin um skólana fannst hon um afbragð, en hann skildi hreint ekkert í því giappaskoti systur sinnar að velja Önnu Gervais sem kennélulíonu, þá leiðindakerlingu. — Hún er að vísu góð kennslukona, viðurkenndi Gaspard. en hún er svo hræðilega ljót og óaölaðandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.