Tíminn - 18.05.1954, Qupperneq 2
2
TÍMINN, þriðjudaginn 18. mai 1954.
T'-,
HO.blaff,
tSSSS$SSSSSSíSSSSSSJSSSSSSSÍS5S#ÍSSS5SÍSSSSSSSSSSSSSS3SSSSSSS5SSSSSSíSS3
Hafnfirðingar!
Húsa- og lóöareigendur í Hafnarfirði eru hér með
.alvarlega áminntir um að þrífa nú þegar til á lóðum
sínum, ella mun heilbrigðisnefnd láta gera það á,
þeirra kostnað.
Reit metsölubók um afbrot sín
á meðan hann beið aftökunnar
Fyrir skömmu átti að taka þrítugan mann af lífi
í St. Quentin fangelsi í Kaliforníu. Fyrst var ltveðinn upp
dauðadómur yfir manninum vorið 1948 fyrir mannrán, en
síðan barni Lindbergs var rænt, er dauðasök í Bandaríkj-
unum að fremja slík afbrot. Fangi þessi hét Caryl Chess-
man og aftaka hans hefði ekki talizt til tíðinda né nafn
hans skipt máli, ef hcnum hefði ekki auðnazt að rita ævi-
sögu sína á meðan hann beið aftökunnar, sem hann fékk
frestað mörgum sinnum.
Bækur koma undir með ýmsu
móti og eru ritaðar við margvís-
legar kringumstæðúr. Þótt sjálfs-
ævisaga þessa dauðadæmda fanga
hafi verið rituð við all-óvanalegar
kringumstæður, hefði það eitt ekki
nægt henni til að verða metsölu
bók í Bandaríkjunum á þessu vori.
Hitt veldur meira um forvitni í
bókina, að hún þykir allvel rituð;
bókmenntalegt innlegg og talin
skýra vel ástæður og sálarástand
þeirra, er finna hjá sér hvöt til
að fremja glæpi', svo framarlega,
sem hægt er að nefna nokkrar á-
stæður í því sambandi.
Tröð dauðans.
Bókin heitir . á frummálinu
„Death Row“, er mætti útleggjast
„Tröð dauðans“. Verður þetta heiti
bókarinnar því veigameira, þegar
þess er gætt, að höfundurinn ritaði
bókina í einsmanns klefa dauða-
dæmdra og vissi ekki betur en hver
dagur væri sá síðasti. Hann segir
frá ýmsum atvikum í bernsku, sem
vöktu honum undrun, jafnvel þótt
hann sjálfur stofnaði til þeirra.
Hann segir frá því, að einn dag
hljóp lítill hundur, sem hann átti,
á móti honum og vildi fagna hon-
um. Sparkaði hann þá í' hundinn
og segist hafa orðið álíka hissa við
slíkar aðgerðir og hundurinn, sem 1
ekki vissi, hvaðan á sig stóð veðr- j
ið. Höfundurinn gerir sér far um J
að koma lesandanum í skilning um, 1
að hann hafi framið afbrot sin í
hefndarskyni við samfélagið, hins!
vegar gengur honum erfiðlega að j
færa sönunr á það, að glæpahneigð j
hans hafi verið annað en sjúkleg
hneigð til slíkra verknaða.
Vildi ekki vinna í verzlun
föður síns.
Hann tileinkar móður sinni bók-
ina. Heldur hann því fram, að veik
indi hennar hafi komið honum til
að glata trú. Móðir hans lamaðist
og mátti ekki stíga úr sæng og
taldi hann, að veikindi hennar væru
tilorðin fyrir vilja Drottins. í sam-
bandi við þetta skýrir hann mörg
rán og innbrot, sem hann hafi
framið í því skyni að afla fjár til
uppskurðar á móðurinni, sem átti
að geta fært henni afl á ný. Yíir-
;itt lætur hann það skína í gegn
víða i bókinni, að hann hafi fram-
ið afbrotin til þess að geta stutt
foreldra sína í lífsbaráttunni, en
þau misstu fé á kreppuárunum um
1930. Faðir hans rak verzlun og
hefði verið viðkunnanlegra af höf-
undi að vinna foreldrum sínum
gagn í verzluninni. Hann vann þar
aldrei, þótt það væri heitasta ósk
Hmaðrar móður og föður hans.
Etlaði að drepa Hitler.
Síðar í bókinni kemur hann inn
á það, að hann hafi ráðgert að
drepa Hitler. Kunningi hans komst
yfir nokkur mikilsverð skjöl við inn
brot til fasista. Fól hann höfund-
inum geymslu skjalanna, en hann
reyndi aftur á móti að fá fasist-
ann til að koma sér í samband
við þekkta nazista og einnig að
koma sér til Þýzkalands með það
Árnað heiíla
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Ingibjörg S. Guðmunds
dóttir, Litla-Kambi, Breiðuvík, Snæ'
fellsriesi, og Guðjón G. Kristinsson,
Ytri-Knarrartungu, Breiðuvík, Snæ
feilsnesi.
fyrir augum, að ráða Hitler af dög
um. Gegn þessu átti fasistinn að
fá skjölin. Ekki varð úr samning-
um.
Komið hefir til orða, að bókin
sé ekki eítir fangann, heldur ein-
hvern höfund, sem hefir ritað hana
í nafni hans. Hins vegar er margt
í bókinni, sem er svo persónulegt
og bundið þeim stöðum og athöfn-
um og kenndum, sem höfundin-
um eru einum kunnar, að talið er
ólíklegt að annar sé höfundur bók-
arinnar.
Síousut fregnir herma, að aftöku
Chessmans hafi verið frestað um
sinn.
Kópavogskosnixigm
(Framhald af 1. síðu).
gert sér miklar sigurvonir í
þessum kosningum, og byggt
þær mest á sundrunginni í
liöi A-listans og stuöingi
Hannibals. Þær vonir brugð
ust hrapallega, og töpuðu
kommúnistar 38 atkvæöum
og lafa nú á 14 atkv. meiri-
hluta. Má nú segja, aö Finn
bogi sé kominn á fremstu
nöf.
Þórður Þorsteinsson mun
h:ns vegar telja hlut sinn
allgóðan, er hann hélt fyig
inu írá í vetur, og bætti raun
ar við sig allmörgum „per-
sónulegum“ atkvæðum, þar
sem í vetur strikuðu 54 alla
út fyrir ofan hann, svo aö
hann varð efstur á listanum,
en nú voru þeir 99, sem strik
uðu alla út fyrir ofan Þórð,
en breytingar á seðlum A-
siitans voru alls 102, en litlar
á öðrum listum.
leröur héraösskóli .
J (Framhald af 1. síðu).
arbarnaskóla fyrir miðhreppa
! sýslnanna. Ákveðið var, að
skólinn yrði staðsettur mið-
j svæðis í héraðinu og helzt
I bent á að hafa hann við Vatns
'fjörð á Barðaströnd. Jafn-
framt var ákveðið að fara
þess á leit að ríkið léti þar af
, hendi land og rannsakaði þar
hita- og rafvirkjunarskilyrði.
Virkjun Vatnsdalsár.
Sýslunefndin skoraði á
þing og stjórn að láta virkja
Vatnsdalsá fyrir Barðaströnd
og væntanlegt nýbyggða-
hverfi við Vatnsfjörð. Þá ósk
aði sýslunefndin þess, að ný-
býlastjórn léti athuga skil-
yrði fyrir landnámi ríkisins
og byggðahverfum í sýslunni
og benti í því sambandi aðal-
lega á Barðaströndina.
Helztu fjárveitingar sýslu-
sjóðs eru 10 þús. kr. til at-
Vinnumála, 82 þús. kr. til heil
brigðismála og 119 þús. kr. til
vegamála. Skuldlaus eign sýsl
unnar er liðug hálf milljón
kr. S. J.
Hin fullkomna kona
Tjarnarbíó sýnir þessa mynd nú.
Hún er brezk og Patricia Roc leik-
ur aðalhlutverk ásamt Stanley
Holloway og Nigel Patrick. Mynd-
in fjallar um stórsnjalla uppfinn-
ingu á vélkellingu, sem hefir slökkv
ara og aðrar nauðsynlegar græjur,
er sambúð kvenna við menn hefir
leitt í ljós að þeim var vant. Eink-
um er slökkvarinn mikið ágirndar-
atriði og mikill munaður að geta
kveikt og slökkt eftir vild, oft und-
ir því yfirskyni að vera að spara
rafmagnið. í stuttu máli gerast
þau tíðindi, að nettfríð frænka pró
fessorsins gerist staðgengill vél-
kellingarinnar í jómfrúferð hennar
með tveimur skrítnum Englending-
um. Finna þeir að frænkan hefir
þann yl, sem vélkellingunni er ekki
ætlað og þolir auk þess ekki prjón
í lærið. Kemur sú rétta vélkelling
þá á vettvang. Er hún einnig prufu
keyrð með því að rekinn er prjónn
í læri hennar (nál móður annars
Englendingsins). Verður þá afskap-
legur samsláttur en slökkvarinn
finnst ekki í óðagotinu. Geysist
kellingin um alla ganga, sprengj-
andi og með neistaflugi, vaðandi
á allt sem fyrir er, unz hún hverf-
ur út af léreftinu. Þetta er með
öðrum orðum skemmtileg vitleysa,
þó ekki vitlausari en það, að háðið
skilst sæmilega.
Svindiarinn
frá Santa Fc.
Vtncent F{ice hefir prýlðisgcitt
andlit svindlara, enda heldur hann
vel á spöðunum í Hafnarbíói um
þessar mundir, sem svindlarinn frá'
Santa Fe. Hann falsar skjöl í tveim
heimsálfum til að geta sannaö, að
Ferdínand annar Spánarkóngur
hafi gefið einhverjum Peralta bar-
ón allt það land, sem nú er Ari-
zona í Bandaríkjunum. Hann elur
upp munaðarlausa stúlku og gerir
hana að síðasta afkomanda Per-
altaættarinnar með svindli. Gift-
ist henni svo til að ná landinu.
Gengur í miklum brösum við á-
búendur landsins, en Price er ó-
bilgjarn, unz hann kemst á snoðir
um það, að hann elskar konu sína.
Verður honum svo mikið um það,
að hann játar á sig svindlið, sem
ekki hefir verið hægt að sanna á
hann. Endar þetta svo með kött-
inn úti í mýri með stýri að loknu
ævintýri eftir sex ára fangelsi.
I. G. Þ.
Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar.
éXJU -
i Ji't fiijijur í íiíin
SÆMITISINCTiBM (B arj(EÆ
REYKJAVIK - SÍMI 7080
UIVSSODSMENN UM LANÐ ALLT
Stofnfundur
Sundfélags kvenna.
Stofnfundur Sundfélags
kvenna, Reykjavík, var hald-
jinn í bíósal Austurbæjar-
barnaskólans 29. f. m. Kom
Jfram mikill og einlægur á-
hugi hjá fundarkonum um
J væntanlega starfsemi félags
ins.
Tilgangur félagsins er að
efla sundkunnáttu reykvízkra
kvenna á öllum aldri og mun
félagið beita sér fyrir sund-
námskeiðum fyi'ir konur og
sem öflugastri þátttöku frá
þeirra hendi í hinni væntan-
legu samnorrænu sundkeppni,
sem á að hefjast 15. maí n. k.
í stjórn félagsins voru þess
ar kjörnar; Formaður, ung-
frúSvava Pétursdóttir, vara-
formaður, ungfrú Ásgerður
Hauksdóttir, ritari, ungfrú
Bergþóra Benediktsdóttir,
gjaldkeri, ungfrú Þorbjörg
Sj.gtryggsöóttir, meðstj órn-
andi, frú Helga Símonar-
dóttir. í varastjórn voru kjörn
ar frú Ólöf Sigurðardóttir og
frú Gyða Erlendsdóttir.
Frá Sundhöllinni
Mánudaginn 17. maí hófust sértímar kvenna í Sund-
höll Reykjavikur kl. 8,30 síðdegis og verða fyrst um sinn
5 kvöld í viku, alla virka daga nema laugardaga. Sund-
leiðbeiningar ókeypis eins og undanfarln sumur. Bæjar-
búar almennt fá nú aðgang að Sundhöllinni frá kl. 4—8
síðdegis, en baðgestum skal bent á það, að morguntím-
arnir frá kl. 7,30—9,30 eru ákjósanlegir tímar til að
ljúka 200 m. sundinu í Samnorrænu sundkeppninni.
Þeir, sem óska eftir að komast á árdegissundnámskeið
í Sundhöllinni, ættu að láta skrá sig sem fyrst. —•
Upplýsingar í síma 4059.
555SS5ÍSSI)5{$ÍÍ55SÍÍ{55S{SÍ5ÍÍÍ55ÍÍÍÍ5Í55S55S5ÍÍ{Í555}SÍÍÍ5SÍ}ÍÍÍÍS5{55Í
s$sss$$sss$ss$ss«s$$ss$síss5s$s$ssss$5$ss$sss«$*ss$sssss$$ss#sss#!»s®s9
BIFREIÐ
Höfum kaupanda að 6 manna fólksbifreið ’47 model
og yngri.
BÍLASALAN
Klapparstíg 37. — Sími 82032.
wsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssa
ÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3
LÉTT-BLENDI
í steinsteypu og múrhúðun
LÉTT-BLENDI eykur þjáli, þéttleika og veðr-
unarþol steypunnar, tryggir gæði
hennar og fellega áferð, fyrir-
byggir aðgreiningu steypuefn-
anna.
LÉTT—BLENDI er efni, sem ver steypuna fyrir
frostskemmdum, bæði fullharða
steypu og ferska.
LETT-BLENDI sparar auðveldlegá 10 falt verð
sitt í minnkuðum efniskaupum.
LÉTT-BLENDI léttir erfiði múrvinnunnar, eyk-
ur afköstin, dregur úr sprungu-
myndunum, og bætir yfirborðs-
áferðina.
LÉTT-BLENDI inniheldur „Vinsol Resin“, sem
er heimsfrægt loftblendisefni.
LÉTT-BLENDI hefir verið þrautreynt hér á
landi og sannað áþreifanlega
kosti sína.
Samband ísl. samviimufélaga
sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssa
Innilegar hjartans þakkir sendi ég öllum þeim,
sem heiðruðu mig og glöddu á sextugsafmæli mínu
af ríkri vinsenmd og hjartahlýju með margvíslengum
gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum.
Ég bið kærleikans guð að blessa ykkur allar stundir
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR.
Teigi, Akranesi