Tíminn - 11.06.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.06.1954, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 11. jání 1954. 128. bla». KTÖDLEIKHtíSID yiLLIÖNDIN Sýning í kvöld kl. 20. Síðasta sinn. NITOUCBE Sýning laugardag kl. 20. Nœsta sýning sunnudag kl. 20. Aögðngumiöasalan opln frá kl, 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær linur. ► Hrakfalla- bálkiirinn Sindrandi fjörug og fyndin ný, ajnerisk gamanmynd í eðlilegum litum. í myndinni eru einnig íjöldi mjög vinsælla og skemmti legra dægurlaga. Mickey Rooney, Anne Jaraes. Sýnd kl. 5, 7 cg 9. NYJA BÍÓ — 1544 — Söngvagleðl („I’il Get By“) Rétt og skemmtileg músik- litmynd, full af ijúfum lögum. Aðaihlutverk: June Haver, Wiliiam linndigan, Floria De Haven, og grinleikarinn Dennis Day. Aukamynd: Sýnd kl. 5 og 9. TJARNARBÍÖ Rhnt 6485. Hrúðkanpsnóttin (Jeunes Mariés) Afburðaskemmtileg frönsk gam- anmynd, er fjallar um ástands- mál og ævintýrarikt brúðkaups- ferðalag. Ýms atriði myndarinn- ar gætu hafa gerzt á íslandi. Myndin er með íslenzkum texta Aukamynd: ÚR SÖGU ÞJÓÐANNA VIÐ ATLANZHAFIÐ. Myndin er með íslenzku tali. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ,Frœnha Charles(t Gamanleikur í 3 þáttum. Sýning í kvöld kl. 20,00. Aðgöngumiðasala írá kl. 2. Simi 3191. BÆJARBIÓ — HAFNARFIRÐI - ANNA Stórkostleg ítölsk úrvalsmynd, sem farið hefur sigurför um all- an heim. Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér 4 landi. Danskur skýringartexti, Bönnuð börnum. Sýnd á annan í Hvítasunnu Sýnd kl. 7 og 9. J X 5ERVUS GÖLD X ln s^hrrw:—ir\/i) D.10 HOLLOW GROUND 0.10 ,/ icni VEUQW BlftOE m m =5* ÚR OG KLDKKCB - Vlðgerðlr á úrum. — IÓN SIGMUNDSSON, (kartcripaverzlon, Lusarefi 8. AUSTURBÆJARBfÖ Ung og ástfangin (On Moonlight Bay) Mjög skemmtileg og falleg ný amerísk söngva- cg gaman- mynd í litum. Aðalhlutverk: Hin vinsæla dægurlagasöngkona Doris Day og söngvarinn vinsæii: Gordon Macltae. Sýnd kl. 7 og B. Lögregluforingiim Roy Rogers Hin afar spennandi kúrekamynd í iitum, með Koy Rogers, Lynue Koberts og grínleikaranum: Andy Devine. Sýnd kl. 5. GAMLA BÍÓ — 1475 — Ævintýri í París (Rich, Young and Pretty) Ný og bráðskemmtileg amerísk söngvamynd í litum, er gerist í gleðiborginni. Jane Powell, Danielle Darrieux, Fernando Lamar og dægurlagasöngvarinn Vic Damone. Sýnd kl. 5, 7 og 0. TRICO •m, Jaínl gólíteppl fisMrta jrílkirefnaP. JMBtíHBuMigSJr b-r. W TRIPOLI-BIO Síml 1182. Astarævintýri í Monte Carlo (Affair in Monte Carlo) Hrífandi fögur, ný, amerísk litmynd, tekin í Monte Carlo. Myndin fjallar um ástarævin- týrí ríkrar ekkju og ungs fjár- hættuspilara. 1 Myndin er byggð á hinni heims frægu sögu Stefáns Zweigs, .Tuttugu og fjórir tímar af ævi konu.“ Merle Oberon, Richard Tod, Leo Genn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBIO — Síml 6444 — Iitli stroknsöngvarinn (Meet me at the Fair) Bráðskemmtileg og fjörug ný amerísk skemmtimynd í litum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Samningar við Svía framlengdir Hinn 31. maí sl. var undir- ritaður í Stokkhólmi bókun um framlengingu á samkomu lagi um viðskipti milli ís- lands og Svíþjóðar, er féll úr gildi hinn 31. marz 1954. Bók unin var undirrituð af Helga P. Briem sendiherra fyrir hönd ríkisstjórnar íslands og Östen Undén, utanríkisráð- herra fyrir hönd ríkisstjórn ar Svíþjóðar. Samkomulagið er framlengt til 31. marz 1955. Sænsk stjórn arvöld munu leyfa innflutn- ing á saltsíld, kryddsíld og sykursaltaðri síld frá íslandi á samningstímabilinu og inn flutningur á öðrum íslenzk- um afurðum verður leyfður á sama hátt og áður hefir tíðkazt. Innflutn. sænskra vara verður leyfður á íslandi með tilliti til þess hversu útflutningur verður mikill á íslenzkum vörum til Svíþjóð- ar og með hliðsjón af venju- legum útflutningshagsmun- um Svíþjóðar. Hetjut SKÓGARINS eftir J O. CURWOOD 80. Hugvckja nm ríkistítvarpið (Framhald af 4. síðu.) allmikið af nútíma lagagerð er í útvarpi heyrist, er ógn ómerkilegt og ætti ekki að neyðast inn í nelns manns eyru. Það má víst segja um sum þessara nýju laga eitt- hvað svipað og skáldið sagði í vísulok um veðrið „Það er hvorki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt“. Það má heita hlálegt uppátæki, þeg- ar lagasmiðir fara að klastra nýlögum einskisverðum við þjóðelska texta, sem sungnir hafa verið með yndislegum gömlum þjóðlögum með allri þjóðinni um áratíð. Skal að- eins nefna þrjá texta dýrð- lega, sem klest hefir verið víó nýjum lögum og sungin í út- varpið: Ó, fögur er vor fóst- urjörð, — Heyrið morgun- söng á sænum, og lagófreskj una við sálmaversíð fagra eftir Hallgrím Pétursson: Vertu Guð faðir, faðir minn. Vitanlega halda hin gómla fögru lög, við þessa texta, velli eftir sem áður, því hin nýju eiga enga fegurð né aölcðun, — eru dauðadæmd. Framhald. 11 Cemia-Desinfector (!er vellyktandi sótthreinsandll 1 ’vökvi nauSsynlegur á hverjuj heimili til sótthreinsunar ái munum, rúmfötum, húsgögnumJ |símaáhöldum, andrúmslofti o.| ,s. írv. — Fæst f öllum lyfjabúB-, i jUm og snyrtivöruverzlunum. »•♦♦•♦••»»♦♦♦♦♦< hressir kœfír farveginn og bar með sér timburhrannir. Ráðagerð Hurds var orðin að engu. Svo kvað við hærra og skelfingaríyllra angistaróp en Clifton hafði nokkru sinni áður heyrt. Það kom frá hinum óttaslegna hópi á fljótsbakkanum. Og svo rak hann sjálf- ur upp skelfingaróp, ekki vegna sjálfs sín, ekki af ótta við dauðann eða vegna þess að Delphis var dáinn, heldur vegna þess, sem nú bar fyrir augu hans og var enn hræðilegra en allt annað. Antoinette hafði stokkið út á trjábol í ánni frá klettin- um, sem hún hafði staðið á, og reynt að stikla yfir veltandi bolina í áttina til Cliftons. Hann heyrði hana hrópa í ákafa: — Ég kem, ég kem. Einhver mannvera stökk út á trjábol á eftir henni. Það var Alphonse munkur. Trjárengla slóst í hann og varpaöi honum aftur að bakkanum og hann varð að skreiðast upp. Þá gripu hann menn á bakkanum og héldu honum föstum. En enginn gat gripið Antoinette. Hún var komin svo langt frá bakkanum. Það gekk kraftaverki næst, hvernig henni tókst að halda fótfestu og stökkva frá einum trjábolnum á: annan í þessari veltandi iðu. En hún virtist ekki óttast neitt eða skeyta um nokkra hættu, aðeins það eitt að komast til Cliftons. Hann stökk nú fram á móti henni til þess að reyna að ná henni áður en dauðinn gripi hana eða þau bæöi. Nú virtist öll von um björgun þeirra úti, og auðséð var, að mennirnir á fljótsbakkanum litu einnig svo á málið. Timburhrannirn- ar ruddust nú niður farveg fljótsins undan beljandi straumi. Þau mættust á stórum flötum trjábol, sem var studdur nokkrum minni og því betri fótfesta en aðrir. Hann horfði í augu hennar og las þar svo mikla hamingju og sigurgleði, að hann skildi, að sál hennar var hafin yfir ótta við það, sem manneskjurnar kalla dauða. Hann greip grannan líkama hennar í faðm sinn og hún vafði handleggjunum um háls hans. Það var hún, sem fyrr tók til máls, því að á þessari stundu gat hann ekki mælt. — Ég elska þig, sagði hún. Ég elska þig. Varir hennar þrýstust að hans, og þær voru ekki kaldar, heldur heitar, heitari en nóttina, sem hann hafði borið hana í óveðrinu gegnum skóginn. — Ég elska þig. Dauðinn beið þeirra við næsta fótmál. Það hrikti og brak- aði í trjábolunum undir fótum þeirra. Clifton þrýsti henni fastar að sér, og trjábolurinn, sem þau stóðu á, færðist 1 kaf undan þunga þeirra og af afli straumsins. Hann reyndi að stökkva með hana yfir á næsta trjábol, en stökkið mis- tókst, enda engin von til annars. Hinn bjarti heimur umhverfis þau hvarf, og þau sukku, en hann hélt henni fast í faðmi sér, því að það var eina hugsun hans á þessari stundu að dauðanum skyldi ekki tak- ast að skilja þau að. ........ • •„! Tuttugasti og iimmti kafli. Og meðan straumurinn ærðist og lék sér að risavöxnum trjábolunum eins og eldspýtum, skynjaði hugur hans að- eins nærveru Antoinette. Vatnið umvafði þau og trjábol- írnir byltust yfir höfðum þeirra. Rækist djúpskreiður trjábolur í þau, mundu þau kremj- ast til dauðs. Þá var betra að reyna að komast upp á yfir- borðið og eiga á hættu að verða fyrir hinum fljótandi trjá- bolum. Vonarneisti glæddist allt í einu með honum og gaf hon- um nýjan þrótt í hvern vöðva. Hann hélt Antoinette fast að sér með vinstri handlegg, en með hægri handlegg og fótunum tók hann að synda upp að yfirborðinu. Svo fann hann loft leika um andiit sitt og fylla aðþrengd lungun. í sömu andrá greip undirstraumurinn hann aftur og reyndi að færa þau í kaf. Hann fálmaði leitandi me'ð hægri hendinni út í loftið og náði taki á grönnum birki- bol, sem var þó ekki nógu stór til að bera hann uppi, en með hjálp hans tókst honum þó aö lyfta andliti sínu og Antoinette aftur upp yfir vatnsflötinn og halda sér þannig um stund. Hún dró andann að sér í sogum, en hafði ,þó ekki hlotiö neinn skaða enn. Augu hennar voru opin og leituðu hans. Hann þakkaði guði í huganum fyrir að hafa þyrmt lífi þeirra til þessa, og ef til vill mundi þeim takast að forð- ast dauðann þrátt fyrir allt. Hann titraði. af gleði við b'á' tilhugsun að öðlast lífið á ný meö Antoinette við hlið sér. Nú vissi hann, að hún elskaði. hann. Hún hafði komið til hans. svo að þau gætu dáið saman. Hann fann nú, að þau mundu sleppa lifandi, dauðinn var allt í einu orðinn honum svo fjarlægur. Trjábolirnir mundu þyrma þeim og fljótið mundi ekki drekkja þeim. m Ll Sasú7ceiíf(7e/$t/i, OPAiI Bezt að auglýsa í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.