Tíminn - 11.06.1954, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.06.1954, Blaðsíða 8
38. árgangur. Reykjavík, 11. júní 1954. 128. blaff. 17. júní stefmínnar að hefjast Gluggaskreytingar —1 ....... ... ... ■■ ■ - Lokaþáttur Genfarráð- Eins og áður hefir verið skýrt frá í blöðum og útvarpi gengst Samband smásölu verzlana fyrir þvi, að sem flestar verzlanir á landinu skreyti glugga sína sérstakri hátíðaskreytingu á 10 árá afmæli lýðveldisins. Til að auðvelda forstöðu mönnum verzlana skreyting arnar hefir verið gert sér stakt merki — lýðveldismerk ið — og borði með áletrun inni: 1944 — Lýðveldið 10 ára — 1954. Einnig hafa ver ið útvegaðar myndir af Jóni Sigurðssyni og núverandi óg fyrrverandi forseta landsins. Fæst hvorttveggja afhent í skrifstofu Sambands smásölu verzlana, Laugavegi 22. Edcn vondaufur um samkomulqg . Genf, 10. júní. — Brezka sendinefndln er stöðugt reiðubúin að leita nýrra samkomulagsleiða og halda viðræffúm áfram meðan ekki er öll von úti, en miði ekkert í áttina, ér þaff skylda okkar að skýra þjóðum heims frá sánnleikanum, sagði Eden á fundi í dag um Indó-Kína. Hann kvað ágrein- inginn milli austurs cg vesturs hafa aukizt síðustu dagana og virtisl vondaufur um árangur af frekari viðræðm í Genf, Annar bezti mílutíminn Á laugardaginn hljóp Bandaríkjamaðurinn Wes Santee míluna á 4:00,6 mín., sem er annar bezti tími, sem náðst hefir á vegalengdinni, en sekúndu verri tími, en heimsmet Bannisters. Var Santee um 80 metrum á und an næsta manni, Svíanum Ingvar Ericsson. Tími var tek inn á Santee eftir 1500 m. á þrjár klukkur og reyndist hann 3:42,8 mín., sem er betra en heimsmet Hággs, en ekki er reiknað með að þessi árangur verði staðfestur sem heimsmet. Drcgið í happdrætti liáskólans í gær var dregið í happ- drætti Háskóla íslands, sam- tals 800 vinningar að upphæð 377 þús. kr. Hæsti vinningur- inn, 50 þús. kr. kom á nr. 5944, hálfmiða selda á Akureyri og Hvammstanga. lo þús. kr. komu á nr. 34289, heilmiða seldan hjá umboði Helga Sí- vertsen í Austurstræti. <■ í? Á myndinni sjást þeir Jón Aðils sem Gregers Werle og Valur Gíslason sem Werle eldri, faðir lians, en þeir fara með veiga- mestu lilutverkin í Villiönd Ibsens, sem í kvöld verður flutt í síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu. Danskur ármaöur flytur fyrirlestra í Reykjavík Er juið forsíjóri dönsku ímeðrahjáljKir- iimar, frú Vera Skalfs, lögfræðingur Meðal farþega á Gullfossi í gærmorgun var frú Vera Skalts, lögfræðingur, forstjóri allra stofnana dönsku mæðrahjálp- arinnar. Hefir frúin stundað lögfræðistörf, verið skólastjóri félagsmálaskólans, átt sæti í fjölmörgum nefndum um félagsmál. Blaðamenn ræddu við frúna í gær. Eden lagði sérstaka áherzlu á, að brezka sendinefndin heldur fast við þá tillögu sína, að Indland, Pakistan, Burma, Ceylon og Indónesía fái sæti í eftirlitsnefnd, sem falið yrði að sjá um framkvæmd vopna- hlés í Indó-Kína, ef af því skyldi verða. Eden ákærir. Hann ásakaði Viet Minh fyrir að hafa gert innrás í Cambodia og Laos. Sú fullyrð- ing,' að þeir ættu þar fylgis- menn væri álíka mikil rétt- læting og þegar Hitler á sín- um tíma varði innrás Þjóð- verja inn í Tékkóslóvakíu með því, að þýzki minnihlutinn I þar væri undirokaður. Upphaf Iokaþáttar. | Eden tók skýrt fram í ræðu sinni, að hann teldi vonlaust um samkomulag í Indó-Kína málinu, nema kommúnistar féllu frá kröfu sinni um neit- unarvald innan nefndar þeirr ar, er annast á framkvæmd vopnahlésskilmála. En sú skoð un er ríkjandi meðal fulltrúa Vesturveldanna, að til þess sé lítil von. Er það álit stjórn- málafréttaritara í Genf, að þar meö sé hafinn lokaþáttur ráðstefnu, sem lítinn árangur hafi borið. Frú Skalts er komin hing að til lands fyrir tilmæli kvennasamtaka í Reykjavík, og hefir sendiherra Dana hér, frú Bodil Begtrup, sýnt þá vinsemd að bjóða henni að búa á heimili sínu meðan hún dvelur hér. Mun frúin Kvenfélagskonurnar ætla allar að synda 200 metrana Frá fréttaritara Tímans í Borgarfirði. Borgfirðiíigar hafa hug á að láta ekki sitt eftir liggja í norrænu swudkeppninni. Er áhuginn í sumum sveit um svo mikzll, að kve?ifélög in hafa sett sér það mark, að helzt allar konwr þreyti sundið. Þannig er það í Reykholtsdal, enda er þar kunn snndkona ein af hús freyjunum, Sigriður Sigur jónsdóttir frá Álafossi, nú húsfreyja að Hurðarbaki. í Reykholti er ágæt sund laug þar sem margir eru þegar búnir að synda 200 metra?za. Fyrstur synti þar 7 ára drengur, Þórir Jóns son, sonur íþróttake?mar a??s. í sveitunum, þar sem langt er að sundláug, æfa menn sundiö í ám. Eru dæmi til þess að húsfreyjur, sem ekki hafa iðkað sund í áratugi, synda á hverjum degi í kaldri á, þar sem karl menn telja sér ekki fært fyr ir kulda. Eru þess jafnvel dæmi að læknar hafi orðið að ráðleggja fólki frá því að synda 200 metrana, áður en menn féllust á að falla frá því. Sannleikurinn er sá, að flestir þeir, sem eitthvað geta í sundi, geta látið sig fljóta þessa 200 metra, þar sem aðferðin er frjáls, og ekki bundið við bringusund ið eitt, eins og í fyrri keppn inni. — dveljast hér rúma viku og verður storfum hlaðin á með an, flytur fyrirlestra, vinnur að skipulagningu þessara mála hér og fleira. - Ármaður. Á síðustu áratugum hefir víða um lönd orðið til stétt karla og kvenna, sem kalla mætti ármenn (social work- er). Fær þetta fólk menntun sína á sérstökum skólum eða námskeiðum, i Danmörku hafa um 200 manns stundað slíkt nám, þar sem því er kennd sjúkdómafræði, heilsu fræði, félagsmálalöggjöf, sál arfræði og fleira. Hófst þetta starf á sjúkrahúsum, þar sem sjálfboöaliðar urðu læknum tiJ mikils gagns með því að fara heim til sjúklinganna og kynna sér heimilisástæð ur þeirra og hvaða erfiðleik ar það kynnu að vera, sem ef til vill voru aðalorsök sjúk dómsins. Á seinni árum starfa ármennirnir einnig sem milliliðir milli fólksins og ýmsra opinberra hjálparstofn ana svo sem mæðrahjálpar, barnaverndar, sjúkrasamlega o. fl. Mun leiðbeina. Hér á landi hafa mæðra styrks og barnaverndarnefnd ir, þar sem þær eru til, unnið (Pramhald á 7. síðu). Rússar erfiðir í Austurríki Vínarborg, 10. júní. — RúsS ar hófu fyirvaralaust í dag eftirlit með umferð milli -her námssvæðis sírís ög Vestur veldanna í Austurríki, en þessu eftirliti hættu þeir fyr ir ári síðan, en áskyldu sér rétt til að setja þar á að nýju. Rússar tilkynntu þó, að þetta gilti aðeins til föstudags. Er þetta talinn einn liðurinn f stefnu Rússa, sem gætir æ meir síðan Berlínarfundinum lauk, að gera austurrísku ríkisstjórninni erfitt fyrir. Kraftaverk ef franska stjórnin heldur velli París, 10. júní. — Atkvæða greiðsla um vantraust á frönsku ríkisstjórnina fer fram á laugardag. Flest frönsk blöð lýsa þeirri skoð un sinni í dag að ganga myndi kraftaverki næst, ef stjórnin héldi velli. Laniel, íorsætisráðherra, ræddi í dag við ýmsa forustumenn borg araflokkanna og bað þá liö sinnis. í Genf er afdrifa rík isstjórnarinnar beðið með mikilli óþreyju. Árásarflugvélarnar voru rússneskar Brussel, 9. júní. — Beigiska utanríkisráðuneytið tilkýnntl í dag, að nákvæm athugun hafi leitt í ljós, að flugvélar þær, sem í fyrri viku réðust á belgíska flutningaflugvél yfir landamærum. Júgöslavfu og Austurríkis með: þeim af leiöingum, að loftskeytamað urinn beið bana og tveir flug menn særðust, voru rússnesk ar þrýstiloftsflugvélar af gerð inni MIG-15. Sendiherra Belga í Moskvu hefir verið falið að bera fram harðorð mótmæli vegna þessa atburð ar. — Ferð Páls Arasonar á Eyjafjallajökul Páll Arason efnir til ferðar á Eyjafjallajökul um helgina. Verður lagt af stað frá Ferða skrifstofunni kl. 2 á laugar- daginn og haldið að Seljavöil- um, en þaðan gengið á jökul- inn. Einnig verður fari-5 að Skógafossi. Farmiðar seldir hjá Orlofi og Ferðaskrifstof- unni. .. Josephine Baker dans- ar og syngur í Reykjav. Hin heimsfræga söngkona og dansmær Josephine Baker kemur hingað til lands 17. júní á vegum Tívolí ög skémniiir á hljómleikum, sem haldnir verða í Austurbæjarbíói 19. juní. I Þessi viðfræga söngkona og dansmær, sem er þeldökk, er einn allra frægasti listamað- ur, sem komið hefir hingað til lands. Er hún á stöðugum 1 ferðalögum -um víða veröld. Þannig var hún í vor í Noregi og víðar á Norðurlöndum, þar sem hún söng við mikla að- sókn og hrifningu eins og alls staðar annars staðar. Hingaö kemur söngkonan frá Japan. Fallbyssukóngur í Tívolí. Tívolígarðurinn fékk í gær sérstæðan skemmtikraft, þar sem er „fallbyssukóngurinn“ Leoni. Er fullyrt, að hann sé eini maðurinn í víðri veröld, sem leikur það að láta skjóta sér úr fallbyssu upp í 20 metra hæð og 60 metra vegalengd. Fallbyssan hans, sem með hon um kemur, er enginn smágrip ur, hún vegur 7 lestir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.