Tíminn - 16.06.1954, Blaðsíða 3
131. blað.
TÍMINN, miðvikudaginn 16. júní 1954.
3
ÍSLAN DSMÓTIÐ:
Þróttur—Valur 2-1
Þriðji leikur íslandsmóts
ins bauð upp á mjög óvænt
úrslit. Þróttur sigraði Val
með 2—1, eftir fremur léleg
an leik, en spenningur var
óvenjumikill, einkum eftir að j
Þróttur hafði náð forustunni
í miðjum síðari hálfleik, ogj
hróp áhorfenda, sem skiptu'
aðeins nokkrum hundruðum,1
voru slík, að svo virtist sem'
þúsundir manna væru á vell- j
inum. Þróttur getur nú flagg
að með sigur yfir tveimur af
gömlu Reykjavíkurfélögun
um, því auk þess að vinna Val
nú, sigraði Þróttur Fram í
fyrrahaust, og má það telj
ast gott af félagi, sem aðeins
telur fimm ár að baki.
Ég verð að viðurkenna það,
að ég hefi haft frekar lítið
álit á liði Þróttar hingað til,
en eftir síðari hálfleik liðs
ins gegn Val, þeim rnikla bar
áttuhug sem einkenndi leik
mennina, samfara allgóðum
tilraunum til samleiks, hefir
það mat breytzt nokkuð. Það
má þó ekki skilja orð mín
svo, að Þróttur eigi ekki enn
iangt í land með það að telj
"ast gott meistaraflokkslið,
þvi svo er, þrátt fyrir þennan
sigur yfir Val, sem þó taldi
hvorki meira né minna en
sex menn, sem hafa verið
valdir til landsliðsæfinga. En
skortir flesta leikmenn Þrótt
ar góða leikni, en þeir eru
flestir kraftmiklir, og undir
handleiðslu góðs þjálfara
ættu þeir að geta náð lengra.
licíkurinn.
Fyrri hálfleikur er vart
Umtalsverður, og þær litlu
t'iraunir, sem reyndar voru
til samleiks, voru hjá Val.
Éftir stundarfjórðung skor
aði Hörður Felixson eina
mark Vals í leiknum með
góðu skoti. Síðari hálfleiKur
var hins vegarnokkuð spenn
ándi, og átti Þróttur mestan
þátr í því. Hörður Guðmunds
son jafnaði fyrir Þrótt eftir
20 mínútna leik með írá
bæru skoti frá vítateig sem
straukst' undir þverslána.
Axar glæsilegt mark. Aðeins
siðar skoraði hægri útherji,
Guðmundur Gústavson, sigur
murkið, með skoti af stuttu
íæii. Sveinn Helgason hefði
átr sð geta bjargað því marki.
Þróttur fékk auk þess sæmi
leg tækifæri, sem ekki nýtt
ust.
Vaiur sótti mjög síðast í
leiknum, en tilraunir til að
Skora mörk voru of örvænt
ingarfullar, til þess aö þær
gætu heppnast. Upplögð tæki
færi voru misnotuð á hinn
Jaerfilegasta hátt. Þó átti Val
ur góð skot á markið, en mark
maður Þróttar, Jón Ásgeirs
son, stóð sig með afbrigðum
vel, cg þar er efni á ferðinni,
sem vert er að gefa gaum.
Liði’i.
í iiði Vals léku þrír nýlíðar,
og brugðust tveir þeirra að
mestu. En ekki er hægt að af
saka tap Vals með því að ný
liðar léku í liðinu, þvi hi.uir
leikmennirnir átta hafa
mikla reynslu til að bero,
eins og sést af því, sem áður
hefir verið getið, að sex
þeirra æfa nú með landsiið
inu. En val leikmanna til að
æfa fyrir landsleikinn við
Norðmenn 4. júlí hefir vakið
furðu margra, þótt það verði
ekki gert að umtalsefni á
þessum vettvangi. Valsliðið
féll ekki saman í þessum leik.
Hörður Felixson var eini mað
urinn sem eitthvað kvað að
í framlinunni, hinir voru all
ir miður sín. Vörnin var op
in og óörugg.
(Framhald á, 6. síðu.)
•y
ALUMINIUM BRÚSAR
SMARA
SLABSMERKIö
Þessi tegund er fyrirliggjamli í eftiríöldum stærðum:
3ja 5 10 og 15 fítra
Þessi tegund fyrirliggjandi og væntanleg í siærðum:
20 30 og 40 lítra
Útvegum brúsana til afgreiðslu bejnt frá verksmiðj-
unni, ef óskað er.
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
AVARP!
Hjálpið bágsíödd-
um börnum!
Það er ævintýri líkast, sem
nú gefur að líta í Lista
mannaskálanum við Kirkju
stræti.
K^?S~S3555ÝS5S?S$555$5SSS5S5S$5$S$555555555S5$5S$5553
i I
Nýr þáttur í íslenzku skólastarfi
*
Attræðisafmæli
Nýlega varð áttræður Páll
Jónsson bóndi á Syðri-Steins
mýri í Meðallandi. Páll er
íæddur á Hunkubökkum á
Síðu, 7. júní 1874, en hefir
’foúið alla sína búskapartíð,
um 45 ára skeið, á Syðri-
Steinsmýri og komið upp
stórum og myndarlegum
.barnahóp.
Fyrri konu sína, Jónínu
Asmundsdóttur frá Syðri-
Steinsmýri missti Páll eftir
stutta sambúð, en seinni
konu sina, Ragnheiði, systur
Jóninu, missti hann sl. vet-
ur. Þrátt fyrir háan aldur,
er Páll við góða heilsu, geng-
úr til vinnu, og fylgist vel
jneð. K. B.
Mörg hundrúð mynda úr
ævintýrum Andersens, allar
gerðar af börnum, hvítum,
gulum, brúnum og blökkum
börnum i öllum álfum heims.
Engir kennarar ættu að láta
hjá líða, að sjá þessa lær
dómsríku sýningu. Allir for
eldrar ættu að skoða sýning
una vendilega óg kaupa hin
ar fögru litprentanir af barna , „ .
teikningum, sem þar eru til Stefán JÓílSSOrL, n.áfn.SStjÓrL.'
sölu. Fáar myndir aðrar
henta betur í herbergi barn
anna. Og öllum börnum ætti
að veitast kostur á að sjá
þessar skemmtilegu ævintýra
myndir, þau kynni munu
verða börnunum jafngildi
margra lærdómsríkra kennslu
stunda og örvun til persónu
legrar, listrænnar tjáningar
í línum og litum:
Síðast en ekki sízt:
Öllum tekjum, sem kzmna
aS verða af þessari sýningw,
verður óskipíum varið til
líknar bágsíöddnm börmmi
erlendis og hér á la?idi.
Helmingur væntanlegra
tekna verður afhentur
dönsku hjálparstofnuninni
„Red Barnet,“ sem átti frum
kvæði að teiknisamkeppni
barnanna. En „Red Barnet“
er deild úr alþjóðlegri líknar
stofnun, sem heldur uppi víð
tækri starfsemi til hjálpar
sjúkum, vanhirtum og van
nærðum börnum viðs vegar
itm heim.
Hinn helmingur væntan
legra tekna verður afhentur
íslenzka Rauða Krossiiium
til ráðstöfunar.
Góöir Reykvíkingar! Ég
bið yður þessa: Komið sem
alira flestir á sýninguna og
komið sem fyrst. Sýningin
vevður aðeins opin í fáa daga.
Komið, þið kennarar, foreldr
ar og börn. Komið öll og veit
ið með því hungrandi börn
uni málsverð og sjúkum börn
um iyf og læknishjálp.
Lwdvig Gwðmundsson.
HEKLU
VINNUFÖT
Þæs’ileg — sterk — smekklcg
Samfestingar, smekkbuxur, strengbuxur
og stakir jakkar.
Saumuð úr úrvals efnum eftir nýjustu
sniðum.
HEKLA
AKUREYRI.
Að Löngumýri í Skagafirði
hefir um röskan áratug starf
að húsmæðraskóli. Hefir það
verið einkaskóli studdur af
ríkissjóði. Það er óþarfi að
eyða miklu rúmi til að kynna
forstöðukonu þessa skóla,
svo vel er hún þekkt um all-
ar byggðir landsins.
Ung að aldri gerðist hún
forstöðukona húsmæðraskól-
ans að Staðarfelli og veitti
honum forstöðu nokkur ár við
vaxandi vinsældir. Hugur
hennar leitaði þó heim til átt
haganna og með eindæma
dugnaði og hagsýni kom hún
á fót einkaskóla að Löngu-
mýri. Liggur sú jörð all-
skammt frá Varmahlíð, en
þar eru hitalintíir nægar,
enda áætlað að þar rísi hér-
aðsskóli Skagfirðinga.
Skólinn að Löngumýri hef-
ir jafnan verið vel sóttur af
námsmeyjum víða af land-
inu, e’nda hefir aöbúð öll og
rekstur skólans verið með mik
illi prýði. í sumar hefst nýr
og merkur þáttur í starfsemi
skólans, og gæti svo farið, að
þessi nýi þáttur skólans, yrði
ræktur af fleiri slikum skól-
um i framtíðínni. Hugmynd-
in aö þessum nýja þætti skóla
starfsins, mun vera komin frá
forstöðukonunni sjálfri, Ingi
björgu Jóhannsdóttur, en ríki
og kirkja hafa sameinazt um
að styðja forstöðukonuna til
að framkvæma þessa hug-
mynd sína. En áætlunin er
þannig, samkvæmt auglýs-
ingu, sem út hefir verið gef-
in:
Skólinn að Löngumýri býð-
ur stúlkum, 15 ára og eldri,
til tveggja mánaða dvalar að
Löngumýri í surnar gegn sann
gjörnu gjaldi. Er ætlunin að
þetta verði náms- og hvild-
artími.
Kennslugreinar verða með-
al annars: Kristinfræði, ís-
lenzk bókmenntasaga, trjá-
rækt, þjóðdansar, útiíþróttir.
Auk þess verða ferðir til sögu
staða í nágrenninu.
Ég vil vekja athygli skóla-
manna á þessum nýja þætti
í skólastarfinu. Glæsilegar
skólabyggingar með flestum
nútimaþægindum standa auð
ar yfir sumartímann. Á nokkr
um stöðum eru rekin sum-
argistihús, en víða standa
stórhýsin auö, bæði í sveit-
um og kauptúnum. Með vax-
andi iðnaði og sífjölgandi
starfsstúlkum við óholl skrif-
stofustörf og iðnaðarstörf, fer
þeim stúlkum fjölgandi, sem
er það lífsnauðsyn að njóta
hollra sumarleyfa. Margar
þeirra eiga ekki að neinu
reglulegu heimili að hverfa
cg hafa ekki fjármuni til að
fara í dýr sumarferðalög. Þess
um ungu stúlkum býðst nú
holl og menntandi sumardvöl
að Löngumýri. Þær geta var-
ið 12 til 60 dögum i þetta
sumarleyfi og komið aftur að
skyldustörfum sínum hressar
og endurnæröar eftir sumar-
dvölina.
Lífshamingja æskumanna
veltur mjög á því, hvernig
þeir verja tómstundum sín-
um og hvíldardögum. Það er
á hvíldardögum og misheppn
uðum tómstundum, sem ó-
höpp og ógæfa heimsækja
oft æskulýðinn, hulin svika-
blæju lokkandi skemmti-
stunda. Það er því mikilsvert
að kunna að verja rétt leyf-
isdögum sínum.
Það er von mín og trú að
sumarskólinn að Löngumýri
gefi góða raun, og ættu þá
fleiri skólar að hefja þvílíkt
sumarstarf. Á sama hátt
mætti bjóða ungum piltum
á slík sumarnámskeið við
bændaskólana. Margir ungir
piltar stunda óhöll innistörf
og myndu sækja lífsþrótt og
menntun í slíka sumarskóla.
Auflfyiii Tímamm