Tíminn - 03.07.1954, Síða 4

Tíminn - 03.07.1954, Síða 4
TIMINN, laugardaginn 3. júli 1954. 145. blað'. Gabm.an.dur Þorsteinsson frá Lundi: Þjóðmenning og tízka „íslendingar viljum vér all- ir vera“. Þannig hljóðaði íyrsta heróp Fjölnismanna. Á þeirra tíð var þetta rök- rétt og eðlilegt viðbragð vöku manna andlega og efnalega kúgaðrar þjóðar, sem var að byrja að heimta rétt sinn af sterkari aðila, sem um langan aldur hafði vanizt því að lita niður á hana og nánast sem húsdýr eitt, þægilegt til nytja en að engu metandi p,nnars. Þetta varð upphaf sóknar, sem leiddi til vaxandi hags- bóta fyrir þjóðina og stjórn- arfarslegs sjálfstæðis að lok- um. En skyidi þá þar með öllu svo borgið, að þessi hvatning sé orðin óþörf? Nei, vissulega ekki — jafn- vel þó að þjóðin virðist hafa dottað töluvert ískyggilega í því efni síðustu áratugina, í þeirri sælu trú, að hún hafi þegar leitt til lykta sjálfstæðis baráttu sína. Mér finnst aft- ur, að nú sé meiri þörf en nokkru sinni fyrr á einstakl- ingum — og þeim, sem allra flestum, sem vakandi séu fyr- ir þjóðerni sínu. Þar til fyrir hálfum öðrum tug ára mátti segja, að land okkar væri enn afskekkt, þrátt fyrir hraðvaxandi sam- göngur og viðskipti, en eftir það má telja greinileg þátta- skií og nýtt viðhorf komi til með upphafi síðari heimsstyrj aldar. Hernám landsins 1940 hefði átt að sannfæra okkur um, að fjarlægð okkar við um heiminn var okkur ekki leng- ur nein fullnægjandi vörn gegn ólgu erlendra áhrifa, — sem ævinlega eru hættuleg smáþjóð og því háskalegri sem hún hefir minni þjóðern- iskennd. Ef við viljum halda áfram að vera íslendingar, dugir því harðla lítið að játa það í orði kveðnu, heldur aðeins það, að einstaklingarnir geri sér glögga grein fyrir eigin ábyrgð á viðhaldi þjóðernis- ins. Ekki ætla ég mér þar með að mæla á móti því, að við þurfum margt til annarra þjóða að sækja og fjölmargt gott af þeim að læra, en því fylgir sá vandi, sem enginn má skjóta sér undan eigi vel að fara, að greina þar nyt- samt frá óþörfu, gott frá illu. Mun ég drepa hér á fátt eitt í því sambandi, eftir því sem tími vinnst til. Svo hefir skipazt, að með endalokum danskrar vald- stjórnar hér á landi hafa dönsk áhrif á málfæri og dag legt hátterni þorrið óðfluga (og mun margur segja að far- ið hafi fé betra). Vera má, að einhverjum þyki kýmilegt að sjá í samtíðarheimildum brugðið upp skyndimyhdum af þessu hálfdanska hrogna- máli, en þeim, sem virða þjóð- erni sitt í alvöru, munu þykja það alvarlegar hryggðarmynd ir og gleðjast yfir því, að þeer eru nú dauðar. Því aðeins er þó ástæða til að fagna að erfi þeirra, að þjóðin hafi þroska og mann- dóm til þess að ganga ekki óneydd undir sams konar óvirðingarok enskra og ame- rískra áhrifa. Margur þjóð- hollur maður ber þó nokkurn kvíðboga fyrir þessu — því miður ekki alveg ástæðulaust. Er ekki daglega málfarið þeg ar að verða óþarflega ensku- skotið? Þá hefir verið mjög lítið ánægjulegt á næstliðn- um árum, að veita athygli því, sem unga fólkið sönglar helzt hversdagslega — dægurlög- unum svokölluðu. Mikið af þessu hefir verið á einhverju ensku hrognamáli, eða þá ís- lenzk stæling á því glundri, andlaus og formlaus. Þegar svo bætist við jazz-gaulið, má segja, að „hæfi skel tranti“. Sé þetta borið saman við þau ljóð, sem í yfirgnæfandi meirihluta voru sungin frain til síðustu þrjátíu ára, hlýtur sá maður að vera eitthvað töluvert andlega vankaður, sem finnst þetta vera fram- j för. Þó að gott þyki að eiga skipti við aðrar þjóðir, sæmir varla þeim, sem þykjast hafa nokkurn viðskiptaþroska, að láta dýrustu perlur úr menn- ingu okkar fyrir sorann úr ómenningu annarra þjóða. Meðal dýrustu menningarverð mæta okkar má þó áreiðan- lega telja þá Ijóðagerð, sem þróazt hefir með þjóðinni allt. frá upphafi hennar gegnuin ótölulegar þrengingar til þess listræna forms, sem varla á hliðstæðu, hvað þá jafningja í heimsbókmenntunum. Mér finnst vel mega líkja ljóða- gerðinni við gullsmíði. Góð hugsun getur vel verið gulls ígildi, en óneitanlega vex hún mjög að gildi og áhrifum, þeg ar hún hefir verið felld í fag- urt og listrænt form íslenzkr- ar ljóðagerðar, á sama hátt og lítils þykir vert um slétta gull- plötu til skrauts hjá því, þegar búið er að umsmíða hana í dá samlegt víravirki.' Ljúft er þó og skylt að geta þess, að töluverð siðabót er hafin hér, hvað viðvíkur dæg- urlögunum, og á S.K.T. þakkir skilið fyrir forgöngu sína i því máli og þrátt fyrir það þó af mörgum aðilum hafi verið búið illa að ljóðasmekk þjóðar innar á síðustu árum, skeður það gleðilega teikn, að al- I þýðan virðist enn taka vel gerða dægurlagatexta fram yfir ruslið. Þó að mig langi ekkert að rýra „Grænlands- vals“ Sv. Ben., efast ég ekkert um, að hann eigi verulegan hluta maklegra vinsælda ' sinna að þakka ágætum texta Kristjáns frá Djúpalæk. Heill 1 sé þeim og hverjum þeim öðr- um, sem leggur lið góðu máli! 1 íslendingar virðast vera töluvert gefnir fyrir einhvers konar hlutaveltu og virðist ekki ástæða til þess að am- ast við því á meðan sú starf- semi er innlend og ágóða hennar varið til nauðsynlegra hluta, eins og vera mun bæði um happdrætti háskólans og S.Í.B.S. Svo sprungu út íslenzk ar getraunir. Þó að tilgangur þeirra sé góður, játa ég hrein skilnislega, að mér finnst mjög fátt um þær í núverandi formi og þykir oddvitar þeirra eigi litlar þakkir fyrir tilhög- un þeirra. Skyldu þeir virki- lega vera svo andlega innan- tómir, að koma ekki auga á j neitt íslenzkt, sem hægt væri; að láta fólk reyna sig á að j geta til um? Mér finnst okkur j mundi flest það, sem íslenzkt i er, nauðsynlegra að vita en J það, hvaða enskt knattspyrnu j félag er ofan á hvern daginn, og að allt, er eflir þá ómenn- ingu að skríða fyrir öllu, sem erlent er, sé til lítilla þjóðar- þrifa. Væri ekki nóg til, sem að einhverju snettir hags- muni okkar eða menningu, sem okkur stæði nær aö hugsa um? Mætti ekki t. d. alveg eins geta til um aflaröð og aflamagn veiðiskipanna okk- , ar — eða þá það, hvort þjóð-! in ber gæfu til að koma ein- hverju samræmi á öflun sína og útgjöld, eða halda áfram ár frá ári með viöskiptahalla, sem nemur hundruðum millj- óna árlega? Þessi dæmi eru aðeins nefnd af handahófi, því að mér finnst sem leitun mundi vera á þeim þjóðféalgs legum efnum okkar, sem okk ur varðar ekki meira um en erelnd dægurmál. Tizkan hefir frá örófi alda verið allmáttug drottning, svo nærri má jafna henni til hinna mestú harðstjóra, sem nefndir voru einvaldar. Við íslendingar höfum engan veg inn farið varhluta af valdi hennar, en oft leggst sú líkn með þeirri þraut, er fólk hyggur sig vaxa af að þjóna miklum drottnum og lýtur því boði hennar og banni, ekki aðeins möglunarlaust, heldur fagnandi. Þó mætti vera meö drottnun hennar líkt og fleira einveldi, að hyggilegra væri að styrkja það ekki blindandi til harðstjórnaraðstöðu — þó drottningin sé dásamleg. Land okkar var í öndverðu ís- land nefnt og þó skiptar hafi verið skoðanir um það, hversu heppileg sú nafngift hafi ver- ið, verður þvi ekki neitað, að oft hefir það'borið nafn með rentu. Þar af leiðir, að við þyrftum alltaf að vera við því búin að geta klætt okkur vel og hlýlega. Náttúran virðist hafa hagað því svo t’il, að í flestum löndum jarðar geti menn lifað nærfellt eingöngu af því, sem þar fæst. Svo mik ið er víst, að ekki hefir enn tekizt að benda á efni, sem henti okkur betur til skjóls í duttlungafullu og oft hörðu vðráttufari okkar en ísl. ull- ina, enda átti hún lengi drjúg an þátt í að halda lífinu í þjóð inni í gegnum marga fimbul- (Framhald á 5. síðu.) Guðmundur Guðmundsson, Núps túni, hefir s.ent mér eftirfarandi pistil um laxveiöi: „I>að er vei, að umræður um lax- veiði og laxarækt eru hafnar á opin berum vettvan:i með greinum þeim, sem birzt hafa í Tímanum nýlega. Það er sannarlega ekki van- þörf á því að þessi mál séu rædd fyrir opnum tjöldum. Það vand- ræðaástand, sem ríkt hefir og ríkir enn, þarf að taka til rækilegrar yfirvegunar. Allt er betra en íhald- ið, sagði Tr-yggvi heitinn Þórhalls- son, og manni verður á að hugsa eitthvað svipað í þessu sambandi og segja, að allt sé betra en ófremdar ástand það, sem hefir verið og er í þessurn málum. Þessi mál eru margþætt. Hér kemur margt til greina, sem athuga þarf, og útlit er fyrir, að þeim hafi sézt yfir, sem með þessi mál hafa farið. Það er að heyra á flestum, að hér sé um fjárhagsmál að ræða ein vörðungu. En hér kemur fleira til greina, sem er æði þungt á metun- um. Laxveiði hefir flestunr þótt skemmtilegt starf. Alveg hrein og ómenguð skemmtun og gildir einu, hvaða veiðiaðferð er notuð. Ádrátt- ur ekki undanskilinn, nema síður sé. Þá er það nýmeti'ð, sem venju- lega er af skornunr skammti í sveit unum, ómetanlegur lífgjafi, sem 1 ekki verður metinn til fjár. Þessi tvö atriði geta haft mjög mikið gildi fyrir marga. Misjafnt ! þó nokkuð, og fer það eftir því, hve I mikils rnenn rneta þessi gæöi fyrir ! sig og sína. En trúað gæti ég því, ’ að þeir væru ekki allfáir, sem ekki ’ vildu láta þau fyrir trippa- eða beljuverð, ef þeir ættu frjálst val. Þegar Veiðifélag Árnesinga var ; stofnað, var það látið í veðri vaka og hefir sannarlega verið meining flestra, að forða laxastofninum frá gereyðingu, sem talin var vofa yfir. Það átti að rækta árnar upp eða svo var þaö orðað. Lagnetaveiðin l Ölfusá og Hvítá og þá sérstaklega ádráttsveiðin í bergvatnsánum var talin stórhættuleg laxastofninum. Það er bezt að segja hverja sögu eins og hún gengur. Ádráttur fór mest fram seinni hluta sumars og framan af haustinu af þeirri ein- földu ástæðu, að þá gekk mest af laxinum í bergvatnsárnar. Að veiða Iax á þessum tíma þótti og þykir enn hin mesta óhæfa. Með því móti hlyti stofninn að ganga til þurrðar innan tíðar. Hitt, þó að lax inn væri tekinn gengdiarlaust í Ölfusi og Hvítá alls staðar þar sem mögulegt var að koma neti i árn- ar, þótti ekki nærri eins skaðlegt. Það hefði oft verið hægt að draga þá ályktun af tali manna, að þeir stæðu í þeirri meiningu, að sá lax, sem veiddist að vorinu í niðuránum, hrygndi engu að síðm- að haustinu fyrir það. En ádráttarveiðin —r hún var voðaleg. Það var ekki alveg sama hvað þetta snerti, hvort lax- inn væri veiddur um Jórismessu eða réttarleytið!! En nú skulum við athugá a’drátt- inn, þessa voðalegú veiðiaðférð, dá- lítið nánar. Ég miða við Stóru-Laxá, þar er ég kunnugastur. Stóra-Laxá ér nú einu Sitmi þann ig, að ekki nema mjög óvíða er hægt að koma við ádrætti miðað við lengd árinnar. í öðru lagi er það svo í flestum ef ekki öllum ám, að svo líða margir dagar og heilar vik- ur, að ekki verður komið við ádrætti sökum vatnavaxta og einmitt þá daga gengur laxinn örast og hrað- ast. Það vita allir, sem til þekkja, að sá lax, sem kemst innfyrir Sól- heima, er sloppinn undan ádrætti fyrir fullt og allt. Það er óhætt að slá því föstu, að það hefir aldrei verið nema örfá prósent, sem tekin hafa verið í ádrátt af þeim laxi, sem gengið hefir í ána ár hvert. Ádrátt arveiðin í Stóru-Laxá hefir aldrei 1 verið hættuleg fyrir laxastofhinn. Þegar Þorbjörn , jarlakappi bjó í j Hreppshólum, herti hann laxinn upp á Hjallás og sjást þess merki | enn i dag. Það er óhætt að slá því 1 föstu, að hann hefir látið húskarla ' sína sækja veiðina af kappi. Alla j tíð síðan hefir veiði verið stúnduð 1 í Stóru-Laxá án þess að þess sæust ! nokkur merki, að stofninn gengi til þurrðar. Það er ekki fyrr en dráps- vélarnar eru settar í gang í Ölfusi og Hvítá, aö stofninn lætur á sjá ' og það svo, að til auðnar horfir á I fáum árum. Og þegar svo veiðifé- I lagið er stofnað, þá er það þess fyrsta verk að verðlaúna þá, sem i bezt gengu fram í þessum óheilla I verknaði með því að færa þeim svo að segja allan arðinn af veiðinni. 1 Getur nokkurn þann, sem álengdar stendur, undrað það, þótt þolin- mæði okkar, sem við uppárnar bú- um, sé þrotin, og við segjum: Hing- aö og ekki lengra. (Frammud & 6. síðu.) ALLT Á SAMA STAD Allir þeir bændur, sem notað hafa Busatis - Jeppasláttuvélina eru sammála um, að hún sé handhæg og auðveld í notkun og gefi fljótan og hreinan slátt. Kostar kr. 4-.500.oo Höfum fyrirliggjandi nokkrar af þessum afbragðsvélum. Sendum gegn póstkröfu H.F. EGILL VILHJÁLMSSON Laugaveg 118. — Sími 81812. — Símnefni: Egill..

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.