Tíminn - 25.07.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.07.1954, Blaðsíða 6
TIMINN, sunnudaginn 25. júlí 1954. 164. blaff. Eftir atónsöidina (Five) ! Mjög sérkennileg og áhrifamikil, ! ný, amerísk mynd um hiS mjög jsvo umtalaða efni, hvernlg um- j horfs verður í heiminum að lok- j inni kjarnorkustyrjöld.^" Mynd ! þessi hefir vakið geysiathygli. Wiiliam i’hijips, Susan Douglas, James Anderson. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Sprenghlægilegt gamanmynda- jsafn með bakkabræðrunum Chap, Larry og Moe. Sýnd kl. 3. ! ! NÝJA B8O - lhM - Séra Camillo og koinmúiiistiun ' (Le petit monde de Don Cam- illo) Hin heimsfræga mynd eftir Isögu G. Guareschi, er komið jhefir út í íslenzkri þýðingu und jir nafninu: Heimur í hnotskurn 1 og lesin hefir verið sem útvarps jsaga að undanförnu, en fjölda j margir hafa óskað að sýnd yrði i aftur. Aðalleikendur: Fernande! sem j Don Camillo, og Cino Cervi sem | borgarstjórinn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hin heimsfræga stórmynd Fi'ESsnasSíóg’ur og’ ísliaf Sýnd kl. 3. Guðrún Brunborg. j ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ÍTiARMARBÍÓ 8bn! <485. Y illl mað ur inn (The Savage) Hörkuspennandi, ný, amerísk mynd um viðureign hvitra manna og Indíána. Myndin er sannsöguleg. Bönnuð börnum. Aðalhlutverk. Charlton Heston, Susan Morroiv. Aukamynd: Sænsk umferðar- mynd sýnd á vegum indindis- félags ökumanna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. j Falsgreifarnir I j Hin sprenghlægilega gaman-! j I mynd. — Aðalhlutverk: Litli og Stóri. Sýnd kl. 3. BÆJARBIO — HAFNARFIRDI — 7. VIKA — ANNA I ötorkostleg ítölsk úrvalsmynd. *«m fari* hefur sigurför um all- í iva heim. Vtyndin hefur ekki verið sýnó áður hér á landl. D&nskur skýrlngartextl. Bönnu* börnuDA- Sýnd kl. 7 og 9. i ‘! S i í \ \ ! ! í ó ! I ! í Iletjan unga j ítölsk verðlaunamynd. — Aðal-! í hlutverk: Gina Lollobrigida, Raf Valloni. Synd kl. 5. Eogin og örin Ævintýramyndin fræga. Sýnd kl. 3. í AUSTURBÆJARBÍÓ = lngar stúlkur ) si glajistigum ! (Unge rigcr forsvinder í KöbenS havn) ; Áhrifamikil og spennandi ný I Sdönsk kvikmynd, er lýsir lífij ! ungra stúlkna, sem lenda í slæm j jum félagsskap. j Aðalhlutverk: Anne-Marie Juhl, Kate Mundt, j Ib Schönberg. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. jTrigger í ræningjaj j Iiöndmn | Hin afar spennandi og viðburöaj l ríka kúrekamynd í litum með j Roy Rogers. j Sýnd aðeins í dag kl. 3. | Sala hefst kl. I e. h. !*gamla bíó — 1475 — Sitkleysingjsir í París (Innocents in Paris) Víðfræg ensk gamanmynd, bráð S skemmtileg og fyndin. Myndin j sem er tekin í París, hefir hvarj vetna hlotið feikna vinsældir. | Claire Bloom, Alastair Sim, Ronald Shines, Mara Lane. Sýnd kl. 5. 7 ! og 9 Mikki Mús og kaunagrasið Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. jTRIPOLI-BÍój j Blml 1183. EÖSTASY j Ein mest umtalaða mynd, sem j j tekin hefir verið. Þetta er mynd- ! ! in, sem Fritz Mandel, eiginmað [ ‘ ur Hedy Lamarr reyndi að kaupa j jallar kopíurnar af. Myndin var tekin í Tékkósló- j jvakíu árið 1933. Aðalhlutverk: Hedy (Kiesier) Lamarr, Aribert Nog, Leopold Kramer, Jaromir Rogoz. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 1G ára. Dýracirkus Sýnd kl. 3. )♦♦♦< j HAFNARBÍÓ — Sfml 8444 — LOKA9 Ivegna sumarleyfa 14.—30. júli. Þúsundir vita, aS gæfan fylgir hrlngunum fré SIGURÞÓR, Hafnarstrætl 4. Margar gerðir fyrirliggjandi. Sendum gegn póstkröfu. XSERYUS GOLDX^ ru^Vii__r \__íLy~vri lrx^u~N y—’j-v/tJ 0.10 HOUOW GROL'ND 0.10 SkrifaH og skrafað (Framhald af 4. sfðu.l gerast á kostnað útgerðarinn ar. Verkefni bátasmíðastöðva geta líka verið næg í framtíð- inni, þótt umræddur inn- flutningur verði leyfður nú, því stöðugt þarf að endurnýja bátaflotann meira og minna. þess vegna er það ekkert ann að en fjandskapur við báta- útgerðina og hina dreifðu út- gerðarstaði, ef þessi innflutn ingur er ekki leyfður. Sama gildir um þá ráðstöf- un viðskiptamálaráðherra að hindra innflutning á vörubíl- um. Víða út um land hefir þetta valdið miklu tjóni. Þeir menn ættu ekki aö þykjast fylgjandi verzlunarfrelsi, er stöðva innflutning á vélbát- um og vörubílum, meðan alls kyns óþarfavarningur er flutt ur inn takmarkalaust? Danska viffskiptanefndin í Moskvu kölluð heim. Athyglisverðar eru þær fréttir, að danska stjórnin hef ir kvatt heim viðskiptanefnd sína frá Moskvu. Fyrir fáum dögum voru horfur á, að nást myndu samningar um stór- aukin viðskipti milli land- anna, en þá gerðu Rússar allt í einu kröfu til að Danir smíð uðu fyrir þá olíuskip, en At- lantshaf sbandalagsþj óðirnar eru skuldbundnar um að selja ekki Rússum slík skip og var Rússum það vel kunn- ugt. Þegar Rússar vildu ekki falla frá þessari kröfu, köll- uðu Danir sendinefnd sína heim, þar sem þeir keyptu ekki nein viðskipti því verði að beygja sig fyrir pólitískum þvingunum. Atburður þessi hefir víða valdiö ótta við það, að Rússar hyggist aö nota við skipti sín til pólitískra þving- ana. Væntanlega reynist sá ótti ástæðulaus, enda er for- dæmi Dana líklegt til að gera Rússum íjóst, að slíkar að- feröir eru ekki heppilegar til bættrar sambúðar milli þjóð- anna. Gullfaxi í Græn- landsflugi Gullfaxi fór frá Reykjavík laust eftir hádegi í gær til Meistaravíkur á Grænlandi með menn úr leiðangri Lauge Koch. Voru þaö Danir, Svíar og Bretar. Flugvélin var væntanleg aftur í gærkvöldi til Reykjavíkur. Á laugar- daginn fer vélin til Osló og Kaupmannahafnar og meðal farþega þá veröur meistara- flokkur Víkings, sem fer í keppnisíör til Danmerkur. Siindfélag kvcmm heldur fund 25. þ. m. kl. 5 síðdegis í bíósal Austurbæj- arskólans. Fundarefni: Rætt um væntalegt starf félagsins og önnur mál. ~a"miiiiuiiiiiiinitm*iiiiiiiiiiiiiiiiimtt«iiiitiiuuii<iiM' VOLTI R afvélaverkstæffi afvéia- og aíxækjaviðgerðir aflagnír U 1U M= VELIOW HLADS =§' i Norðurstíg 3 A. Sími 6458. | H •sMiiiuiiiiiiriiimiuiiiiiuiiiiiiirumiiiiiimiiiiiimmte Anglýsið í Tíninnum A$ teikMvkutn — Eg hefi ýmugust á þeim gildrum. sem eftir eru. Fyrir- gefið bér mér, að ég hefi gengið of langt, herra Bridges. En ég er stundum hræddur um, að fólkið fái allt í einu minnið við að heyra hversdagslegustu orð, til dæmis vertu sæll. Fg vidi bara, að barnabörn mín vissu frekar, hvað orðið guð merkti hjá okkur heldur en eitthvert orð á Swahili. — Eigið þér barnabörn? — Ég á engin börn sagði hann dapurlega. — Ég öfunda yður af drengnum yðar. Það er mikil skylda og mikil ábyrgð. — Um hvað langaði yður að spyrja hann? — Mig langaði til, að honum gæti fundizt hann eiga heima hérna, því að þá myndi hann koma hér aftur. Það er svo margt, sem mann langar til að segja við börn. Hvernig heim- urinn varð til. Mig langaði til að tala við hann um dauðann. Mig langaði til að losa hann við alla þá lýgi, sem þeir ausa yfir hann í skólanum. — Það er nú ærið starf aö ljúka því á hálftíma. — Maður getur sáð sæðinu. — Þetta er úr guðspjöllunum, sagði ég illkvittnislega. — O! — Mér hefur verið spillt líka. Þér þurfið ekki að segja mér það. — Segið þér mér, kemur fólk til yðar einsamalt? — Þér mynduð verða alveg undrandi, sagði ungfrú Smythe. — Fólk langar alltaf til að öðlast einhverja von. — Von? — Já, von, sagði Smythe. — Sjáið þér ekki hvílíkar vonir gætu vaknað við það, ef allir vissu, að það er ekkert til, sem við höfum ekki hér. Engar uppbætur í framtíðinni, engin verðlaun, engin hegning. Andlit hans fékk á sig svip vitfirringslegrar göfgi, þegar maður sá ekki örið. — Þá myndum við byrja að skapa hér himnaríki, sagði hann svo. — Það er nú æðimargt, sem þarf að útskýra fyrst. — Má ég sýna yður bókasafn mitt? — Það er bezta bókasafn skynsemitrúarmanns í Suður- London, sagði ungfrú Smythe. — Ég þarfnast ekki, að mér sé snúið, sagði ég. Ég trúi ekki á neitt eins og það er, nema við og við. — En það eru þau augnablik, sem við þurfum að fást við. — Það undarlega er, að þetta eru vonarstiíndir mínar. — Stoltið getur komið fram sem von eða sjálfselska. — Ég held, að þetta sé með öllu óskylt því. Þetta kemur fyrir allt í einu. Ilmur.... — Uss, sagði Smyhte. — Eðli blómanna, röksemdir fyrir áætlunum, allt þetta þvaður um úr, sem engum koma við nema úrsmiðum. Þetta er gamaldags. Sehweningen svaraði því öllu fyrir tuttugu og fimm árum. Lofið þér mér að sýna yður.... — Ekki í dag. Ég má til með að fara heim með drenginn. Aftur kom þessi fálmandi, viðkvæmnislega handhreyfing eins og hjá elskhuga, sem hefur fengið fjúk. Ég fór allt f einu að hugsa um, hve marga banabeði hann hefði ekki ver- ið við. Ég fann að mig langaði skyndilega til að segja eitt- hvað við hann, er gætiö gefið honum von, en þá sneri hann hinum vanganum að mér og ég sá ekki annaö en þetta frekjulega leikaraandlit. Mér geðjaðist betur að honum, þeg- ar hann var brjóstumkennanlegur, utan við sig og í and- stöðu við nútímann. Ayer og Russell — þeir eru í tízku núna, en þó efaðist ég um, að það væru margir jákvæðir heim- spekingar í bókasafninu hans. Hann hafði aðeins krossfar- ana, en ekki þá, sem staðið höfðu einir sér. í dyrunum tók ég eftir því ,að hann notaði ekki þetta hættulega orðatiltæki — vertu sæll. Ég horfði beint á þann vanga hans, sem heill var: — Þér ættuð að hitta vinkonu mína, sem heitir frú Miles. Hún hefir mikinn áhuga.... Þá hætti ég. Skotiö hafði hitt. Jarðaberjaörið virtist breið- ast út yfir andlit hans í einu vetfangi. Ég heyrði að ungfrú Smythe sagði: — Ó — elskan mín, um leið og hún hrökklað- ist burtu. Það var ekki minnsti vafi. Ég hafði valdið honum sári, en það var engu siður mitt eigið sár en hans. Ég tók að óska mér þess, að ég hefði ekki hitt í mark. Drengurinn sat í göturæsinu ,og honum var illt. Ég lofaði honum að selja upp, stóö yfir honum og hugleiddi, hvort verið gæti, að hann væri búinn að missa af henni líka. Er enginn endir á þessu? Þarf ég nú að fara að leita að Y? NÍUNDI KAFLI. Þetta var mjög auðvelt, herra, sagði Parkis. Þetta var ógn- arfjöldi, og frú Miles hélt, að ég væri einn af vinum hans frá ráðuneytinu og herra Miles hélt, að ég væri einn af vin- um hennar. — Var þetta gott hóf, spurði ég. Ég minntist þess, er ég hafði fyrst séð Söru með ókunna manninum. — Mjög vel heppnað, ef ég mætti svo að orði komast, sagði Parkis. En frú Miles virtist líða eitthvað illa. Hún hefur mjög slæman hósta. Ég hlustaði á hann með ánægju. Kann- ske það hefði ekki verið neitt kossaflangs eða faömlög hjá henni í þessu hófi. Hann lagði brúna pappaöskju á borðið mitt og sagði hreykinn. — Vinnukonan hafði sagt mér, hvar herbergið hennar er. Ef einhver hefði tekið eftir mér, hefði ég sagzt vera að leita að klósettinu, en það gerði enginn. Þarna var hún á borðinu hennar. Hún hlaut að hafa skrifað í hana þennan dag. Auðvitaö getur verið, aö hún sé ákaf- lega varkár, en reynsla mín af dagbókum er sú, að venju-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.