Tíminn - 29.07.1954, Page 6
TÍMiNN, fimmtudaginn 29. jalí 1954.
167. blað.
Stúlka ársins
Ein af skemmtilegustu dansa-
j og söngvamyndum í eðlilegum
ílitum. Tólf af fegurstu stúlkum
1 Hollywood-borgar skemmta í
| myndinni.
Robert Cuimr.ings
Joan Cauifieli
Sýnd æl. 9.
í I
í
vel!
f
AUSTURBÆJARBiO |
Ofsóttiir
(Pursaed)
Hin afar spennandi og
leikna ameríska kvikmynd.
Aðalhlutverk:
Robcrt Mitclíutn
Teresa Whright
Judith Anderson.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
—I j
Sölukonan ! GAMLA BIO
Bráðskemmtileg gamanmynd
ynd j
í með hinum vinsælu gamanleik- *
í urum:
I
Joan Davis
Andy Devine
Sýnd kl. 5 og 7.
NÝJA BÍO
- XbM —
Hin heimsfræga stórmynd
Frumskógur
og ískaf
Sýnd ki. 5, 7 og 9.
Guðrún Brunborg.
i
j
ÍTJARNARBÍÓj
Sluil 1*85.
Yillimaðurinn
(The Savage)
Hörkuspennandi, ný, amerísk
mynd um viðureign hvítra
manna og Indíána. Myndin er
sannsöguleg.
Bönnuð börnum.
Aðalhlútverk.
Charlton Hestin,
Susan Morrow.
Aukamynd: Sænsk umferðar- !
mynd sýnd á vegum indindis- !
félags ökumanna.
amP€R
Raílaglr — Viðgerðlr
Rafteikningar
Þlngholtsstrætl 21
Síml 815 56
Notið Chemia Ultra-
sólarollu og ■portkrem. — j
Ultrasólarolía Bundurgrelnlr j
sólarljóslð þannig, a« hún eyk I
ur áhrif ultra-íjólubláu geisl-í
anna, en bindiir rauðu gelsl-1
ana (hitagelslana) og gerirj
því húðina eðlllega brúna, enj
hindrar að hún brennl. — I
Fæst 1 næstu bú*.
| — 1*75 -
Sakleysingjar í
París
(Innocents in Paris)
jvíðfræg ensk gamanmynd, bráð!
[skemmtileg og fyndin. Myndinj
!sem er tekin í París, hefir hvar j
(vetna hlotið feikna vinsæláir.
Claire Bloom,
Alastair Sim,
Ronald Shines,
Mara Lane.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Opnað kl. 4.
TRIPOLI-BÍÓ'
8lml 1183
EOSTASY
Ein mest umtalaða mynd, sem j
tekin hefir verið. Þetta er mynd- j
in, sem Fritz Mandel, eiginmað j
ur Hedy Lamarr reyndi að kaupa j
allar kopiurnar af.
Myndin var tekin í Tékkósló-
vakiu árið 1933.
Aðalhlutverk:
Hedy (Kiesler) Lamarr,
Aribert Nog,
Leopold Kramer,
Jaromir Rogoz.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
[ Bönnuð börnum innan 16 ára. j
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
•i
BÆJARBÍÓi
— HAFNARFIRÐI -
— 8. VIKA —
AIVN A
Otorkostleg Itölsk úrvalsmynd. I
tem fan* hefur sigurför um ali- j
tn belm.
íáyndin hefur ekkl verið sýndf
ASur hér á landl.
Danskur skýringartexö.
BðnnuA börnunt-
Sýnd kl. 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
— Sírnl 6444 —
LOK AÐ
j vegna sumarleyfa 14.—30. júh.!
Ragnar Jónsson
| hsestaréttarlðcmaBatz
Laugaveg > — Bíml 77SS
; Lögfræðlstörf og elgnauxu-
FerðaJjættlr frá
Fiimlamli
(Framhald af 4- síðu.)
um Finnlandsbanka, lána
samvinnubankarnir nú um
54% af öllum lánum, sem veitt
eru til landbúnaðarins, og ef
með eru taldir opinberir styrk
ir og fjárgreiðslur, sem rikis-
sjóður greiðir til ýmissa;
framkvæmda gegn um sam-
vinnubankana, er hlutur
þeirra um 60% af öllum land-
búnaðarlánum. Sem dæmi
skal nefnt, að samvinnubank-
arnir lána um 70% af öllum
þeim lánum, sem veitt eru
finnskum mjólkursamlögum
og um 80% af lánum til slát-
urhúsanna. Einnig hefur sam-
vinnuverzlunin fengið mikið
að láni hjá samvinnubönk-
unum. Fé því, er ríkissjóður
veitti til endurbyggingar í
Norður-Finnlandi eftir stríð-
ið, var úthlutað ‘að mestu
gegnum samvinnubankana.
Sama er að segja um það fé, er
hið opinbera lagði af mörkum
til að flytja fólkið frá kar-
elsku héruðunum, er Finnar
urðu að láta af hendi við
Rússa, og til þess aö búa þeim
nýtt heimili.
Meðal verka þeirra, er sam-
vinnubankarnir hafa komið
til leiðar í sveitum landsins,
má nefna: Fyrir lánsféð frá
þeim eru ræktaðir 10.000 ha.
akur, fast að 9000 sveitabýli
eru stofnuð á samt því að 8000
eldri býli hafa verið byggð upp
á ári. Þá hafa árlega verið
grafnir fyrir lánsféð 13000 km.
af skurðum, er samsvarar fjar
lægðinni frá syðsta odda
landsins að nyrsta odda þess í
Lapplandi. Prófessor Haataja
sagði, að í rauninni væru
tvær nýjar sveitir byggðar ár-
lega í Finniandi fyrir lán, er
samvinnubankarnir veittu.
Það, sem nú hefur verið sagt
um finnsku samvinnubank-
ana, verður látið nægja til
þess að sýna, hversu mikill
þáttur samvinnubankarnir
eru í fjármálalífi finnska
landbúnaðarins.
Framh.
J
X5ERVUS GOLDX'
fL^Xjl______l'L/'Vn !
lr\^u—n y—irx/iJ i!
Þúsundir vlta, al gæfan
fylgir hringunum írá
SIGURÞÓR, HafnarstræU 4.
Margar gerðir
fyrirliggjandi.
Sendum gegn póstkrðfu.
Graham Greene:
35.
fii íeikátckum
4-
Stórt og smátt i
(Framhald af 6. slðu.) i
um lönd, m. a. verið austur í
Indlandi. Þar eystra er nú
skipstjóri úr Hafnarfirði, Guð
jón Illugason, og er að kenna
Indverjum fiskveiði. íslenzk-
ur vélaverkfræðingur, Einar
R. Kvaran, starfar á Ceylon,
einnig að útgerðarmálum.
Einhvern tíma hefðu þetta
þótt tíðindi til næsta bæjar.
ÁSyktanir . . .
(Framhald a, 3. síðu.)
nú fari að verða siðustu for-
vöð að safna heimildum um
aðdraganda og stofnun kven-
félaganna í Norðlendinga-
fjórðungi, og skorar því á
Halldóru Bjarnadóttur og
Hólmfríði Pétursdóttur, sem
munu kvenna kunnastar þeim
málum, að hefja það starf á
næsta vetri, og skrifa sögu
félaganna. Beinir fundnrinn
jafnframt þeim tilmælum til
K. í. að það styrki þá starf-
semi með fjárframlagi.
10. Lagabreyting. Samþykkt
var að fella úr lögum S. N. K.
þessi orð úr 5. grein laganna:
„Sambandið skal eiga heim-
ili á Akureyri.“
gætum við elskazt í friði og hamingjusamlega, ekki villt og
óeðlilega, og þá myndi auðnin hverfa. Sennilega fyrir lífstíð.
Ef maður gæti trúað á guð, myndi hann þá uppfylla auðn-
ina?
Ég hef alltaf viljað láta fólk geðjast að mér og dást að
mér. Ég finn til hræðilegs öryggisleysis, ef maður yfirgefur
mig eða ég missi vin minn. Ég vil jafnvel ekki missa eigin-
mann. Ég vil allt, alltaf og alls staðar. Ég óttast auðnina.
Guð elskar þig, segja þeir í kirkjunum. Guð er allt. Fólk, sem
trúir, þarfnast ekki aðdáunar. Það þarf ekki að sofa hjá.
Það er öruggt. En ég get ekki öðlazt trúna.
í allan dag hefir Maurice verið góður við mig. Hann segir
mér oft, að hann hafi aldrei elskað aðra konu eins mikið.
Hann heldur, að hann geti fengið mig til að trúa því með
því að segja mér það. En ég trúi því einungis, af því að ég
elska hann nákvæmlega á sama hátt. Ef ég hætti að elska
hann, myndi ég hætta að trúa á ást hans. Ef ég elskaöi guð,
myndi ég trúa á ást hans'til mín. Það er ekki nóg að þarfnast
hennar. Við verðum að elska að fyrra bragði, og ég veit ekki,
hvernig ég á að fara að því. Ég þarfnast hennar. En hvað
ég þarfnast hennar.
Allan daginn var hann góður. Aðeins einu sinni, þegar
ég nefndi nafn eins manns, sá ég augu hans hvarfla burtu.
Hann heldur enn þá, að ég sofi hjá öðrum mönnum. En
skipti það svo miklu máli, þó að ég gerði það. Myndi ég rífast,
þó að hann fengi sér einhvern tíma aðra konu? Ég vildi
ekki ræna hann smávægis félagsskap í auðninni, ef við
getum ekki átt hvort annað þar. Stundum hugsa ég, að ef sá
timi kæmi, myndi hann jafnvel neita mér um glas af
vatni. Hann myndi hrekja mig í svo algera einangrun, að
ég yrði að vera þar ein með engu og engum eins og einsetu-
maður En þeir voru aldrei einir, segja þeir. Ég er svo
rugluð. Hvað erum við að gera hvort við annað? Því að ég
veit, að ég er að gera nákvæmlega það sama við hann og
hann við mig. Stundum erum við svo hamingjusöm, og þó
höfum við aldrei kynnzt meiri óhamingju í lífi okkar. Þaö
er eins og við séum að vinna að sömu höggmyndinni. Við
höggvum hana út úr eymd hvors annars. En ég veit ekki,
hvað við ætlumst fyrir.
17. júní 1944.
í gær fór ég heim með honum, og við gerðum þetta sama.
Ég hef ekki nógu sterkar taugar til að lýsa því, en ég vildi,
að ég gæti það, því að nú þegar ég er að skrifa er morgun-
dagurinn þegar kominn og ég er hrædd um, að missa af
deginum í gær. Svo lengi sem ég held áfram að skrifa, er
dagurinn í gær í dag, og við erum enn þá saman.
Meðan ég beið eftir honum í gær, voru ræðumenn á torg-
inu. Það voru I.L.P. og kommúnistar og maður, sem var að
segja gamansögur. Og svo var þar maður, sem var að ráðast
á kristindóminn. Hann var frá félagi skynsemistrúarmanna
í Suður-London eða eitthvað þess háttar. Hann hefði verið
fríður, ef það hefði ekki verið jarðaberjaör á annarri kinn
hans. Það voru mjög fáir að hlusta á hann, og engir að
lækla. Hann var að ráðast á eitthvað, sem þegar var löngu
dautt, og ég undraðist, hvers vegna hann var að gera sér
þetta erfiði. Ég stóð og hiustaði á hann nokkrar mínútur.
Hann flutti sín boðorð gegn boðorðum guðs. Ég hef aldrei
vitað, að þau væru til — nema þessi kjarklausa þörf, sem
ég hef fyrir að vera ekki ein.
Ég varð skyndilega hrædd um, að Henry hefði skipt um
skoðun og hefði sent mér símskeyti um, að hann yrði heima.
Ég veif aldrei, hvort ég er hræddari við mín eigin vonbrigði
eða vonbrigði Maurices. Það hefir sömu áhrif á okkur bæði.
Við rífumst. Ég er reið við sjálfa mig, og hann er reiður við
mig. Ég fór heim, og þar var ekkert símskevti, og ég varð
tíu mínútum of sein til þess að hitta Henry. Ég tók að espa
mig upp til þess að mæta reiði hans, en þá var hann alveg
óvænt góður við mig.
Við höfum aldrei haft allan daginn fyrir okkur fyrr, og
svo var öll nóttin. Við keyptum salat, brauð og smjör. Okkur
laneaði ekki mikið til að borða, og það var mjög heitt. Það
er líka heitt nú. Allir segja: — En hvað þetta er yndislegt
sumar. Ég er í lestinni á leið út í sveit að hitta Henry, og
öllu er lokið fyrir fullt og allt. Ég er særð. Þetta er auðnin.
Hér er enginn og ekkert mílu eftir mílu. Ef ég væri í London.
myndi ég fliótlega deyja. En ef ég væri í London, myndi ég
fara í símann og hringja í þetta eina númer, sem ég þekki
almennilega. Ég gleymi oft mínu eigin númeri. Ég hugsa,
að Freud myndi segja, að ég vildi gleyma því. af því að það
er einnig númer Henrys. En ég elska Henry. Ég vil, að hann
sé hamingjusamur. Ég hata hann aðeins í dag, af því að
hann er hamingjusamur, en ég er það ekki, og Maurice er
það ekki heldur, og hann vill ekkert vita. Hann mun segja,
að ég líti þreytulega út. Hann heldur, að það sé bölvunin.
Hann reynir ekki lengur að átta sig á, hvaða tíma við lifum.
Um kvöldið hvein í sírenunum. Að sjálfsögðu á ég við kvöld-
ið í gær. En hvaða máli skiptir það. f auðninni finnur maður
ekki til tímans. En ég get farið út úr auðninni, þegar mér
svnist. Ég get tekið lest heim á morgun og hringt til hans.
Sennilega myndi Henry verða kyrr í sveitinni og viö gætum
verið saman um nóttina. Loforð er alls ekki mikilvægt —
að lofa einhverium. sem ég þekki alls ekki, einhverjum, sem
ég trúi alls ekki á. Enginn mun komast að því, að ég hef
svikið loforð, nema ég og hann. Og hann er ekki til — er það?
Hann getur ekki verið til. Þú getur ekki átt miskunnsaman
guð og þessa örvænting.