Tíminn - 08.08.1954, Page 8

Tíminn - 08.08.1954, Page 8
38. órgangur. Reykjavik. 'A 8. ágúst 1954. 175. fclað. Heimsókn í Fljétshlíðina, þar sem skógarnir dafrta: Takmarkiö er ar byggi hös sín og skip úr islenzkum viðum Þjóðskáldin spáSu því um aldamótin, að menningin mundi vaxa á íslandi í lund um nýrra skóga. Hvað sem menningunni kann að I'ða, þá fara nú að verða til góð ir skógarlunðar handa menn ingunni, svo að hún aetti að geta þrifist og ðafnað í lunðum nýrra skóga af þeim sökum. Skcgræktarframkvæmdir á íslahdi vaxa með hverju ár- inn sem líður. Þær miða að því að íslendingar verði sjálf um sér nógir um timburfram leiðslu að 50—100 árum liðn- um, og segja þeir, sem bezt þekkja tii þessara mála, að hér sé elcki um neina draum óra að ræða, heldur þaul- hugsaðar og vandlega út- reiknaðar áætlanir. , i Skipaviður næstu alðir. Blaðamaður frá Tímanum fór í sumar í kynnisferð aust ur að Múlakoti og Tumastöð um í fylgd með stjórn Land- vræðslustjóðs og Hákoni Bjarnason, skógræktarstjóra. Þar í Fljótshlíðinni eru gróð- urstöðvar, sem ala eiga upp margar milljónir trjáplantna eem eiga að vera efniviður í skip og byggingar lands- manna á næstu öld. Gunnar hefði snúið aftur. Sólin stafaði geislum sín- nm á heitar eyrarnar og vermdi gróðurinn í Fljóts- hlíðinni. Hvítur jökullinn speglaðí sig í bláum himni og fegurðin var slík, að Gunn Séð yfir gróðurreitina að Tumaítöðum. — (Myndirnar tók Guðni Þórðarson blaðam.). ar hefði líka á þessari stundu snúið aftur í hólmanum, þar sem hlíðin blasir við. í Múlakoti er merkilegur sýíilngárreitur íslenskrar skógræktar. Ef sá, sem þang að kemur, hefir verið í vafa um það, hvort hægt sé að rækta skóg í iandinu og verið með hugann bundinn við skógræktina í hljómskála- garðinum í Reykjavík, sem er helzti kynnir skógræktar á almannafæri í höfuðstaðn um, hlítur sá vafi að hverfa. Ættu áhugamenn um skóg- rækt að koma sem fletum vantrúarmönnum austur í Múlakotslundinn og sýna þeim tilveruna í nýju ljósi í asparlundinum, eða barr- skógarhlíðinni þar. Jafngömul Iýðveldinu. Öspin þarna er jafngömul lýðveldinu endurreista. Græð | lingarnir, sem þarna voru j settir í jörð voru 70—80 cm., en nú er þar skógur gildra og beinvaxinna aspartrjáa 7—8 metra að hæð. Skógar- ilmur var i skugga skógar- lundsins og fuglar sungu í lofti á þessum fagra sumar- degi í Fljótshlíðinni. ( Að vísu er því ekki að leyna að þarna eru einstök skilyrði frá náttúrunar hendi til skógræktar og frábært skjól. En með góðri umhirðu mætti koma mörgum slíkum skóg- arlundum á fót á íslandi. Væri til dæmis landkynning og yndisauka að einum slík- um bletti í höfuðborginni. , En fleira er skemmtilegt !að sjá í lýðveldislundinum í jMúlakoti. Þar eru til dæmis norsk eplatré, sem standa í fullum blóma, og bera ávöxt. Er auðséð að vel er hægt að rækta epli hér á landi í heim ilisgörðum, ekki sízt ef skóg- arlundir veita þeim skjól. í brattri hlíðinni ofan við asparlundinn standa fögur grenitré. Flest þeirra eru jafn gömul lýðveldinu og orðin um mannhæðar há og hærri. Nokkur þeirra elztu eru frá 1940. Þaðan kom í ár um 250 þús. piöntur en ætlunin er að viðkcman verði þar inn- an tíðar um ‘ein miiljón plantna á hverju vori. Þar er unnið vandasamt verk af mörgum höndum. Trjáplönt- urnar eru þar í kössum og grcðurbeðum á ýmsum gróðr arstigum. Að Tumastöðum eru nú um 3 hektarar undir trjáplöntu uppeldi, sagði Garðar Jónsson skógarvörður har. Hiutverk Landgræoslusjóðs. Með eflingu landgræðslu- sjóðs verður hægt að hefjast handa um stórfellda skóg- rækt á íslandi, en slíkar'fram kvæmdir eru fjárfrekar, ekki sízt þegar þarf að koma upp miklu plöntuuppeldi á skömm um tíma. Að Tumastöðum hefir skógræktinni skapazt aðstaða til framkvæmda, og þær eru þar vel á veg komn- ar. En betur má ef duga skal. Þjóðin öll þarf að sýna þessu framtiðarmáli sínu áhuga og skilning. Skógurinn er hjart- fólginn hinni íslenzku þjóð, sem þráir þann unað sem laufkrónur trjánna veita til- verunni. TakmarkiS er að plantað verði tveimur milljónum trjáplantna. í íslenzka mold á hverju einasta vori um ó- komna framtið, og þá mun . ekki líða á löngu, þar til nytjaskógunum fjölgar og ís lendingar ætu þá eftir fáa áratugi, áð minnsta kosti eft ir 50 ár að geta fengiö mjög mikið af borðviði úr sínum eigin skógum og siðar meir allt sitt timbur og ef til vill einnig efni til pappírsgerðar og trjákvoðuiðnaðar. Reynsl an sýnir það ótvíræðara nú en nokkru sinni, að hægt ei- að rækta skóg í landinu ef rétt er að því farið. Skógrækt in á ísiahdi er koinn af reynslustiginu ög brautin er opin, svo að hægt er að hefja skógræktina sem atvinnuveg í landinu. 1 Ef áfram vérður háidið á þessari braut og sú þekking notuð, sem íslenzkir skóg- ræktarmenn hafa afíað sér, geta næstu kynslóðir búið hér í auðugu skógarlándi og byggt hús sín og skip 'úr gagnvið- um íslenzkra skóga, þar sem menningin og velsæld vex í landi, sem alltaf hefir verið fagurt, en samt áldrei feg- urra en þá. GÞ. Landnemi frá Alaska. Grenitrén í Múlakoti sem eru jafngömul lýðveldinu. Alaskalúpínurnar, sem námu land á Þveráraurum. Á Þveráraurum neðan við Múlakot er líka merkileg saga að gerast, sem ef til vill á eftir að hafa mikla þýð- ingu fyái.r gróðrarsögu ís- landí. Þar hefir falleg jurt vestan frá Alaska numið land og grætt grýttan sand lífi og litum. Það er lúpínutegund, sem lítið virðist þurfa til lífs ins og gædd er frjómagni í ríkum mæli. Hákon skógræktarstj óri sagði, að þarna á aurunum hefði verið sáð litlu magni af lúpínufræi, en nú væru þær búnar að sá sér sjálfar um stórt svæði og landnám þeirra heldur áfram. Með því að sá lúpínu og Iáta þær leggja und ir sig sandauðnir og mela á uppblásnum víðlendum ís- lands skapast gróður, sem veitt getur öðrum þýðingar- meir gróðri skjól. Frá Múlakoti liggur leiðin að Tumastöðum í Fljótshlíð, en þá jöfð keypti skógrækt rikisins, eða landgræðslu- sjóður, sem stofnaður var í tilefni lýðveldisstofnunarinn- ar. Þar er gröðrarstöð, sem ætlunin er að verði stórvifk í uopfóstrun nytjaskóga á ís landi. Gróðurreitur og skjólgarður í síöðinni að Tumastöðum. Skjólgarður í Múlakoti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.