Tíminn - 11.08.1954, Qupperneq 2

Tíminn - 11.08.1954, Qupperneq 2
TÍMINN, migvikudaginn 11. ágúst 1954. 177.HbIáð. í hinu mikla bifreiðasafni Daimler-Benz í Stuttgart er margt frægra farartækja Stöðugt er unnið að endur byggingu í Þýzkalandi og með þessu ári að telja getur Stuttgart á ný státað af ein- stæðu bílasafni í elztu bif- reiðaverksmiðju, sem vitað er um. Er hér um að ræða Daimler-Benz verksmiðjuna í Stuttgart-Untertiirkheim. Verksmiðjan, sem er ein af fimm, þar sem 35 þúsund manns vinna, skemmdist mjög mikið eftir styrjöldina, en bílasafnið var vel geymt í sprengjuheldum kjallara undir sjálfri verksmiðjunni. Nú er að fullu lokið við að endurbyggja Daimler-Benz og safnið dregur þegar að sér þúsundir ferðamanna, sem án endurgjalds fá yfir- sýn yfir núverandi og fyrr- verandi bifreiðasmíð. Verksmiðjan framleiðir aðeins mjög vandaðar bifreiðavélar og ligg ur ekki iangt frá miðhluta Stutt- garts í Mercedes Strasse og er safn inu komið fyrir á fyrstu hæð bygg- ingarinnar. Hér er um stórt safn að ræða, allt að því hundrað bílar frá fyrstu tíð til vorra daga, og íyrsta tíð þýðir í þessu tilfelli frá þvi fyrir aldamótin síðustu. Fyrsti vísirinn. Strax og komið er inn í hina þöglu sali, þar sem bifreiðar tróna, eem eru milljóna króna virði, væru þær til sölu, vekur einkennilegt skrapatól mesta athygli. Þetta ó- kennilega farartæki ber með íér ýmis einkenni nútíma bifhjóls. Og það er líka fyrsta bifhjólið, sem augum varð litið af mönnum. Hjól- ið var smíðað af Gottlieb Daiml- er í litlu verkstæði, sem enn er varðveitt í úthverfi Stuttgart. Þetta gerðist árið 1883 og farar- tækið, sem árið ól af sér, var fyrsta teikn þeirrar nýaldar, sem var að renna varðandi farartækin og bif- vélina. í þessu fyrsta bifhjóli var einsstrokksvél, er gekk fyrir benz- ini. Daimler voru ljósir þeir mögu- leikar, sem þessi litla vél færði honum upp í he'ndurnar, enda byggði hann benzínvélar með það fyrir augum, að hægt væri að nota þær f hestvagna, sporvagna, land- búnaðartæki og margt fleira. Útvarpið | ~$$$S5555555$$55$S555555555S555555555555$55555555555555555555$555$S5«Í5S Keflavík •• Atvinna Oss vantar deildarstjóra fyrir aðra matvörubúð vora í Keflavík, einnig skrifstofustúlku. Vélritunar- kunnátta æskileg. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. Kaupfélag Suðurncsja MARGRET SIGVALDADÓTTIR, Barmahlíð 25, Reykjavík, lézt að kvöldi 9. þ. m. að Kjörseyri. Vandamenn. Þetta er fyrsta bifhjólið, sem smíðað var af Daimler 1883. Var hjólið smíðað í litlu verkstæði í Stuttgart. Hjólinu svip- ar að nckkru leyti til bifhjóla í dag, þótt þessi fararskjóti þyki að sjálfsögðu ekki fær til neinna stórræða. Utvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjuiega. 19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur) 20.20 Útv.sagan: „María Grubbe" eftir J. P. Jacobsen; XV. 20.50 Léttir tónar. — Jónas Jón- asson sér um þáttinn. 21.35 Vettvangur kvenna. — Sig- ríður Einars frá Munaðarnesi flytur frásögu: „í síldarvinnu á Raufarhöfn" og les frum- ort ljóð. 22.10 „Á ferð og flugi“; XXII. 22.25 Kammertónleikar (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgrun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Heimur og líf (Árni [ Óla ritstjóri). 20.55 Útvarpshljómsveitin; Þórar- inn Guðmundsson stjórnar. 21.10 Upplestur; „Lög og létt hjal í útvarpssal", norsk gaman- saga, þýdd, staðfærð og flutt af Ragnari Jóhannessyni skóla stjóra. 21.30 íslenzk tólist: Sönglög eftir Friðrik BjarnaSon (plötur). 21.45 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufræði (Guðmundur Þorláksson cand. mag.). 22.10 „Á ferð og flugi“, frönsk skemmtisaga; XXIII. (Sveinn Skorri Höskuldsson les). 22.25 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Annar maður nieð sömu hugmyndir. En það ‘voru fleiri en Daimler, sem höfðu nýjar hugmyndir í koll- inum, er áttu eftir að umturna öllum venjulegum lögmálum um hreyfiafl og þó einkanlega mögu- leika á nýtingu þess hreyfiafls, sem vitað var að hægt var að virkja, ef lagi og hugvitssemi var beitt. Ekki langt frá byggði annar Þjóð- verji benzínvél, sem var næstum eins í öllum aðalatriðum og vél Daimlers. Maður þessi hét Carl Benz og þekkti hann ekkert til Daimlers og hafði ekki hugmynd um þær tilraunir, sem Daimler var að gera um sama leyti. Upp úr þessu urðu svo kynni á milli þess- ara tveggja hugvitsmanna og þeg- ar þeir fóru að ráðslaga í samein- ingu, fór að komast skriður á mál- in. Voru gerðar það örar og mikl- ar endurbætur á vélunum, að hið opinbera hafði varla við að fylgj- ast með. Þetta samstarf Benz og Daimlers renndi fótum undir stofn un elztu bifreiðaverksmiðju, sem sögur fara af og sem enn þann dag i dag ber nafnið Daimler-Benz. Hver var Mercedes? En bifreiðar þessarar verksmiðju heita Mercedes og þykir það máske nokkurri undrun sæta, þar sem það nafn er ekki að finna í verk- smiðjuheitinu, né að það sé for- nafn annars hvors uppgötvarans. Þá sögu er að segja af þessu nafni, að það er nafn dóttur Daimlers gamla. Þegar Daimler og Benz höfðu gert drög að nýjum árgangi í byrjun þessarar aldar, sem þeim fannst vera fegurri bifreið, en þeim hafði tekizt að byggja fram að þessu, vantaði þá tilfinnanlega nafn. Þeir veltu þessu lengi fyrir sér, því þetta átti umfram allt að vera gott nafn. Daimler átti unga og óvenju fagra dóttur. Hún hét Mercedes og að lokum þótti það nafn eitt vera nógu gott fyrir þessa tifreið. Og þannig vildi það til, að þær þúsundir vagna, sem nú renna daglega eftir færiböndum DaimleiBenz verksmiðjanna, bera nafnið Mercedes-Benz. Bifreið keisaraynjunnar. Svo aftur sé snúið til safnsins, má þar sjá hverja kunna bifreiöa- gerðina af annarri. Bifreiðunum er að nokkru raðað upp eftir aldri. Fyrst sjást hestvagnar með vélum, síðan kerruvagnarnir. Þar næst koma hinir íburðarmiklu skraut- vagnar er urðu undanfari þess bif- reiðalags, sem við þekkjum í dag, og var frábrugðið gamla laginu með vél að framan og tilheyrandi vél- arhúsi, er í einn tíma var gert sem mest úr, þótt nú sé farið að minnka það. Innan tíðar koma svo gúmmíhjólin, fyrst þau þéttu og síðan þau loftfylltu, er enski dýra- læknirinn Dunlop fann upp og Michelin fullkomnaði. Þarna sjást einnig brunabílar, og hefir hug- myndaflugið fengið að leika nokk- ■ uð lausum hala við smíði þeirra. Fræg er bifreið keisaraynjunar, sem er einna líkust dagstofu að inn an. Hafði frúin heilt tækjaborð sér til dundurs, en frá því gat hún gefið ökumanninum merki þess | efnis, hvort hún vildi fara hraðar eða hægar, eða beygja til hægri eða vinstri. Fljótlega fer að bera á kappakstursbílum í safninu, til að byrja með nokkuð rómantískir og óhentugir, en innan fárra ára 1 fá þeir á sig rétt lag, verða stöðugt lægri á hjólum og með aflmeiri 1 vélar. í safninu er að finna vagn, sem vann fyrstu verðlaun í kapp- ! akstri og komst hraðast 120 km á ; klukkustund — árði 1906. Mcrcedesinn hans Hitlers. Á upphækkuðum palli stendur mjög falleg og ríkulega búin svört bifreið með tólf strokka vél, sem byggð var 1937. Hún var gerð sam kvæmt sérstakri beiðni og er enn með fallegustu .vögnum, sem gerðir hafa verið. í stríðslok tók banda- ríski yfirmaðurinn á hernámssvæði Bandaríkjanna bifjreiðina í s:na þjónustu. Notaði hann bifreiðina bæði til einkaþarfa og einnig op- inberlega, unz hann fór frá Þýzka- landi. Þá óskaði hann þess að bif- reiðin yrði látin á Daimler-Benz safniö í Stuttgart. Var þessu boði að sjálfsögðu tekið með þökkum. Það mundi kosta ærið fé að byggja sams konar bifreið og þessa í dag. Engin veit hvað orðið hefir af Mercedes bifreið þeirri, sem Hitler hafði til afnota. Á myndum sést han nalltaf standadni við framrúð- una í stórum, opnum Benzvagni. Þessi vagn er nú týndur og tröll- um gefinn. Verið getur að hann hafi eyðilagzt með öllu í stríðslok og þótt einir tólf Bandaríkjamenn haldi því fram, að þeir eigi þessa brynv.örðu bifreið leiðtogans, þá er ekki talið að hún hafi flutzt til Bandaríkjanna. Bifrcið með vængi. Stærsta bilinn á safninu er að finna meðal kappakstursbifreiö- anna. Hann er tíu metrar á lengd og er mjög straumlínulagaður. Það átti að aka þessum bíl á saltslétt- hann alltaf standandi við framrúð að var með að ná um sjö hundruð kílómetra hraða á honum á klst. Hann er með sex hjólum, fjórum að aftan, hefir hliðarstýri, eins og flugvél og er með stutta vængi, sem eru til þess að halda honum niðrl á afturhjólunum, þegar kom ið er á fulla ferð. Það átti að setja flugvélarmótor í bílinn, en úr þvi varð aldrei og stendur hann vélar- laus í safninu. Stríðið batt enda á frekari aðgerðir og nú hafa þau hraðamet, sem þessi bifreið átti (vræulancislciðangui* (Framhald af 1. síðu). grammófónn með fjölbreyttu safni af hljómplötum. Lítið var drukkið, en oft dansaðir skozkir Hálanda dansar, en ágæt líkamsæfing er að dansa þá, segja leiðang ursmennirnir. Ekki varð vart neinna telj- andi leiðindi. Menn undu glað ir við sín störf og höfðu um margt að tala, þegar stundir voru frjálsar. Láta þeir mjög af hinum sérstæðu töfrum heimskautslandanna. Flestir leiðangursmanna voru ungir og ógiftir, en fá- einir þeirra voru fjölskyldu- menn og má geta nærri að fagnaðarfundir verða við heimkomu þeirra eftir svo langa útivist. Frá vísindalegu sjónarmiði mun hafa orðið mikill árang ur af dvöl leiöangursmanna í Grænlandi. Enda var hér um vandlega undirbúinn og vel hæfan leiðangur að ræða, en Bretar standa framarlega á þessu sviði sem fleirum. Útför frií Guiinhildar FriðfiimsdóttiBr í dag Útför frú Gunnhildar Frið finnsdóttur, Gunnarsbraut 34, konu Stefáns Runólfs- sonar frá Hólmi, fer fram í dag og hefst með húslcveðju að heimili hennar kl. 1,15 e. h. Minningargrein um hana mun birtast hér í blaðinu á morgun. að setja, verið sett af öðrum. Þannig á liver bifreið í Daimler- Benz safninu í Stuttgart sína sögu, stundum sorgarsögu, en flestar eru sögurnar um nýja áfanga í hraða og aukinni aksturshæfni. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.