Tíminn - 23.09.1954, Qupperneq 3
213. blaff.
TÍMINN, fimmtudaginn 23. september 1954.
3
Nýr sendiherra
Bandaríkjanna hér
Washington, 17. sept. — John
J. Muccio vann í gær embætt
isei'ð sinn sem sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi.
Fréttabréf úr Borgarfirði
10. sept. ’54. reglan í Borgarnesi hóf starf
Heyskap er nú að Ijúka. sitt. En hún er viðstödd á
Margir búnir að alhirða og öllum opinberum danssam-
hættir að slá. Aðrir með það komum. Hefir lögreglan m. a.
seinasta, einkum hána, sem náð nokkrum leynivínsölum á
Hann mun sennilega fara til|hefir orðið mjög drjúg víða. samkomunum, er síðan hefir
Reykjavíkur ásamt konu Heyfengur er einhver sá al- verið hegnt. Einnig hefir hún
sinni fyrstu viku október-1 mesti og bezti, sem nokkurn stundum flutt verstu óróa-
tíma hefir verið. Útlit einn- seggina af samkomunum í ný
ig fyrir góða uppskeru úr *e£a byggt tukthús í Borgar-
görðum. Nú sést varla orðið nesi. Og þykir mönnum lítill
að slegið sé með orfum og heiður að því að hljóta þar
ljáum, og að flutt sé “hey á næturgistingu og sektir í kaup
hestahryggjum heyrir nær öæti! — Mikil þörf væri á,
því algerlega fortíðinni til"— félagslíf og samkomur færi
hér um Borgarfjörð. jbatnandi frá því, sem gerist
Mýrar eru farnar að taka na almennast.
haustlit á sig — og skógur j ®ex veitingahús voru starf-
byrjaður að fá rauðan og ræ^t í sumar í héraðinu ofan
bleikan blæ. Krækiber eru Skarðsheiðar. Hættu þrjú
mikil, stór oif vel þroskuð, en Þeirra í agústlokin: Veitinga-
af bláberjum er yfirleitt sára- S.I.S. í Norðurárdal,
Fyrsti Katalínafflugbátur
íslendinga teflcinn úr netflcun
i
Fyrsta fl«gvélin í eigu íslendinga, sem kom fljúgandi
hingað til lands frá útlöndum, hefir nú verið tekin úr notk-
un, og er verið að taka hana í sundur þessa dagana. — Flug- ’
Vél sú, sem hér um ræðir, er einn af Katalínaflugbátum
Fliígfélags Islands, „Sæfaxi“, en hann var fyrsta flugvélin
af þeirri gerð sem keypt var hingað til lands.
Um miðjan næsta mánuð
éru tlu ár liðin frá því „Sæ-
iaxi“ lenti í fyrsta skipti á
Skerjafirði eftir að hafa flog
ið hingað frá Bandaríkjun-
um með viðkomu á Nýfundna
landi og Labrador. Þrír ís-
lendingar og tveir Banda-
ríkjamenn ferjuðu flugvél-
ina til íslands.. Örn Ó. John-
son, framkvæmdastjóri Flug
íélags íslands, var flugstjóri,
Smári Karlsson aðstoðarflug
maður og Sigurður Ingólfs-
son vélamaður.
Fyrsta stóra flugvélin.
Segja má, að meö komu
„Sæfaxa“ til íslands hafi
verið brotið blað í sögu ís-
Jenzkra flugmála, því þetta
,var fyrsta stóra flugvélin, sem
íslendingar eignuðust. Gat
Jhún flutt 22 farþega, auk 4
manna áhafnar, en áður
hafði engin íslenzk flugvél
getað rúmað fleiri en 8 far-
þega í sæti. Fyrirtækið Stál-
húsgögn í Reykjavík annað-
ist innréttingu „Sæfaxa,“ en
Katalínaflugbátar höfðu lít-
ið sem ekkert verið notaðir
til farþegaflutninga fram til
þess tíma, er flugvélin kom
hingað til lands. Hafði hún
áður verið aðallega í vöru-
flutningum við Amazonfljót-
jð í Brazilíu um tveggja ára
Skeið.
I- ]■■■ I __________ ;
JVIerkiIeg saga.
„Sæfaxi“ á að rnörgu leyti
merkilega sögu aö baki sér
þann tima, sem hann hefir
verið í eigu Flugfélags Is-
Jands. Hann hefir haldiö uppi
ierðum á innanlandsflugleið
jrm nær óslitið frá því í maí-
mánuöi 1945 og til ársloka
1952. Fyrstu ferðirnar með
farþega og póst voru farnar
frá Reykjavik til Reyðarfjarö
ar og Akureyrar. í júli 1945
flýgur „Sæfaxi“ fyrstur ís:
lenzkra flugvéla frá Islandi
til útlanda með farþega og
póst og verður því aö teljast
fyrsta millilandaflug íslend-
fuga. Var flogið frá Reykja-
Vík til Largs í Skotlandi,
Ekammt frá Glasgow, og var
ETóhannes Snorrason flugstj.
í þessari fyrstu ferð. Síðar um
sumarið fór. flugvélin tvær
ferðir millj Reykjavíkur, Skot
lands og Kaupmannahafnar.
Flaiíg lengra norður.
( í lok júlímánaöar 1952 gat
„Sæfaxi“ sér það til frægðar
! að fljúga lengra norður en
1 nokkur íslenzkur farkostur
hefir komizt áður, og senni-
| lega hefir engin farþegaflug-
. vél frá neinu flugfélagi í
heiminum komizt svo norð-
arlega fyrr né siðar. Var flog
ið með vísindamenn á vegum
dr. Lauge Koch frá Ellaey á
Grænlandi norður á 80.
breiddargráöu og lent á
vatni, sem ókannaö var með
öllu. Á heimleið var flo'gið
norður yfir Pearyland, sem er
fyrir norðan 82. breiddar-
gráðu.
Tekinn í sundur.
Eins og fyrr greinir, þá
hefir „Sæfaxi“ nú verið tek-
inn sundur og verða hreyfl-
ar, mælitæki og ýmislegt ann
að úr honum notaö sem vara
hlutir í aðrar vélar Flugfé-
lags íslands. „Sæfaxi“ var
eini Katalínaflugbátur fé-
lagsins, sem ekki gat lent á
landi jafnframt því að lenda
íá sjó. Þar sem sjóflugvélar
! eru dýrar í rekstri og aðstæð
ur að ýmsu leyti erfiðar á
Skerjafirði til farþegaflutn-
ings með flugvélum, var á-
kveðið að taka „Sæfaxa“ al-
veg úr notkun.
j ,-r .. •••■-• ;■
' Ástæðulaus ótti.
| Ýmsir létu í ljósi þá skoð-
un, þegar þessi fyrsti Kata-
linaflugbátur var keyptur
! hingað til lands, að útilokað
væri með öllu að reka svo
stórar flugvélar hér innan-
lands. Sem betur fer hafa
þær hrakspár ekki rætzt, því
með komu „Sæfaxa“ voru
! mörkuð merkileg spor í fram
farasögu flugsamgangna okk
ar íslendinga.
mánaðar. Eins og kunnugt
er var Edward B. Lawson fyr
irrennari hans sem sendi-
herra Bandaríkjanna á ís-
landi.
Muccio var fyrsti sendi-
herra (ambassador) Banda-
ríkjanna hjá Lýðveldi Suður-
Kóreu. Áður en hann tók við
því embætti, hafði hann ver
ið sérstakur fulltrúi Banda-
ríkjaforseta í Kóreu. Siðan
hann lét af sendiherraemb-
ættinu, hefir hann gegnt ýms
um mikilvægum störfum í ut
anríkisráðuneytinu í Was-
hington, m. a. tók hann ný-
skeð þátt í samningsumræð-
um milli Bandaríkjanna og
Panamalýðveldisins.
Hann hóf störf í utanrik-
isþjónustu Bandaríkjanna
árið 1921 ög hefir starfað á
vegum hennar víða í Austur-
löndum. Áður en hann gerð-
ist sérstakur fulltrúj Banda-
ríkjaforseta árið 1948, var
hann einn af stjórnmálaleið
beinendum Bandaríkjastjórn
ar um Þýzkalandsmál.
lítið.
Mannfundir eru fáir.
Kirkjusókn yfirleitt lítil. Ung
mennafélagsfundir eru nú
orðnir fátíðari en áður var,
þegar þeir voru margir,
skemmtilegir og mjög þrosk-
andi oft.
Nær þvi einu samkomurn-
ar nú eru dansleikir um lág-
nættiö aðfaranætur sunnu-
daga. Eru þær mikið sóttar af
æskufólkinu. sem þá er margt
áberandi ölvað. En róstur á.
þessum samkomum fara
minnkandi, síðan héraðslög-
Aðalfuiidur Presíafélags Vestfjarða
Váll að íslenzka kirkjan taki
virkan þátt í kristniboði
Prestafélag Vestfjarða hélt
aðalfund sinn að Bíldudal
dagana 4.—6. sept. 1954. í
sambandi við fundinn var
guðsþjónusta haldin í Bíldu-
dalskirkju sunnudaginn 5.
sept., séra Grímur Grímsson,
prestur í Sauðlauksdal, pré-
dikaði. Átta prestar voru
mættir á fundinum, af fé-
lagssvæðinu, auk Ólafs Ól-
afssonar, kristniboða, sem
sat fundinn. Hélt hann er-
indi með kvikmynd á Bíldu-
dal og talaði um kristniboðið
í Abessiníu. Þá hélt séra Ein-
ar Sturlaugsson á Patreks-
firði opinbert erindi með
skuggamyndum um íslend-
inga í-Vesturheimi og vestur
för sína. en hann fór vestur
í boði Manitobaháskólans s.l.
sumar. Ferðaðist hann víða
um íslendinsrabyggðir bar
vestra og hélt mörg erindi
um ísland oq- íslenzk mál-
efni á ferðalagi sínu meðal
íslendinaa þar. einnig hélt
hann nokkrar guðsbjónustur.
Aðalmál fundarins voru
bessi: 1. Kirkjan og skólarn-
ir. framsöeumaður séra Ei-
n'kur Eiríksson, Niipi. 2.
Kristniboðið. framsögumað-
ur Ól. Ólafsson, kristniboði.
3. Endurreisn Skálholts. í
sambandi við þessi höfuð-
mál fundarins voru eftirfar-
andj ályktanir samþykktar:
1. Aðalfundur Prestafélags
Vestf jarða bend.ir á þá alvar
legu hættu, sem því er sam-
fara. að uppvaxandi æskuivð
ur fari á mis við áhrif krist-
innar trúar á aðalmótunar-
skeiði barnsins. Þess veena
leggur fundnrinn á bað rrukla
áherzlu, að kristindóms-
fræðsla í skólum landsins,
allt frá fyrstu bekkjum barna
skólanna, sé aukin, en með
engu móti rýrð frá því sem
nú er.
2. Aðalfundur Prestafélags
Vestfjarða leggur til, að kirkj
an í heild taki virkan þátt í
kristniboöi, meðal annars
með því aö helga því einn á-
kveðinn dag kirkjuársins
Kvennaskólahúsið í Stafholts
tungum og Veitingaskálinn
við Hvítárbrú. En opin eru:
Gistihúsið í Borgarnesi, Forni
hvammur og HreðavatnsskálL
Steinunn Hafstað er nýbú-
in að taka að sér rekstur gisti
hússins í Borgarnesi, en í
sumar rak hún veitinga- og
gistihús í kvennaskólahúsinu
að Varmalandi. Er ráðgert að
reka þar slíkt næsta sumar
og til viðbótar í heimavistar-
skóla fyrir börn Mýrasýslu.Er
þar mikill jarðhiti og hlýtt
af honum í húsum alla tíma
árs. í Borgarnesi er nýtízku
gistihús, reist af einstakling-
um, héraðinu og Borgarness-
kauþtúni. í Fornahvammi er
og gott gistihús, reist af al-
mannafé. Viröist orðið vel séð
fyrir gisti- og veitingastarf-
semi í héraðinu, en undan
slíku er oft kveinað, að sé í
ólagi yfirleitt hér á landi.
Laxveiði hefir verið lítil í
laxánum hér í héraðinu í
siunar, einkum stangaveiðin
hið efra. Er rányrkja alveg í
algleymingi bæöi í árósunum
og víða í uppánum líka. Horf-
ir nú til auönar, að verið sé
með fræðslu um málið og al- ,
inennrj fjársöfnun, og vill ja‘ð eyðileggja laxastofn þann,
fundurinn sérstaklega benda |er vex nPP °S sækir i Borgar-
á það starf, sem þegar er fjarðarárnar. Er það bæði
skömm og stórskaði fyrir fram
tíðina.
Skógrækt er nú mikið ao
aukast hér um Borgarfjorð.
Víða eru komnir laglegir trjá
garðar heima við bæi og fjölg
ar þeim árlega. Einnig hafa
hafið í Konsó, og heitir á alla
íslendinga að styðja það eft-
ir föngum.
3. Aðalfundur Prestafélags
Vestfjarða telur endúrreisn
Skálholts aökallandi nauð-
syn og verði þegar hafizt stöku einstaklingar girt reiti
handa um byggingu kirkiu, úti í beitihaga, þar sem væn-
sem hæfi minningu og sögu iegt sýnist fyrir trjágróöur að
staðarins og framtíðarhlut-, vaxa. Hafa þeir svo sett þar
verki hans sem biskups- og niður margt trjáplantna'.
skólaseturs. ______ I Fyrstur og mestur þessara
........ I reita mun vera að Skáney.
Stjórn Prestafélagsins skipa sézt þar gott merki um á-
nú séra Sigurður Kristjáns- huga og elju Helgu húsfreyju
son, ísafirði, fonnaður, séra
Jón Ólafsson, prófastur,
Holti, ritari og séra Einar
Sturlaugsson, prófastur, Pat-
reksfirði, gjaldkeri.
Að loknum fundj sátu fund
armenn kaffiboð sóknarnefnd
ar Bildudalssóknar, en að
því loknu var Bíldudalur
kvaddur og hélt hver heim
til sín.
HOTif>
VTTÍf>!
Hannesdóttur frá Deildar-
tungu, er lengi bjó á Skán-
ey, og venzlamanna hennar,
sem enn búa þar.
Kaupfélag Borgfirðinga lét
planta í stórum stíl s. 1. vor
trjáplöntum í Norötungu-
skógi til minningar um 5U ára
afmæli félagsins. Þykir það
hér almennt vel haldið upp á
hálfrar aldar afmælið. En
kaupfélagið hefir á ýmsan
hátt verið bjargvættur hér-
aðsbúa á liðnum tima, þótt
okkur mörgum finnist, að
margt gæti betur farið í
rekstri þess, heldur en er og
hefir oft verið frá fyrstu tím
um félagsins.
En máske er það eðlilegt, að
jafn fögur hugsjón og sam-
vinnuhugsjónin er, verði ekki
alltaf í framkvæmd eins og
bj artsýnismennirnir vona.
Við Borgfirðingar lifum í
voninni að hin alkunnu orð
skáldsins megi í framtíðinni
eiga sem mest og bezt við okk
(Framhald á 6. síðu.)