Tíminn - 01.10.1954, Side 4

Tíminn - 01.10.1954, Side 4
« TÍMINN, fftstudaginn 1. október 1954. 220. blað. Tilkynning NK. 3/1954. Innflutnin'jsskrifstofan hefir ákveöið eftirfarandi hamarksverð á benzíni og olíum, og gildir verðið hvar sem er á landinu: 1. Benzín, hver lítri...... kr. 1,72 2. Ljósaolía, hver smálest . — 1360,00 3. Hráolia, hver litri .... — 0,74 Sé hráolía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 2’/2 eyri hærra hver hráolíulítri og 3 aurum hærri hver benzínlítri. Heimilt er einnig að reikna IV2 eyri á hráolíu fyrir heimakstur, þegar olían er seld til húsakyndingar eða annarrar notkunar í landi. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. október 1954. Reykjavik, 30. september 1954, Verðgæzlustjjórinn. Gagnfræðaskóli verknáms að Nemendnr velja sér námsgrciiiar Húsgagnasmiöur Húsgagnasmiður óskast sem fyrst til þess að veita forstöðu trésmíðaverktæði í Reykjavík. Umsóknir send ist afgreiðslu blaðsins fyrir 5. október merktar „Trésmíðaverkstæði“. Bekkir til sölu Allmargir oekkir með hreyfanlegum setum hentug ir íyrir samkomuhús og fundarsali eru til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík eða í síma 7446. Danskvæði S. K. T. óskar eftir danskvæðum eftir íslenzk skáld. Kvæðin skulu miðast við það, að gott sé að semja lög við þau 500 króna verðlaunum er heitið, ef góð kvæði berast fyrir 31. óktóber n. k. Pósthólfið er 501, Reykjavík — S. K. T. Nú er skólastarfið að hefj- ast, og er þá æskilegt, að sem allra greiðast geti geng ið, að koma skólunum í fullt starf. Það hefir torveldað byrjun Gagnfræðaskóla verk náms hvert haust, að nýir nemendur hafa ekki allir get að gert sér grein fyrir í hvaða deild beir ætla að setjast og hvaða frjálst nám, þeir ætla að velja. Þetta er að vísu eðlilegt þar sem nemendur og foreldrar hafa ekki áður kynnst öðru en því, að það þyrfi aðeins að sækja um skólann og væri þá um leið ákveðið hvaða námsgreinar nemandinn ætti að læra. í gagnfræðaskóla verk- náms þurfa nemendur sjálf ir að talsverðu leyti, að til- greina hvaða námsgreinar þeir vilja nema. Til þess að auðvelda nemendum og for- eldrum vai námsefnisins, þá vil ég nú um leið og skólinn hefst gera nokkra grein fyr- ir starfshögun skólans í blöð um bæjarins. Inntöku skilyrði. Skólinn er tveggja ára skóli og lýkur með gagn- fræðaprófi Til þess að kom- ast í skólann þurfa nemend ur að hafa verið tvo vetur í almennum gagnfræðaskóla, og lokið þaðan unglingaprófi. Deildir skólans. Deildir skólans eru fimm, saumadeild, hússtjórnardeild 1 járnsmíðadeild, trésmíða- deild og sjóvinnudeild. Þegar nemendur koma í skólann þurfa þeir að á- kveða í hvaða deild þeir ætla. Nöfn deildanna bera með sér hvert er aðalverk- lega námið í hverri deild. Helmingur af námstímanum er fyrir verklegt nám, en hinn helmingurinn fyrir bók legt nám. Bóklega námið er það sama hjá öllum deildun- um, höfuð áherzla er lögð á íslenzku stærðfrfæði og er- lend tungumál. Réttindi. All oft er spurt hvaða rétt indj fylgi gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms. Því er til að svar.a, að sömu* réttindi eru við það bundin og önnur gagnfræðapróf, en auk þess veitir það réttindi til að stytta Iðnskólann um 1 ár. Oft er spurt hvort þessi skóli undirbúi ekki nemend- ur eingöngu undir iðnnám, hvort ekki séu litlir mögu- leikar hjá nemendum úr þess um skóla til að komast að við verzlunar- og skrifstofu- störf Skólinn ver miklu af tímanum til verklegs náms, minnst 14 stundir á viku hjá hverjum nemenda. Talsvert valfreksi er í skólanum, svo kallað írjálst nám þann'g að um 14 námsgreinar er að ræða, sem nemendur ráða hvort þeir taka þátt í, og þá hvaða greinar þeir velja. Nemendur geta með þessu ráðið undir hvaða starf þeir búa sig. Þeir, sem ekki velja þær námsgreinar, er undir- búa verzlunar- og skrifstofu störf eru verr búnir undir þau störf, en nemendur frá öðrum gagnfræðaskólum. En beir nemendur, sem leggja sérstaka áherzlu á þær náms greinar er undirbúa verzlunar og skrifstofustörf, eru mun betur undir þau störf búnir, en gagnfræðingar með al- mennu gagnfræðaprófi. Frjálst riám. Það sem mestum töfum veldur á haustin, er að nem endur eru ekki undirbúnir! að velja sér námsgreinar í frjálsa náminu. Færi því vel að nemendur kynntu sér vel um hvaða greinar er að ræða. Eftirfarandi námsgreinar er hægt að velja um: Bast- og tógvinna. bókband, bók- færsla, erlend tungumál, flug virkjun, gifsmótun, mat- reiðsla, málun skrift, smíði, teikning, útsaumur, útskurð- j ur, vélritun. Viðvíkjandi vélritunarnám inu er rétt að taka fram. j Allir nemendur 3. bekkjar, sem þess óska, geta fengið vélritun 2 stundir á viku. Til þess að geta haldið vélritun-; arnámi áfram í 4. bekk þurfa nemendur að ná einkunn 5' í vélritun við 3. þekkjarpróf.1 En þeir, sem ná einkunn 8 við þriðjabekkjapróf, getai komist í svokallaðan A-flokk (Framhald á 6. síða.) | hef ja starf sitt Þjóðdansafélag Reykjavíkur er um það bil að hefja vetr arstarfsemina. Mun henni verða hagað með líku fyrir- komulagi og undanfarna vet ur. Með hverju ári eykst fjöldi þeirra, sem taka virk- an þátt í þjóðdönsum, og virðist áhugi vera töliiverður, enda er um fagra óg göfuga íþrótt að ræða. Bæði ungir og gamlir geta átt ánægjuleg ar stundir við iðkun þjóð- dansa. Síðastliðinri Vétur mun á fjórða hundrað manns hafa tekið þátt í námskeið- um félagsins, ög gera má ráð fyrir að þéii verði enn þá fleiri nú, sem notfæra sér það tækifæri, scm þjóðdansa félagið býðúr. í vetur mun félágið taka upp þá nýbfeytni að hafa kennslu í dönsum fyrir starfs mannafélög og aðra hópa, og verður lögð áherzla á að kenna grundvallar-atriði í al gengum dönsum. Annars mun félagið, eins og áður: hafa flokka bæði fyrir börn og fullorðna, byrjendur og þá, sem lengra eru komnir, og æfa bæði íslenzka og erlenda dansa. Æfingarnat munu aðallega fara fram í Skáta- heimilinu við Snorrabraut, og mun kennslugjaldinu mjög stillt í hóf. Þá má geta þess að starfandi veiður sýning- arflokkur og er fyrirhugað að stækka hanm. si. vetur hélt hann sýna fyrstu sjálf stæðu sýningu 1 Austurbæjar bíói við prýðilegar undirtekt ir. Eitt helzta. vandamál fé- lagsins er búningaskortur, og voru í fyrra saumaðir nokkr ir búningar, sem nú eru vís- ir að búningasafni félagsins, sem það hyggst auka eftir megni. Fyrirhugað er að gefa fólki kost á að gerast styrkt- arfélagar sýningarflokksins. Aðalkennari verður Sigríður Valgeirsdóttir, en auk henn- ar munu nokkrir aðrir kenn arar leiðbeina. Inriritun mun fara fram næstk. miðvikudag, 29. sept. í Skátaheimilinu fyr ir börn kl. 5—7, en fullorðna kl. 8—10, jafnframt verður þá kynningarkvöld og að sjálf sögðu dansað. Allir, sem vilja eru velkomnir, hvort sem þeir kunna eitthvað að dansa eða ekkert. j Unglinga eða eldra fólk vantar til blaðburffar I SKERJAFJÖRÐ, ÓÐINSGÖTU, LANGHOLTSVEG (Kleppsholt). Afgreiösla TÍMANS Simi 2323 0g 81549. «5555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555 W^WS.W/A'AV/AVSiW.'AVWiWV.VAVVWVWyVWW 5 Bezt að auglýsa í TÍMANUM fWVWWWVWWVWWVWWWWWVWWVVVVVVWVWAArtftft E555555S5555555555555555555555555555555555555555555555 t5555555555555?5555555555555555 Westinghouse kæliskápar Um þessa helgi er væntanleg stójr sending af Westinghouse kæliskápum. Þeir viðskiptamenn vorir, sem hafa pantað skápa ættu þess vegna að hafa samband við oss sem fyrst, vegna væntanlegrar afgreiðslu skápanna og tengingar þeirra. Vér getum enn öætt við nokkrum pöntunum til af- greiðslu úr þessari sendingu. DRÁTTARVELAR h.f. Hafnarstræti 23 — Sími 8 13 95

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.