Tíminn - 17.10.1954, Page 10

Tíminn - 17.10.1954, Page 10
10 TÍMÍNN, sunnudaginn 17. c.któber 1954. 234. blað. wvm síili }l HÓDLEIKHÖSID Silfurtúnglið eftir Halldór Kíljan Laxness. Sýning í kvöld kl. 20.00. UPPSELT Nsesta sýning miðvikudag kl. 20. Pantanir sækist daginn fyrir sýningardag. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 11,00—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Oglftnr faðir þessi hefir vakið geysi athygli og umtal, enda verið sýnd I 'ar- vetna með metaðsókn. Þetta er mynd, sem allir verða að sjá. Hrifandi ný sænsk stórmynd, djörf og raunsæ, um óstir unga fólksins og afleiðingarnar. Mynd Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Virkiö Þrívíddarkvikmyndin Bráðskemmtileg litmynd og irð- Íist áhorfendum þeir vera staddiv mitt í rás viðburðanna. etta verður síðasta tækifærið til að sjá þessa þrívíddarmynd. George Montgomery. Sýnd aðeins í dag kl. 5. Venjulegt verð. Bönnuð börnum innan 12 ára. NÝJA BÍÓ — 1M4 — Sýnir til ágóða fynr söfnun Þingvallanefndar til byggingar kirkju á Þingvöllum ítölsku myndina Kraftuverkið (Peppino e Violetta) Tilkomumikil og fögur mynd um mátt og sigur barnstrúarinnar. Leikurinn fer fram í ítalska bæn um Assisi og Vatikaninu í Róm. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Fósíforæður með LITLA og STÓRA. Sýnd kl. 3. TJARNARBÍÓ Htmt UU. Maudy Prábær verðlaunamynd, er jall ar um uppeldi heyrnarlausrar stúlku og öll þau vandamál, er skapast i sambandi við það. Þetta er ógleymanleg mynd, er hrífur alla sem sjá hana. Sýnd kl. 7 og 9. Söngur Wgoming Bráðskemmtileg amerísk kúreka mynd í eðlilegum iitum. Sýnd kl. 3 og 5. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - Lokaðir gluggar ! Djörf og raunaleg mynd úr lífi vændiskonunnar. Elenora Rossi. Sýnd kl. 7 og 9. Fan-Fan rlddarinn ósigrandi Ævintýraleg mynd. Gerard Piliph, Gina Lollobrigiða. Sýnd kl. 3 og 5. Sími 9184. ÍLEKFEIAG! JŒYKJAYÍKIJiy Frœnka Charles Gamanleikurinn góðkunni með Árna Tryggvasyni í hlutverki „fíænkunnar“. Sýning í dag kl. 3. UPPSELT. Erfinginn Sjónleikur í sjö atriðum eftir skáldsögu Henry James. Aðalhlutverk: Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Sýning í kvöld kl. b. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 Sími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ ,.Eg gleytni þér «ldrei4í (Eseape Me Never) Áhrifamikil og vel leikin, ný, amerísk kvikmynd, byggð á skáldsögu eftir Margaret Kenn- edy. Errol Flynn, Ida Lupino, Eleanor Parker. Sýnd kl. 9. Sala hefst kl. 1 e. h. Sj ótnannadags- kaharettinn Sýningar kl. 5, 7 og 11. Barnasýning kl. 3. GAMLA BIO — 1471 — Kynblendingurinn (The Half-Breed) Spennandi, ný, amerisk kvik- mynd í litum. Aðalhlutverk: Robert Young, Janis Carter, Jack Buetel. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sala hefst kl. 2 e. h. TRIPOLI-BÍÓ Blmi 1183. Suðrtenar nætur (Siidliche Náchte) Bráðskemmtileg, ný, þýzk músík mynd tekin að mestu leyti á Ítalíu. Öll músíkin í myndinni er eftir einn frægasta dægurlaga höfund Þjóðverja, Gerhard Winkler, sem hefir meðal annars samið lögin: „Mamma mín“ og „Ljóð fiskimannanna frá Capri“, er vinsælust hafa orðið hér á landi. Tvö aðallögin í myndinni eru: ,Ljóð fiskimannanna frá Capri" og tangóinn „Suðrænar ætur“. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ — Birnl 8444 Aðeins þín vegna Sýnd kl. 7 og 9. Pabbadrengur verður að munni (Cattle Drive) Spennandi og bráðskemmtileg, ný, amerísk mynd í litum um dreng, sem lenti í ýmsum ævin- týrum. Joel McCrea, Dean Stockwell. Sýnd kl. 5 og sunnudag kl. 3 og 5. mm Framsöj£nræða (Framhald af 5. síðu). um áfram búið við allvel stöð ugt verðlag, ef ekki eru bein linis gerðar nýjar ráðstafan- ir, sem gera slíkt ómögulegt. Á hinn bóginn er svo kostn aði hlaðið á framleiðsluna, svo sem augljós dæmi sanna, að verði kröfur á hendur henni almennt auknar svo sem nú stendur, þá mundi það gerbreyta ástandinu og hrinda af stað hjólinu á ný. Slíkt væri þó hin mesta ó- gæfa og öllum til stórtjóns. Ég hefi ekki trú á því, að nokkur af hinum sterku al- mannasamtökum sjái sér hag í að beita sér fyrir slikri stefnu. Að lokum vil ég á það minna, að við megum ekki láta góðærið og peningaflóð ið villa okkur sýn um það, að talsvert mikill fjöldi manna í landinu vinnur að störfum í þágu varnarmálanna, enda þótt færri séu en í fyrra. Störf um, sem ekki er gert ráð fyrir að séu til frambúðar. Þarf því að vinna markvisst að því að efna á réttum tíma til framkvæmda og starf- rækslu, sem komi í stað þess ara framkvæmda, þegar þær dragast saman eða hverfa. Þá þarf að eiga sér stað stöðug aukning atvinnurekstr ar í landinu vegna mikillar fólksfjölgunar. Við þurfum því mikla fjárfestingu á næstu árum ekki síður en undanfarið. Svo bezt mun okkur takast að leysa þennan vanda og viðhalda almennri velmegun, að við berum gæfu til að hafa jafnvægi og stöðugleik nokkurn í þjóðarbúskapnum, en leggjumst ekki til sunds á nýjan leik í fen verðbólgu og_ fjármálaupplausnar. Ég trúi því, að við höfum öll svo mikið lært, af reynsl- unni, að vel muni takast. Þííítiir klrkjnsíiiar (Framhald af 7. síðu.) var raunar gjört bæði úr Mussolini og Stalin. Þess vegna skyldi vel á verði ver- ið. þegar farið er að upphefja yfir alla skynsemi einhvern mann Þá getur skurðgoða- dýrkun á versta stigi verið í uppsiglingu og fyrsta boðorð ið að gleymast. Afleiðing slíkrar dýrkunar eru styriald ir og hatur, mannfyrirlitn- ing og þröngsýni. En sönn guðsdýrkun, heil- brigð tilbeiðsluþörf kennir mannssálinni alltaf að leita út yfir sjálfan sig, hærra, lengra út í dýi'ð og víðáttu sannleikans og helgidóm- anna, um leið og hún gjörir vitundina auðmjúka og þakk láta, auðsveipið verkfæri í nönd Guðs til að efla veldi hins góða með orðum og at- höfnum. Árelíus Níelsson. (UllllflUlftllllllllllHMIIIIIIMlllllllMUIIIUSIIIIIIIHIIIIHI' DANSSKOLI [ Rigmor Hanson j = Samkvæmisdanskennsla i | fyrir unglinga og fullorðna | | hefst á laugardaginn kem ! | ur. — Upplýsingar og inn- | i ritun i síma 3159. Skírteini i | verða afgreidd á föstudag | | inn kemur kl. 5—7 í Góð- \ 1 templarahúsinu. Z s niuniiunimiuiirmnuniiMMiuiiMHiiwiiiiinniiiiiin fiuglýAið i Tímamt® Skáldsaga eftir llja Ehrenburg Einn skólabróðir hennar, sem hét Wasja, lagði ást á hana. Hann var búlduleitur og freknóttur og hláturmildur. Hann beið utan við háskólann og fylgdi henni heim, heim- sótti hana meira að segja í kvennagarðinn. Hann sótti : fast að henni eins og virki, en ástarorð hans virtust Veru ’ fráhrindandi. Hún hugsaði með sér: Ég er eitthvað und- arleg, um það er ekki að villast. Hún lét að vilja Wasja, ekki vegna þess að hann sigraði hana, heldur vegna þess, að ■hún vildi sigra sjálfa sig. Ef til vill hefðu þau með tíman- um samlagazt, en Wasja var ungur og óþroskaður. Hann eyðilagði allt meðt nokkrum barnalegum orðum einmitt um það leyti, sem Vera var að skynja þýðingu þess, sem skeð hafði. Hann stóð framan við spegilinn, greiddi hár sitt og sagði: Nú skulum við fara út og fá okkur ís. Vera þjáðist lengi af þessari minningu, og hét því að láta ekki til slíks leiðast aftur. En fjórum árum síðar rauf hún þetta heit. Jastrebtsew hinn ungi jarðfræðingur hafði unnið ást hennar. Þá var hún 27 ára. Það var'erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig samlíf þei”ra mundi verða, svo ólík sem þau voru. Jastrebt- sew talaði hátt, bölvaði hraustlega og var ekki smeykur við að láta tilfinningar sínar í Ijós. Hann hafði yndi af því að koma með hóp kunningja heim að kvöldinu og spjalla við' þá fram undir morgun. Vera horfði á mann sinn eins og hann væri himinborinn og andvarpaði: Mig grunaði ekki, að slík hamingja væri til. Hamingja þeirra fékk þó skjótan endi. Kveðjustundin kom á fjórða degi stríðsins. Jastrebtsew var sendur til Kív, :en Vera varð eftir í Moskvu. Hún vann í sjúkra.húsi, sem þegar var breytt í stríðssjúkrahús. Síðar var hún send lengra inn í landið'til bæjarins Krasnodar. Svo leið ekki á löngu unz stríðið teygði arm sinn eftir henni, og hún fór til vígstöðvanna. Einhver særður maður sagði henni, að hann hefði hitt Jastrebtsew í orrustu í Hvíta-Rússlandi. Sex mánuðum síðar bárust henni sorgarfréttirnar. Jast- rebtsew var fallinn. Hún hélt lengi dauðahaldi í þá von, að um misskilning gæti verið að ræða. Það var ekki fyrr en við sigurhátíðina í miðri gleði fjöldans, sem henni varð fullljóst. að hann var d*'inn. Himininn ljómaði í ljósadýrð- flugeldanna. Vera grét ekki, en þjáningarsvipurinn á and- liti hennar var svo mikill, að læknir, sem stóð við hlið henn- ar, sagði: Þér skuluð fara í rúmið. Ég skal gefa yður ró- andi meðal. Hún minntist aldrei á sorg sína. Hún ræddi heldur ekki um ógnarörlög nánustu ættmenna sinna. Þjóðverjar höfðu drepið bæði móður hennar og yngri systur, sem bjuggu í héraði, sem þeir höfðu náð á sitt vald við landamærin. Af því að hún gegndi starfi sínu af reglusemi og jafnvæg- isgeði var hún álitin kaldrifjuð. Enginn vissi, að Vera her- læknir bjáðist á barrri örvæntingarinnar, þegar hún var ein síns liðs, þeirrar örvæntingar, að það skyldi hafa fallið í hlut hennar að lifa eftir. En eigin sorg gerðirhana þó ekki ónæma á þjáningar annarra. Þegar á námsárunum bar það oft við, að hún leitaði til yfirlæknisins og bað hann af innileik um hjálp til handa hinum eða þessum sjúklingi, sem þjáðist mjög. Hún fékk þau svör, að læknar mættu ekki láta meðaumk unina hlaupa með sig í gönur, og gæti hún ekki haft taum hald á tilfinningum sínum, skyldi hún heldur velja sér annað starf. Árin liðu, og Vera lærði að hemja tilfinning- ar sínar. Stríðsárin voru harður skóli. Hún sá daglega flak- andi brunasár, eða fólk sem hafði misst sjónina eða vitið. Á hverjum degi dó fólk í höndum hennar. En meðaumk- un hennar dó ekki. Hjarta hennar engdist í hvert sinn, sem hún varð að viðurkenna, að sjúklingur væri ólækn- andi. Þegar hún hafði rannsakað konu Jegorows varð henni þegar Ijóst, að þessi glaðlynda og góða kona gekk með dauðann í hjartanu. Sorgir og þjáningar annarra lögðust sem farg á brjóst hennar. Daginn, sem Lena kom til þess að trúa Veru Grigors- dóttur fyrir sorgum sínum, hafði bókhaldari verksmiðj- unnar dáið úr lungnabólgu, þrátt fyrir góða hjúkrun og öll hugsanleg læknisráð. Vera var sorgmædd. Hún stóð við bókaskápinn og fó.r ■ höndum um bækurnar, þegar dyra- bjallan hringdi. Er Sokolowski kominn aftur, var fyrsta hugsun hennar. Kynlegt sambland gleði og andúðar mót- aði jafnan hug hennar, er hann kom. Nú fann hún þó and úðina eina. En það var Lena, sem kom inn. Vera reyndi að vera al- úðleg. Hún vissi, að Lena var viokvæm. Þess vegna heils- aði hún gesti sínum ohiðJega. — Það var gott að þú komst, það er óratími siðan ég sá ■ þig síðast. Hvað er að frétta, Lena? j Lena varð þegar skrafhreifin. Skólastjórinn var ekki góður. Námsefnið í bókmenntakennslunni var illa valið. Sjöundi bekkur var mjög erfiður viðfangs. Það var þó ekki vegna þess, að börnin þar væru sérlega heimsk, heldur fyrir það, að Andrés gamli hafði lag á því að beina hverjum ! einstaklingi til þess þroska, sem hæfði bezt, en nýi skóla stjórinn leggur alla að jöfnu. Hún talaði hratt. I Vera horfði á hana og varð kvíðin. Lena hlaut að vera sjúk. Það var hitagljái í augum hennar og rauðir blettir I kinnunum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.