Tíminn - 21.10.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 21. október 1954.
237. blað.
ÞINGAIAL:
Gísli Guðmundsson hefir
lagt fram frv. um brúagjald
af benzíni. Aðalefni þess er
á þessa leið:
„Greiða skal af benzíni
sérstakt innf lutningsgj ald,
er nefnist brúagjald, 5 aura
af hverjum lítra, og tekur
gjald þetta einnig til benzín
birgða innflytjenda, sem til
eru í landinu, þá er lög þessi
ganga í gildi, og sömuleiðis
til birgða einstakra manna
eða félaga. en undanþegnir
gjaldinu skulu þó vera 300
lítrar hjá hverjum eiganda.
Brúagjald samkv. 1. gr.
rennur í brúasjóð samkv. 8.
gr. laga nr. 68 1949, og skal
því varið til að endurbyggja
stórbrýr, sem eru orðnar svo
ótraustar, að slysahætta get
ur af stafað að dómi vega-
málast j órnarinnar.
Fyrstu tekjum brúasjóðs
af brúagjaldi samkv. þessum
lögum skal varið til endur-
byggingar Jökulsárbrúar í
Öxarfirði.“
í greinargerð frv. segir svo:
„Hengibrúin á Jökulsá í
Öxarfirði er nú hálfrar aldar
gömul byggð árið 1904. Hún
er því jafnaldra innlendrar
stjórnar á íslandi. Þegar í
upphafi var brúin mjög ó-
stöðug, þegar um hana var
farið, og sýnist ekki óeðlilegt
að gera ráð fyrir, að umferð-
3n hafi af þeim sökum reynt
meira á hana en ella hefði
verið Þegar þessi brú var
byggð. voru bifreiðar ekki
komnar í notkun hér á landi,
enda naumast um vegi að
ræða, er akfærir væru bif-
reiðum, í þann tíð. Sú um-
ferð, sem gert var ráð fyrir,
er gerð og styrkleiki brúar-
innar var ákveðinn, var því
fyrst og fremst umferð gang
andi manna eða ríðandi,
klyfjahesta og hestvagna. En
nú hafa um 25 ára skeið bif-
reiðar farið um brúna, og
var sú umferð mjög mikil,
meðan áætlunarbifreiðar
milli Norður- og Austurlands
fóru um Reykjaheiði.
Eftir að gamla Ölfusárbrú
in hrundi (1944) eða jafnvel
fyrr, voru gerðar ráðstafan-
ír til áð koma í veg fyrir. að
af benzíni
bifreiðar færu um Jökulsár-
brú með þungfermi. Þrátt
fyrir það er sú hætta alltaf
yfirvofandi, að brúin bili
skyndilega eins og Ölfusár-
brúin, en þeir, sem þá væru
á henni staddir, mundu vart
knnna frá tíðindum að segja,
því að áin er vatnsmikil og
straumhörð á þessum slóð-
um. — Kostnaður við endur-
bvggingu mun áætlaður um
2% miílj. kr.
Það er m. a. til marks um
núverandi ástand Jökulsár-
brúar, og hve veikbyggð hún
er, að undivlag hennar svign
ar untíir þungum bifreiðum,
jafnvel þótt tómar séu, en
brúin og handrið hennar
ganga svo til, einkum í hvass
viðrum, að dæmi eru tii, að
bifreiöar hafi stöðvazt á
brúnni af þeim sökum, jafn
vel svo að klukkustundum
skiptir, og þurft að sæta lagi
til að mjaka sér áfram yfir
brúna. Og ekki þarf nema
i umferð gangandi manna til
að valda titringi á brúnni.
Þótt hér hafi aðeins verið
rætt um Jokulsárbrú í Öxar
firði og af henni stafi án efa
mest slysahætta eins og nú
standa sakir, eru þó fleiri
gamlar stórbrýr hér á landi
jorðnar mjög ótraustar, og
þarf að endurbyggja þær áð
ur en langt líður. Má þar t.
d. nefna brúna á Lagarfljóti.
Rétt er að vekja athygli á
því, að slysahættan af Jök-
ulsárbrú og öðrum, sem ó-
traustar kunna að vera, er
ekkert sérmál þeirra byggð-
arlaga, sem þar eru næst.
Fjöldi fólks og bifreiða víðs
vegar að af landinu á leið um
þessa staði, einkum á sumr-
um. Þess er því að vænta, að
allir þeir, er bifreiðar eiga og
nota eða slíkum samgöngu-
tækjum stjórnn, geti orðið
einhuga um, að ekki hlýði að
standa gegn því, að lagt sé
lítils háttar aukagjald á bif
reiðabenzín til að koma í veg
fyrir óhöpp, sem flestum
mundu verða minnisstæð, ef
illa tækist til, áður en hér
verður bót á ráðin.
Frv. samhljóða þessu var
flutt á síðasta Alþingi.
Gætið varúðar með byssuna
Þar sem vitað er, að marg-!
ir menn fara nú með skot-
vopn, og ýmsir þeirra ekki
vanir að handleika þau, þyk-
ir Skotfélagi Reykjavíkur
rétt að vekja athygli á örygg
isreglum sínum.
Sé reglunum fylgt eiga slys
ekki að geta komið fyrir af
völdum skotvopna.
1. Handleikið byssu ávallt
sem hlaðin væri. Þetta er
meginregla um meðferð
skotvopna.
2. Hafið byssuna ávallt ó-
hlaðna og opna ef hún
er ekki í notkun.
3. Gætið þess, að hlaupið sé
hreint.
4. Hafið ávallt vald á stefnu
hlaupsins, jafnvel þó þér
hrasið.
5. Takið aldrei í gikkinn
nema þér séuð vissir um
skotmarkið.
6. Beinið aldiei byssu að því
sem þér ætlið ekki að
skjóta.
7. Leggið aldrei byssu frá
yður nema óhlaðna.
8. Klifrið aldrei né stökkvið
með hlaðna byssu.
9. Varizt að skjóta á slétta,
harða íleti eða vatn.
10. Bragðið ei vín, þegar
byssan er með.
Óþarfi ætti að vera að taka
fram, að skyttur eiga að
grandskoða byssurnar áður
en hleypt er af þeim skoti,
hvort heldur urn .er að ræða
riffla eða haglabyssur og því
betur þarf að athuga þær
því lengur sem liðið er frá
því vopnið var síðast notað.
Kýrnar inni síðan
um miðjan sept.
Frá fréttaritara Tímans
á Fosshóli.
Á fremstu bæjum í Bárð-
ardal hafa kýr verið inni og
á fullri gjöf síðan í áhlaup-
inu, sem kom um fyrstu göng
ur fyrir miðjan september.
Mun vera langt síðan kýr
hafa verið teknar inn svo
snemma á hausti. SV.
Píslargrátur Jóns
biskups Arasonar
Dr. Charles Venn Pilcher
biskup í Sidney, Ástralíu, hef,
ir snúiö þessu mergjaða ljóði
á enska tungu og það með
slíkum'ágætum, að naumast!
verður á betra kosið; á ensku
nefnist kvæðið The Passion
—Lament of Bishop Jón'
Arason.
Dr. Pilcher hefir unnið ís-
lenzkri bókmenningu ómet-
anlegt gagn með þýðingum
sínum af íslenzkum helgiljóð
um, svo sem Passíusálmun-
um, Sólarljóðum, og nú síð-
ast þetta mikla kvæði Jóns
Arasonar. j
Það er aðdáunarvert, hvern
ig þessi hollvinur íslenzkrar
ljóðmenningar, dr. Pilcher,
hefir af sjálfsdáð haslað sér
völl á vettvangi íslenzkrar
tungu og hafið sig til flugs.
En þar var óneitanlega við
ramman reip að draga; að-
staðan var slík, að um mök
við íslendinga var sama sem
ekki að ræða, né heldur um
aðgang p.ö íslenzku bókasafni; 1
en eftir því sem hann gróf
sig dýpra inn í kjarna hinna
íslenzku helgiljóða, óx hrifn-1
I ing hans; þar fann hann gull- J
korn, sem honum var annt,
. um, að hinn enskumælandi.
, heimur fengi aðgang að.
j Þetta hefir honum lánazt;
svo, að þýðingar hans standa
óbrotgjarnar í Bragatúni í
aldir fram.
Hér fer á eftir fyrsta erindi
af frumtexta áminnsts ljóðs,
ásamt þýðngu dr. Pilchers:
„Faðir vor Kristr, í friðinum hæsta,
form smíðandi allra tíða,
sonr í dýrð að síðan færði
sanna elsku og hjálp til manna;
heilagr andi á hverri stundu
hér rennandi um heiminn þenna,
blási hann oss í brjóstin þessi
beztum ráðum guðdóms náða!“
Christ, our Father, in peace of
heaven
Giving form to all the ages;
Glorius Son, who brought to
mankind
Saving help and true redemption;
Holy Spirit, at each moment
Breathing through the whole
creation,
Come, inspire us, we beseech thee
With the Godhead's glorius wisdom.
Dr. Pilcher lifir sig inn í
anda þeirra ljóða íslenzkra,
er hann tekur að sér að snúa
á enskt mál; hann finnur til
þess, að um helgidóma sé að
ræða, er enginn skuggi megi
falla á; þess vegna verða þýð
ingar hans eigi aðeins mót- j
aðar orðsins list, heldur fyrst {
og síðast andans list, inn- j
blásnar og vekjandi.
Síðasta erindi frumtextans
er á þessa leið:
Jesús lífið lýða leysi
Jesús öndin eyði gröndum.
Jesús pínan oss gjöri hreina.
Jesús dauðinn frelsi nauðir!
Magnist ást þó að málið þagni
minn drottinn, á pínu þinni!
grátrinn fellr, en gef oss alla
guði á vald um aldir alda.
En þannig kemur erindið,
fyrir sjónir í búningi dr.
Pilchers:
Jesus, free the life of all men!
Jesus, Spirit, subdue all evil!
Jesus, Passion, make us holy!
Jesus, Death, save us from
bondage!
May Iove increase, though speech
be Bilent.
O my Lord before thy suffring,
This „Lament" I end, committing
All to God through endless ages.
(Framhald á 6. síðu.)
MEÐALALÝSI
- FÓÐURLÝSI
MEÐALALÝSI, bæði I»ORSKALÝSI og
LPSALÝSI í cftirsreindiini umbúðnm:
Flöskur, innihaldi 325 gr., 24 og 48 fl. í kassa.
Dósir, innihald 2,5 kg., 6 dósir í kassa.
Brúsar, innihald 21 kg.
Tunnur, innihald 105 kg.
Tunnur, innihald 193 kg.
LLÐLLÝSI í clósimi, innihahl 2.5 k».
FÓÐLRLÝSI í eftirgreindimi umbáðiim
Dósir, innihald 2,5 kg., 6 dósir í kassa.
Brúsar, innihald 21 kg.
Tunnur, innihald 105 kg.
Tunnur, innihald 180 til 195 kg.
VITAMIN-Iimihalcl iýsisins:
Þorskalýsi yfir 1000 A 100 D.
Upsalýsi yfir 2000 A 200 D.
Lúðulýsi yfir 50000 A
Fóöurlýsi yfir 1000 A 100 D.
Sendum gegn póstkröfu til kaupenda úti á landi. —
Fyrirspurnum svarað í síma 5212. Afgreiðsla lýsisins er
á GRANDAVEGI 42.
LÝSI H. F.
EKafnarhvoli - Pósthox 625 - Reykjjavík
ARNESDEILD
heldur aðalfund í Skálholti sunnudaginn 24. október.
1. Messa. Séra Sigurður Pálsson prédikar.
Kirkjukór Hraungerðissóknar syngur.
2. Aðalfundarstörf.
Dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður flytur er-
indi um Skálholtsstað.
Allir velkomnir.
Árnesingar fjölmennið.
STJÖRNIN.
Allt á sama stað
Willys seiuliferðabifreið —
með drifi á öllum hjólum eða án framhjóladrifs
Yfirbygging öll úr stáli.
Ný kraftmikil 4 strokka Willys Hurricanevél 72 hestöfl.
Fæst einnig 6 strokka 90 hestöfl.
Þetta er bifreið fyrir ÍSLENZKA staðhætti..
Einkaumboð á íslandi fyrir
WiIIys-Overland verksmiðjurnar:
H.f. Egill Vilhjálmsson
Sími S JS 12 — Lauyavefii 118.
i%WWA/A’.W/^.\V.V//.VVJW.VA/.*A.V,AVJWVWW!
■: Bezt að auglýsa í TÍMANUM