Tíminn - 21.10.1954, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, fimmtudaginn 21. október 1954.
V
237. blað,
1»
BTÖDLEIKHÖSID
Nitouche
Óperetta í þrem þáttum.
Sýning í kvöíd kl. 20.00
Síðasta sinn.
eftir HalHór Kiljan Laxness.
Silfurtúnglið
Sýning föstudag kl. 20.00
Tópax
Sýning laugardag kl. 20.00
98. sýning.
Pantanir sækist daginn fyrir
sýningardag, annars seldar öðr-
om.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum. Súni: 8-2345, tvær Jnur.
Fædd í gær
(Born Yesterday)
Afburðasnjöll og bráðskemmti-
leg ný amerísk gamanmynd eft-
ir samnefndu leikriti. — Mynd
þessi, sem hvarvetna hefir verið
talin snjallasta gamanmynd ars
ins hefir alls staðar verið sýnd
við fádæma aðsókn, enda fékk
Judy Hollday Óskarsverðlaunin
fyrir leik sinn í þessari mynd.
Auk hennar leika aðeins úrvals
leikarar í myndinni, svo sem:
William Holden g
Broderick Crawford.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NYJA B10
— lMt --
Sýningar á
Friunskógur
og Ishaf
byrja aftur á morgun vegna á-
skorana frá skólastjórum g fl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBIÓ
BIwl tm.
Hondint
Heimsfræg amerísk stórmynd
um frægasta töframann erald-
arinnar. — Ævisaga Houdinis
hefir komið út á íslenzku.
Aðalhlutverk:
Janet Leigh,
Tony Curtis.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
»♦♦♦♦♦
BÆJARBIO
— HAFNARFIRÐI -
Æskuár Carnso
Stórbrotin og hrífandi ítölsk
söngvamynd.
Erman Randi
Gína LoIIa Birgitta
fegurðardrottning Ítalíu.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
íleikfelag:
[reykjayíkur^
Frœnka Charles
gamanleikurinn góðkunni
með Árna Tryggvasyni
í hlutverki „frænkunnar".
Sýning annaö kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir í dag -d.
4—7 og á morgun eftir kl. 2. —
Sími 3191.
AUSTURBÆJARBIO
Hin framliðna
(The Late Edwin Black)
Mjög spennandi og vel leikin ný
kvikmynd.
Aðalhlutverk:
David Farrar,
Geraldine Fitzgerald,
Roland Culver.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
1 skugga arnarins
Hin afar spennandi og viðburða
ríka kvikmynd.
Aðalhlutverk:
Richard Greene,
Greta Gynt.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5.
Sala hefst kl. 2 e. h.
GAMLA BIO
— 1479 —
Faníasia
Meistaraverk Walt Disneys með
Fíladelfíuhljómsveitinni undir
stjórn Leopolds Stokowski. —
Sýnd kl. 9 vegna fjölda áskor-
ana.
Dagdraumar
Walíer Miíty
með Danny Kaye.
Sýnd kl. 5.
SÖNGSKEMMTUN kl. 7,15.
TRIPOLI-BÍÓ
fslml 1198.
Suðrœnar nastur
(Siidlichc Náchte)
Bráðskemmtileg, ný, þýzk músík
mynd tekin að mestu leyti á
Ítalíu. Öll músíkin í myndinni
• er eftir einn frægasta dægurlaga
höfund Þjóðverja, Gerhard
Winkler, sem hefir meðal annars
samið lögin: „Mamma mín“ og
„Ljóð fiskimannanna frá Capri",
er vinsælust hafa orðið hér á
landi.
| Tvö aðallögin í myndinni eru:
„Ljóð fískimannanna frá Capri“
og tangóinn „Suðrænar ætur“.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNARBIO
— Eími 8444 —
1 gletSIsölum
Parísar
(La Tournée des Grands Ducs)
Bráðskemmtileg og fjörug frönsk
gamanmynd, er gerist að mestu
í frægustu næturskemmtistöð-
um Parísarborgar, þar sem feg-
urstu dansmeyjar borgarinnar
skemmta.
Raymond Bussiers,
Denise Grey,
og skopleikarinn
Christian Duvaleix.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
■SS*
F j árlagafr uuivar ptð
(Framhald af 5. síðul.
10 millj. kr. til Loftleiða og
14 millj. til Flugfélags ís-
lflnds, enda nær sú heimild
til lántöku vegna kaupa á
fllígvél til innanlandsflugs.
Það hefir komið skýrt í ljós
að íslenzk flugfélög geta með
góðum árangri annast loft-
flutninga fyrir aðrar þjóðir,
og fa:rt þjóðinni á þann hátt
drjúgar gjaldeyristekjur.
Því er það sjálfsagt og nauð
synlegt, að allt kapp sé lagt
á, að svo megi verða með því
að skapa íslenzkum flugmál
um bætt skilyrði.
Að því v;ll Framsóknar-
flokkurinn vinna framvegis
á sama hátt og hingað til.
Píslargrátur . . .
(Framhald af 4. síðu).
Hér hefir aðeins verið í fáL
um dráttum leidd athygli að
hinni snilldarlegu þýðingu dr.
Pilchers af Píslargráti Jóns
biskups Arasonar; það er ekki
heiglum hent, að snara, svo
vel sé, ljóðum Jóns biskupsl
á annarlega tungu; þó er síð
ur en svo, að slík þrekraun
hafi orðið dr. Pilcher ofur-
efli, heldur hefir hann auð-
sjáanlega sleitilaust haldið
alla leið upp á öröugasta
hjallann.
Fyrsta liéraðssýnlng
lirúta í landinu.
(Framhald af 3. Blðu.)
hreppasýninganna. Benti
hann á hvar bezta stofna
váeri að.finna. Kom þá í Ijós,
að ýmsir beztu hrútarnir voru
keyptir — fyrir atbeina Bún- í
aðarsamb. — frá Múla og'
Laugabóii í Nauteyrarhreppi, i
ísafjarðarsýslu, svo og afkom
endur þeirra. Taldi hann góð
ar framfarir í sauðfjárrækt-
inni eins og fjöldi veturgam
alla hrúta bentu til.
Að lokum hópuðust menn
saman í veitingasal staðarins
og hlýddu á ýtarlega ræðu er
búnaðarmálastj. Páll Zóphón
íasson flutti. Þakkaði hann
Búnaðarsamb. fyrir forgöngu
sína með þessa fyrstu héraðs-
sýningu landsins. Þá afhenti
Gunnar Jónatansson, form.
sambandsins, verðlaunagrip-
inn núverandi handhafa hans,
Erlendi Halidórssyni. Gat
hann þess, að á næstu árum
yrði um hann keppt en aldrei
þó til eignar.
Vegamótum, 4.10. 1954,
Kristján Breiðdal.
K
Bústaðasókn fær
fermingarkyrtla
í að gjöf
í gær voru mér afhentir
20 fermingarkirtlar að gjöf
til Bústaðasóknar frá Kven-
félagi Bústaðasóknar. Um
leið og ég þakka félaginu
þessa höfðinglegu gjöf vil ég
ennfremur nota tækifærið og
bakka þær gjafir, sem sókn-
inni hafa borizt frá félaginu,
svo og þann áhuga, sem þetta
unga og „enn fámenna fé-
lag“ hefir ávallt haft á
kirkju- og mannúðarmálum
innan Bústaðasóknar. Hinir,
nýju kirtlar verða notaðir í
fyrsta sinn við' fermingu í
Fossvogskirkju n. k. sunnu-
dag 24 þ. m.
Reykjavík, 19. okt. 1954.
f. h. Bústaöasóknar,
Axel L. Sveins.
Sfáiaheiff
SkáLdsaga eftir Itja Eh.renbu.rg
Blaðamennirnir fóru ekki varhluta af svipu Sokolowskis:
Hvaða vit var í því að lýsa verksmiðjunni eins og einhverri
Paradís. Nú byggjust menn við því að sjá framkvæmdastjór-
ann svífa á englavængjum á hverri stundu. Það voru slík
íneiny.rði, sem ollu því, að menn óttuðust Sokolowski fremur
en elskuðu.
Á seinni tímum virtist þó hafa færst nokkur ró yfir hann,
og lengra leið á milli gosanna. ívan létti við þessa tilhugsun.
Sokolowski er farinn að eldast og verður mildari í skapi.
Það kom oft fyrir um þessar mundir, þegar Sokolowski las
dagblöðin, að hann kinkaði kolli og tautaði: —• Alveg rétt,
vel skrifað. Dag nokkurn kvartaði Jegerow við hann yfir því,
að engu tauti yrði komið við framkvæmdastjórann. — Þetta
snertir tvo afbragðsgóða vélsmiði. Ég er búinn að segja hon-
um, að 'hann eigi að skrifa ráðuneytinu og mælast til, að
þeir verði settir á full laun. Hann veit vel, að við getum ekki
verið án manna, sem eru vel færir i þeirri iðn, því að annars
getum við ekki framleitt með öryggi þær sjálfvirku vélar,
sem okkur er ætlað. En hann svarar þessu eins og hann
væri fæddur í gær og segir, að slíkt mundi honum ekki koma
til hugar, því að hann hafi þvert á móti skipun um það frá
ráðuneytinu að spara. Útgjöldin eigi að lækka en ekki auk-
ast með launahækkunum. Og hvað á maður svo að gera meö
sbkan þverhaus?
Sokolowski brosti í laumi: — Ætli ívan verði ekki fluttur
héðan bráðlega? Jegerow lagði við eyrun og spurði ákafur:
— Hefurðu heyrt nokkuð um það? Sokolowski hristi höfuðið:
— Nei, en ég held það. Ég er nýbúinn að lesa síðustu skýrslu
stjórnarinnar, og ég hefi hugleitt hana mjög vandlega. Líttu
á, hún vill auðsjáanlega að fólk geti lifað. Jegerow horfði
undrandi á hann og sagði: — Góði maður, hvað kemur þetta
ívan við? Sokolowski svaraði: — Jú, þetta snertir hann, það
er ekki um að villast. Svo þagði hann.
Á einum veggnum í herbergi Sokolowskis hangir mynd af
ungri, fallegri stúlku. Valdimar var mjög forvitinn um þessa
mynd en þorði ekki að spyrja hver þessi stúlka væri. AÖeins
Klara, konan sem þvoði herbergi Sokolowskis fékk að vita ■
þetta leyndarmál: — Þetta er mynd af dóttur minni,’sagði
Sokolovyski. — Já, dóttur minni. Ég hefi ekki séð hana í tutt-
ugu og tvö ár.
Árið 1928 hafði Sokolowski kvænzt lítilli, fallegri og ljós-
hærðri konu, sem hét Maja. Þá starfaði hann við verksmiöju
í Moskvu. Það var erfiður tími, og hann var önnum kafinn,
og hann vissi ekki fyrri til en kona hans var ojrðin tildursöm
og leiðigjörn. Dag nokkurn spurði hann undrandi: — Hvað
ertu að segja? Leiðist þér? Jæja, starfaðu þá eitthvað, hafðu
eitthvað fyrir stafni. Maja svaraði engu, fór aðeins að gráta.
Þau eignuðust dóttur, og Sokoiowski var farinn að vona,
að hjónaband þeirra kæmist á réttan kjöl aftur. En Maja
linnti ekki látum. Á hverju kvöldi þreytti hún hann með
nöldri sínu. Vinir hans væru allir leiðindaskjóður, þeir væru
vélar en ekki menn, og hann sjálfur væri eins og hörð tví- '
baka, tilfinningalaus og vanabundinn. Hún sagöi að það líf,
sem væri þess virði að því væri lifaö, hefði hún aðeins séð í
araerískum kvikmyndum, sem sýndar höfðu verið af ein-
hverju tilefni hjá VOKSi Hún sagði, að hún yrði að láta móð-
ur sína annast barnið meðan hún sjálf færi til Kákasus, því
að lælcnarnir segðu að heilsa hennar krefðist hvíldar og dval-
a.r á góðu hvildarheimili.
Þegar hún kom heim frá hvíldardvölinni í Kislowodsk..
sagði hún manni sínum, að hún væri alls ekki orðin hraust
enn, þótt hún hefði stundað heilsuböð eins og henni var ráð-
lagt, og þar að auki ætti hún í hræðilegri innri baráttu. Hún
vrði að fá skilnað þegar í stað, því að annars mundi hún
deyja eða lenda á geðveikrahæli. Hún kvaðst einnig hafa
kynnzt mjög geðþekkum manni, útlendingi, sem kominn
væri til Ráöstjórnrríkjanna til þess að kaupa loðskinn. Þótt
hann væri í verzlunarerindum, væri hann raunar lögfræðing
ur og hámentaður maður. Kommúnisti væri hann að vísu
ekki cn afar velviljaður þeim. Hann væri taelgískur ríkisborg-
ari og ætti heima í Brussel. í stuttu máli sagt, þetta væri
komið á nokkurn rekspöl, og eftir viku ætlaði hún að leggja
af stað til Belgíu. Auðvitað ætlaði hún að fara með Möshu
litlu með sér, svo að barnið gæti fengið sómasamlegt uppeldi,
og þar að auki væri tilvonandi maður hennar mikill barna.-
vnur. Þegar öll kurl kæmu til grafar væri þetta víst bezt.
Sokclowski hreyfði engum andmælum. Han bar aðeins fram
eina ósk: Skrifaðu mér einstaka sinnum — það er að segja,
segðu mér hvernig Möshu líður. Kona hans kyssti hann
hrærð, og skildi eftir rautt far á skeggjuðum vanga hans.
Þegar hún var farin, fann Sokolowski ekki til neins sakn-
aðar, og honum varð ljóst, að hann hafði aldrei elskað iiana.
En hann gat ekki gleymt Möshu litlu. Fyrst í stað Sendi Májá
honum reglulega póstkort meö myndum af gotneskúm kirkj'
um og nokkrum orðum að Möshu liði vel. í síðasta-sinn fékk
hann kort frá Maju rétt áður en stríðið brauzt út, og þar
sagði hún, að Masha dáði mjög stjúpföður sinn, og. að hún
héti nú Mary af því að það hljómað'i betur én María og nú
væri hún alveg búin að gleyma því að tala rússnesku. í skól-
anum væri hún meðál hinna efstu. Sokolowski endurtók
nokkrum sinnum með sjálfum sér: Mary, Mary. Það hljómaði
eins cg bænaróp. Það fór hrollur um hann.
Langalengi frétti Sokolowski nú ekkert af dóttur sinni,-