Alþýðublaðið - 06.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1 i 4 4 4 \ ] < J < I ILÞflSUlMiI® | kemur út á bverjum virkum degi. ► ....= ► Afgreiðsla í Aipýðuhúsinu við f Hveriisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. ► til kl. 7 síðd. ► Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 9Vg —10Va árd. og k). 8 —9 síðd. | Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 ► (skrifstoían). > Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverö kr. 0,15 l hver mm. eindálka. { Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► (í sama húsi, sömu símar). [ ► Jafnaðarsteíisan Pað veröur varla fyrr en ís- lenzku þjóöinni er orðin nógu skýr afstaða jafnaðarstefnunnar til ýnisra einstakra mála, að augu hennar opíast fyrir því, hversu ranglátu og ófullnsegjandi skipu- fagi ver búum undir og á hvern hátt réttast væri að breyta til svo í fullu samræmi væri viðkröf- ur tímans og gang próunarinnar. Einn af meginþáttum jafnaðar- stefnunnar er mannúð. Þess vegna láta jafnaðarmenn mannúðarmálin mjög til sín taka, enda berjast þeir í raun og réttu ekki fyrrr neinurn þeim málum, sem ekki geta kallast mannúðarmál. Mannnúðarmálum er hægt að skifta í flokka eftir því, hvort þau eru bein hagsmunamál, eða að eins borin fram af mannúð, án tillits til, hvort þau eru nokk- ur hagsmunamál eður ekki. Ellheimili er ekki beiniínis hagsmunamál fyrir þjóðfélagið, hsldur hreint mannúðarmái að fara vel með gamalmenni og stofna tii sam- hfeimiia fyrir þau þeirra, sem eng- an edgá að, eða sem einhverra hluta vegna geta ekki verið hjá skylduliði sínu. Það er mannúð- armál og réttlætismál að eins, að gera æfikvöld öreiga gamalmenna bjart og hlýtt, eftir að þau hafa slitið lífskrafti sínum í þógu þjóð- félagsins án þess að bera nokk- uð úr býtum og án þess að geta séð fyrir sjálfum sér eftir alt erf- iðið. Barnaheimili tilheyra aftur á móti þeim flokki mannúðarmála, sem hvorttveggja er í senn mannúðarmál og beint hagsmunaatriði fyrir þjóðfélagið. Um barnauppeldi hefir verið rætt og ritað kynstrin öll. En þáð, sem af er veraldarsögunni, er að eins sorgleg saga um það, hvernig heimska hinna ráðandi láfla í þjóðfélögunum hefir krypl- að barnseðlið í uppeldinu,, í stað- inn fyrir að láta uppeldið ganga út á það eitt, að þroska pað bezta í barninu og gera með því satn- búð mannanna betri. ' Öll þekkjum vér dæmin um það, að sumir foreidrar kenna börnurn sínum eintrjáningsskap og að „bauka út af fyrir sig“, án þess að vera í félagsskap með öðrum börnum. Þegar í byrjun sækist barnið helzt eftir því að vera með jafn- . aldri sínu, en því er oft afstýrt af vanþekkingu þeirra, sem Tiafa yfir barninu að segja. Að byggja, að skapa, að bera umhyggju fyrir einhverju eru fyrstu tilfinningarnar, sem gera vart við sig hjá barninu, eftir að það er byrjað að bjarga sér I sjálft og .er komið af móður- höndum. Ált af vilja. börnin fá önnur börn í félag með sér við bygginguna og skopunina. Þessar tilhneigingar vill jafn- aðarstefnan glæða. Það er ekki hægt að afrná mein úr líkama, nema með þvj að kom- ast fyrir rætur þsss. Eigingirni og . einstaklings- hyggja, eins og hún ,er mæld af mælikvarða auðvaldsms, er höf- uð-fjandi mannlegrar fullkomn- unar. Uppeldið er aflið, sem sáir fræ- unum og skapar uppskeruna. Með uppeldinu hefir börnun- um oftast verið kend einstak- lingshyggja og eigingirni. Sú kensla er að eins eðlileg afleiðing af verknaði þeirra afla, sem ráða í þjóðféiaginu. Getur t. d. nokkur krafist þess af eigingjörnum einstaklings- hyggjumanni, að hann kenni barni sínu annað en það, sem honurn sjálfum íinst réttast? Sjónarmið einstaklingshyggjunnar í honum sjálfum hlýtur að verða kjarninn i kenningum hans. Því er aigerlega slegið föstu, að einstaklingshyggja og eigin- girni eru til bölvunar í iífi mann- anna. Því er enn frernur élegið föstu, að samúð og samhjálp eigi að vera sterkastd þátturinn í sam- félagj mannanna. Til þess að kenna mannkyninu samúð og samhjálp, verður að byrja á uppeldi bamanna. Það er hlutverk jafnaðarstefn- unnar að koma á friði, bræðralagi og jöfnuði. En til þess að geta gert það, þarf sarnúð og sam- hjálp allra með öllum. Jafnaðarmenn vilja koma upp stórum barnaheimilum, þar sem böxnin geti dvalið á vissum tím- um og alist þar upp í sterkum félagsskap annara barna. Þar á alt starf þeirra að byggjast á því, að samhjálpin sé pað nauð- synlegasta, en einstaklingshyggjan ög eigingirnin séu ranghverf- urnai-. Og jafnaðarmenn eru byrjaðir á þessu starfi. I Rússlandi eru gömiu fursta- og greifa-hallirnar breyttar.1 Þar, sem áður bjuggu valds- tnenn keásarans með fjölda ánauð- ugra bænda undir sér, búa nú börn bændanna og verkamann- anna. Skýrslur um barnáheimilin í Rússlandi eru mjög eftirtektar- verðar. Þar er öll áherzlan lögð ó að þroska það bezta, sem til er í börnunum og útrýma leifunum af alda-gömlum kenningum úr daglegu lífi þeirra. í Englandi lrafa bæjarfulltrúar og þingmenn jafnaðarmanna bar- ist með oddi og egg fyrir stofn- un barnaheimiia. Síðast liðinn sunnudag skrifar ungfrú Þuríður Sigurðardóttir um för sína á þing, er norrænir barna- vinir héldu í Stokkhólmi. Skoðaði hún mörg barnaheimili þar í grend og dáist mikið að þeim. Jafnaðarmenn eru einn stærsti flokkurinn í sænska þinginu og hafa verið þar við stjórn. Barnaheimilin þar í landi eru flest öll stofnuð beinlínis fyrir atbeina jafnaðarmanna. Auðvaldsskipulagið byggir hug- rnyndir sínar og störf í slíkum málum á þeirri meginreglu, undir hvaða fjárhagsskilyrðum barnið sé fætt, — hvort það sé fætt með gullskeiðina í munninum. Jafnaðarmenn taka ekki tillit til slíkra lífsskoðana. Jafnaðarstefnan er framtiðin og framtíðin er hörnin. ¥es*ælimarélaglð. Menn munu hafa veitt því at- hygli, að vöruverð hefir ekki farið batnandi nú undan farið, engar vörutegundir lækkað í verði, en margar stórhækkað. Kaupmenn segja, er fundið er að því, að vörurnar hafi hækkað erlendis, en það mun oftast tilhúningur. Það sést sjaldan nú orðið, að vara sé auglýst með verði, heldur „bezt og ódýrast hjá mér“, enda mun það svo, að smákaupmenn þori alls ekki að lækka verð, þö að þeir sæju sér það fært, vegna hræðslu við heildsalana, sem eru þeir einu eiginlegu stjómendur ásamt stórútgerðarmönnunum. Flestir smásalarnir eru þræl- bundnir við heildsalana vegna skulda, og þeir, sem sjálfstæðir eru, þora ekki að æsa heildsal- ana gegn sér með samkeppni, enda eru dæmi til, að orðið hefir h-ált á því. Heildsalarnir hafa mestalt fjár- magn bankanna, sem til verzl- unar gengur, í hendi sér, því að bankarnir neita undantekningar- lítið smákaupmönnum um lán. En kaupi smásali vöru af heildsala með gjaldfresti og samþykki víxil fyrir, þá er sá víxill strax keypt- ur í bankanum. Þetta er orsök þess, að ekkert verður vart sam- keppni, heldur virðist svo, að samtök séu um að halda uppi vöruverðinu. Þegar heildsali kaupir vöru, þá dettur honum ekki í hug að leggja é hana minna en 10—20%, sjái þann sér það mögulega fært. Og oft er álagningin langtum meiri. Smásalanum er svo upp á lagt að selja aftur út sem dýr- ast. Tollarnir gera vitanlega sitt til að hækka vöruverðið, því auk þess, sem þeir eru tilfinnanlega háir, þá Ieggur kaupmaðurinn og heildsalinn á þá eins og annað verð vörunnar. Þá er það oft, að, menn kvarta yfir því, að meira sé skrifað hjá þeim en þeir taka út. Slikt ætti ekki að geta komið fyrir, ef menn hlýddu settum reglum og heimt- uðu nótu í hvert sinn og út’ er tekið og athuguðu hana um leið. En það mun mjög viða við verzl- anir hér, að engar nótur séu láto- ar, heldur skrifað í kladda og viðskiftabækur, enda niargar verzlanir, sem litia eða enga bók- færslu hafa. Sýndist ekki úr vegi, að skipaðir yrðu sértakir menn til að athuga bókhald verziana, og er það engu siður nauðsyn- Iegt en að athuga vigtirnar. Það er eins, að mönnurn finnast stórverzlanir og útgerðarfélög komast ótrúlega vel hjá að borga skatta og önnur opinb-er gjöld. Væri ekki nerna sanngjamt, að sérstaldr eftiriitsmenn athuguðu bókhald þeirra og jafnframt pen- íngaeignir manna í bönkunum. Kæmi þá í Ijós, ef dregið væri undan skatti. En það virðist hart, að fátækir verkamenn séu þraut- píndir, en ríkir menn sleppi eins létt og verið hefir. Auðvitað væri bezt, að öll stórverzlun væri rek- in af ríkinu; við það sparaðist mjög mikið, því að allur verzlun- arrekstur yrði margfalt ódýrari og auðvitað betri innkaup, þar sem svo mikið væri keypt í einu. Þarf ekki annað en benda á alla þá mergð af fínum og dýrum skrifstofum heildsala og annara milliliða, sem þá hlytu að hverfa, er verzlunin væri rekin af ríkinm Verzlunarmaður. Frá Heykjanesi^ (Viðtal við vitavörðinn.) Alþýðubiaðið átti nýlega viðtal’ við Ölaf Sveinsson, vitavörð á Reykjanesi. „Hafa margir gestir komið til þín í sumar?“ „Já, um þrjú hundruð manns hafa komið út eftir i sumar. Hafa flestir þeirra farið í bifreiðum eins langt og komist varð, en gengið svo hinn spölinn heim, Allir, sem komið hafa, hafa lótið vel yfir ferðinni, og mjög márgir hafa notað volga sjölaug, sem er þar í grendinni. Eiginlega væri hægt að gera ráð fyrir, að þarna væri framtíðar baðstaður fyrir Reykvíkinga.“ „Hvernig er vegurinn?" „Það er nú svarta skýið, sem á skyggir,“ segir ölafur og ýtir hatt- inum aftur á hnakka. ,.En ég hefi vonir um að það lagist von bráð- ar. Nýlega ko-m ég frá Reykja- vík og fór í bifreíðinni næstum al- veg heim að heimili mínu. Hefði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.