Tíminn - 07.11.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.11.1954, Blaðsíða 6
S TÍMINN, sunnudaginn 7. nóvember 1954, 252. blað. SKRIFA OG SKRAFAÐ Frumvarp landbúnaðar- ráðherra. Undanfarna daga hafa orð iö nokkrar umræður ur. ný- taýlamálið og ræktunrr- og byggingamál sveitan1 a í sam loandi við umræður ,im frum- varp frá landbúnp arráðherra um framlenginer á framlagi ríkisins til bycgingarsjóðs og ræktunarsjóðs. Var það áður bundið við' .0 ár og var því útrunnið r árinu 1956, en nú er gert :■ ,ð fyrir að ákvæðin gildi 1' árum lengur eða til ársin: ,966. Þarf enginn, sem þekkn' til, að efast um nauð- syi . jessa. Stórfelldar fram- kv. mdir í sveitum landsins (tera kröfu til mikils fjár- magns og þær framkvæmdir eiga áreiðanlega eftir að fara vaxandi á næstu árum. í sambandi við umræöur um þessi mál hafa gerzt þeir hlutir, sem að vísu eru ekki óvanalegir, að bæði kommún ístar og Sjáífstæðismenn hafa reynt að < igna sér frumkvæði þeirra. Eett þykir því að rifja upp ’ .tckur atriði úr sögu þess; ra mála til þess að eng fnr. jurfi lengur að ganga þes; dulinn, hverjar staðreynd írnar eru í þessu efni. 6yggingar- og landnámssjóður. Frumvarp til laga um bygg ingar- og landnámssjóð var fyrst borið fram á Alþingi ár ið 1925 af Jónasi Jónssyni. íhaldsflokkurinn sýndi mál- inu fullan fjandskap og dag- að það uppi á því þingi. For maður íhpJdsflokksins, Jón Þorláksson, lýsti afstöðu sinni til málsins á þessa leið i þing ræðu: „Ég hef fyrir mitt leyti enga trú á stofnun nýbýla í sveitum fyrst um sinn. Fé sjóðsins á að veita mönnum að láni vaxtalaust. Þetta er gjöf. Fátækrastyrk eða sveitarstyrk mætti líka kalla það. Ég held, að fáir dugn- aðarmenn gerðust til að sækjast eftir þessum sveitar styrk. Það er reynsla allra tíma, að engin menning þrífst meðal þeirra, sem ald ir eru á ölmusugjöfum. Ég kem ekki með neina uppástungu af því að ég á ekki sæti í þessari deild. En hitt dreg ég engar dulur á, að það teldi ég bezt farið, að frumvarp þetta ætti sem skemmstan aldur“. Málið var aftur borið fram á þingi 1926 en allt fór á sama veg. Leið nú fram til ársins 1928, að Framsóknarflokkur- inn hafði tekið við völdum. Þá var frumvarpið enn borið fram, í þetta sinn af ríkis- stjórninni. Hafði milliþinga- nefnd fjallað um málið ásamt fleiri málum landbúnaðarins og var frumvarpið í samræmi við tillögur hennar. Náði frumvarpið. samþykki þings- ins, enda var íhaldið þá orðið í minnihluta. Síðan hafa íhaldsmenn við hvert tækifæri reynt að eigna sér þetta mál eins og reyndar fiest þau mál, er til framfara horfa. Nýbýlalögin. Þá skal aðeins vikið að ný- býlalögunum. Frumvarp um þaö efni var fyrst borið fram 1931—32 af Steingrími Steinþórssyni og Sveinbirni Högnasyni. Árið 1933 bar Eysteinn Jónsson fram þingsályktunartillögu uni að ríkisstjórnin léti at- Túnin stækka óðfluga með tilkomu nýrra véla og öflugri stuðningi ræktunarsjóðs við nýræktarframkvæmdir huga þetta mál og hrinda því síðan í framkvæmd. Árið 1935 voru lögin um ný- býli og samvinnubyggðir sett að frumkvæði ríkisstjórnar- innar. Samkvæmt þeim lög- um var stofnaður nýbýlasjóð ur, sem veitir lán til nýbýia- hverfa og einstakra nýbýla. Hefir sjóðurinn veitt mörg- um ungum mönnum ómetan- legan stuðning við byggingu nýbýla. Eru nú risin upp víðs vegar um land fjöldi nýbýla, sem reist hafa verið fyrir stuðning hans. íhaldið enn. Á stjórnarárum Framsókn- arflokksins 1934—39 var veitt fé til þessara sjóða eftir því sem þröngur fjárhagur ríkis- ins leyfði. Árið 1940 krafðist Jakob Möller fjármálaráðherra Sjálf stæðisflokksins þess, að fram lög til jarðræktar og til bygg- ingar og landnámssjóðs yrðu lækkuð verulega en Fram- sóknarmönnum tókst að koma i veg fyrir það eftir harð vítug átök. Allir þekkja hvern hug nýsköpunarstjórnin bar til landbúnaðarins, enda voru þá bæði byggingar- og ræktunar sjóður nær óstarfhæfir vegna fjárskorts. Steingrímur Stein þórssyni fulltrúa Framsóknar flokksins í Nýbyggingarráði tókst að koma því til leiðar, að flutt var frumvarp á Alþingi 1946 um hækkað framlag til sjóðanna, sem fyrr eru nefnd ir. Var það raunar aðeins leið rétting til samræmis við aukna dýrtíð í landinu. Varð þetta frumvarp að lögum en nýsköpunarstjórnin lét hjá liða að tryggja fé til þessa aukna framlags og varð það verkefni Framsóknarflokksins að berja það í gegn í þriggja flokka stjórninni, sem þá tók við. Síðan hefir starfsemi þess- ara sjóða aukizt og eflzt og enda hafa Framsóknarmenn ávallt sett það efst á dagskrá að tryggja starfsemi þeirra. Fjármagn til landbúnaðarins. Meðal annars hefir flokkur inn haft forgöngu um það, að tryggja sjóðunum og landbún aðinum almennt aukið fjár- magn. Hefir hann oft orðið að heyja erfiða baráttu fyrir þessu og nægir í því sambandi að minna á baráttuna um mót virðissjóðinn, sem lauk P’r.s og kunnugt er með því, að flokknum tókst að tryggja, að helmingur hans rynni til land búnaðarins og framkvæmda hans. Ýmsar fleiri aðferðir hefir flokkurinn haft til að útvega landbúnaðinum aukið fjármagn, t. d. var 16 milljón um af tekjuafgangi rikissjóðs varið til láns fyrir Búnaðar- bankann. í gengislögunum 1950 voru 14 milljónir af geng ishagnaði varið tii landbúnað arins. Rekstrarlán fjárbænda. Þá hefir flokkurinn tekið upp baráttu fyrir stórmerku máli, sem fjölmargir bændur bíða eftir með óþreyju að verði komið í höfn. Það er um rekstrarlán til sauðfjárbænda. Árlega eru margar milljónir króna veittar sem rekstrarlán til sjávarútvegs og iðnaðar. Þykir þetta alveg sjálfsögð og eðlileg ráðstöfun til að létta undir með rekstri þeirra. Hing að til hefir landbúnaðurinn verið ^lgerlega utanveltu í þessu kapphlaupi og sjá þó allir menn, að nákvæmlega hið sama gildir um fjárbónd- ann og smáútvegsmanninn í þessu efni. Fraipsóknarflokk- urinn hefir tekið upp baráttu fyrir þessu máli og mun fylgja henni fram unz fullur sigur er unninn. Umræðurnar um varnarmálin Stjórnarandstaðan á flótta .. Umræður um utanríkismál. Undanfarið hafa staðið yfir umræður á Alþingi um utan ríkismál. Ails staðar um heim vekja umræður um utanríkis mál viðkomandi þjóða mikla athygli almennings. í þessu efni eru íslendingar engin undantekning. Fjöldi fólks sótti þingpalla meðan umræð ur fóru fram og útdrættir þeir úr umræðuunm, sem birzt hafa í blöðum, hafa verið lesn ir og ræddir af miklum áhuga. Af hálfu Framsóknarflokks ins tóku þátt í umræðunum þeir Hermann Jónasson alþm., formaður flokksins, og dr. Kristinn Guðmundsson, utan rikisráðherra. Gerðu þeir báðir glögga grein fyrir þeim umbótum, sem flokkurinn hefir komið fram á varnarmálunum síðan hann tók við meðferð utanrík ismála. Bágborinn málflutningur stjórnarandstæðinga. Það vakti athygli manna, hve hógværir stjórnarand- stæðingar voru í umræðunum. Einar Olgeirsson spilaði að venju sína gömlu plötu með ræðu um hernám, einræði, spillingu og þess háttar, sem Einar og aðrir kommúnistar hafa flutt ár eftir ár í öllum útvarpsumræðum, utan þings og innan og oft endranær. Kom ekkert nýtt fram í ræð um hans. Þjóðvarnarmenn hræddir. Gils Guðmundsson var hins vegar á flótta, flótta frá þeim vonda draumi, að nú er verið að vinna að endurbótum á skipulagi varnarmálanna, sem bætir að miklu leyti úr þeim göllum, sem hafa verið á sam skiptum landsmanna við her- inn. Slíkar endurbætur eru eitur í beinum Þjóðvarnar- manna, því ef ádeiluefni á varnarmálin hverfa, hvað á þá Þjóðvörn að gera? Óttinn kvelur nú Þjóðvarn á næsta leitþmetorð og völdin næsta leiti, metorð og völdin há í flokknum reynast aðeins stundarfyrirbrigði, bóla, sem springur. Þess vegna er Bergi og Gils órótt þessa dagana. Úrbætur núverandi ráðherra. Engum, sem fylgzt hefir með þróun varnarmálanna, getur dulizt, hve gagngerum endurbótum Framsóknarflokk urinn uhdir forystu utanríkis ráðherra, dr. Kristins Guð- mundssonar hefir komið á í þeim málum. Takmarkaðar hafa verið ferðir varnarliðsmanna út af samningssvæðunum. Áður voru hömlur engar á ferðum hinna erlendu verka manna og litlar á ferðum hermanna. Nú er haft strangt eftirlit með ferðum allra varnarliðsmanna, jafnt hermanna sem verkamanna og f jöldi þeirra, er fararleyfi fá, takmarkaður við ákveðna lága tölu. Hamilton félagið hverfur úr landi um áramót n. k. og með því erlendir verkamenn. Við störfum þess tekur ís-< lenzkt félag, íslenzkir aðal- verktakar, sem mun hafa f sinni þjónustu innlenda menn, sem hlotið hafa tækni þjálfun. Er í ráði að 50—60; íslenzkir menn njóti tækni- menntunar á vegum Banda- ríkjanna nú á næstu mánuð um. Eru 12 þeir fyrstu þegar, farnir utan. Ber Bandaríkja stjórn allan kostnað af dvöl þeirra erlendis. Bráðlega munu hefjast framkvæmditl á vegum íslenzkra aðalverk- taka á Keflavíkurflugvelli. Er samningum um það efni nú lokið fyrir skömmu og undirbúningur fram- kvæmda hafinn. Allar stöðvar Bandaríkja- manna verða hér eftir lokað- ar og öll umferð inn á varnar svæðin og út af þeim undiE ströngu eftirliti. Allir sjá, að lítið gagn er a3 takmarka ferðir hermanna úti' af varnarsvæðunum, ef íslend ingar fá að leika lausum halá um þau að vild. Þess vegná hefir verið sett reglugerð, sem takmarkar ferðir íslendingá inn á varnarsvæðin við það allra nauðsynlegasta. Er þetta nauðsynleg ráðstöfun til þess að hindra óþörf samskipti landsmanna við hinn erlenda her. ÞINGMAL: Frumvarp Hermanns Jónas- sonar um iðnskóla í sveit Frumvarp það, er Hermann Jónasson flytur um iðnskóla í sveit var til 1. umr. á Alþingi. í gær. Fylgdi framsögumaður því úr hlaði með ræðu. Eins og skýrt hefur verið frá áður, flutti Hermann frum varp um iðnskóla í sveit á þing unum 1945 og 1946. í hvorugt það skipti náði frumvarpið fram að ganga, en var síðan tekið upp á þingunum 1947 og 1948 í allbreyttri mynd, og var Hannibal Valdimarsson þá meðflutningsmaður Her- manns um málið. Að þessu sinni er frumvarp- ið flutt nær óbreytt frá því sem var 1948, enda að vand- lega athuguðu máli komið í það horf, að allvel hæfi þeirri hugmynd, er fyrir flutnings- manni vakir. INNTÖKU SKIL YRÐI. Nemandi í iðnskóla í sveit skal, samkv. frv. hafa hlotið I eink. við miðskólapróf verk- námsdeildar í héraðsskóla eða gagnfræðaskóla, ellegar aö hann geti sannað, að hann hafi fengið hliðstæða undir- búningsmenntun. HLUTVERK. Skólanum er einungis ætlað að einbeita sér að því hlut- verki að gera nemendur sína sem allra færasta í húsasmíði. FRÆÐILEG KENNSLA. Eftirtaldar fræðilegar náms- greinar verða kenndar: ís- lenzka, reikningur, verkteikn- ing, bókfærsla. Auk þess skal nemendum gefinn kostur á kennslu í íþróttum og söng. i d KJÖR NEMENDA. *\ í aðalatriðum eru kjöriis þau, að nemendur vinna £ þágu skólans allt að 7 klst. á dag meðan unnið er úti við eða aö húsabyggingum. Hins vegar er skylduvinna nem- enda í verkstæðum skólans að vetrinum ekki nema 4—5. stundir á dag, en við það bæt- ist bóklegt nám 2—3 stundir, á dag. Vinni nemandi um- fram þetta, skal greiða honum kaup skv. verkamannataxtá fyrra árið og verkamanna- kaup með 15% álagi seinná námsárið. Auk þess hafa nem- endur frítt fæði, húsnæði, ljós, hita, þjónustu og kennslu, og kemur það á móti skylduvinnu þeirra í þjónustu skólans, skv. framansögðu. Mun láta nærri, að náms- kjör þessi svari nokkurn veg- inn' til þeirra kjara, er iðn- nemar hafa hjá meisturum skv. gildandi lögum. : UMRÆÐUR. «. Við umræður um málið í fyrradag tók einnig til máls Ingólfur Jónsson, iðnaðarmála ráðherra, og gat þess, að hanis hefði í undirbúningi frumvarg CFramhald & 8. BÍ5u.>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.