Tíminn - 11.11.1954, Page 4
TÍMINN, fimmtudaginn 11. nóvember 1954.
255. blafT.
4
STRANDFERÐIRNAR
Knattspyrnumót háð
á vegum KRR í sumar
Frá aðalfuudi Knaííspyrniiráðs Mvskesr
Það getur vel verið að Gísli
Jónsson, alþm., hafi á sinni
löngu ævi gert fjölmarga
furðulega hluti. Hin þrákelkn
islega barátta hans fyrir því
að jafna Skipaútgerð ríkisins
við jörðu mun þó vera eitt
hið allra furðulegasta, sem
þessi maður hefir tekið sér
fyrir hendur. Það er meira
að segja rniög líklegt að þetta
hugsjónamá] hans verði það
sem heldur nafni hans lengst
á lofti, og verði í framtíðinni
sígilt dæmi um það hvernig
ekki á að vinna að málefn-
um þjóðfélagsins.
Það er óhætt að fullyrða
það, að Skipaútgerð ríkisins
sé eitt allra vinsælasta og
þarfasta fyrirtæki þjóðar-
ínnar, sem frá upphafi til-
veru sinnar til dagsins í dag
hafi gegnt hlulverki sínu at
mikilli prýði og til varanlegr
ar hagsældar fyrir þjóðar-
heildina. Það leikur varla á
tveim tungum að stofnun og
starfrækslu Skipaútgerðar
ríkisins sé það raunhæfasta,
sem gert hefir verið til þess
að jafna aðstöðu þess fólks,
sem lifaö hefir og starfað í
hinum ýmsu og afskekktu
byggðum meðfram ströndum
landsins. Stofnun Skipaút-
gerðarinnar var á sínum
tíma þjóðfélagsleg nauðsyn,
og áframhaldandi rekstur
þessa fyrirtækis er enn í dag
sama þjóðfélagslega nauðsyn
in. Allir skyni bornir og á-
byrgir menn vita að þetta
er rétt. Það stappar því nærri
fiflaskap að alþingismaður
skulij þing eftir þing ekki
tiafa annað þarfara að gera,
en að bera fram frumvörp
um það að leggja þetta þarfa
og nauðsynlega fyrirtæki þjóð
arinnar niður. Þegar svo þess
er gætt, að hér er að verki
þingmaður kjördæmis, sem
ekki getur verið án reglu-
bundinna og tíðra strand-
ferða, þá fer málið að verða
ennþá óskiljanlegra. En hitt
þykir mér ekki ótrúlegt að
Baröstrendingar eigi eftir að
borga fyrir svona greiðasemi.
Það er heldur líklegt að þeim
finuist að Gísli Jónsson hafi
nú þegar haft nógu mikil af-
skipti af strandsiglingum. —
Sannarlega stæði þessum al-
þingismanni nær að beita
sér fyrir því að efla Skipa-
útgerð ríkisins til ennþá
meiri þjónustu við fólkið, er
býr við fremur erfiða aðstöðu
víðsvegar á ströndinni kring
um landið. Varla getuv þess-
um manni verið það sévstakt
kappsmál að fjölcía mörg
þorp og kauptún legðust í
auðn. Það er tæplega hin
ákjósanlegasta leið til að full
nytja gæði okkar kæra lands
og fiskimiðanna umhverfis
það.
Skipaútgerð ríkisins er nú
talin eiga skip og aðrar eign
ir fyrir um eða yfir 60 millj.
kr. Þau 4 skip, sem útgerðin
á, eru að allra dómi ágæt
skip og hentug til strand-
ferðanna. Þessum skipum
stjórna þaulreyndir skipstjór
ar, sem hafa valinn mann í
hverju rúmi á skipum sínum.
Að öllum öðrum ólöstuðum,
sem við stjórn skipaútgerða
fást mun núverandi forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins vera
gagnkunnugastur öllu því, er
að strandsiglingum lýtur.
Þetta er ofur eðlilegt. Þessi
maður hefir nú um nær ald-
arfjórðungs skeið starfað við
Skipaútgerðina. í fjölda ára
sem fulltrúi og önnur hönd
hins þjóðkunna manns Pálma
heitins Loftssonar, og nú hin
síðari árin sem forstjóri út-
gerðarinnar. Engum er því
betur treystandi til að hafa
forustu um að efla þennan
þátt þjónustunnar við fólkið
í landinu. Að hafna starfs-
kröftum jafn reyndra og
starfhæfra manna og hér
hefir verið á drepið væri út
af fyrir sig fullkomið óráð
og alvöruleysi.
Það er alveg ástæðulaust
að vera að gera sér það í
bugarlund, að hægt sé að íela
einhverjum öðrum að gegna
hlutverki Skipaútgerðar ríkis
ins Ríkið verður sjálft að
gegna þessu hlutverki, og því
ber skylda tíl að gera það.
Ríkið hefir með höndum
margháttaða þjónustu og fyr
irgreiðslu fyrir almenning,
sem ekki er talið rétt að fela
öðrum. Rekstur Skipaútgerð
ar ríkisins er einn sjálfsagð-
asti hlekkurinn í þeirri keðju.
Það er af sumum gert mik-
ið úr halla á rekstri Skipa-
útgerðarinnar. Þetta er langt
frá þvi að ve.a réttmætt.
Miðað við þá þjónustu og
fyrirgreiðslu, sem Skipaút-
gerðin lætur í té, er tapið á
rekstri hennar sáralítið. Það
munu vera fyrir hendi ýmis
ráð til að minnka þennan
halla. — Alþingismennirnir
gætu t. d. séð um það að
Skipaútgerðin fengi, að vissu
marki, sérleyfi á flutning-
um meðfram ströndum lands
ins. Það virðist á allan hátt
eðlileg og sjálfsögð ráðstöf-
un. Að sjálfsögðu mundu
engar hömlur verða lagðar á
það að Eimskipafélag íslands
Skipadeild SÍS og skip ’ann-
arra aðila, sem flytja vörur
á milli landa afskipuðu vör-
um sínum á þeim höfnum,
sem þeim bóknast. Starfsemi
Eimskipafélagsins og Skipa-
d.eildar SÍS er þjóðhagslega
mikilsverð. Góð samvinna
milli þessara aðila og Skipa
útgerðar ríkisins er því mik-
ils virði,„enda mun samvinn-
an jafnan hafa verið ágæt.
Hitt er svo á allan hátt ó-
eðlilegt og óheilbrigt þegar
einstaklingar fara að taka
fiskibáta frá framleiðslu-
störfum til þess að keppa
við Skipaútgerðina um vöru
flutninga á hagstæðustu flutn
ingaleiðunum frá Reykjavík.
Hugsanlegt ér að eigendur
þessara báta hafi notið að-
sroðar ríkisvaldsins um fyr'r
greiðslu við kaup á þessum
bátum, svo sem sérstaklega
hagstæðra lánskjara (Stofn-
lánadeildarlán), og þá senni
lega með það fyrir augurn að
skipin yrðu notuð sem fram
leiðslutæki, þ. e. sem fiski-
skip. Vöruflutningar þessara
báta munu skaða Skipaútgeið
ríkisins stórkostlega, þar eð
skip hennar munu jafnan
hafa nægilegt farmrúm á
þessum leiðum. Það hefir eng
inn heyrt að eigendur þess-
ara báta hefðu áhuga á þvi,
að láta þá sigla með vöru-
slatta frá Reykjavík t- d. til
Borðeyrar, Blönduóss eða
Bakkafjarðar. Fyrir því munu
þeir ekki hafa neinn sérstak
an áhuga, og þarf þó að flytja
vörur á þessa staði og marga
íleiri, sem svipað eru settir.
Það er hins vegar gróðavæn
legt 'að sigla með vörur á
stuttleiðum út frá Reykjavík,
og þess vegna eru jafnvel
fiskibátar teknir til þeirra
hluta. Þessi starfsemi er því,
eins og fyrr segir beint tjón
fyrir Skipaútgerðina, en kem
ur fáum að gagni nema þeim,
sem hirða gróðann af flutn-
ingunum. Hlutur Skipaútgerð
arinar verður sem þessu nem
ur minni, þ. e. tapið þeim
mun meira. Ekkert er því
sjálfsagðara en að Skipaút-
gerðin annist vöruflutning-
ana á stuttleiðum út frá Rvík
eins og hún þarf að annast
þá til hinna dreifðu hafna út
um landið. Skip útgerðarinn
ar verða hvort eð er að koma
við á sömu höfnum og bát-
arnir flytja vörur til, vegna
farþegaflutninga, því að eng
inn maður ferðast með þeim,
ekki einu sinni eigendurnir
sjálfir, nema þá í brýnustu
lífsnaúðsyn. Það má segja
að Skipaútgerðin sé nú ein
um farþegaflutninga á strönd
ina, því að skip Eimskipafél.
og SÍS hafa mjög lítiö far-
þegarúm að Gullfossi undan
teknum, en viðkomur hans á
ströndina eru fátíðar eins og
vitað er, sjálfsagt af eðlileg
um ástæðum.
-Alþingi það, er nú situr,
hefir afgreitt umrætt frv.
Gísla Jónssonar á viðeigandi
hátt. Sennilegt er að forustu
menn Sjálfstæðisflokksins
sjái um að þetta hugarfóstur
G. J. sjái ekki dagsljósið í
náinni framtíð, svo illa þokk
að, sem það hlýtur að vera
jafnt hjá kjósendum Sjálf-
stæðisflokksins sem og öðr-
um. En Alþingi ætti einmitt
nú að veita Skipaútgerðinni
sérleyfi á líkan hátt og á
hefir verið drepið hér að of-
an. Það mundi verða almenn
ingi og Skipaútgerð ríkisins
til hagsældar.
Vestfirðingur.
ÚIIIIIIIIllllllllUIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIlllllllllUIIlIIIIIIII)
| Keflavík —!
| Njarðvíkur (
| Höfum til sölu fokhelt \
| hús í Njarðvíkum á eignar i
| lóð. Hagstætt verð.
i Höfum hús og íbúðir af =
\ ýmsum gerðum.
| 17 tonna vélbátur til i
i sölu.
| Chevrolet vörubifreið f
| smíðaár 1942, í mjög góðu |
| standi til sölu, selst ódýrt. f
|eignasaian,|
f Framnesvegi 12. Sími 566 |
og 49, Keflavík.
«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiima
Anglýsið í Tímaimm
Aðalfundur Knattspyrnu-
ráðs Reykjavíkur var hald-
inn sl. föstudagskvöld í Fé-
lagsheimili K. R.
Fundinn sátu fulltrúar
allra knattspyrnufélaganna
fimm í Reykjavík. Formaður
ráðsins, Sigurður Magnússon,
flutti skýrslu ráðsins yfir
starfsemi þess á sl. ári, en
starfið hefir eins og undan-
farin ár verið mjög umfangs
mikið.
KRR varð 35 ára í maí sl.
cg í tilefni þess voru ýmsir
forustumenn knattspyrnunné
ar í Reykjavík, bæði fyrr og
síðar heiðraðir.
í vor tók ráðið upp þá ný-
breytni, að gangast fyrir út-
gáfu á skrá yfir alla kapp-
leiki í knattspyrnumótum
allra flokka, ásamt leikstað,
leiktíma og dómara hvers
leiks. Var þetta mikið verk
cg vandasamt, e.n til mikils
hagræðis "fyrir alla hlutaðeig
andi aðila, og verður þessi
háttur á haföur í framtíðinni
að skipuleggja alla leiki, bæði
innlend mót og erlendar
heimsóknir með góðum fyrir
vara.
Reykvísk félög sáu ekki um
neina heimsókn erlendra
knattspyrnuliða, en hér léku
á sl. sumri 3 erlend lið, norska
landsliðið, úrval áhugamanna
frá Hamborg á vegum Akur-
nesinga, og úrval frá Þórs-
höfn í Færeyjum, á vegum
ísfirðinga. Utan fóru 3 flokk
ar frá Reykjavík, meistara-
flokkur Víkings, sem lék í
Danmörku, 2. fl. Vals, sem
lék í Þýzkalandi og 3. fl. KR,
sem lék í Danmörku og Sví-
Þjóð.
Fyrir þessum aðalfundi lá
tillaga um nýja -skipan á
heimsóknum erlendra liða á
vegum einstakra félaga.
Skiptast félögin fimm á um
að bjóða upp ein sér hing-
að erlendum knatspyrnulið-
um, og býður Valur hingað
upp erlendu liði í lok maí,
en KR býður hingað erlendu
liði í miðjum júlí. Að auki
er síðan einnig von á 2 ér-
lendum unglingaflpkkum á
næsta sumri. KR býðúr hing
að dönskum 3. flokki; og Vál
ur býður þýzkum 2. flokki.
Eins og undanförnu er
aðalstarfsemi ráðsins frani-
kvæmd allra knattsþyrnu-
móta í Reykjavík, og starfa
nú tvær undirnefndir að
þeim málum á vegum þess.
Alls fóru fram 21 mót í sumar
og var leikjafjöldi þeirra 167,
en þar að auki léku félögin
53 leiki, gegn erlendum lið-
um, erlendis og úti á landi.
Enn eru tvö mótanna óút-
kljáð, en af hinum 19, hefir
KR unnið 9, Valur 8, Fram
1 og Akurnesingar 1.
Úr stjórn KRR gengu nú
Sigurður Magnússon, Gunn-
laugur Lárusson, Kristvin
Kristinsson, og Sveinn Zoéga
sem átt hefir.sæti i því í 13
ár, og er það lengur en nokk
ur annar. Formaður fyrir
næsta ár vai kjörinn Harald
ur Gíslason, frá KR, en með
honum í stjórn verða Jón Guð
jónsson, frá Fram, Páll Guðna
son, Val, Ólafur j;ónsson, Vík
ing og Óskar Pétursson frá
Þrótti.
Hefi nokkra
þýzka dlesclmótora
og dieselrafstöðvar
f >ririi»”.!aiidi
RAFVIRKJAM. yr SfMI 764 2
Skólavörðustig 22.
: æ»SSS5SSSSSS5SSSS5$SS«3S5SS555SS5SS5fflS35SS$®SSS5SSSffl
NÝJAR BIFREIÐAVÖRUR
Frá PERFECT CIRCLE:
Stimpilhringir í flestar tegundir bíla
og vinnuvéla í stærðum frá 3"—5". —
Perfect Circle stimpilhringir eru mest
notaðir í Bandaríkjunum.
Frá PERMITE:
Ventlar og ventilstýringar fyrir:
GMC
FORD 6 og 8 cyl.
DODGE allar stærðir
CHEVROLET
INTERNATIONAL o. fl. o. fl.
Perfect Circle endist bezt Permite er viðurkennt mcrhi
Þ. JÓNSSON & CO.
Sfml 8 22 15
Rorgartún 25, sími 8 22 15