Tíminn - 12.11.1954, Síða 2

Tíminn - 12.11.1954, Síða 2
TIMINN, föstudaginn 12. nóvember 1954. 256. blaff. Fegurðardrottning Eslands er lið- tæk til ritstarfa í biað skóla síns Tvær smágrcinar eftir Raguu Ragnars úr skolablaði Meimtaskólans á Akureyri Við liöfum komizt yfir blaö menntaskólanema á Akureyri, er ber heitið Muninn Blaðið er nú að hefja 28. árgang sinn, og hefir það inni að halda >rmislegt til skemmtunar, samið af Semendum sjálfum, svo sem venja er Meðal annars rekst maður þar á tvær stuttar greinar, eða skólastíla eftir fegurð- ardrottningu íslands, Rögnu Ragnars, sem kosin va?- í Tívolí í sumar, eins og mönnum er í fersku minni. Tökum við okkur það bessaleyfi að birta þær hér, þar eð líklegt er að marga muni fýsa að kynnast af eigin raun hvers hin fagra mær er megnug á ritvellinum, cg mun mörgum finnast, að hún sé ekki óliðtæk þar. mwmmm Hafið Eg kastaði mér í hafið. Beint á höfuðið. Neðar — neð ar. Ég fann þrýstinginn vaxa og hraðann minnka, unz ég lá lárétt niðri við botninn. Ég andaði frá mér og loftbólurn ar stigu upp á við, léttar og svífandi. Ég spyrnti við botnin um með hægra fæti og þaut upp á við. Ég sveiflaði hönd- um og fótum og lék alls konar listir. Mér fannst ég vera ballettdansmær. Ég tyllti mér á tá og dansaði Tarantella, eins og Ágústa í skólaleiknum. í næstu andrá fannst mér ég vera fiskur, sem synti hægt og lónandi, gleypti loðnu við og við og horfði áhugalaus á umhverfið. Ég synti lengra og lengra. Út á hið mikla dýpi. Ég hafði ekki enn komið upp á yfirborðið til þess að anda, en það virtist ekki verða mér hinn minnsti fjötur um fót á ævintýraferð minni. Ég sá fiska af öllum tegund um, sem litu forvitnislega til mín og kinkuðu kolli í kveðju skyni. Ég synti fram hjá hell- um með leyndardómsfullum perlum í loftinu, og hörpudisk um og öðuskelj um á botnin- um. Mér leið vel. Svo yndis- lega vel. Ég þurfti ekkert fyr ir lifinu að hafa. Ég leið ein- ÚtvarpLð 20,50 21,25 Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Erindi: Leiðsögn höfuðklerks til farsældar (Pétur Sigurðs- son erindreki). Tónlistarkynning. — Lítt þekkt og ný lög eftir íslenzk tónskáld. Fræðsluþættir: a) Ólafur Björnsson prófessor talar um efnahagsmál. b) Dr. Helgi Tómasson yfirlæknir talar um heilbrigðismál. c) Theó- dór B. Líndal prófessor talar um lögfræði. Fréttir og veðurfregnir. Útvarpssagan: „Bréf úr myrkri" eftir Þóri Bergsson; I. (Andrés Björnsson). Dans- og dægurlög: Jo Staf- ford og Ffankie Lane syngja (plötur). Dagskrárlok. 22,00 22,10 22,35 23,10 Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúkiinga. 18,0 Útvarpssaga barnanna. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 20.30 „Glatt á Hjalla". — Upplest- ur, söngur og hljóðfæraleikur. Sigfús Halldórsson tónskáld sér um þennan dagskráriið. 21,20 Upplestur: Ari Arnalds fyrr- um bæjarfógeti les fyrsta kafla úr nýrri bók sinni: „Sól arsýn“. — Með lestrinum verð ur flutt tónlist éftir Anton Bruckner. 22,00 Fréttir og veðurfregnir 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. hvern veginn áfram, lengra og lengra En — straumurinn tók mig. Ég var komin út á rúmsjó. Allt var orðið dimmt, kalt og draugalegt Það greip mig ofsahræðsla. Ég reyndi að grípa í slímuga anga sjáv argróðursins, en ég barst áfram með ótrúlegum hraða. Sennilega hefði ég farizt og orðið að ódauðlegri hafmeyju, ef ég hefði ekki vitað frá upp hafi, að þetta var aðeins draumur minn um hafið. YeðriS ©g ég Ég fann, að það var farið að kólna. Ég hélt a m. k., að það væri kuldi, en ég var ekki alveg viss. Það var líka langt síðan ég hafði snúið eftirvæntingar- full og brosandi í átt sólar, í fyrsta sinni. Hvað vissi ég þá? Svo sem ekki neitt. En seinna lærði ég að meta sólina og regnið. Regnið var kalt og óvænt, en ég drakk það í mig og gleymdi, hvað það var óþægilegt að vera blaut báðum megin. Sólin skein aldrei nema stutta stund í einu. Þegar hún hvarf aftur, hjúfraði ég mig saman og beið kvíðandi eftir því, sem verða vildi. ( í rauninni var ég algerlega háð þessari sffelldu breytingu loftsins í kringum mig. Ekki var ég nú ein í þessum leik. Margir voru fast við hliö mér, og er ég leit lengra í burtu, sá ég fleiri og fleiri — já alveg ótölulegan fjölda. Ég fann einhverja breyting á mér, dag frá degi. Og alltaf fór þeim fækkandi, sem í kringum mig voru. . Ég var orðin gul og rauö. Mér fannst ég fríkka um allan helming. En hvaða vindhviða var þetta? Hun óx, togaði í mig og reif. Ég hélt mér dauða- haldi, en vindurinn hamaðist — og skók mig og hristi. Hvað átti ég að gera? Ég leit í kringum mig eftir hjálp. En — almáttugur! Ég var ein — svo óendan- lega ein. Ég heyrði, að einhver kom gangandi, nam staðar og leit upp til mín, þar sem ég hékk í örvæntingu minni. Hann teygði sig upp, greip í mig og sleit mig lausa. Ég fann, hvernig ég missti máttinn, hvernig hið marg- lita skraut mitt fölnaði. Ég varð sinnulaus með öllu og mér fannst vera að líða yfir mig Eins og milli heims og helju heyrði ég hann segja: „Þetta er líklega síðasta skógarlaufið í haust“. Ragna. Fálklnn (Framhald af 1. eíöu) . af fálkanum var tekin, var honum gefin freðin langvía. Hánn kunni illa svo köldum fugli og vildi ekki ráðast á hana fyrr en búið var að þíða hann í heitu vatni, en þá lét hann ekki á sér standa, og sést á myndinni, hvernig hann hefir rifið fuglinn sund ur. Hann er annars allmat- vandur og vill ekki nema nýtt kjöt. Talið er, að fálkinn sé ársgamall. Salka-Valka frum- sýnd í Stokkhólmi á mánudag Kvikmyndin af Sölku- Völku verður frumsýnd í Stokkhólmi næsta. mánudag, og verður höfundur sögunn- ar þar viðstaddur. Ætlað var að frumsýna hana hér í Rvík jafnsnemma, en af því gat ekki orðið þar sem stendur á íslenzkum texta. Verður hún frumsýnd um næstu mánaðamót hér, og þá í Aust urbæjarbíói og Nýja bíói. — Sýningartími myndarinnar er rúmar tvær klukkustundir. Amerískir kjólar NÝKOMMIR Verzlunin EROS Sími 3350 Hafnarstr. 4 cssssssasssssssssasaæassaasssssœÆœssasæssssssasssssfasssssaasssssssa Frá aðalf. Kvenstúdentafélagi íslands: Styrkir erlenda háskólakonu til vísindastarfa hér á landi Kvenstúdentafélag íslands hélt nýlega aðalfund sinn. Formaðwr félagsins, Rannveig Þorsteinsdóttir, hdl., flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Haldnir voru fundir mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, þar með talin 25 ára afmælishátíð félagsins, sem haldin var í nóvember 1953. Aðalmál félagsins á starfsárinu var fjársöfnun til styrk- veitingar erlendri háskólakonu til vísindastarfs við háskól- ann hér. i c, „ *. ... ... . hafði ennfremur kaffisölu. Stofnaði félagið til happ- drættis í þessu skyni og Radarstöðvarnar (Framhald af 1- síöu). samið. Ýmsir álíta heppileg ast, að Bandaríkjamenn ein ir starfi í stöðvunum, og telja, að með því fyrirkomu- lagi verði auðveldast að ein- angra stöðvarnar á þann hátt, sem nauðsyn ber til, og í samræmi við gerða samn- inga um ráðstafanir til að koma í veg fyrir samskipti varnarliðsins við íslendinga. En sums staðar, jafnvel á Alþingi, eru þó uppi raddir um, að rétt sé og eftirsóknar vert, að íslenzkir menn verði ráðnir til einhverra starfa hjá Bandaríkjamönnum á stöðvum þessum. Flm. telja hins vegar, að það fyrirkomu lag, að útlendingar annist að alstörfin ásamt stjórn stöðv anna með einhverri aðstoð íslenzkra undirmanna (sem þar teldust í þjálfun) og ís- lenzku þjónustuliði, sé, hvort sem þetta fólk ætti heima ut an eða innan stöðvarsvæð- anna, að ýmsu Ieyti miður æskilegt, ekki sízt frá sjónar miði þeirra fámennu byggð- arlaga, sem hér eiga sérstak lega hlut að máli. Er þá sýnu nær, að íslendingar reki sjálf ir radarstöðvarnar gegn þeirri greiðslu, sem um kann að semjast, undir íslenzkri stjórn og meö íslenzku starfs iiði aðallega,, en hafi til þess aðstoð erlendra sérfræðinga, eftir því sem með kann að þurfa fyrst um sinn. Með tillögu þeirri, sem hér Jiggur fyrir, er lagt til, að unnið verði að þeirri lausn málsins, sem nú hefir verið nefnd, þ. e., að íslendingar taki sjálfir að sér rekstur radarstöðvanna. Ef samkomu Söfnunin hefir gengið vel og er búist við að hægt verði að veita styrkinn næsta haust. Þá tók félagið að sér sölu jólakorta á vegum Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna og mun annast sölu slíkra korta aftur í ár. Formaður félagsins sótti fulltrúaráðsfund Alþjóðasam bands háskólakvenna, sem haldinn var í Osló í ágúst- mánuði í sumar. Höfuðá- kvarðanir þess fundar mið- uðu að því, að efla vináttu og skilning milli þjóða og auka starfsemi alþjóðasam- bandsins, einkum í hinum f j arlægari Austurlöndum, þar sem menntun kvenna fer ört vaxandi. Þá voru rædd uppeldis- og þjóðfélagsvanda mál. Alþj óðasamband há- skólakvenna telur nú um 150 þúsund meðlimi. Er búizfc við að félagatalan aukisfc mjög á næstunni, þegar Suð ur-Ameríka, Janan og fleiri ríki bætast við. Þessi fulltrúa fundur í Osló fór hið bezta fram og rómuðu fulltrúar miög viðtökur Norðmanna. Stj órn Kvenstúdentafélags Tslands skina nú: Rannveig Þorsteinsdóttir, hdl., sem er formaður, Teresía Guðmunds son, Erla Elíasdóttir, Auður Þorbergsdóttir, Guðrún Helga dóttir, Hanna Fossberg og Ragnhildur Helgadóttir. Fé- lagið mun halda árshátið sína í kvöld í Þjóðleikhús- kjallaranum. lag næst, þarf ekki að efa, að íslenzkir sérfræðinemendur og sérfræðingar á bví sviði, sem hér er um að ræða, hefðu möguleika til að afla sér á venjulegan hátt þeirrar við- bótarfræðslu, sem nauðsyn- leg kann að reynast. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftirWaíter Scott. Myndir eftir Peter Jaeksor 99 ..Hami htioi nii > i— gctað stungið að \ mér nokkrum skyld iiigum. En það cr sama. ég vil gcra ullt, scm hægt cr til að bjarga lifi Re* bckku.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.