Tíminn - 12.11.1954, Qupperneq 3

Tíminn - 12.11.1954, Qupperneq 3
TÍMINN, föstudaginn 12. nóvcmbcr 1954. 3 256. blaff. Bréf til Auðbjargar 12. nóv., 1954. Góða vinkona! Þökk fyrir bréfið. Það er svo margt, sem gaman væri að segja þér frá, en vegna þess, ; > )fr> ;vr 1í:£?'}■'' að í dag er móðir mín, Þór- íiý Þórðardóttir, Framnesvegi 28, nírseð, Jangar mig að reyna að lýsa fyrir þér einum degi úr bernsku minni. Ég var þá sex ára og átti heima á Veiðilæk í Þverárhlíð. Tveggjamánaöa fór ég þangað svo að þú getur varla ætlazt iil að ég muni mikið frá því ferðalagi. Ö.ðru máli gegnir þegar ábúðarrétturinn á jörð iiini rann út og við urðum að flýtja í Borgarnes. Þá var ég 9 ára. í Borgarnesi býr aðeins ágætisfólk. Eignuðumst við þar marga góða vini, ekki sízt mamma, sem var þar yfir þrjá tíu ár, enda leitar hugur hennar þangað á hverjum morgni jafn snemma og hún lýkur upp augunum. Haustdagur. „Mamma, komdu að hneppa“! — Ég stóð upp í rúminu, og kallaði, hún kom fljótlega, en ég snelri ekki þakinu í hana, þó að hnapp- arnir væru þar, heldur flýtti mér að læsa handleggjunum imí hálsinn á henni og þrýsta mér að vanga hennar. Þessi stuttu ástaratlot end urtóku sig á hverjum morgni og voru mér ótrúlega mikils yirði, það voru leifar frá því, aö ég var litlabarnið. Þegar ég var komin á fæt U ', fékk ég volga mjólk og b. -uð, svo var ég tilbúin að fa.a út. — Nei, ég átti eftir signa mig og lesa morgun bænina. Hún er svona; TVarst þú líka látin lesa ha;..a?) i ú er ég klædd og komin á ról i. .;stur Jesús veri mitt skjól. I jUðsóttanum geíi mér, . .anga í dag svo líki þér. Amen. I-að var hressilegur haust- vindur áti. Ég leitaði á fund vina minna. Ósköp voru grös i:r hnipin og orðin fölleit. 1. aríustakkarnir voru tæp- ltga búnir að draga sig sund u:. Mikið var gaman að horfa á þá draga sig saman á sum- arkvöldin, en nú áttu þeir að fara að deyja eins og öll grös- in, Þaö fór einhver nístings skiálfti um mig. — Guð minn góður, ef mamma skyldi deyja tfrá mér. , Ég var ósjálfrátt komin að tvedmur 'stórum þúfum, þar serri ég hafði oft áður orðið íyrir svipuðum geðhrifum. Tárin hrundu niður á jörð- ina og ég hnipraði mig niður á milli stóru þúínanna og bað guð að taka hana aldrei frá mér. Þetta endurtók sig iðu lega á morgnana. Ekki olli þetta þó neinum áhyggjum eða þunglyndi, nei, þvert á móti, ég efaöist ekki um bæn heyrslu, og mikið hefi ég aö þakka. Ég hélt svo áfram að labba í kringum hólana. Þarna var þetta og þarna var hitt, ég labbaði framhjá. Jafnvel öskuhaugurinn freistaði mín ekki nú. Öðru máli var að gegna á kvöldin, þegar bless uð sólin gyllti allar fornleif- arnar. Kjallarinn var opinn. | Þar sat yngsti bróðir minn og talaði við sjálfan sig og pat- aði út í loftið. Ég vissi undir eins að hverju hann var aö leika sér, í huganum, ég hafði svo oft séð hann í svona al- gleymi áður og heyrt orð og orð á stangli. — Hjól, vél o. s. frv. Nei, það var ekki gaman úti núna. Mamma var að elda mat- inn. Við ónáðuðum ekki hvor aðra Ég settist í uppáhalds- staðinn minn, frá vetrinum áður. Það var undir borðinu, sem stóð undir baðstofuglugg anum. Þarna var ég ekki fyrir neinum og enginn ónáðaði mig. Eldri bræður mínir komu nú inn úr fjósinu og sögðu tíðindi: Hann var að skella á með ofsaveður, og pabbi uppi á fjalli í leitunum. Klukkan var tíu. Við fór- um að borða morgunmatinn. Mamma spurði um kýrnar. Hún hafði ekki þurft að fara út að mjólka, þær voru orðn ar geldar núna. En við vor- um „á grænni grein“ því að það var hátt í ámu af dásam lega góðri súrmjólk, frá sumr inil, í kjallaranum, ásamt ostum og skyri. Veðrið fór versnandi. Torfur og járn- plötur fóru að fjúka. Mamma og eldri bræðurnir kiæddu sig vel og fóru aö líta eftir utan húss. Um hádegi var komið ofsa rok. Það hrikti og brakaði í baðstofunni. Ætli það sé ekki vissara að fara með oörn in niður i fjárhús? sagði mamma við sjálfa sig, nógu hátt til þess að við heyrðum það. „Já, já“, sögðum við ein- um munni. „Það er alveg sjálfsagt að flytja niður í hús, þau eru í skjóli undir hólun- um. Bærinn getur fokið á hverri stundu.“ Mamma horfði rannsakandi á okkur og líklega hefir hana grun- að, að þessi ákafi okkar staf aði meira af tilbreytingaþrá en hræðslu. Það varð úr, að við fórum niður í hús. Eftir að hafa vaf ið Þóru litlu inn í sæng og teppi og lokað bænum, signdi mamma dyrnar og svo fikr- uðum við okkur af stað og allt gekk sæmilega. Strákarn ir vildu taka rúmfötin sín með, en fengu það ekki. Við verðum að hafa gát á öllu, og ef þörf krefur, verðum við þrjú að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Gunnar getur passað litlu krakkana niðri í húsum, en ég vona að til þess komi ekki. Strákarnir byrjuðu strax að mæla sér út svefnpláss uppi í garða, fyrir nóttina. Ég fékk að sitja með systur mína, á meis, meðan mámma breiddi ábreiðu í jötuna og setti sængina þar á. Hún var notuð bæði undir og of- an á barnið, sem þurfti að fara að sofa. Þóra var aðeins eins árs gömul. Strákarnir náðu í hrip og fóru að hlaupa yfir það, ég stökk á eftir þeim, en — ég veit ekki, hvað skeði, en ég valt og hripið hvolfdist yfir mig. Strákarnir ráku upp rosahlátur. „Meiddir þú þig, Gunna mín?“ Það var mamma, sem spurði. „Nei, nei, ég get næst.“ En bræður mínir hættu ekki að hlæja. „Drengir!“ Við fórum til mömmu. „Ég hélt að þið hlægjuð ekki, þegar einhver dettur. Það er ljótur siður“, sagði hún. „Við hlæjum ekki að henni, við hlæjum af því, að hún valt alveg eins og vitlausi kallinn, sem við sá- um við Þverárrétt í fyrra.“ „Hver sagði, að hann væri vitlaus?" „Það sagði það margt fólk. Hann var, sko, fullur.“ Mamma vildi ekki hafa svona gáleysistal. „Það er stórt orð, að segja ókunnan mann vitlausan og „til þess eru vítin að varast þau“. Þið skuluð ekki hlæja að þessu, en festið ykkur þennan at- burð vel í minni og byrjið aldrei að drekka vín, svo að hið sama hendi ykkur ekki.“ „Já, já“, sögðu stóru dreng- irnir, og ég, sem var áheyr- andi, sagði já, í huganum. Mamma fór að keppast við að prjóna aftur og raulaði fyrir munni sér; „Enginn lái öðrum frekt einn þó nái að falla. Hver einn gái að sinni sekt. Syndin þjáir alla-.“ Svo var kominn tími til að fara heim í eftirlitsferð. Ég vildi ólm fara með bræðrun um. Við þokuðumst hálfbog- in, skáhallt upp hólinn, móti veðrinu. Stóðum stundarkorn þegjandi á hlaðinu og horfð um á lokaða bæjarhurðina. — Drengirnir skriðu upp í gluggatóttina og litu inn, sömuleiðis inn í fjósið. Kýrn ar lágu og jórtruðu. Mamma varð glöð að heyra að öllu liði vel. Veðrinu var að slota. Við báðum hana að segja okkur eitthvað frá því, er hún var ung. „Það er allt- af svo gaman, þegar bú segir okkur frá börnunum í Vogi“. „Ég ölst að mestú leyti upp í Skíðsholtum á Mýrum hjá pabba mínum, Þórði Sigurðs syni, bónda þar og stjúpu minni, Hólmfríði. Þar lærði ég að lesa og vinna, og svo náttúrlega guðsótta og góða siði, en ég stalst til að læra að skrifa, þegar enginn sá til.“ Já, þú hefir sagt okkur um fjöðurstaf, kálfsblóð og stafi, sem þú fékkst hjá drengjunum í hinum bæn- um.“ „Svo hirti ég umslög og allt, sem ég sá skrifað og reyndi að líkja eftir stöfun- um. Eftir að ég var fermd, var farið að lána mig afbæjar, sérstaklega á sumrin og svo um vertíðina og þá var ég látin gegna og sækja vatn í bæjar- og útihús, því að allir karlar, sem gátu, fóru í ver- ið. Á peim árum voru orð- lagðir frostavetur. Einu sinni var ég mjög slæm af sárum á knjánum, því að vatnið fauk i pilsin svo þau stokkfrusu og lömdust í ber knén“. „Varstu með ber knén úti í hríð og frosti?“ Já, það var siöur þá, að kvenfólkið var bara í síðum pilsum og sokk um upp áð knjám. — Þegar ég var tvítug réðist ég að Vogi í Hraunhreppi, og var þar þangað til ég var þrítug. Elzta barnið var nýfætt, þeg ar ég kom, og yngsta þriggja ái-a, þegar ég fór.“ „Já, hún Borga litla, þér þótti vænst um hana“. „Nei, þau voru öll bezt. Hún var bara svo lítil, þegar ég fór og leitaði alltaf að mér, þegar hún sá mig ekki strax, þegar hún kom niður á morgnanna og sagði: „Tvar er Tóta mín núna?“ „Hvers vegna fórstu þá frá Vogi, fyrst það var svona gam an þar?“ „Það var eftir lækn isráði, ég þoldi ekki að standa á flæðiengi, hafði sár á fót- leggjunum. Þaðan fór ég svo að Arnarholti í Stafholtstung um. Þangað réðst ég fyrir fjörutíu krónur um árið og fannst mikið. Þá keypti ég mér saumavél og söðul. Þar kynntist ég föður ykkar Sýslumaðurinn hélt okkur brúðkaupsveizluna áður en við fórum. Fyrst vorum við nokkur ár í húsmennsku i Norður-Kotum, en við gátum ekki eignazt skepnur þar, ut- an tvo hesta. Þar fæddust tveir drengir. Svo vorum við tvö ár á Heksstöðum, síðan fórum við hingað.“ „Já, og Trygg og kisu.“ „Nei, ég á hana.“ „Kiemur nú Guðrún til, með tólf kónga vitið.“ Mamma sat á meis og keppt- ist við að prjóna neðan við sokkbol. Upp úr sænginni, rétt hjá henni, reis nú dálítið höfuð með næstum hvítt hár og rjóðar kinnar. Innst í garð anum við hvanngrænt heyið í tóttardyrunum skein á eld rauðan lubbann á yngsta bróð ur mínum, hann var að leika sér að hornum þar. Undir rökkur var veðrinu slotað, svo að við fluttum í bæinn. Við krakkarnir hefð- um gjarnan viljað hafa þessa tilbreytingu svolítið lengri, en við vorum samt ánægð með að koma heim og borða. Mamma opnaði kistuna til að ná í eldspýtnastokk, hún hafði kæft eldinn, áður en við yfirgáfum bæinn, annars var eldurinn aildrei látinn deyja, heldur falinn í hlóðar eldhúsinu. Ég færði mig nær, það var svo góð lyktin úr kist unni. Þar geymdi hún t. d. rúsínur og sveskjur og margt fleira gott, að ógleymdri jóla köku og kleinum, sem við fengum aldrei að smakka, nema á sunnudögum og á hátíðum, og svo þegar gesti bar að garði. Rökkrið leið eins og vant var á haustin og vet urna. Mamma prjónaði og við sátum hjá henni og söngl uðum vísur og þulur og fór- um að lokum með allar bæn ir, sem mamma kunni, alltaf í sömu röð, svo að við mynd- um þær,-betur, þegar hún hætti að minna okkur á. Við borðuðum kvöldskattinn og háttuðum. Það mátti ekki kveikja fyrr en kvöldið, sem pabbi kæmi úr réttunum. Það var föst venja, sem aldrei var brugðið út af. Það varð að halda það kvöld hátíðlegt. Hann kom heldur aldrei drukkinn úr réttunirm og ekki heldur úr kaupstaðar- ferðum og þó að ekki væri komið með úr kaupstað að jafnaði nema það nauðsynleg asta, þá kom hann stundum með bók, sem hann las upp- hátt á vökunni. Man ég mest eftir „Oliver Tvist“, „Quo Vadis?“ Annálum, Sögusafni ísafoldar o. s. frv. Að lokum las hann svo húslesturinn. Við vorum látin signa okkur og lesa faðirvor. Svo áttum við að fara að sofa, en mamma hamaðist við prjónana, hún ætlaði að lita á morgun, bæði það, sem Þuríður á Svarfhóli hafði vélprjónað fyrir hana og það, sem hún hafði sjálf prjónað í hjáverkum. Ég hlakkaði til næsta dags, ég mtlaði að fá að stinga ein- hverri tusku ofaní litinn, í jólakjól á brúðuna mina. Svo sofnaði ég örugg og hamingju söm, við tifið í prjónunum hennar mömmu. Við höfðum ekki hugmynd um, hve gífurleg vinna og fyr irhy.ggja liggur i því að hafa alltaf á hverjum morgni hrein og hlý plögg við rúmin hjá fimm barna fjölskyldu. Aldrei varð leit eða ergelsi út af neinu. Við höfðum ekki hugmynd um hvers vegna við vorum alltaf glöð og ham- ingjusöm. Það var vegna þess að okkur var aldrei bannað í reiði. Vegna þess, að mamma var rólynd og nærgætin, sann orð og heiðarleg og hafði sér staka hæfileika til að tala við og leiðbeina börnum, eftir hverja umvöndun, af hennar hálfu, var eins og opnaðist nýtt, uppljómað, svið í hug- arheimi minum, þar sem áð ur var myrkur og tóm. Pabbi var henni samhent- ur, snyrtimenni og harðdug- legur, en það er önnur saga, Ef það ætti fyrir mér að liggja, að verða fyrir þeirri náð, að heyra dýrðlegan hljóm á dauöastundinni, þá myndi ég taka kliðinn í prjón unum eða saumavélinni henn ar mömmu framyfir alla heimsins æðri tónlist. Góða gamla vinkona. Mik- iö væri gaman að fá línu. Ég veit, að þú hefir ekki mik- in tíma, en það er synd. Vertu blessuð og sæl. Guðrún Brynjúlfsdóttir. Kaupmenn - Kaupfélög Jóla-iítstillintiaptippírinn er kominn. lyiraF.-- PENSILLINN Laugaveg 4 csassssssssssssssssgsssssssssssssssssssysssssssssssssgsssssssssssscsgs'y SSSS$SSSS$SSSSSSSSWSSS«SÍSSSSÍSSSÍS5$SÍ53SSSSSSSSSSSSS$S$SS«SSSSSSÍSS Tómir kassar Rýmingarsala á tómum trékössum meö tækifæris- veröi. Upplýsingar í Nýborg, sími 4103. Áfeiigisvcrzliiii ríkisins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.