Tíminn - 12.11.1954, Side 6
6
TÍMINN, föstudaginn 12. nóvember 1954.
cSj
,í
HÖDLEIKHÚSID
TOPAZ
Sýning í kvöld kl. 20.
Skólasýning.
LOKAÐAR DYR
Sýning laugardag • . 20.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 — 20,00. Tekið á móti pönt-
unum. Sími: 8-2345, tvær lírnrr.
Leyndarmál
fjölskyldunnar
Áhrifarík og athyglisverð ný,
amerísk mynd um örlagaríkan
atburð, sem veldur. straumhvörf
um í lífi heillar fjölskyldu. —
Myndin er afburða vel leikin og
bindur athygli áhorfandans frá
upphafi til enda.
John Derek,
Sotjiy Latorence.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
- *•- r^i
NYJA BIO
— IM* —
Óður IJhrainu
íburðarmikil og fjölþætt dans-
og tónlistarmynd í AGFA-litum.
í myndinni koma fram flestir
frægustu listamenn frá óperum,
ballettum og tónlistarhöllum í
Ukrainu.
Hér er mynd, sem engir sannir
listunnendur ættu að láta óséða.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJAPBÍÓ
— HAFNARFiRÐI -
Þín fortíð er
yleymd
(Dln fortid er glcmt)
Djðrí og vel gerð mynd úr lífi
gleðikonunnar, sem vakið Lefir
mikið umtal.
Myndin hefir ekki verið sýnd
hér á landi áður.
ísienzkur skýringatexti.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Bíznl 11*9.
Robinson-
fjölshyldan
(Stoiss Family Robinson)
Amerisk stórmynd, gerð eftir
hinni heimsfrægu sögu „Swiss
Family Robinson" eftir John
David Wyss. Myndin fjallar um
ævintýri svissneskrar fjölskyldu,
er á leið til Ástralíu lendir í
skipsstrandi og bjargast nær alls
laus á land á eyðieyju í Suður-
höfum.
Þetta er afbragðsmynd jafnt fyr
ir unga og gamla.
Aðalhlutverk:
Thomas Mitchell,
Edna Best,
Freddie Bartholomeio,
Tim Holt.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
HAFNARBÍÓ
— Blmí «444 —
Aðcins pín veyna
(Because of you)
Hin efnismikla og hrífandi
ameríska stórmynd, sýnd aftur
vegna mikilla eftirspurna, en að
eins örfáar sýningar.
| Sýnd kl. 7 og 9.
I______Síðasta sinn.
I yíhinyahappinn
(Double Crossbones)
■ Sýnd kl. 5.
^REYKJAVfKUR^a
Erfinyinn
Sjónleikur í sjö atriðum
eftir skáldsögu Henry James
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala í dag eftir
kl. 2.
Frœnha Churleys
Gamanleikurinn góðkunni með
Árna Tryggvasyni
í hlutverki „frænkunnar".
Sýning á morgun kl. 5.
Aðgöngumiðasaía frá kl. 4—7 og
eftir kl. 2 á morgun.'Sími 3191.
♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦
AUSTURBÆJARBÍÓ
Tónshúldið Glinha
Glæsileg og áhrifamikil, ný, úss
nesk stórmynd í litum, byggð á
ævi tónskáldsins Mikhail
Glinfea. Danskur texti.
Sýnd kl. 7 og 9._
Óveðurseyjan
Hin afar spennandi ameríska
kvikmynd.
Aðalhlutverk:
Humphrey Bogart,
Lauren Bacall,
Edtaard G. Robinson.
Bönnuð börrium.
' Sýnd kl. 5.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦*>♦♦♦♦<
GAMLA BÍÓ
— 147« —
Kániinr Salóinons
konungs
(Klng Salomons’s Mines)
Stórfengleg og viðburðarrík
amerísk MSM-litkvikmynd, gerð
eftir hinni heimsfrægu skáld-
sögu eftir Rider Haggard. Mynd-
in er öll raunverulega tekin í
frumskógum Mið-Afríku!.
Börn innan 10 ára fá ekki
aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
SÖNGSKEMMTUN KL. 7,15.
Yantranstið cnn
(Framhald af 5. síðu).
inni hafa borizt til úrlawsnar
og hún hafði lofað að koma
i framkvæmd, enn stutt á
veg komin. Þótti Framsókn-
armönnum ógerlegt að hlaupa
frá þeim í miðjwm kliðum án
þess að tryggja farsæla lattsn
þeirra.
Þetta liggur að baki af-
stöðu Framsóknarmanna, en
hún er alls enginn sýknudóm
ur í máli Bjarna Benedikts-
sonar.
En umræðarnar um tillög
una sýndu annað. Þær sýndu
hvi(!íkt ólán sjtofnwn Þjóð-
varnarflokksins hefir verið
fyrir alla rawnhæfa úrbóta
pólitík hér á landi.
Með stofnun hans var vinstri
öflunum sundrað enn meira
en áður var og áhrif Sjálf-
stæðisflokksins awkin meira
en góðu hófi gegnir og langt
fram yfir það, sem þörf var
á. Þess vegna er svo komið,
að möguleikar ti! myndunar
vinstri stjórnar eru nú sem
stendur engir.
Rawnhæfasta úrbót, sem
hægt er að koma á í íslenzk-
um stjórnmálum nú, er sú,
að þjóðin lýsi vantrausti á
Þjóðvavnarflokkinn, en fylki
sér undir merki Framsóknar
flokksins til baráttu fyrir
farsælli framtíð.
Rátar . . .
(Framhald af 5. síðu).
um útbúnaði. Munu þeir
kosta fullbúnir um 90 þús.
kr. Þá hefir happdrættis-
stjórnin sótt um til Alþingis
að mega taka inn í happ-
drættið hús og íbúðir sem
vinninga og yrði þá jafn-
framt fjölgað útgefnum mið
um.
TJARNARBÍÓ
Martelnn Lúther
Heimsfræg amerísk stórmynd um ævi Marteins
Lúthers. Þessi mynd hefir hvarvetra hlotið metaðsókn
jafnt í löndum mótmælenda sem nnnars staðar, enda
er myndin frábær að allri gerð.
Þet'ta er mynd, sem allir þurfa að sjá.
Niall MacGinnis — David Horns — Annette Garell
Sýnd kl. 7 og 9.
Hetjur hafsins
(Two Years Before The Mast)
Hin margeftirspurða ameríska stórmynd byggð á sam-
nefndri sögu eftir Richard Henry Dana, en bók þessi olli
á sínum tíma byltingu að því er snerti aðbúnað og kj ör
sjómanna. — Aðalhlutverk:
Alan Ladd, William Bendix, Brian Donlevy.
Bönnuð börnum. — Sýnd kl. 5.
256. blað.
r 46.
Stáiaþeiff
;
LSkáldsaga eftir llja Ehrenhurg
rölega og vinsamlega við, og ívan hugsaði með sjálfum sér:
Ég hefi líklega skotið yfir markið. Auðvitað eitrar hann
andrúmsloftið, það er augljóst, en nú hefir hann hugann
aðeins bundinn við þessar nýju áætlanir og hefir engan
tíma til að sinna svikráðum sínum. Það getur verið, að
hættan líði hjá.
ívan varð rólegur og hætti að hugsa um Sokolo'wski. Dag
nokkurn, er Chitrow spurði hann, hvað liði máli Sokolowskis
svaraði hann góðlátlega eins og hann hefði aldrei mælt
illt orð í garð vélfræðingsins: Hann hefir nög að gera við
að breyta teikningum sínum. Óþolandi maður, en hann
kann sitt verk.
Enn leið ein vika, og ívan var nærri búinn að gleyma
þessum leiðinlega sunnudegi. Fregnimar um „afhjúpun“
Sokolowskis hafði nú borizt til eyrna Andrési gamla. Hann
sagði við miðdegisverðar borðið:
— Þrátt fyrir allt, hefir mér aldrei komið til hugar, áð
fvan væri svona ódrengilegur. Það er mikil heþpni, að
Lena skuli vera farin frá hotum. Hugsið ykkur annað eins,
hann er búirin að koma þeirri sögu á flot, að Sokolowski
hafi sent koriu sína og barn til Belgíu. Ef ég væri í spor-
um ríkissaksóknarans mundi ég höfða mál gegn ívani fyrir
bakmælgi og álygar.
Valdimar andvarpaði yfir þessum fregnum. Þetta mundi
verða ljóti leikurinn. En hvað faðir hans var barnalegur.
Sokolowski mundi verða að blæða fyrir þetta en ekki ívani.
Sokolowski var í hættu. Það eru nokkrar vikur síðan ég
heimsótti hann síðast, hugsaði Valdimar. Hann má ekki
álíta, að ég forðist hann vegna þessa orðröms.
Sama kvöldið heimsótti Valdimar Sokolowski. Hann fann
hann álútan yfir teikningum sínum. — Valdimar fannst
Sokolowski vefa þreytulegur og ellilegur ásýndum. Sokolow
ski rétti gesti sínum myndahefti og sagði: — Líttu á þetta
á meðan ég lýk við það, sem ég er að gera. Eg verð ekki lengi.
Undir einni myndinni, sem var af vinnustað Sokolowskis,
stóð ártalið 1931. Valdimar horfði hugsandi á þetta ártal.
Þá var ég aðeins ellefu ára. Sokolowski er eigiiúega að
verða gamall maður, hvað eigum við sameiginiegt. Þegar
ég kynntist honum fyrst, fannst mér hanri vera efasemdar
maður. En hann trúir á gildi starfs síns. Hann les tilkynn-
ingar ríkisstjómarinnar um aukningu framleiðslunnar. —
Hann er ekki efasemdamaður, heldur aðeins á undan sam
tíð sinni. Það er líklega þess vegna, sem ívani er svo mikið
í mun að jafna um hann. Þaö mun heldur enginn skipa
sér til varnar Sokolowski. Fólk vill ekki baka sér óþægindi,
það hallast fremur að þeim, sem standa upp úr, til dæmis
ívani og mönnum af hans gerð. Solokowski má þakka fyrir,
að hann skuli ekki hafa verið rekinn frá starfi enn. En
það er lítið hald í því, þótt ekki sé búið að reka hann í dag.
Verður það gert á morgun.
—Það er fjandi kalt hér inni. sagöi Sokolowski án
þess að líta upp frá starfinu.
— Nei, mér finnst vel hlýtt hér. Eg undrast hve þú ert
dúðaður.
— Jæja, þá er það ég, sem eitthvaö er bogið við, sagði
Sokolowski. Eg hríðskelf. Hann hélt áfram að teikna. Löng
stund leið, svo lagði hann blýantinn frá sér og sagði þreytu
lega:
—Það er langt síðan ég hefi séð þig, nokkuð að frétta?
Hvað hefir þú fyrir stafni núna?
— Það er harla lítilvægt. Sokolowski sagði ekkert. Valdi-
mar beið enn um stund, en ákvað svo að rjúfa þögnina.
— Heyrðu, ég hefi frétt, að þú sért í vanda staddur og
hafir orðið 'fyrir óþægindum.
— Nei, það get ég ekki sagt. Eg verð að vísu aö breyta
þessum teikningum, en til þess eru fullgildar ástæöur.
Valdimar hugsaði með sér: Hann veit ekkert. Ef til vill
er. það bezt. Hér situr hann óáreittur við störf sín. En
launárás ívans má ekki koma honum að óvörum. Hann
varð að aðvara Solokowski og sagði:
— Eg spurði, hvort þú hefðir orðið fyrir nokkrum óþæg
indum, af því að ég veit, að ívan hefir ákveðið að ryðja
þér úr vegi.
— Jæja, er það vegna þessara nýju áætlana?
— Nei. Hann segir, að þú hafir sent fjölskyldu þína í
öryggisskyni til útlanda.
Valdimar beið með eftirvæntingu svars Sokolowskis, en
bið hans varö árangurslaus. Sokolowski lagðist rólega á
legubekkinn og sagði:
— Er það rétt, að hér sé heitt? Mér finnst vera nistandi
kalt.
Hann er með kvef, hugsaði Valdimar: — Á ég að hita
te handa þér, eða útvega koníak?
— Nei, þakka þér fyrir. Segðu mér heldur, hvernig á því
stóð að Leonardo da Vinci átti í svona miklum vandræðum
meö liti sína. Voru þeir illa gerðir eða skakkt blandaðir?
— Eg veit það ekki, Sokolowski. Eg veit mjög iítið um
hann.
— Gezt þér ekki vel að málverkum Leonardos?
— Eg hefi aðeins séð nokkur þeirra í safninu, en það er
ekki hægt að dæma hann eftir þvi.