Tíminn - 14.11.1954, Qupperneq 10

Tíminn - 14.11.1954, Qupperneq 10
10 TÍMINN, laugardaginn 13. nóvember 1954. 258. blaff. SÍffll }j PJÓDLEIKHÚSID I SilfnrtmBglið Sýning sunnudag kl. 20,00. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 11,00 — 20,00. Tekið á móti pönt unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Leyndarmál fjölskyldunnur Áhrifarík og athyglisverð ný, amerísk mynd um örlagaríkan atburð, sem veldur straumhvörf um í lífi heillar fjölskyldu. — Myndin er afburða vel leikin og bindur athygli áhorfandans frá upphafi til enda. John Derek, Jody Lajsrence. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ - jj«44 — Óður Lkrainu íburðarmikil og fjölþætt dans- og tónlistarmynd í AGFA-litum. í myndinnl koma fram flestir frægustu listamenn frá óperum, ballettum og tónlistarhöllum 1 Ukrainu. ^ Hér er mynd, sem engir sannir listunnendur ættu að láta óséða. FóstbræSur Grínmyndin fjöruga með LITLA og STÓRA. Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJABBfÓ — HAFNARFIRDI - Þtn fortíð er gleymd (Din fortld er glemt) DJörf og vel gerð mynd úr Uíi gleðikonunnar, sem vakið _efir mlklð umtal. Myndln hefir ekki verið sýnd hér á landi áður. íslenzkur skýringatexti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. TRIPOLi-BÍÓ SínU lin. Robinson- fjölskyldan (Swiss Famlly Robinson) Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu sögu „Swiss Famlly Robinson" eftir John David Wyss. Myndin fjallar um ævintýri svissneskrar fjölskyldu, er á leið til Ástralíu lendir i skipsstrandi og bjargast nær alls laus á land á eyðieyju í Suður- höfum. Þetta er afbragðsmynd jafnt fyr: ir unga og gamla. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ — B&dI mm - Sagan af Glenn Miller (The Glenn Mlller Story) Stórbrotin og hrífandi, ný, amer ísk stórmynd í litum um ævi ameríska hljómsveitarstjórans Glenn MUler. Einnig koma fram Louis Arm- strong, Gene Kruba, Frances Langford o. fl. I Sýnd kl. 5, 7 og 9,15, ! Blástakkur Sænska grínmyndin fræga með L Nils Poppe 1 Sýnd kl. 3. leikfeiag: REYKJAyÍKDF^ Erfinginn Sjónleikur f 7 atriðum eftir skáldsögu Henry James. ' Sýning í kvöld kl. 8. Frænka Charleys * Aðgöngumiðasala eftir kl. 2. Gamanleikurinn góðkunni. Næsta sýning þriðjudag. Aðgöngumiðasala á morgun frá kl. 4—7. Sími 3191. AUSTURBÆJARBIO Ótrú eiginkona (The Unfaithful) Mjög spennandi og áhrifamikil, ný, amerísk kvikmynd, gerð eftir samnefndri sögu, sem birtist í tímaritinu „Stjörnur". (Task Force) ífaf og himinn loga Hin afar spennandi meriska stríðsmynd. Aðalhlutverk: Gary Cooper, Walter Brennan. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. Rakettumaðurinn — Fyrri hluti — Hin sérstaklega spennandi og viðburðaríka kvikmynd með Tristram Coffin. Sýnd aðeins í dag kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. Frímerkja- safnarar I Við erum vel þekktir meðal [ I frimerkjasafnara fyrir góð | | ar vörur og sanngjarnt I | verð. Höfum fyrirliggjandi | | Frímerkjalista (kataloga) i | albúm, innstungubækur,} § umslög, tengur, vatns- j | merkjaskálar, ásamt okk-i | ar vel þekkta úrvali af = i frímerkjum einstökum og i I í settum, pökkum og úr- j | valsheftum. Póstsendum. i JÓN AGNARS | Frímerkjaverzlun s.f. i 1 Póstbox 356, Reykjavík i ........ ^JJerl erai GAMLA BÍÓ — l«7g — IVámisr Salðmons konnngs (Klng Salomons’s Mines) Börn innan 10 ára fá ekkl aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SÖNGSKEMMTUN KL. 7,15. Ungur og reglusamur mað- ur óskar eftir að fá leigt herbergi (helst í vesturbæn- um). — Upplýsingar í síma 8 2339 milli kl. 6—8 á kvöldin. j Biblíuf élagsf undur ] | Aðalfundur Hins íslenzka j | biblíufélags verður hald- j | inn í Dómkirkjunni í Rvík j I miðvikudaginn 17. nóvem- j 1 ber 1954, kl. 8,30 e. h. Venjuleg aðalfundar- j 1 störf; Magnús M. Lárus- j | son, prófessor, flytur er- j | indi um kirkj ubyggingar á j | íslandi á miðöldum. Stjórnin. j Sfáiajieiff iiiiiiiii 1111111111111111111111(111111111111111111111111111111111111ii TJARNARBÍÓ Marteinn Lúther % ii J Heimsfræg amerísk stórmynd um ævl Marteins Lúthers. Þessi mynd hefir^hvarvetra hlotið metaðsókn Jafnt I löndum mótmælenda sem unnars staðar, enda er myndin frábær að allrl gerð. Þetta er mynd, sem allir þurfa að sjá. Niall MacGinnis — David Horns — Annette €arell Sýnd kl. 9. — Síðasta sinn. HOUDINI Hin eftirsótta mynd um frægasta töframann veraldar- innar. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Skáldsaga eftir Itja Ehrenburg Valdimar breiddi pappírsblað fyrir lampann. Sokolowski var hniginn niður á koddann aftur. Hann lá nú rólegur og tautaði eitthvað fyrir munni sér. Valdimar heyrði aðeins orð á stangli: Mary... .eyðimerkurjurtir... .Valdimar hugs- aði með sér: Vafalaust hefir Sokolowski mikinn áhuga á grasaíræði. Það er margt, sem hann beinir huganum að. Hver skyldi þessi Mary vera? Vafalaust kona, sem hann hefir einhvern tíma elskað. Nafnið er útlent. Ef til vill hefir hann eftir allt saman verið í Belgíu einhvern. tíma. Ég hefði ekki átt að vera að minnast á þetta við hann. Morguninn eftir kom Gorochow læknir aftur til sjúklings ins. Hann hristi höfuðið hyggjuþungur og gerði bpð eftir sérfræðingi læknishéraðsins, prófessor Bajkow. Þeir urðu sammála um, að sjúklinginn mætti ekki flytja til sjúkra- hússins, það væri of hættulegt. í þess stað var Barykina hjúkrunarkona fengin til að hjúkra honum heima. Sokolowski lá nær tvo sólarhringa rænulaus. Af og til opnaði hann augun, en hné jafnharðan aftur í sama hita sóttarmókið. Að kvöldi þriðja dags vaknaði hann til fulls og rak upp óp. Þá stóð Vera álút yfir honum. Slíkan hafði hann aldrei séð svip hennar. Hann vildi segja eitthvað en gat það ekki. Það varð aðeins hljóðvana andvarp: Vera. Hún svaraði þegar ströng: — Þú mátt ekki tala. En svo sneri hún sér að hjúkrunarkonunni og sagði lágt og blíð- lega- — Hann þekkti mig. Sokolowski lá enn með lokuð augu. Hann reyndi að hugsa. Getur það verið, að Vera sé hér, eða er mig að dreyma? Ég verð að komast að raun um það, það er mjög þýðingarmikið. Ég get ekki hent reiður á þessu, það rennur allt út í sand- inn. Hjúkrunarkonan gekk að rúminu og sagöi kvíðin: — Nú er hann vakandi aftur. Hvað er nú að, Vera Grigorsdóttir, er þér að verða illt? Hún greip vatnsglas og rétti henni, en Vera reis hvatlega á fætur og sagði með venjulegri ró- semi: — Gefðu honum meðalið, Ég ætla að hringja til Baj- kows prófessors. 13. kafli. Þar kom, að móðir Lenu, Antonía Pálsdóttir, stjórnandi samyrkjubúsins „Rauði vegurinn“ frétti það á skotspön- um, að Lena væri skilin við mann sinn Þær fréttir fengu mjög á hana. Hún minntist ekki á það strax við mann sinn, en lá vakandi á nóttunni og hugsaði um það. Hún skildi ekkert í dóttur sinni að hafa leynt þessu fyrir sér, ekki einu sinni skrifað. Antonía þerraði nokkur tár, sem hrukku af hvörmum og ákvað að fara til borgarinnar og heimsækja dóttur sína. Hún gæti þá tekið Shuru litlu heim með sér, því að Lenu mundi ekki veitast auðvelt að annast hc^ia jafnframt starfi sínu í skólanum. Þegar þær mæðgur fundust, var viðkvæmnin ríkjandi. — Fordæmir þú mig? spurði Lena. — Hvað heimska er þetta, svaraði móðir hennar. Ég er þér aðeins reið fyrir að hafa ekki skrifað mér um þetta og látið móður þína verða að frétta þetta á skotspónum. En að öðru leyti er ég ekki þess umkomin að vera dómari þinn. Þér líöur víst ekki of vel. Kemur faðirinn hingað til þess að sjá barn sitt? — Hann hefir krafizt þess, aö honum sé fært barnið á hverjum sunnudégi. Ég gerði það næsta sunnudag éftir að við fórum frá honum, en það varð ekki oftar, þvi að hann gerði mér orð um að hann ætti annríkt. f fyrradag hringdi ég til hans til þess að spyrja, hvenær hann vildi að Shura kæmi að heimsækja hann, en hann kvaðst ekki liafa neinn tíma aflögu fyrst um sinn og ætlaði að senda barninu eitthvað. Líklega hefir hann farið á veiðar með Chitrow, kosið það heldur en barniö. Og ég sem hélt, að hann elskaði barnið. Þú getur ekki ímyndað þér, hve sú hugsun kvaldi mig meðan ég var að taka ákvörðun mína. — Já, þú ímyndaðir þér alls konar vitleysu, það var meinið, sagði Antonía Pálsdóttir. Þú hélzt líka, að hann væri skilningsríkur og hjartahlýr. Það voru engin takmörk fyrir öllu því góða, sem þú þóttist siá hjá honum, þegar þú varst að segja mér frá trúlofun ykkar. Tárin komu fram í augu Lenu. Antonja dró af sér. — Jæja, jæja, þessu er lokið, við skulum ekki tala meira um það. Vertu ekki að gráta. Þér hefir skjátla2it, það getur hent bezta fólk, en ég fann það í upphafi. Hann er ómenni, það fann ég strax er ég kom í heimsókn til ykkar. Hann er þykkskinni og lætur sér í léttu rúmi liggja velferð fólks. Eitt sinn spurði ég hann: Hvers vegna er svona lítið í hill- um búðarínnar, sem á að birgja fólk upp að nauðsynjum? Hvers vegna þurfa verkamennirnir að fara alla leið inn J verzlunarhverfi borgarinnar til að kaupa hvern smáhlut og eyða þannig tíma sínum til einskis? Veiztu hverju hann svaraði? Hanh kvaðst hafa nóg að gera við að gæta sjálfs reksturs verksmiðjunnar og hældist um yfir vélum sínum. Hann reynd) að telja mér trú um, að í búðinni mætti fá allt, sem verkamennirnir girntust, jafnvel sykur. Antonía íifjaði líka upp önnur orðaskipti. — Kvold eitt, er þú varst að heiman, kom verkamaður til hans og bað hann um I«yfi til að láta konu sína fara með vörubíl, sem leið átti inn í bæinn. Hún þurfti að komast sem fyrst á fæðingardeildina. En hann svaraði: Vörubílarnir okkar eru engir sjúkravagnar. Ég spurði hann, hvort hann kenndi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.