Tíminn - 16.12.1954, Side 3

Tíminn - 16.12.1954, Side 3
285. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 16. desember 1954. 3 Áttræður: Benedikt Kristjánsson bóndi á Þverá í dag er Beriedikt Krist- jánsson, bóndi 'á Þverá í N,- Þingéyjarsýslu áttræður, en síðustu 40 árin hafa fáir eða engir komið meira við sögu búnaðarmála þar í sýslu en hann. Fá mál á þeim vett- vangi hafa verið til lykta ráð in norður þar á umræddu tímabili, án þess að hann hafi verið þar viðriðinn að rneira eða minna leyti. Þá hefir hann einnig haft mikil afskipti af sveitarstj órnar- málum, og öll þessi umfangs miklu störf hefir hann leyst af hendi með miklum sóma. Benedikt er fæddur aö Snæringsstöðum í Austur- Húnavatnssýslu 16. des. 1874. Foreldrar hans voru Krist- ján Kristjánsson, bóndi þar og kona hans, Steinunn Guö mundsdóttir. Kristján var sonur hins þjóðkunna stór- bónda, Kristjáns Jónssonar í Störadal (d. 1866) og kemur þessi ætt irijög við sögu Húna þings á síðustu öld. Um móö urætt hans er mér ókunnugt. Haustið 1881, er Benedikt var tæplega sjö ára, missti Jhann móður sína. Ekki naut hann heldur föður síns lengi, því hann andaðist 1. maí 1888. Fór Benedikt þá norður á Grenj aðarstað til föðurbróð ur síns, séra Benedikts Krist jánssonar ,og ólst þar upp til fullorðins aldurs og náði góð um þroska. Þótti hann snemma með afbrigðum dug- legur til vinnu, úrræðagóður, djarfúr og harðsækinn. Árið 1895 fór hann á Bún- aðarskólann í Ólafsdal til Torfa skólastjóra. Sótti Bene dikt námið af kappi, hið bók lega, ekki síður en hið verk- lega. Táldi Torfi hann í röð sinna beztu nemenda og mat mikils Verkhyggni hans og dugnað. Vorið 1897 braut- skráðist Benedikt úr skólan- um með miklu lofi. Fékk á- gætiseinkunn í flestum grein um. Að námi loknu fór hann aftúf norður til fóstra síns á Grenjaðarstað og gerðist ráðsmaður á hinu stóra búi hans og var það í full tvö ár. Benedikt var glæsimenni í sjón, vel máli farinn og hinn höfðinglegasti í hvívetna, enda sópaði af honum hvar sem hann fór. Þótt hann væri í góðri stöðu hjá frænda sínum, sá hann .sem rétt var, áö þar gat hann ekki átt neina frgmtíð. Vildi hann einnig búa sig betur undir lífið, og tók sig þvi upp sum- arið 1899 og sigldi til Noregs til frekara náms í búfræði, svo og til að kynna sér þar helztu ný.jungar í búvísind- um, þar sem hann var ákveð- inn í því að helga landbún- aðinum lífsstarf sitt. Dvald- ist hann sjö ár erlendis, fyrst ty.ö ár við nám, en síðan gerð ist hann ráðsmaður á stórbú um. Margt fróðlegt og skemmtilegt hefir Bnedikt að segja frá dvöl sinni í Noregi, en fátt eitt hefir hann skrif- að hjá Sér af þeim fróðleik, enda haft öðfu að sinna um dagana. Vorið 1912 kvæntist Bene- dikt Kristbjörgu Stefánsdótt . ur frá Þverá í Öxarfirði, hinni mestu gáfu- og mynd- arkonu, en hún hafði þá um skeið áður dvalizt í Seyðis- firði. Fiuttust þau þá þegar norður aff Þverá, eignarj örð hennar, og hófu þar búskap. Hafa þau búið þar síðan með miklum sóma og komið upp myndarlegum barnahóp. Þverá er ágætisjörð, en hafði verið lítill sómi sýndur og því allt í niðurníðslu, er Benedikt tók við jörðinni og fór að búa þar. En hann gekk ótrauður til verks. Fyrst kom hann sér upp myndarlegu fjárbúi, en þar næst byggði hann íbúðar hús á jörðinni 1917, og síðan hófust ræktunarframkvæmd ir í stærri stíl en áður höfðu þekkzt norður þar. Brátt hlóðust á Benedikt margvísleg opinber störf í þágu sveitarinnar og héraðs- ins. Áður en ár var liðið frá því hann kom í sveitina, stofnaði hann Búnaðarfélag Öxfirðinga og hefir stjórnað því æ síðan. Auk þess hefir hann verið áratugi í stjórn Búnaðarsambands Norður- Þingeyinga. Árið 1913 var hann kosinn í hreppsnefnd- ina og þremur árum siðar hreppsnefndaroddviti. Var hann oddviti óslitið í 34 ár og hreppsnefndarmaður í alls 37 ár. Þá var hann einnig nokkur ár í stjórn Kaupfé- lags Norður-Þingeyinga og skattanefndarmaður árum saman. Síðustu árin hefir hann einnig verið sýslunefnd armaður, og mörg önnur trúnaðarstörf hafa honum verið falin, sem eigi verða hér talin. Þau Benedikt og Krist- björg hafa eignazt sex börn og eru fimm þeirra á lífi, öll hin myndarlegustu. Kristján sonur þeirra er nú að mestu tekinn við jörð og búi að Þverá. Er hann giftur Svan- hildi Björnsdóttur. Hin eru Stefán, búsettur í Reykjavík, giftúr Arnbjörgu Guðjónsdóttur. Sigurbjörg, gift Ásgeir MatÆíassyni, for stjóra í Vestmannaeyjum. Eva, gift Valtý Gíslasyni vél- virkja í Bolungarvik. Sigur- veig, gift Olgeir Kristjáns- syni, starfsmanni í áburðar- verksmiðjunni. Fyrir hjóna- band sitt hafði Benedikt eign ast einn son, Helga, útgerð- armann í Vestmannaeyjum, giftur Guðrúnu Stefánsdótt- ur. Heimili þeirra Benedikts og Kristbjargar hefir ávallt einkennzt af miklum mynd- arskap. Gestrisni þeirra hjóna er viðbrugðið, enda hefir oft verig gestkvæmt á heimili þeirra, og fundir oft haldnir þar í þeim félögum, sem Benedikt starfaði í. Benedikt hefir verið hið mesta hraustmenni um dag ana, en í dag er hann á Land spítalanum, þar sem hann gekk nýlega undir uppskurð. Er hann nú á góðum bata- vegi, og er þess vænzt, að hann komi með hækkandi sól heim í byggðarlag sitt, þar sem hann hefir starfað undanfarna áratugi við mik inn oröstír. Munu margir hugsa til hans í dag, og senda 1 honum hlýjar hamingjuósk- ir í tilefni af þessum tíma- mótum í ævi hans. Sigtirjón Guðmundsson. 'iir ^amannci Bangsi og flugfin kr. 5,00 Börnin hans Bamba — 8,00 Ella litla — 20,00 Kári lijfcli í sveit — 22,50 Litla bangsabókin — 5,00 Nú er gaman — 12,00 Palli var einn i heim. — 15,00 Selurinn Snorri — 22,00 Snati og Snotra — 11,00 Sveitin heillar — 20,00 Þrjár tólf ára telpur — 11,00 Ævintýri í skerjag. — 14,00 SKEMMTILEGU SMÁBARNABÆKURN AR: 1. Bláa kannan kr. 6,00 2. Græni hattwrinn — 6,00 3. Benni og Bára — 10,00 4. Stubbur — 7,00 5. Tralli — 5,00 6. Stúfur — 12,00 Gefið börnunum Bjarkarbæk urnar. Þær eru trygging fyrir fallegum og skemmtilegum barnabókum og þær ódýrustu Bókaútgáfan B.TÖRK. 1 amP€Dit I Raíiacar viðgerðlr IRaftelkningar Þlngholfesstræti 81 | Siml 8 15 S« faflfatíí Tmabm j Tilkynning ! Þeir áskrifendur TÍMANS, sem eiga ógreidd blað- j i gjöld 38. árg. 1954, vinsamlegast gerið það fyrir ára- j ;í mót | Iiinheimtan Í44SS$S55S5555444555555SSS55455S4555S455S5545SS5S55SÍ545455Í554455S4S55« Verð hókarinnar „EINAR JÓNSSON" er kr. 670.oo, en til þess að gera sem flestum kleift að eignast verkið, verður bókin seld með afborgunarkjörum, 100 króna útborgun og 100 krónur mánaðarlega. Bókaútgáfan NORÐRI Ráðstefna um notkun kiarnorku í friðarþágu Sameinuðu þjóðunum, New York. — Ritari Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammer- skjöld, lét þess nýlega getið að undirbúningur væri þegar hafinn að vísíndaráðstefnu þeirri, sem halda ætti næsta sumar á vegum S. Þ. um notk un kjarnorkunnar í friðar- þágu. Allsherjarþingið sam- þykkti fyrir skömmu síðan einum rómi að þessi ráð- stefna skyldi haldin sem hluti af þeirri áætlun um aukna notkun kjarnorkunn- ar í friðsamlegu skyni, sem S. Þ. hafa beitt sér fyrir og byggist á tillögum Eisenhow- ers forseta um þetta efni. Ritarinn sagðist þegar hafa sent boð til þeirra sjö þjóða, sem eiga fulltrúa í sérfræðinganefnd þeirri, er allsherjarþingið ákvað að stofnuð skyldi, um að taka þátt í hinni væntanlegu ráð- stefnu. Þessar þjóðir eru Brasilía, Kanada, Frakkland, Indland, Sovétríkin, Bretland og Bandaríkin. Hammerskjöld lét þess enn fremur getið, að norski vís- indamaðurinn Gunnar Ran- ders, hefði verið ráðinn sem sérstakur ráðunautur aðalrit arans í öllu því, er varðaði undirbúning ráðstefnunnar. Randers hefir haft með hönd um stjórn vísindarannsókna á vegum norska landvarnar- málaráðuneytisins og verið vaþaforsjeti Kj airnorkurann- sóknarfélag Evrópu. Árið 1948 var hann ráðinn forstjóri I hinnar norsk-hollenzku kjarnorkustöðvar, sem kom- ið var á fót í Noregi. Hammerskjöld sagðisi; hafa lagt sérstaka áhérzlu í\ vísindalegt eðli ráðstefnunn ar, er hann sendi út boðsbréi! sín til ráðgjafanefndarinnar.. Var þai einnig farið fram &, að þjóðirnar sjö tilnefndu sérfræðinga til þessara starfa og að hver þjóð tilnefndi aö- • eins einn eða tvo menn. Allsherjarþingið fól vís- indaráðstefnunni það hlut- verk að kanna leiðir til þesy að auka friðsamlega notkun kjarnorkunnar á grundvelLt aiþjóðlegrar samvinnu. Þing ið óskaði sér í lagi eftir þvi að ráðstefnan tæki til athug unar aukna notkun kjarnorfe unnar til framleiðslu á raf- orku. Einnig væru not henn- ar á sviði lífeðiisfræði, læku isfræði og ýmsurn undirstöðu vísindum. Öllum meðlimaþjóðum S. Þ. verður boðið að senda fuLl trúa til ráðstefnunnar. Einn- ig mun þeim þjóðum, sen.'. þátt taka í sérstofnunum Sameinuðu þj óðanna sér ■ staklega boðið að eiga full- trúa þar. Þá mun þessum sér stofnunum, eins og t. d. heíi. brigðismálastofnuninni einn ig boðin þátttaka. Allsherjarþingið gerði þaS að tillögu sinni að ráðstefn- an komi saman eigi síðar en i ágústmánuði 1955. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan muni. standa í eina viku, en ekki er ennþá ákveðið hvar það verb'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.