Tíminn - 16.12.1954, Side 11
285. blað.
TÍMINN, fimmtudaginn 16. desembcr 1954.
11
Hvar eru skipin
Sambandsskip.
Hvassalell kemur til Næstved á
morgun. Arnarfell fer frá Kaup-
mannahöfn í kvöld. Jökulfell lestar
á Húnaflóahöfnum. Disarfell losar
á Vestfjarðahöfnum. I/.tlafell er
í Reykiavík. Helgafell fer frá Ham-
ina í dag til Ríga.
Eimskip.
Brúarfoss kom til Aberdeen 15.12.
fer þaðan til Hull, London, Rotter
dam og Hamborgar. Dettifoss kom
til Reykjavíkur 12.12. frá New York
Pjallfoss fer frá Antwerpen 15.12.
til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss
fór frá New York 10.12. til Reykja
víkur. Gullfoss fór frá Leith 14.12.
til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá
Ventspils 14.12. til Kotka, Wismar,
Rotterdam og Reykjavíkur. Reykja
foss fór frá Hull 13.12. til Reykja-
víkur. Selfoss fer frá ísafirði 16.12.
til Patreksfjarðar og Reykjavíkur.
Tröllafoss kom til Reykjavíkur 12.
12. frá Gautaborg. Tungufoss fór
frá Tangier 10.12. til Reykjavíkur.
Tres fór frá Rotterdam 12.12. til
Reykjavíkur.
Ríkisskip.
Hekla fór frá Reykjavík á hádegi
í gær austur um land til Akureyr-
ar. Esja fer frá Reykjavík á laug-
ardaginn vestur um land til Akur-
eyrar. Herðubreið fór frá Reykja-
vík í gærkvöldi austur um land til
Bakkafjarðar. Skjaldbreið fer frá
Reykjavík kl. 9 árdegis í dag vest-
ur um land til Akureyrar. Þyrill
verður væntanlega á Akureyri í
dag. Skaftfellingur fer frá Reykja-
vík á morgun til Vestmannaeyja.
Baldur íer frá Reykjavík í dag til
Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar-
hafna.
r
Arbók: Ljóð ungra skálda
komin út hjá Helgafelli
Eiimig sálmurimi Iians I»orbergs og bók-
in nm Fétiir Á. Jónsson, ópernsöngvara —
í gær ræddu blaðamenn við þá Magnús Ásgeirsson og
Uagnar Jónsson, vegna útkomu bókarinnar, Ljóð ungra
skálda, sem kemur í dag. Er þetta fyrsta bókin í flokkn-
um, Árbók skálda, en hugmyndin er, að í þeim flokki komi
safn sýnishorna verka skálda eldri sem yngri í bókum á
næstu árum, er munu hafa árbók að undirtitli. Þetta er
um margt athyglisverð útgáfa, enda gefur hún fyllilega
til kynna, hvað er að gerast í þessum efnum, eins og bókin,
Ljóð ungra skálda sýnir. Bókin er mjög aðgengileg til lestr
ar og forvitnileg fyrir þá, er láta sig einhverju varða fram
tíð skáldskapar á íslandi.
Þakkað fyrir síðast
Flugferðir
Loftleiðir.
Hekla var væntanleg til Reykja-
víkur kl. 3,00 f morgun frá New
York. Gert var ráð fyrir, að flug-
vélin íæri kl. 4,30 til Stafangurs,
Kaupmannahafnar og Hamborgar.
Flugfélag /slands.
Gullfaxi fer til Kaupmannahafn-
ar á laugardagsmorgun.
í dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Egilsstaða, Fáskrúðsfjarð-
ar, Kópaskers, Neskaupstaðar og
Vestmannaeyja. Á morgun eru ráð
gerðar flugferðir til Akureyrar, Fag
urhólsmýrar, Hólmavíkur, Horna-
fjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjar-
klausturs og Vestmannaeyja.
Ur ymsum áttum
Hjálpið blindum.
Þeir, sem gleðja vilja blinda fyrir
jólin, geta komið gjöfum sínum í
skrifstofu Blindravinafélags ís-
lands, Ingólísstræti 16.
Gestir í bænum.
Daníel Eysteinsson, bóndi, Högna
stöðum. Bjarni V. Guðjónsson,
Svarfhóli, Sveinn Guðmundsson,
kfstj., Sauðárkróki. Hjörtur Sig-
mundsson, Reykholti. Björn Björns
son, sýslum., Hvolsvelli. Jóhannes
Guðmundsson, bóndi, Herjólfsstöð-
um, Álftaveri. Bjarni Bjarnason,
skólastj., Laugarvatni.
Skátajól.
jólablað Skátablaðsins er komið
út. Hefst það á ávarpi eftir séra
Pétur Sigurgeirsson. Þá er grein,
Jólahald í öð»um löndum, saga,
Maja. hjálpar mömmu, verðlauna
gáta og m. fl.
Jólasöfnun mæðrastyrksnefndar.
Skrifstofan í Ingólfsstræti 9b er
opin alla virka daga kl. 2—6 síð-
degis. Söfnunarlista verður vitjað
hjá fyrirtækjum næstu daga. Æski
legt er að fatnáðargjafir berist sem
fyrst.
f —- - -
Foreldrafélag Laugarnesskólans
gengst fyrir aftansöng í Laugar-
neskirkju í kvöld. Þar mun frú Guð-
björg Vigfúsdóttir lesa upp jóla-
sögu og flytja kvæði.
Helgafell gefur út, en Magn
ús Ásgeirsson er ritstjóri
verksins. Það hefir að geyma
sýnishorij ljóðagerðar tutt-
ugu skálda. Sum þeirra eru
lítt kunn .og önnur alls ekki
kunn sem'ljóðskáld. Mjög gæt
ir nýskáldskapar í bókinni
(modern%ma) og hefir Magn
ús sýnt ýórkinu alúð og skiln
ing, varðándf söfnun efnisins,
enda er • jitTiIinna í bókinni
meginstefnur' yngri manna í
skáldskgþs-
Sálmurihn uþi blómið.
Þá er komih út hjá Helga-
felli ný?r bók eftir Þórberg
Þórðarson, Sálmurinn um
blómið. Bregst þessum ágæta
höfundi ekki vísindaleg ná-
kvæmni i frásögn, né heiðar
leiki (frá höfundi séð) í efn-
ismeðferð. Þéssi bók er rituð
um barn og gætir barnamáls
töluvert. Það er nýtt-hjá Þór-
bergi (tæpitungan hefir ekki
verið talin hans sterkasta
hlið til þessá), og verður ekki
annað séð en þessi sálmur sé
dýrt og veí kveðinn. Það er
stundum sá'gt um marga eldri
höfunda, að þeir yrki sig upp.
Þórbergur hefir aftur á móti
þann sálarstyrk, að því er
virðist, að honum er jafn
ljúft nú og i fyrstu (Bréf til
Láru) að brjóta ísinn, jafn-
vel þótt þetta ísbrot muni
ekki liafa eins mikla skruðn
inga í för með sér, enda ekki
að búast við brjóstþreki ungs
manns léngur, þrátt fyrir
allt.
„Okkar Pétur.“
Þriðja þójiin frá Helgafelli
er um Pétur Jónsson, óperu-
söngvara. Hún er samin af
Björgúlfi Ólafssyni eftir frá-
sögn Péturs. Nú á tímum
sjálfsævisagna og annarra
rita líks eðlis, virðist þessa
bók bera í bakkafullan læk-
inn. Þetta gegnir þó allt öðru
máli um „Okkar Pétur“.
Sviðljós hans lýstu einnig upp
það ísland, sem var að skríða
úr kútnum með miklum ágæt
um. Sigrar hans og vinsældir
með erlendri þjóð voru okkur
mjög kærkomnir. Hann fór í
víking og við áttum fenginn
með honum. Þeir Björgúlfur
og hann eru góðir vinir og sú
vinátta hefir staðið lengi.
Hann er þvi öðrum fremur
kjörinn höfundur bókarinn-
ar.
Gull og ævintýri.
Ragnheiður Jónsdóttir hef
ir skrifað bók, er nefnist Ég
á gull að gjalda. Helgafell gef
ur hana út. Ragnheiður er
kunnur höfundur og þessi
bók hennar mun ekki vekja
vonbrigði hjá þeim, er hana
lesa. -Hún er um unglingsár
og heiðrík og björt yfirlitum.
Þá er síðasta að telja litla
barnabók, sem nefnist, Ævin
týri Þórs litla í Ástralíu eftir
Edith Guðmundsson með
teikningum eftir Eggert Guð
mundsson. Þau hjón voru í
Ástralíu um tíma og hann
Þór litli er utan af íslandi.
Þarna í nýja landinu snýr
hann iljum að þeim löndum
sínum, er urðu eftir heima,
af því jörðin er nú einu sinni
ekki eins og pönnukaka í lag
inu.
Adenauer og Ollenhauer deila
hart á þinginu í Bonn
Bonn, 15. des. — Umræður um staðfestingu Parísarsamn
ingsins og endurvopnnn Vestur-ÞýzkalancS standa nú yfir
í þinginu í Bonn. Ollenhauer foringi jafnaðarmanna, deilci
í dag mjög á samninga þessa og kvað þá mundu hindra
sameiningu landsins. Saarsamningurinn væri ótækur, enda
gjald seip, Þjóðverjar yrðu að grezða fyrir upptöku sína í
Atlanlsháfsbandalagið.
Adenauer hélt framsögu-
ræðu um staðfestingu samn-
inganna.' ’Sagði hann, að
reynt yrði að taka upp samn
inga með, vorinu við Frakka
um Saar-tiérað. Taldi hann
samningí)nn_ raunar ekki
Þjóðverjúhr óhagstæðan, en
hins vegar hefði örlað á því
að Frakkar mistúlkuðu hann.
Endurhervæðing.
í sambandi við þá kröfu
jafnaðarmanna, að fyrst
verði leitað samninga við
Rússa urn sameiningu Þýzka
lands, áður en Parísarsamn-
ingarnir verði staðfestir,
sagði Adehauer, að Rússar
væru nú tilleiðanlegir til að
semja um málefni Þýzkalands
einmitt vegna samninga þess
ara og fyrirhugaðrar hervæð
ingar landsins. Það væri því
fávíslegt’ ícS: varpa þeim fyrir
ofurborð.
Saga Akureyrar
(Framhald af 12. síðu)
á aldarafmæli kaupstaðarins
1962.
Þá hefir bæjarstjórn ákveð
ið á fjárhagsáætlun sinni
fyrsta framlag til verksins,
15 þús. kr. á næsta ári, og
verður þeim fjárveitingum
vafalaust haldið áfram.
«iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiaiiiiiiiiiitiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiai«iiiiitst
s ■
( Ragnar Jónsson
i
luMtuétterltmalu
| Laugaveg • — Blrnl 77*1 |
| Löfffræðlstðrf os elgpaium- í
■fal*.
ílibreiðtð TEttAM
Ef þú hefir varið 26 dögum
af sumrinu, sem leið, til þess
að ríða norður yfir óbyggðir
og þaðan aftur suður sveit-
ir, þá muntu eiga marga góða
endurminningu til þess að
ylja þér við á jólaföstunni.
Og þegar þú hittir samferða
mennina frá ferðalaginu, þá
finnurðu, að þótt þú sért fyr-
ir löngu aftur komin heim
þá eru ekki enn ferðalok,
því að alltaf rifjast upp eitt-
hvað nýtt, sem gaman er að
muna, atvik, tilsvar, útsýn,
eitthvað, sem veldur því að
feröalagið er þér enn í fersku
minni, — og þú hlærð aftur
að því, sem broslegt var, finn
ur á ný hráslaga Vatnahjalla,
baðai’ þig aftur í sólskini
Eyjafjarðar, en ef þú ætlar
aö segja öðrum frá því, sem
fyrir bar, þá skilja þeir þig
e. t. v. ekki, og þess vegna
nefnir þú ekki nema eitt:
„Það vai gaman í þessu ferða
lagi“.
En nú þegar ég horfi til
baka, þá finst mér þó, að
ég eigi einni skyldu að gegna
sem varðar fleiri en mig og
ferðafélagana, og hún er sú,
að segja við þá, sem hafa í
hyggj u að söðla hest næstu
sumur og fara í ferðalag yf-
ir óbyggðirnar, — út í sveit-
irnar:
„Þér er óhætt að koma ríð
andi í bæjarhlaöið. Þér verð
ur vel tekið. Það sannreynd
um við í sumar/
Við þökkuðum náttúrlega
fyrir okkur. Það lætur að lík
um. En vegna þess að stund
um er frá því skýrt, að við
bæjarbúar séum engir aufúsu
gestir að sumarlagi upp til
sveita, langar mig til þess að
segja ofurlítið brot úr ferða
sögu frá því í sumar er leið.
Það verður stutt, — einungis
það, sem mér finnst að alla
varði, því að hitt geymum við
okkur til gamans, sem sam-
leið áttum.
Þrír hópar Sunnlendinga
fóru ríðandji á hestamanna-
mótjlð, sem haldið var að
Þveráreyrum í Eyjafirði 9.—
11. júlí sl„ tveir úr Reykja-
vik, einn úr Árnessýslu.
Við fói’um 9 saman frá
Hraðastöðum í Mosfellssveit
2. júlí sl., sex karlar, þrjár
konur, og höfðum 65 hesta til
reiðar. Fyrsta náttbólið átt-
um við að Þingvöllum, þá
Geysi, svo Hvítárnesi, og það
an héldum við til Hólsgerðis
í botni Eyjafjarðar. Að mót-
inu loknu dreifðist þessi hóp
ur. Sumir fóru suður sveitir.
Aðrir riðu óbyggðir heim.
Það er rétt að geta þess,
hér, einnig sökum þess, að
það varðar fleiri en okkur,
að hið eina, sem okkur þótti
að í þessu ferðalagi, þegar
frá er dregið dálitið hret á
Vatnahjöllunum, var það að
koman í sæluhúsið í Hvítár-
nesi var ekki skemmtileg.
Þar var viðbjóðslegt um að
litast. Einhverjir ódámar
höfðu verið þar á ferð á und
an okkur, og er illt til þess
að vita ,að ferðamenn geti
ekki goldið að einhverju þá
þakkarskuld, sem við stönd-
um öll í við þá, sem sæluhús
reisa, með því að ganga vel
um þau.
En ég ætlaði ekki að tala
um þetta. Mig langaði til að
segja frá gestrisninni.
Alls staðar, þar sem við
komum, var okkur tekið eins
og gömlum vinum. Það er erf
itt að vita hvaða nöfn á eink
um að nefna, Efstidalur,
Hölsgerði, Fosshóll, Úlfsbær,
— állt var okkur velkomið,
— ekkert var okkur of gott.
En mig langar þó til að segja
sérstaklega frá konunni að
Krónustöðum, því að þar
reyndi e. t. v. hvað mest á
gestrisni húsráðendanna.
Við höfðum skilið hestana
okkur eftir í Hólsgerði, en þar
höfðum við hvílst eftir 22
klst. för yfir óbyggðir, og þar
fengu hestarnir fylli sína eft
ir hungurhlaup yfir öræfin,
og þegar mj ólkurbifreiðin, er
fór með okkur til Akureyrar,
staðnæmdist á Krónustöðum
tóku húsráðendur það loforð
af okkur að koma við, þegar
farið væri aftur til Akureyr-
ar.
Við gerðum það.En hinir
sunnlenzku hóparnir tveir
voru þá komnir á undan okk
ur, og hestarni vou alls 200
Okkur var öllum boðið til
stofu, þar sem höfðinglegar
veitingar biðu. En hestarnir?
Jú, þeim var heldur ekki
hleypt inn á nokkurn hluta
tvö hundruð talsins — einnig
búinn beini. Þeim var öllum
hleypt in ná nokkurn hluta
túnsins, þar sem grængresið
beið þeirra. Við andmæltum
en þar varð engu umþokað.
„Túnið hefir tíma til að
spretta. Eg slæ það seinna í
sumar. Þá verða gestirnir
ekki til þess aö tefja mig.“
Þannig tók þessi eyfirzki
höfðingi á móti okkur Sunn
lendingunum. Og svona var
þetta ferðalag. Alls staðar
vorum við boðin og velkom-
in.
Vera má, að einhverjir
sveitamenn kunni að v,era
viðskotsillir þegar við bæjar
búarnir þrunum í túnfótinn
til þeirra á gljáfægðum bif-
reiðum fyrsta þerridag sum-
arsins, en ef við komum úr
óbyggðum og erum öll lang-
preytt og svöng, þá leiða þeir
okkur að veizluborði og
fylgja klárunum okkar út í
góðgresið. Fyrir það langar
mig til að þakka, og þess
vegna hefi ég rifjað upp
minningarbrot frá því í sum
ar, er leið. M. M.
'
VIÐ BJÓÐUM
YÐUR
ÞAÐ BEZTA
Olíufélagtð «i.f.
SÍMI 81600
iiiiiiiimiiimimHUMiiiiMiiiiiiimtiiitiiiiiiiiimiiiuiuii
niiiiiimimiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiMuiimiiiimiiimiiin*