Tíminn - 28.12.1954, Qupperneq 6

Tíminn - 28.12.1954, Qupperneq 6
s • — ) TÍMINN, þriðjudaginn 28. desember 1954. 293. blaff, PJÓDLEIKHÚSID ÓPERURNAR Pagliucci og Cavulería Rusticana Sýningar í kvöld kl. 20. Pimmtudag kl. 20. Laugardag kl. 20. Sunnudag kl. 20. [ María Markan syngur sem gest-1 ur sunnudaginn 2. jan. ! Aðgöngumiðasalan opin frá kl 113.15—20. Tekið á móti pöntun-] um. Sími 8-2345, tvær línur. j Pantanir sækist daginn fyrir sýn { jingardag, annars seldar öðrum. Töfrateppið Stórglæsileg íburðarmikil j ! og spennandi ný amerísk æfin j Itýramynd í eðlilegum litum,J jbyggð á hinum afþekktu og| j skemmtilegu æfintýrum úr j ; „Þúsund og ein nótt“. Lucille Ball, John Agar, Patricina Medina. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ — 1544 — „Call Me Maslam44 Stórglæsileg og bráðfjörugi óperettu gamanmynd í iituín. | 1 myndinni eru sungin og! leikin 14 lög eftir heimsins j vinsælasta dægurlagahöfund, j IRVING BERLIN. Aðalhlutverk: Ethel Merman, Donald O’Connor. Vera Ellen, George Sanders, BiIIy de Wolfe. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRDI - m ■ '«æiB Vanþahhlátt hjurta ítölsk úrvalsmynd eftir sam í nefndri skáldsögu, sem komið jhefur út á íslenzku. Carla del Poggio ]hin fræga nýja ítalska kvik- myndastjarna. Frank Latimore Hinn vinsæli dægurlaga- söngvari: Haukur Morthens kynnir lagið „í kvöld“ úr myndinni á 9 sýningu. Myndin hefur ekki verið ; sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARBÍÓ Sími 6444 Eldur í wiium (Mississippi Gamler) Glæsileg og spennandi nýj [ amerísk stórmynd í litum, um! |Mark Fallon, æfintýramann- j inn og glæsimennið, sem kon- i j urnar elskuðu en karlmenn j i óttuðust. Aðalhlutverk: Tyrone Power, Piper Laurie, Julia Adams. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEKFÉLA6 REYKJAyÍKDg Frænka Charleys Gamanleikurinn góðkunni. Sýning annað kvöld kl. 8. ! Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í dag ] og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191. AUSTURBÆJARBIO Ástarljóð til þín (Lullaby of Broadway) Bráðskemmtileg og fjörugj ] ný, ’amerísk dans- og söngva- j f mynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Hin vinsæla dægurlaga- söngkona: Doris Day hinn bráðsnjalli dansari: Gene Nelson og hinn skemmtilegi gamanleikari: S. Z. Sakall f myndinni er fjöldinn all-j |ur af mjög þekktum og vin-! I sælum dægurlögum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Sími 1475. Jólamynd 1954: Ævintýrasháldið H. C. Andersen Hin heimsfræga litskreyttaj (ballett- og söngvamynd gerðj jaf Samuel Goldwyn. Aðalhlutverk leika: Danny Kaye, Farley Granger, og franska ballettmærin Jeanmaire. Sýnd kl. 3, ,5, 7 og 9. 'TJARNARBIO Hérna homa sttílhurnar (Here come the girls) , Afburða skemmtileg ný am I | erísk mynd í litum. Söngva og | j gamanmynd. Aðalhlutverk: Bob Hope, Rosemary Clooney Tony Martin Arlene Dahl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIO Síml 1182 MELBA Stórfengleg, ný, amerísk [söngvamynd í litum, byggð á j ævi hinnar heimsfrægu, ástr- íölsku sópransöngkonu, Nellie íMelbu, se mtalin hefur veriðí bezta „Coloratura“, er nokkru j sinni hefur komið fram. í myndinni eru sungnir j þættir úr mörgum vinsælum | óperum. Aðalhlutverk: Patrice Munsel, frá Metro-Í politanóperunni í New York. ] Robert Morley, John McCallum, John Justin, Alec Clunes, Martita Hunt, ásamt hljómsveit og kór] Covent Garden óperunnarj í London og Sadler Wellsj ballettinum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Njjósnamálið ... (Framhald af E. síðu). nýjar starfsaðíerðir til þess að leysa af hólmi skrifstofuveldið, sem í Ráðstjórnarríkjunum er bæði margbrotið og svifaseint. Rannsóknarnefndin hefir enn ekki gefið upplýsingar um, hvaða raunhæfan árangur rannsóknin hef ir leitt í ljós. Og það munu vera vissir þættir málsins, sem aldrei verða gerðir heyrinkunnir. En það virðist þó alveg ljóst, að margar aí þeim upplýsingum, sem Petrov sendi heim og hann hafði haft svo mikið fyrir að ná í, hefði hvaða viðvaningur í sendh'áðsstöðu sem er getað útvegað með því einu að lesa áströlsk dagblöð af gaum- gæfni og með því að færa sér í nyt þau pólitísku og félagslegu sambönd sem stóðu honum opin. Njósnir Petrovs kák eitt. En stjórn Ráðstjórnarríkjanna hefir mikla vantrú á öllum opinber um upplýsingum. Ef til vill er það þeirra eigin háttur að sveipa alla hluti leyndardómsfullum hjúpi, sem fær þá til þess aö trúa því, að með því einu sé hægt að komast yfir sannorðar upplýsingar, að beitt sé fyrir sig slíkum mönnum sem Petrov og innlendum vikadrengjum þeirra. Svo mikið er vist, a'ð vinna Petrovs í Ástralíu var eintómt kák, og herrarnir í Moskvu höfðu skipað honum að hverfa heim. Og það eig um við hinum kákkenndu vinnu- brögðum hans að þakka, að við höf um eignazt hina dramatísku sögu um flótta hans og konu hans og hina undarlegu sögu, sem ástralska rannsóknarnefndin er að leiða í ijós. Erfið færð yfir Kerlingarskarð Frá fréttaritara Timans á Vegamótum. Fært er nú yfir Kerlingar- skarö en þó mjög erfið færö. Áætlunarbíll fór héðan til Grundarfjarðar í fyrradag og var ýta með honum og var bíllinn og ýtan allan daginn og nóttina næstu á leiðinni til Grundarf j arðar. Fróðár- heiði er illfær eða ófær öðru hverju og þarf ýtur til hjálpar yfir hana. KB. Ihaldsþ ingmaður kosinn í Inverness Inverness, Skotlandi, 23. des. Úrslit aukakosninganna í In verness-héra'ði á Skotlandi urðu þau, að íhaldsmenn héldu sætinu. Frambjóðandi þeirra fékk 10.329 atkv., fram bjóðandi frjálslyndra 8.998, en frambjóðandi verka- mannaflokksins 5.642. Fylgi íhaldsmanna er nú miklu minna en það var í kosningunum 1951, en þess er að gæta, að þá buðu frjáls lyndir ekki fram. Kosninga- þátttakan var léleg, aðeins tæp 50%, enda kjördæmið mjög stórt og erfitt um sam- göngur. JoiiDaimarnisson / piMí>mi6u}rs SKOLAV0RÐ’JSTÍG 2.f * SIMI 3 Vondaðtr trvilohinarhringi? Pearl S. Bu.ck: 21. HJÓNABAND kvöddu Rut með gleðl og innileik, af því að þá tók þetta svo sárt hennar vegna. Annar hluti. Rut nam staðar áöur en hún leit út um eldhúsglugg- ann. Blá augu hennar björt af eftirvæntingu hvörfluðu að fjörtán ára gömlum syni hennar, sem var að slá grasið á túninu. — Hall, kallaði hún út um opinn .gluggann. — Hvað viltu, mamma? svaraði hann. Rjótt og kringlu- leitt andlit hans horfði við henni með þykkjusvip. — Ef þú heldur ekki betur áfram, lýkur þú aldrei þessari spildu fyrir kvöldið. . Hann svaraði þessu engu. Þykkjusvipurinn varð enn harð ari. Rut hélt áfram |£ö’rfum sínum af ákafa. Mary og Jill höfðu aldrei valdið liénni sömu vandræðum og Hall hafði jafnan gert. Hún hafði jafnan reynt að lægia skapofsa þeirra allra og láta William hljóta sem minnst ónæði af þeim. En hún vissi ekki hvað hún átti aö' gera við Hall. Hann hafði verið hvikull og eirðarlaus jafnvel á fyrstu bernsku- árum, og nú var nær. ómögulegt að fá hann til að halda sæmilega áfram við verk sitt. Þegar hann var lítill, hafði hún haldið, að þetta hviklyndi væri merki um óvenj ulegar og sérstæðar gáfur hjá einkasyni hennar. Hún vonaði það ennþá, en sú von hafði öofnaö með árunum. Hann var lat ur í skólanum, og kennarar hans báru lítiö lofsorð á hann. — Harold virtist ekki hafa áhuga fyrir neinu starfi. Þetta var niðurstaðan ár eftir ár. Hún reyndi oft að brjóta þetta vandamál til mergjar, skyggnast inn fyrir grírriu rjóða barnsandlitsins og komast að raun um, hvað að baki byggi. Stundum þegar honum hafði orðið einhver slysni á, rifið föt sín eða skorið sig í fingur, sagði hún: Hall, það er kominn tími til þess að þú hugsir um, hvað þú ert að gera drengur minn. Ertu ekkert farinn að hugsa um það, hvað þú ætlar að verða, þegar þú ert oröinn stór? — Nei, mamma. Bæði röddin og orðin báru vott um hirðu leysi. — Hvers vegna hugsar þú ekki um það, Hall? Faðir þinn er ekki auðugur maður. Þessu svaraði hann venjulega engu, en einu sinni sagði hann þá: — Afi minn er ríkur. — Það kemur að engu haldi, og það kemur okkur ekkert við, sagði hún alvarlega. En Harold lét sig ekki. — Jú, ég er nú hræddur um það, þar sem við erum einu barnabörn hans. — Hvar hefir þú heyrt talað um þetta, drengur? Ekki hér heima, sagði hún hvasst. — Ég heyrði talað um það í búðinni, sagði hann. Þeir sögðu þar, að þegar gamli maðurinn dæi, yrðum við öll rik. — Já, þeir segja eintóma vitleysu, sagði hún hvasst. — Ei það þá ekki satt? sp.urði hann. — Það veit ég ekki, ég hefi aldrei heyrt á það minnzt, sagði hún og ýtti honum frá sér. Hún hafði aldrei spurt Wiliiam um foreldra hans eða heimili hans áður en haiin kom til hennar. Stundum komu bréf til hans, en þeim fækk aði með árunum, og hún hafði jafnan rétt honum þau ó- opnuð, og hann stakk þeim í vasa sinn. Hún sá hann aldrei iesa þessi bréf. En oft eyddi hann heilum dögum einhvers staöar úti við að máia, þegar hann hafði fengið slík bréf. Williám lét börnin jafnan afskiptalaus. Hún fékk hann a’.dréi til að aga þau eða hjálpa sér við að hafa hemil á þeim, þótt hún bæði hann um það. — Kvers vegna ætti ég að neyða aðra til að fara að mín um vilja? sagði hann jafnan. — En það er skylda okkar að reyna að ala þau vel upp og gera þau að nýtum manneskjum, sagði hún einu sinni. — Já, þú gerir það, sagði hann og brosti til hennar. Stúikurnar voru stílltar og prúðar, einkum Mary, eldri dóttirin, en hún gat aldrei haft stjórn á Hall. Nú leit hún á hann aftur. Hann hafði numið staðar í verki sínu á ný, og svo hvarf hann allt í einu bak viö tré fyrir enda spild- unnar. Hún lagði frá sér verk sitt og gekk út, en hann var horfinn. — Ég get ekki elt hann uppi í þessum steikjandi ágúst- hita, sagði hún ergileg við sjálfa sig. Hún var í þann veg- inn að snúa aftur inn í eldhúsið, þegar hún kom auga á William uppi á hæðinni, þar sem hann var að mála undir stórri eik. Hann stóð við grindina, hár og hnarreistur, og bláa skyrtuna hans bar við grænt lim trjánna. En hve líf hans var áhyggjulaúst. Hann spurði hana aldrei hvernig hún kæmi störfum sínum af. Hún varð að hugsa um börn in, fæða þau og klæðá og gæta þeirra, vinna öll húsmóöur störfin og hirða húsið, jafnvel hugsa um búskapinn, meö- an William reikaði um og málaði myndir. Þegar hún sá hann þarna hvarflaði hugur hennar á ný að laugardags- hreingerningunni, sem ekki var hálflokið erin, og þó átti hún líka eftir að matreiða. Svo mundi hann koma iriri og líta á þetta allt saman- sem sjálfsagðan hlut. hugsaði hún. -bj Reið: hennar gaf henni meira hugrekki og framtakssemi en venjulega, og hún gekk rösklega upp lága'riæð’ina. Will iam sá hana ekki, fyrr en hana bar að. Hann sá aldrei neitt nema málverkið, þegar hann var að mála. Ef til 'vill s’á hann aldrei neitt. Hann lifði í draumaheimi, hugsaöi hún oft með sér. ...„ ■ , t...

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.