Tíminn - 04.01.1955, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, þriðjudaginn 4. janúar 1955.
1. blað.
W|B
ÞJÓDLEIKHÚSID
ÓPERURNAR
Pagliacci
Og
Cavalería
ttusticana
Sýningar miðvikudag kl. 20.00,
UPPSELT
föstudag kl. 20.00.
MAR/A MARKAN syngur semj
gestur á miðvikudagssýningu.
Aðgöngumiðasalan opin frá 1.
13,15—20.00. Tekið á móti pönt- |
unum. Sími: 8-2345, tvær línur. j
Pantanir sækist daginn fyrir
sýningardag, annars seldar öðr-j
um.
>♦♦»♦♦♦»»♦♦♦♦♦» \
Valentino
Geysi íburðarmikil og eillandi I
ný amerísk stórmynd í eðlileg-
um litum. Um ævi hins frægaj
leikara, heimsins dáðastaj
kvennagulls, sem heillaði millj-
ónir kvenna í öllum heimsálf- j
um á frægðarárum sínum. Mynd
þessi hefir ails staðar hlotið fá- j
dæma aðsókn og góða dóma.
Eleanor Parker,
Anthony Dexter.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NYJA BIO
— 1544 —
„Call Me Madain“
1 myndinni eru sungin og j
leikin 14 lög eftir heimsinsj
vinsælasta dægurlagahöfund,!
IRVING BERLIN.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI -
Vanpalililátt
hjarta
Itölsk úrvalsmynd eftir sam
nefndri skáldsögu, sem komið
hefur út á íslenzku.
Carla del Poggio
hin fræga nýja ítalska kvik-
myndastjarna.
Frank Latimore
Myndin hefur ekki verið
sýnd áður hér á landi.
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
HAFNARFjARÐARBÍO
öööaj
fttan "
STÖRMYNDIN
\fam
eftir Halldór Kiljan Laxness.
Leikstjóri: Arne Mattsson.
/slenzkur texti.
Bönnuð bömum.
Sýnd kl. 9.
Hækkað verð.
Sierra
Spennandi, ný, amerísk mynd í
litum.
Sýnd kl. 7.
!
! AUSTURBÆJARBIO
ÍHeimsfræg kvikmynd, sem hlaut
5 Óskarsverðiaun.
A girndarlciðum
(A Streetcar Named Desire)
Afburða vel gerð og snilldariega
leikin, ný, amerisk stórmynd,
gerð eftir samnefndu leikriti .
eftir Tennessee Williams, en fyr j
ir þetta leikrit hlaut hann Pul- Í
[ itzer-bókmenntaverðlaunin.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
Síml 1475.
Ævintýrasháldið
B. C. Andersen
Hin heimsfræga litskreytta
jballett- og söngvamynd gerð
|af Samuel Goldwyn.
Aðalhlutverk leika:
Danny Kaye,
Farley Granger,
og franska ballettmærin j
Jeanmaire.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Sími 1182
MELBÆ
Stórfengleg, ný, amerísk j
! söngvamynd í litum, byggð á j
! ævi hinnar heimsfrægu, ástr- !
jölsku sópransöngkonu, Nellie!
ÍMelbu, se mtalin hefur veriðj
bezta „Coloratura", er nokkru j
! sinni hefur komið fram.
1 myndinni eru sungnir j
(þættir úr mörgum vinsæluml
j óperum. j
Aðalhlutverk:
Patrice Munsei, frá Metro- j
politanóperunni í New York.!
Sýnd kl. 7 og 9.
Bambo
Sýnd kl. 5.
'♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ •
HAFNARBÍÓ
Siml 6444
Eldur í œðum
(Mississippi Gamler)
Glæsileg og spennandi nýl
i amerísk stórmynd í litum, um j
Mark Fallon, æfintýramann-
inn og glæsimennið, sem kon- j
! urnar elskuðu en karlmenn'
[ óttuðust.
Aðalhlutverk:
Tyrone Povver,
Piper Laurie,
Julia Adams.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBIO
Óskars verðlaunamyndin
Glcðidagur í Róm
[PRINSESSAN SKEMMTIR SÉRj
(Roman Holiday)
r Frábærlega skemmtileg og velj
jleikin mynd, sem alls staðar hef- ;
jir hlotið gífurlegar vinsældir.
Aðalhlutverk:
Audrey Hepburn,
j Gregory Peck.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
RaforkumáS
Ausfurtands
(Pramhald af 5. síðu).
Sveinn á Egilsstöðum segir,
að lítið öryggi sé í slíku orku
veri til viðbótar línunni. Til
þess sé það of lítið, „ómerki-
lega lítið“ mun vera orðalagið.
í ákafanum við að þeyta
upp ryki í málinu, gleymir
Sveinn Jónsson því, að í fyrra
haust ályktaði raforkumála-
nefnd Austurlands, að virkja
þyrfti 2100 kw. til þess að við-
unandi lausn fengist í raforku
málum Mið-Austurlands.
Orkuverið í Grímsá verður
því stærra en þá var krafizt
og til viðbótar kemur tenging
in norður.
Með þeirri lausn, sem nú
hefir verið ákveðin, fá Aust-
firðingar:
1. Orkuver við Grímsá 2400
kw.
2. Línu norður í Laxá.
3. Línu útfrá þessu kerfi um
kauptún og kaupstaði frá
Vopnafirði til Djúpavogs
O'g um sveitir eftir nánari
ákvörðun.
4. Vonina um Stóru-Lagar-
fossvirkjun síðar inn á
kerfið. Hún keppir við
aðra möguleika. Það gerir
tengingin norður og svo
hitt, að Grímsárvirkjunin
og tenging er nú tekin í
stað Litlu-Lagarfossvirkj-
unar (3500 kw.).
Sveinn Jónsson vill, að Aust
firðingar mótmæli Grímsár-
virkjuninni og línunni sam-
an, en krefjist línunnar einn
ar nú í staðinn. Síðan eiga
menn að lifa í voninni um
Stóru-Lagarfossvirkjun.
Það vottar ekki fyrir rökum
hjá Sveini Jónssyni fyrir því,
að Austfirðingar eigi að mót-
mæla því, að fá byggt hjá sér
CTkuver við Grímsá.
Það getur ekki til raka tal-
izt í þessu sambandi, að með
því að kasta virkjun eystra
fyrir borð og taka línuna eina,
muni menn fá rafmagn frá
nýja kerfinu næsta haust.
Slíkt tal er alveg út í bláinn
og á sér enga stoð í veruleik-
anum.
Það mun almannarómur, að
með þeirri lausn, sem raforku
málaráðherra hefir nú beitt
sér fýrir, hafi fundizt heppileg
lausn á vandasömu máli.
Austfirðingum er tryggt ör
yggið með Grímsárvirkjun-
inni (2400 kw.) og raforka til
viðbótar eftir þörfum.
Hér er um stórfellt átak að
ræða og mestu framkvæmdir,
sem nokkru sinni hafa átt sér
stað á Austurlandi. Er það ein
læg von allra, sem framförum
unna, að hin fyrirhuguðu
mannvirki verði sannkölluð
lyftistöng fyrir Austurland.
Gæfa fylgir hringwnum
frá SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4.
Margar gerðir
fyrirliggjandl.
Sendum gegn póstkröfu.
SKipAUTGeRÐ
RIKISINS
„HEKLA”
austur um land í hringferð
hinn 8. þ. m. Tekið á móti
flutningi til Fáskrúðsfj arðar,
Reyöarfjarðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar, Seyðisfjarðar,
Þórshafnar, Raufarhafnar,
Kópaskers og Húsavíkur í
dag og á morgun. Farseðlar
seldir á fimmtudag.
Útbreiðið Tímann
HJONABAND
heim að bænum, ganga hiklaust inn og leggja það í legu-<
bekkinn í stofunni. Það var Harnsbarger gamli. Andlit hana
var eins og það átti að sér, en hann var hryggbrotinn.
Og William hafði blygðazt sín vegna þess, að fyrsta hugsun
hans hafði verið sú, að nú gæti hann breytt húsinu að vild
sinni.
F.n hann varð að búa um sig af þeim föngum, sem fyrir
höndum voru, allt frá því að honum varð ljóst, að Rufc
mundi aldrei geta samlagazt veröld hans, heldur varð
hann að samlagast veröld hennar. Hann varð að gera þetta
til þess að tryggja henni hamingjuna og varðveita sína
eigin lífshamingju. Hún kvartaði aldrei um neitt, skýrði
aldrei neitt og hann vandist á að lesa hug hennar af hreyf-
ingum og raddbrigðum.
— Er miðdegisverðurinn tilbúinn? kallaði hann glaðlega
framan úr ganginum.
Rut kom fram í eldhúsdyrnar. Hendur hennar voru hvít
ar af mjöli, og undrunar- og óttasvipur var á andliti henn
ar.
— Ertu ekki heldur snemma á ferðinni núna, William?
spurði hún. — Ég er að búa til tvíbökurnar.
— Já, ekkert liggur á. Ég þarf að þvo mér og hreinsa
penslana. Lifnaði hýflugan við?
— Býflugan? endurtók hún. Svo mundi hún eftir henni.
— Já, ég hreinsaði olíuna af henni, sagði hún rólega. Svo
fJaug hún brott eins og ekkert amaði að henni. Það var
langt síðan hún hafði tamið sér fullkomlega að haga orð-
um sínum svo, að William líkaði bezt þótt litla samleið
ætti það með lögmálum sannleikans.
— Það var gott, sagði hann feginn. Hann sá dætur sínar.
koma upp úr kjallaranum og sneri sér að þeim. — Sælar,
stelpur, sagði hann.
— Sæll, pabbi, svaraði Mary. Jill sagði ekkert.
— Komið hingað og kyssið mig, sagið hann. Þær gengu
tarosandi til hans og lögðu vangann á axlir hans. Hann,
kyssti þær á ennið. Þeim þótti vænt um þetta. Móðir þeirra
kyssti þær sjaldan. Þær mundu hafa orðið hálffeimnar, ef
hún hefði gert það. Þær höfðu þó aldrei hugsað um þetta
eða undrazt það. Þaning hafði þetta alltaf verið og öðru
vísi gat það ekki verið, fannst þeim. En William gældi oft
við börn sín. Hann hafði boöið Hall góða nótt með kossi allt
þangað til hann sá, að drengurinn var orðinn svo stór, að
honum gazt ekki að því. Þá hætti hann því alveg, og eftir
leiðis sló hann aðeins létt og kumpánlega á öxl hans og
sagði: — Góða nótt, sonur minn.
En litlu stúlkunum gazt vel að kjassi hans og buðu hon
um jafnan fúslega vanga sína eða enni.
— Þið angið af sólskini og mold, sagði hann nú. Það er
sami ilmurinn af ykkur og af móður ykkar, og það er bezti
ilmur, sem kona getur kosið sér. Viljið þið nú ekki þvo
fyrir mig penslana?
— Jú, svaraði Jill áköf. r
— Jæja, þá þarf ég aðeins að þvo sjálfum mér, sagði
hann. Hann fékk henni penslana og gekk upp stigann.
Eaðherbergið hafði hann látið gera skömmu eftir að þau
Rut giftust. Gamli maðurinn hafði þó aldrei notað það, held
ur baðað sig í gamla tinkerinu á laugardagskvöldum, !
eldiviðarskýlinu á sumrin en í eldhúsinu á veturna. Hann
varð undarlega blygðunarlaus með aldrinum. Á laugardags
kvöldm striplaðist hann við bað sitt og skeytti engu, hverjir
horíðu á hann. Rut ávítaði hann stundum fyrir þetta.
— Pabbi, þú átt ekki að hafa dyrnar opnar meðan þú baS
ar þig. <!
— Mér er alveg sama, sagði hann og hnussaði. Það er
víst hverjum sem leið á framhjá heimilt að sjá á mér
skrokkinn. <|
William sá gamla manninn oft standa nakinn I kerinu.
Eitt sinn nam hann staðar og horfði á gamla maninn. Hon
um fannst það falleg sjón, að sjá hann þvo líkama sinn,
vöðvaharðan og fagurskapaðan.
— Það væri gaman að mála mynd af þér eins og þú ert
núna, sagði hann. Gamli maðurinn tók harðan kipp við
þessi orð, greip dolluna með heimatilbúnu sápunni og fleygði
að tengdasyni sínum.
— Hypjaðu þig burt með slíkt þvaður, sagði hann. — Ég
kæri mig ekki um að hafa mynd af mér berum hangandi
uppi é vegg fyrir allra augum.
William gekk hlæjandi burt. En hann gat ekki losað sig
við áhrif þess, er hann hafði séð, eitthvað, sem hann lang
aði til að mála. Hann byrjaði hvað eftir annað á málverki
af gamla manninum eftir minni, en fannst hann ekki geta
náð þeirri fegurð, er hann hafði séð, þegar vatnið hríslað-*
ist um líkama gamla mannsins í bjarmanum frá eldinum.
Nú blístraði hann lágt meðan hann þó hendur sínar. Hanrí
var þreyttur en þó fylgdi þeirri þreytu vellíðan. Hann var
svangur og ánægður með morgunstörfin. Hann gekk inn
í herbergi sitt, er hann hafði þvegið sér, settist í stóra stói
inn við gluggann og tróð í pípu sína. Þegar hann hugsaði
um málverk sín, sótti alltaf að honum nokkur efi um gildi
þeirra. Hann langaði stundum til að tala um þetta við föð
ur sinn, en nú var djúp staðfest milli þeirra. Honum var
sama, hvort þau voru metin til mikilla fjármuna eða einsk
is, en hann vildi fá vitneskju um það, hvort listgildi þeirra
væri nokkurt. Voru þau góð? Hefðu þau getað orðið betri
við aðrar aðstæður? _J