Tíminn - 04.01.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1955, Blaðsíða 3
1. blað. TÍMINN, þrið,judaginn 4. janúar 1955. Áramótaræða forseta íslands Góðir íslendingar. Við hjónin óskum yður öll- um, hverjum fyrir sig og þjóð inni í heild glleðiiegs nýárs og þökkum gamla árið. Okkur liefir verið það til mikillar ánægju að margir hafa heim sótt okkur hér á Bessastöðum á hinu liðna ári af öllum stétt um þjóðfélagsins. Þá vil ég sérstaklega þakka öllum þeim, sem komu, sendu mér skeyti, kvæði og gjafir á sextugsafmæli mínu síðast liðið vor. Það var meiri mann fjöldi en ég gat búizt við eða get náð til. Oss er ölíum svo farið, að fátt gleður meira en góður hugur og góðar óskir. Velvild og samúð styrkir og hressir. Maður er manns gam an. HafiS þér öll inniiega þökk..... ' Á síðast liðnu ári h'öfum við einnig haft -tækifæri til að ferðast meir og víðar en áður, og vil ég þá fyrst minnast á Norðurlandaförina. Hinn fyrsti forseti íslánds, Sveinn Björnsson, taldi það skyldu að opinþer heimsókn væri gerð af hálfu hins nýstofn- aða íslenzka lýðveldis til Norð urlanda, þótt honum, sakir vanheilsu, auðnaðist ekki að koma því i framkvæmd. Ég var sömu skoðunar, og hafi nokkuð vantað á um fulla sannfæring um nauðsyn þess arar farar, þá var það horfið í ferðalok. Almenningi er kunnugt um þessa för, og veit að slíkar ferðir eru alþjóða venja, og engum er nauðsyn legra en nýstofnuðu ríki, að bregða ekki þar af. Vér íslend ingar höfum skilið við Dani samkvæmt samningi og fellt niður hið sameginlega kon- ungdæmi. Ég tel því vel farið að það bjargaðist fyrir tíu ára afmæli lýðveldisins, að þjóðirnar tókust í hendur, bróðurlega og af heilum hug. Sama er að segja um viðtök urnar í Svíþjóð og Finnlandi; vér íslendingar getum fagn- að þeim með stolti ungs manns, sem er nýorðinn mynd úgur. Aldrei hefir meira verið ritað í blöð um hið nýja ís- land og hið forna, atvinnulíf, bókmenntir og þjóðmenning, flest af nákvæmri þekking og allt af mikilli velvild. Þjóðirn ar tóku þátt í þessum fagnað arfundi cg börnin teiknuðu íslenzka fána í skólunum og veifuðu þeim, glöð og bros- andi. Það féll í hlut okkar hjónanna, að vera fulltrúar fslands. En vissulega giltu móttökurnar ekki okkur per- sónulega. Þær voru ávarp og kveðja til hinnar íslenzku þjóðar og árnaðaróskir til hins unga lýðveldis. Þjóðirn ar eru einstaklingar hver gagnvart annarri, og grasið má ekki gróa í götunni. Ungt og fámennt lýðveldi á að gera sér far um, að knýta fastar vináttuböndin í allar áttir. Þetta var skylduför, eins og ég sagði, en þar fyrir sannar l^ga ekki óljúf. Skylda og á- hugi falla oft saman, og því oftar því betur. En ef ég á um að velja, þá ferðast ég nú örðið heidur innan lands en utan. Það ber margt til, sem oflangt' yrði upp að telja. Með al annars á ég enn ófarið um nökkur héruð, þó víðast hafi ég komið einhvern tíma. Það er og ákvörðun okkar, að heim sækja öll lögsagnarumdæmi á þessu kjörtímabili, sem er yfir að ráða, þó viðkomustað ir verði færri en skyldi. í sum ar sem leið gafst okkur tími Flutt að Bessastöðum 1. janúar 1955 til að fara um mestallan Norð lendinga- og Austfirðinga- fjórðung. Þessar ferðir voru okkur til óblandinnar ánægju. Og það er furða hve mikið vinnst með stuttri viðdvöl og skjótri yfirferð, þegar hægt er að byggja á gömlum kynn um, viða hvar. Náttúran, byggðin, fólkið, atvinnulífið og afkoman blasir alstaðar við og heildarsvipurinn verð ur furðu skýr í eiidurminning unni. Ég nota þetta tækifæri til að flytja þessum héruðum og íbúum þeirra innilegar þakkir fyrir ógleymanlega daga. Náttúra vors lands er býsna sérstæð, barnið og unglingur inn lítur á hana sem sjálf- sagöan hlut eins og móður og föður, mat og drykk. En hún síjast inn í sálina, og hugur inn kemur til að bera „síns heimalands mót“. En sá sem fer um önnur héruð og lönd eða eldist, honum opnast sýn þegar hann kemur aftur á fornar slóðir. Ég hefi komið í þau lönd, þar sem mér finnst allt áþekkt, þó farið sé um langar leiðir. Og hvaða er- indi er það þá, að flytja sig úr stað? Máske hraðinn og hreyfingin, sem alltaf er nokk uð — og svo auðvitað að hitta nýtt fólk. En hér á íslandi skiptir um svip á skammri leið og formin og litirnir taka á sig allar myndir og blæ- brigði. Loftið er svo tært og svalt — einkum eftir stórrign ingu. Og alltaf er gott að anda því að sér. Loftið er ein sú guðsgáfa, sem allir eiga jafnt og ekkert kostar, og því stund um lítils metið. En það hefi ég fundið við að koma frá heitu landi og röku um þrjú þúsund mílna veg á sautján tímum, að slagveðursrigning á íslenzkum flugvelli, var hreinasti lífgjafi og guðsbless un. Þetta loftslag er heilnæmt fyrir alla menningu, hugsaði ég. Og þó veit maður það ekki fyrr en maður hefir reynt annað. Og svo er þetta loft svo blátært fyrir augað, og sólin og skýin, Ijósið og skugg arnir gefa hinu stórbrotna landslagi ótrúlega tilbreyt- ing. Skáldin og málararnir hafa fangað sumt, og verk þeirra veita oss mikla nautn í skammdegi innan fjögra veggja. Þeir auka oss skilning en gera þó ekki betur en skap arinn. Vér eigum ekki að bera listaverk saman við .ljósmynd ina, sem missir margs, heldur við náttúruna, og þá verður flestra hlutur smár. Margra heiður vex að vísu af því, en sumra verður . skömm að meiri. Ég segi ekki meir um náttúru íslands að þessu sinni og vísa til skálda og listamanna, en gott þótti mér í sumar að sjá aftur Herðu- breið frá Möðrudal, inn yfir öræfi og suður á Vatnajökul, og Hallormsstaðaskóg inn á Snæfell yfir blómlega sveit. Þessa naut ég með rentu frá unglingsárunum. Ég er þakk látur fyrir það, að ég komst þá langt og víða um landið í atvinnuleit, en í þá daga var það bara velstætt fólk hér í Reykjavík, sem á sumrum fór austur fyrir heiðar og þótti gott fyrir almenning, að fá einn útreiðartúr upp í Mos fellssveit eða gangandi í berja mó upp í Öskjuhlíð. En guði Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands sé lof, hve margt hefir breytzt. Fyrir flestum var þá Hallorms staöaskógur, Ásbyrgi, Gullfoss og Geysir bara til i kvæðum, að ég nú ekki nefni hinar breiðu byggðir og afdali, en nú þjóta bílar eftir öllum veg um, sem teygja sig svo víða, að það er næsta ótrúlegt hvað þingmenn og þeirra starf er stundum vanmetið. Aldrei hafa fleiri íslendingar séð meira af landi sínu en nú. Bændur og bóndakonur fara á milli héraða, að ég nefni ekki sumarferðir kaupstaða- fólksins. Þetta er gott og hlýt ur að tengja okkur fastar saman. Ég er bara hræddur um að bíllinn fari of hatt yfir. Bíllinn er farartækið, og út- sýnið gott, en svo tilbreytilegt, að athyglin og umhugsunin þolir ekki heilan dag á hend ingsferð. Það má sakna hests ins, gæðinganna og gamalla daga, og margt er rétt um það. En ég fyrir mitt leyti sé ekki eftir gömlu Bleik og hnakkpútunni. Það var ekki heldur í þá daga öllum veitt það bezta. En nú held ég að það þurfi frekar að hægja á sér, nota ekki öll hestöflin, heldur meir áfangana. Nátt úra íslands og allar hennar minningar heimta að vér setj umst niður á hverjum sól- skinsblett. En sólskinsblettirn ir er öll náttúrufegurðin, býl in, fólkið og fortíðin, sem rifj ast upp. En landið er ekki tómir gamlir sögustaðir. Sagan ger ist enn í sveitum, þorpum og kaupstöðum. Vér sem nú lif um erum ættjöröin. Gætum þess í öllum okkar deilum, að ættjörðin setur þeim tak- mörk. Forfeður vorir, hinir elztu, kunnu grein á drengi legri baráttu og berserks- gangi, og þær hinar fornu reglur myndu hrökkva oss langt í öllu voru orðaskaki, ef vér héldum þær í heiðri. Á bakvið var einhver óljós til- finning um það, að takmörk eru fyrir því, hve langt má ganga án þess að þjóðfélag- inu sé stefnt í hættu. Og þó ekki einungis þjóðfélaginu, heldur og einstaklingum og heimilum, sem eru undirstaða frjáls þjóðfélags. í þessu efni höfum vér íslendingar langa og merka erfðasögu bæði að varðveita og koma til meiri þroska. Það er margt sem vér þurf um að varðveita, máske ekki sízt vegna þess, hve miklar breytingar eru á orðnar. Margt er nú breytt við sjáv arsíðuna, og einnig í sveitum. Ég gat þess að ég sá Herðu fjallkonu vantar sitt skáld. Hún er á við fossana og öll firnindi, sem skáldin hafa kveðið um. Þegar ég var í Möðrudal, kaupamaður, við gott atlæti og tólf krónur um vikuna, auk víðáttunnar, stóðsins og fjallasýnarinnar á hverjum björtum degi, þá var þar ein útlend rakstrar vél, sem við beittum hesti fyrir, hið mesta þing. Ekki man ég að ég hafi séð aðra landbúnaðarvél, nema tað- kvarnir, fyrr eða um langt skeið síðan. Þá var vegalaust og bændur töluðu um vega- bætur, svo hægt væri að flytja kol svo ekki þyrfti lengur að brenna taðinu, heldur væri hægt að nota það til áburðar og nýræktar. Nú eru vegirnir komnir og margs konar nýjar vélar. Öll sú nýrækt, og allar þær nýju vélar til margra hluta, húsagerð og aðrar fram kvæmdir eru bylting. Friðsam leg sístarfandi bylting og land nám. Ég hefi þar til saman burðar fjörutíu og fimm ár. Austfirðir til dæmis fengu seint góðar samgöngur, og víða vantar rafmagn, en þetta er hvort tveggja höfuðstoðir framtíðarinnar. Sveitir ís- lands eiga mikla framtíð. Moldin er góð og mennirnir. En sárt svíður það hvað bónd inn og konan eru viðbundin, og geta ekki tekið sér frístund frá mjöltum og gegningum. Það er haftið á okkar sveita fólki, hvað sem við má gera. Ekki get ég séð, að veruleg barátta sé milli sjávar og sveita, nema um fólkshald. Bæir eru markaður fyrir af- urðir sveitanna og framleið- endur iðnaðarvarnings og út- flytjendur sjávarafurða, báð um að gangi. En þó að land- búnaðurinn, sjávarútvegur- inn og iðnaðurinn sé allt eðli leg verkaskipting frá gamla tímanum, sem hét og var sveit meðan engir kaupstaðir voru til, þá er aö minnsta kosti eina skuld að gjalda fyrir alþjóð til allra sem nú búa í sveitum. Þá skuld þekki ég vel, það eru fósturlaunin. Síðan um aldamót hefir öll fólksfjölgunin lent í kaup- túnum og kaupstöðum, og þó heldur fækkað i sveitum. Framleiðslan þar hefir þó aukist stórlega, og margir eru þeir enn, sem í sveitun- um siíta sínum barnaskóm. Og fleiri þó, sem eiga sveit- unum að þakka gott uppeldi. Ég fór í haust til að sækja tvo drengi af fjalli — ég má kalla það svo, þvi as kindur eru reknar á fjall og kaup- staðastrákar sendir í sveit. Annar pilturinn sagði við mig: „Hvaða vit er í þessu, að ég eigi að fara í skóla i Reykjavík, en gæti gert gagn hér í sveitinni? Ég hafði ekki búist við þessu, en þótti vænt um. Og það rfjaði upp fyrir mér eitt vort vandamál. Vor þjóð er á millistigi. Gömul þjóð með nýjum kauptúnum og stórbæjum. Ungt og fullorðið fólk flyt- ur í bæi. En börnin, sem kom ast aftur 1 sveit, fá þar sinn bezta leik — og starfsvöll. Þar er heimilið heild, ekki bara til að borða og sofa, heldur um allt daglegt starf. Sú hin mikla verkaskipting nútímans er góð fyrir full- orðna og afkomu fjöldans. En hún er ekki eins góð fyrir uppeldið. Bæjarlifið getur verið gott, og þarf að vera það, nú þegar vex upp kyn- slóð, sem hvorki þekkir sveit eða sjó nema eltthvað sé að gert. Sú kynslóð er ný í okk- ar þjóðlífi, og mikilsvert að hún geti fest rætur með ein hverju móti í gamla tíman- um. (>!’ramhald á 5. síðu.) Tilkynning frá Sogsvirkjuninni Tilboða er hér með leitað í hverfla, rafala og raf- búnað í aflstöðina við Efra-Sog. Nánari upplýsingar á skrifstofu Sogsvirkjunarinn- ar, Tjarnargötu 12. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Tilboðsfrestur til 1. marz 1955. STEINGRÍMUR JÓNSSON. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS Miðaldra hjón eða eldri vön sveitastörfum, hreinleg og skapgóð, sem hætt eru að standa í stríðum straumi lífsbaráttunnar, en vildu í sveit starfa við góða aðbúð gegn sanngjörnum laun- um, óskast n. k. vor til að annast snoturt bú á barn- lausu heimili í samstarfi við eigandann. Jörðin er í einni fjársveit Suðurlands. Hús öll nýbyggð með þæg- indum, hlý og vönduö. Mjaltir litlar, 2—4 kýr. Þau hjón, er sinna vildu framansögöu, eru beðin úm að til- greina aldur, heimilisfang, væntanlega kaupkröfu og aðrar upplýsingar er að gagni mættu verða og leggja þær inn í lokað umslag er sendist til afgreiðslu Tim- ans sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir febrúarlok n. k. merkt; GOTT FÓLK. breið aftur í sumar. Þá miklu $js«irssssssss$ssssss$sssssssss$ssssssss$ss$ssss$ssss$s$sss$ssss$sss$sss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.