Tíminn - 18.01.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1955, Blaðsíða 3
13. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 18. janúar 1955. s, / sLend.in.gaþættir Sextug: Halldóra Jóna ívarsdóttir Það var vorið 1909, við barnapróf í Saurbæ á Rauða sandi, að við Jóna ívarsdótt- ir vorum saman í herbergi að reikna dæmi, sem fyrir okk- ur voru lögð. Að sjálfsögðu liefir mitt dæmi verig miklu áuðveldara viðfangs, þar sem ég var 5 árum yngri. Eftir skamma stund skilaði Jóna sínu dæmi rétt reiknuðu og vel útfærðu og hlaut lof próf dómarans, síra Þorvaldar ja- kobssonar. En það gekk öllu lakar hjá mér. Ég gat að vísu reiknað dæmið í huganum og skrifað svarið, en ég gat engu oðru skilað, né gert grein fyr ir reikningsaðferðinni. Mér ér enn í minni niðurlæging min og öfund til Jónu frænku minnar, sem aðeins mátti Iita til mín mildum augum meðaumkunar. Og nú er Jóna í Kirkju- hvammi sextug í dag. Hún hefir átt þar heima frá fæðingu, var önnur hönd foreldra sinna, meðan þeirra naut við, en síðan hefir hún verið húsmóðir fyrir heimili þeirra systkina, sem nú eru aðeins tvö þar eftir, ívar í- varsson, kaupfélagsstjóri og Jóna. í Kirkjuhvammi þykir mér fegurst bæjarstæði, sem ég hefi séð á landi hér, að und- anteknum Hamragörðum und ir Eyjafjöllum. Stakkaleiti, Hefeuhólar, Ki'pkjuhvamms- höll og Virki mynda hlýjan faðm um þessa litlu bújörð. En þetta er aðeins svipur þeirrar alúðar og hlýju, sem systkinin í Kirkjuhvammi lrafa borið til alls og allra, manna og málleysingja. Jóna hefir séð og skilið þýð ingu þessarar fegurðar. í stað þess að halda út í heim- inn og vinna sigra í reikn- ingsþrautum mannlífsins með frábærum gáfum sínum og hæfileikum, valdi hún sér þjónustu kvenlegrar um- hyggju og fórnfýsi, gróður-' setningu mannlegra dyggða. Þótt Jóna hafi ekki gerzt víðförul, munu fáar konur henni fróðari við sömu að- stöðu, enda er hún bókhneigð með afbrigðum. Glöggskyggni hennar á menn og málefni er sérstæð. Ekki hefir Jóna gifst né eignast börn og er það svo að segja það eina, sem að henni má finna. Og þó er vandséð hvort þá væri hún hin sama Jóna og hún er. í umgengni við börn er mildi hennar og umhyggja með eindæmum. Móðurhugur Romarsýningin Yfirlýsing frá félag- iim „ÓitáfSir lista- nicnii a hennar til eigin barna hefði ekki getað orðið meiri, en hann hefir verið til vanda- lausra barna. En hvað liggur þá eftir Jónu? Hvaða framfaramál- um hefir hún barizt fyrir? Hvaða hagsmunamálum ísl. kvenna hefir hún komið íram? Hvaða fjárhagsgrund- völl hefir hún skapað sér og sinum? Þannig mætti lengi spyrja. Og flest svörin yrðu frernur neikvæð. Þau yrðu neikvæð á mælikvarða skrums, hégómaskapar, tild- urs, framhleypni og fjár- græðgi. Því þessi skapgerð- areinkenni mánna eru af öðrum heimi en Jóna sjálf. Barátta er henni fjarstæð, því að allri baráttu fylgir einhver sóun og tortíming. En framfarir vill Jóna, fram farir friðsællar ræktunar, þroskun skapgerðar, framfar ir manngildir. í þeim fram- förum stendur hún flestum framar. Lítinn áhuga mun hún hafa á sérhagsmunum kyn- systra sinna. Lögmál henn- ar er ekki: „Það sem þú átt, það á ég“. Heldur þvert á móti: „Það sem ég á, það átt þú“, hvort sem þú ert karl eða kona. Lítið hefir farig fyrir fjár- Hyggju Jónu sér til hagsbóta. Henni er svo fjarri skapi að safna í kornhlöður, enda eru kröfur hennar til efnislegra lífsbæginda að sama skapi. Og samt hefir hún safnað auði, hamingju þeirrar sálar er .sér árangur starfa sinna „þar sem lítið lautarblóm langar til aö gróa.“ Þessi dæmi eiga að sýna að Jóna bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferða- irenn. Kirkjuhvammur hefir lengi verig sólskinsblettur, hið ytra og innra, en Jóna hefir auk- ið á sólskinið og hlýjuna, svo að hver, sem þangað kemur, sækist eftir að heimsækja þennan sólskinsblett á ný. Ég öfundaði Jónu út af reikningsdæminu forðum, en ég hefi ekki gert það síðan, í 45 ár. Nú liagur mér við að öfunda har.a á ný af aijri þeirri hylli og öllum þeim vin sældum, sem hún hefir að verðleikum áunnið sér xrá fyrstu tíð. Á þessum tímamótum Jónu ívarsdóttur sendum við henni vinir hennar og frændur, okk ar innilegustu árnaðaróskir með hjartans þökkum fyrir liðna tíma. S. E. Greinargerð frá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur um hækkun iðgjaldanna Félag íslenzkra myndlista- manna hefir skorað á lista- menn að senda verk sín til úrvals fyrir væntanlega sýn- ingu í Rómaborg, jafnframt birt nöfn 3 málara, sem eru meðlimir félagsins, og eins utanfélagsmanns, er eiga að velja málverk þau er sýna skal. Einn myndhöggvari á að veia með í nefndinni um vai myndhöggvaraverka. Fé- lag’.ð virð.'t hafa misski'.ið 1 lutverk sitt í þessu máö, á- l;ta cð það eitt sé meðlhnur Norræna listbandalagsns hér u land. á samx hátt rg áður þegat flestir myaclista mem stö’’fi'ju í bvi. ■"mnur .t'"id. serti eru mrð- i:i)iir Ba, ídx-lagsi.H, Dan- mörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland, starfa samkvæmt þeirri meginreglu, að sem flest félagasambönd hafi full trúa í sýningarnefndum og stjórn deildanna, er jafnvel iormaður stj órnskipaður sums staöar og kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Sýn- ingin í Róm grundvallast á þessum forsendum og hefiv hæstvirt Alþingi veitt mik- inn fjárstyrk í því augna- miði. Þrjú myndlistafélög eru nú starfandi hér á landi. Höfðu þau samstarf síðastl. ár um sýningu í Danmörku, að vísu ekki á vegum Nor- rama listb&ndalagsins, sýn- ing þes-sí gaf von um að fé- lögiu gætu unnið saman að málefnum myndlistamanna. Sýningin í Róm á að vera yfirlitssýning um þróua myndlistar á Norðurlöndum í hálfa öld, er því eðlilegt að sýningarnefndin sé skipuö eldri og yngri listamönnum, fulltrúum allra félaganna, samkvæmt venju: Fimm manna nefnd annist val mái verka og svartlistar en þrir velji myndhöggvaraverk. I'élagið „Óháðir listamenn“ mótmælir því að þátttaka ís- lands í sýningum Norræna listbandalagsins sé einkamál Félags íslenzkra myndlista- manna. eða nokkurs annars félags. Geti því sýning undir forustu eins félags engan veg inn talizt fullgild þátttaka í fyrirhugaðri sýningu í Róma borg. Teljum við sjálfsagt að far ið verði að vilja hæstvirts A1 þingis um val nefndar fyrir sýninguna, og að samkomu- lag náist um önnur atrlði varðandi sýninguna. Að öðr- ura kosti teljum við undirrit aðir okkur ekki fært að taka þátt í sýningunni. Reykjavík, 15. janúar 1955, Finirwr Jónsson, Gunnlaugur Blöndál, Gnðmnndnr Einars- son, Ríkarður Jónssou. Útsala — Útsala Karlmannaföt - Karlmannafrakkár Kuldaúlpur fyrir krakka, Karlmannabuxur o. m. fl. 10—40% afsláttur. Klæðaverzlun Braga BrynJóSfssonar Laugavegi 46. í Alþýðublaðinu 12. þ. m. er svo frá skýrt, aö læknar hafi með nýjum samningi við Sjúkrasamlag Reykjavíkur fengið 10% kauphækkun, svo og að þessi kauphækkun sé aöalorsök þess að iðgjöld til samlagsins hafi hækkao. Hér er hallað rétta máli, enda leitaði blaðið ekki upp- lýsinga um þetta hjá sam- lag.nu. Það er rétt að samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur, hækka greiðslur samlagsins til lækna frá sl. áramótum um milli 10 og 11%. Með því er ekki sagt að raunveruleg kauphækkun sé svo mikil, enda byggist hækkun greiðsl- anna að talsverðu leyti á auknum rekstrarkostnaði lækna. Til þess að mæta þeirri hu?kkun, sem læknarnir haía fengið, hefði hin.s vegar vet- ið nóg að hækka iðgjöld sam lagsins um eina krónu á mánuði í stað þeirra 3 kr. hækkunar, sem ákvegin var. Það er þvi fjarri lagi, að hækkun læknakostnaðar sé aðalorsök iðgjaldahækkunar- innar. Aðalorsök hennar má ó- hikað telja þá hækkun, sem oríið hefir á lyfjakostnaði. Ávið 1953 varö lyfjakostnað- ur sarnlagsins, tæpar 3 millj. kr. en árið 1954 hefir hann, S'.unkvæmt bráðabirgðaylir- liti, orðið kr. 4.254.000,oo. — Hefir lyfjakostnaður því hækkað um ca. 1.275.000,oc kr. á einu ári eða um tæpl. 43%, — Þessi gifurlega hækk un lyfjakostnaðarins stafar ekki nema að litlu leyti af verðhækkun á lyfjum. Nokk- uö af henni er vegna rýmk- unar á reglum um lyfjagreiðsl ur samlaga, sem gekk í gildi fyrst á árinu 1954, en aðal- orsökin er stóraukin notkun ýmissa dýrra ivja. eins og auremycins og skyldra lyi'ja. Má geta þess hér að margiv læknar telja notkun þessara lyfja svo úr hófi fram, að stórlega varnugavert sé. Fleiri eru orsakir iðgjalda hækkunarinnar og munar þar mest um hækkun daggjalda á sjúkrahúsum. Hefir dag- gjald á Landsspítalanum hækkað úr kr. 70,00 í kr. 75.00. En nægir þá þessi 3 kr. jð- gjaldahækkun til að tryggja hallalausan rekstur sanilags ins? Það verður að teljast mjög hæpið. Á þessu ári tekur tU starfa sjúkradeild í heilsu- verndarstöðinni nýju, raeö rúmlega 50 sjúkrarúmum. Er áætlað að greiðslur samlags- ins fyrir legur samlagssjúk- linga þar verði allt að 1 rnillj. kr. á ári, miðað við núverandi verðlag. Þegar deildin tekur til xtarfa, verður því óhjá- kvæmilegt að endurskoða. fjárhagsáætlun samlagsins, enda munu þá og liggja íyrir niðurstöðutölur um afkomuna á árirm 1954. Vegna ummæla í þá átt að’ ðgjöld til samlagsins séu oró' in allt of há, skal bent á eítir forandi staðreyndir: Þegar samlagið tók til itarfa voru iðgiökl'n kr 4,oo á mánuði en eru kr. 30,oo„ Þau hafa því 7V2 faldast. Þá var Dagsbrúnarkavm kr. 1,36 á tímann en er kr 14,09. — Tímakaupið hefir því næst- gjald á Landsspítalanum kr. um 11-faldast. Þá var dag- 6,oo, en er nú kr. 75,oo á legu dag. Daggjöldin hafa því 12y2 faldast — í þessu sambandi þarf að taka fram að rétt- indi sa’i lag.nna.ma skertusv með lyfjareglunmn 1951 xm ca. 7% eða um rúman 1/15 hlula, en nokkuð af þeirri skerðmgu hefir . síðan venð fellt niður. í sambandi við framanrit- að er rétt að leiðrétta mls- sögn um annað atriði, sem fyrir skömmu var rætt í Mcrg unbiaðinu. í sambandi við frásögn af kærumálum á hcndur kaupmönnum, út at’ sölu á Sanasol og hvítlauks- piilum. er þess getið, „sam- kvæmt upplýsingum frá sjúkrasamlaginu“ að það „taki engan þátt í greiðslu á f j öref nalyfseðlum“. Þetta er algerlega rangt. Samlagið greiðir að hálfu flest fjörefnin, en greiðir hins vegar ekki ýmsar sam- setningar fjörefna, eins og t. d. Sanasol. Þá er loks rétt að leiðrétta þau ummæli Þjóðviljans 31. f. m. að „stjórnarflokkarnir þverskallist við því að hækka framlag ríkisins, þó að kostn aður samlagsins vaxi“. — Hið ’rétta er að framlög rikis og bæjarsjóðs hafa undanfarið hækkað í réttu hlutfalli við hækkun iðgjalda. Hefði svo ekki verið, hefðu iðgjöldin nú siðast orðið að hækka um 5 kr. þ. e. í 32 kr. í stað 30 kr. m áij 'uin ui cjarópfOj S.3.8.S. IJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIUUIIHHIIIllllUllllia Blikksmiðjan í GLÖFAXI [ HRAUNTEIG 14. — Sími 7236 í Nýlegur Dodge lítið notaður, 8 mánaða gamall til sölu hjá Sigurgeir Jónssyni, aðaldal, Nýbýlavegi, Fossvogi, sími 5906, á- samt nokkru af varahlutum, alla á hagkvæmu verði. Kaupfélag Vestmannaeyja vantar deildarstjóra í búsáhalda- og járnvörudeild. Aðeins duglegur og reglusamur maður kemur til greina. Um er að ræða framtíðarstarf fyrir hæfan mann. All- ar upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn, sem er nú staddur á Hótel Vík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.