Tíminn - 25.01.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.01.1955, Blaðsíða 5
19. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 25. janúar 1955. -'T'i' s. ! Þriðjud. 25. jan. Utflutningur land- búnaðarvara í ávarpi til bænda, sem Steingrímur Steinþórsson landbúnaSarráðherra flutti í ríkisútvarpið nokkru eftir ára mótin, vakti hann m. a. at~ hygli á máli, sem líklegt er að verði eitt af helztu stór- málum landbúnaðarins í ná- inni framtíð. Landbúnaðarráðherranum fórust m. a. orð á þessa leið: „íslenzkur landbúnaður er nú á mjög mikilvægum tíma- mótum varðandi ýmsa veiga mestu þætti landbúnaðarins Undanfarna áratugi hefir framleiðsla landbúnaðarvara því nær eingöngu verið notuð til innanlands þarfa. — Lítils háttar af ull og gærum hefir að vísu verið flutt út og selt Á erlendum markaði en aðrar vörur ekki svo neinu nemi. <— Verðlagsákvörðun landbún aðarvara og önnur atriði varð andi meðferð og skipulag land búnaðarvara hefir svo, eins og sjálfsagt og eðlilegt er, ein- göngu verið miðað við það að vörur þessar fóru því nær eingöngu á innanlandsmark- að. Nú mun þetta breytast óð fluga hin næstu ár. Nú þegar á þessu ári þarf án efa að flytja út allmikið af dilkakjöti — og vaxandi magn hin næstu ár, komi engin bvænt óhöpp fyrir. — Land- búnaðuxinn er því nú að sprengja af sér þá spenni- treyju, er hann hefir verið J færður að undanförnu. Hann er i þann veginn að verða út- flutningsatvinnuvegur jafn- hliða því, sem hann ávallt hlýtur að sinna því megin hlutverki sínu að birgja þjóð ina nægilega til eigin notkun ar af hinum ágætu og hollu afurðum, sem landbúnaður- :inn framleiðir. Þessi þróun, sem nú er í að- sigi, er mér mikið gleðiefni. Það er nauðsynlegt að land- búnaður eflist svo, að verulegt magn landbúnaðarafurða verði flutt á erlendan markað Þeirri hugsun hefir skotið npp — og það hjá sumum bændum — að ekki væri rétt að auka landbúnaðarvöru- framleiðslu að verulegu fram yfir þarfir þjóðarinnar til eig in notkunar. Þetta er kúldurs hugsunarháttur — og bændur mega alls ekki hugsa á þann veg, hvað þá láta það í Ijós. Hvað á að gera með þær miklu ræktunarframkvæmdir og aðr ar umbætur í búnaði, sem gerðar hafa verið síðustu árin og ér grundvöllur að geysimik illi framleiðsluaukningu. ef ekki í að hugsa um verulegan útflutning landbúnaðar- vará?“ Ráðherrann vék þessu næst að því, að ýmsir erfiðleikar væru í vegi þess að afla mark aða. fyrir landbúnaðarafurðir erlendis, en þá erfiðleika mætti þó vafalaust yfirstíga. Um betta efni. fórust honum svo orð: „Þess er að vísu ekki að dylj ast, að margir erfiðleikar verða hér í vegi — 's. s. að afla markaða, efla vöruvöndun, jafrivel vinna nýjar fram- leiðsluvörur til útflutnings. svo og að viðhlítandi verð fá- ist. Allt er þetta og fleira mætti nefna, erfitt viðureign ar. En'þó? eru það ekki meiri ÞJÓÐLEIKH USIÐ: Þegar hSýtt er GULLNA HLBD Heiöurssfgnintj föstudatjinn 21. þ. m. á se.xtvtjisaíniteli köfundar- ins Oavíðs shálds Stefánssonur frá Fafjraskófji Gullna hliðið er mjög nafn- togað leikrit. í smágrein, sem Valtýr Stefánsson hefir ritað í leikskrá um höfund þess, Davíð skáld frá Fagraskógi, greinir svo, að það hafi verið sýnt á leiksviði um 250 sinn- um, þýtt á sex tungumál, leik ið í Noregi, Skotlandi, Finn- landi, Englandi og á íslandi. Auk þess flutt í útvarp í Sví- þjóð, Noregi, Englandi og á íslandi. Fyrir þvi hefði tæp- lega verið unnt að heiðra Davíð Stefánsson sextugan á verðugri hátt og smekkvíslegri en með því að stofna til svo veglegrar sýningar í Þjóðleik húsinu á þessu frægasta skáld verki hans. Davíð Stefánsson hefir ver ið mjög ástsæll með þjóðinni allt frá því er nýr strengur kvað við í ljóðhörpu hennar við útkomu Svartra fjaðra ár ið 1919. — Um þær mundir sem hin mikla skáldfylking 19 aldarinnar er að ganga úr leik, er okkur Davíð af himn um sendur, til þess ótvíræðleg ar en nokkur annar að brúa bilið milli þess, sem er að hníga og hins, sem er að rísa í þjóðlífi okkar. Hann ryðst fram ungur, frjáls og djarf- huga með nýtt ljóðform, vax inn af traustri rót, haldinn sagntöfrum þjóðar sinnar með sársauka hins liðna í hjartanu. Og hann vex við ris nýrrar aldar, hverfist milli allra skauta margþættrar þjóðscknar, lætur sér ekkert vera óviðkomandi, tilfinninga samur, óvæginn á stundum. Við Gullna hliðið Lárus Pálsson, Arndís Björns- dóttir og Brynj. Jóhannesson. erfiðleikar en sigrast má á. Það verður eitt meginhlutverk félagssamtaka landbúnaðar- ins á næstu árurn að kljást við þetta og sigrast á því. Margir óttast, að þó allt annað væri í sæmilegu lagi varðandi útflutning landbún aðarvara, þá mundi þó verð- lagið hindra að um útflutning gæti orðið að ræða. Ég óttast það ekki. Ég þykist þess full- viss, að ef landbúnaðarvörur — og þá fyrst og fremst kjöt — fengju svipaða fyrir- greiðslu til útflutnings og helztu útflutningsvörur þjóð- ar okkar njóta nú, þá mundi landbúnaðurinn reynast sam- xeppnisfær á því sviði“. Hér er vissulega um mál að ræða, sem þegar verður að fara að hefjast handa um. Samtök bænda þurfa að gera um það skipulega áætlun, hvernig bezt verði haldið á þessu máli. Eitt af þvi, sem Arndís Björnsdóttir : Allir menn, hvar í stétt og starfi sem þeir eru, hversu sem kjörurn þeirra er háttað, finna til sín kveðið í ljóðum hans. Eins og tíbrá á vordegi glitra yfir ljóðum hans og verkum töfrar mannlífsins í öllum myndum þess: skáld- þjáningin, hin djúpa samúð, hin taumlausa gleði, þrá og orka vaxtar og átaka, karl- mennska, drengskapur. — Þó ber það af um gildi ljóða Davíðs og sem mun veita þeim varanlegt líf og ástsæld, að á bak við hrynjandi þeirra óma þung slög mannlegs hjarta og að gegnum þau berst til okkar rödd guðstraustsins og lotn- ingarinnar. — Fyrir því er það mjög að vonum, að við íslendingar nú, er Davíð Stefánsson stendur á hátindi lífs síns og ævistarfs, hyllum hann og umvefjum hann að- dáun okkar og elskusemi. Gullna hliðið er mikið verk kemur fyrst til athugunar, er rannsókn á því, hvort fram- leiða megi nýjar vörur til út- flutnings með góðum árangri og jafnvel betri árangri en þær, sem nú eru framleiddar. Sú skoðun nýtur t. d. vaxandi fylgis, að hér sé hægt að ala upp holdanaut í stórum stil og koma þannig fótum undir álitlega útflutningsfram- leiðslu. Þetta mál er þannig vaxið, að ekki má draga að hefjast handa um nauösynlegan und irbúning og aðgerðir. Vafa- laust má framleiða hér vissar landbúnaðarafurðir til út- flutnings með góðum árangri. Fyrir landbúnaðinn væri það rnikill styrkur og myndi auka stórum vaxtarmöguleika hans. Fyrir þjóðarheildina alla væri það lika ótvíræður ávinningur. Þess vegna verður að ganga að þessu máli með íyllsta framtaki og atorku. hlutverki kerlingar. og ágætt, þrungið seiðmagni fornra sagna. Með því hefir Davið opnað samtíð sinni og eftirkomandi kynslóðum sýn aftur í aldir umkomuleysis og hindurvitna miðaldanna á ís landi. Leikritið er að vísu byggt upp af efnivið þjóðsög unnar, sem «káldið hefir gætt lífi og anda og leitt fram holdi klædda á leiksviði. Og mikill verður hlutur kærleikans í fari eiginkonunnar, sem skil ur allt, umber allt, fyrirgefur allt og sigrar allt, jafnvel guð dómlegar ráðsályktanir. — Það hygg ég sannast, að leikur Arndísar Björnsdóttur í hlut verki kerlingar sé eitt hið stór kostlegasta, sem sézt hefir á íslenzku leiksviði, svo trúlega „lifir“ hún það frá upphafi til enda. Leikendur voru að þessu sinni hinir sömu og er Gullna hliðið var hér siðast leikið. Leikstjóri og leikendur og all ir, sem hlut eiga að máli, hafa unnið starf sitt af kostgæfni og gerðu heiðurssýninguna ógleymanlega. Davíð var ákaflega fagnað er hann kom fram og las for- spjallið. Að loknum leik ávörp uðu þeir Guölaugur Rósin- kranz þjóðleikhússtjón og formaður þjóðleikhússráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri hann með ræðum og var hann hylltur með fer- földu húrrahrópi leikhús- gesta. — Og að lokum flutti Davíð skáld sjálfur fagra ræðu. 23. jan. 1955. Jónas Þorbergsson. Ráðstcfua . .. (Framhald af 4. síðu). frumkvæðið að henni átti Eisenhower Bandaríkjafor- seti í ræðu, sem hann hélt í desember 1953 og fjallaði um notkun kjarnorkunnar til friðarþarfa. í bRÍEidni Sá atburður gerðist á síðast- liðnu ári, að einn af emb- ættismönnum rússnesku ör- yggislögreglunn^r, Yurvf A. Rostvoroff, leitaöi á náðir Bandaríkjamanna, en hann var þá starfandi á vegum sendínefndar Rússa í Tokió. Hann ákvað að flýja nokkru eftir að hann fékk heim- kvaðningu, er hann taldi stafa af því, að hann væri á- litinn fylgismaður Beria. Rostvoroff hefur nú birt endurmi'nningar sínar og seg- ir þar frá ýmsu, sem athyglis- vert er. Sumt mun þykja nokkuð skoplegt frá sjónar- miði Vesturlandabúa, sem ekki gera sér fulla grein fyrir áhrifum og afleiðingum eín- ræðisins. M. a. er lýsing Rostvoroff nokkuð brosleg á því atviki, þegar rússnesku starfsmönn- unum barst fregnin um lát Stalins. Alli'r töldu sér skylt að láta í ljós mikla sorg. Svo áberandi var sorg sumra, að bersýnilegt var, að hún var ekki að öllu leyti eðlileg. Annað svipað atvik gerðist, þegar Rússum bárust fréttír af handtöku Beria. Það var japanska fréttastofan, sem hringdi til þeirra áður en þeir voru búnir að fá nokkrar fregnir frá Moskvu. Vildi hún fá að víta, hvort sendinefnd Rússa í Tokíó gæti staðfest fréttina. Rússar svöruðu með því að slíta samtalinu óðara, og á eftir var mikið rætt um það í skrifstofum þeirra, hve „kapitalisku blöðin“ gætu leyft sér að fara á flot með miklar f jarstæður. Þegar jap- anska fréttastofan hringdi í annað sinn, var henni svarað kurteislegar, en þó á þann hátt, að rússneska sendisveit- ín hefði ekkert um þessa fregn að segja. Nokkur efi fór nú að grípa rússnesku sendisveitar- mennina, og einn þeirra sagði: Sé Beria svikari hverjum er þá að treysta. Þetta er allt saman uppspuni', sagði annar og við það var reynt að hugga sig í lengstu lög. Litlw seinna skýrðz svo útvarpið í Moskvu frá hand- töku Beria. Andrúmsloftið gerbreyttist á svip tundu í skrifstofu rússnesku sendi- sveita? innar í Tokíó. Hvílíkur glæpamaður? sagði ei7in. Hví var hann ekki klófestur fyrr? sagði annar. Og allir samein- uðust nú um það að fordæma Beria, er verið hafði' æðsti yf- irmaður þeirra og dýrlingur fyrir fáum mínútum síðan. Skömmu síðar voru rúss- nesku sendisveitarmennirnir svo kallaðir saman, þar sem yfirmaður þeirra lagði fram tillögu, er lýsti fullkominni andúð á Beria og algeru trausti á hinni' nýju stjórn Sovétríkjanna og stjórn kom- múnistaflokksins. Tillagan var samþykkt einróma og um- ræðulaust. Frásögn Rostvoroff af þess- um atburðum lýsir því vel, hvernig það er að þjóna ein- ræðisstjórn. Sjálfstæð skoðun er útílokuð. Menn verða að snúast gegn því í dag, er þeir hylltu í gær. í þessu sambandi er og vert að minnast þess, að það eru fleiri en starfsmenn rúss- nesku öryggisþjónustunnar, sem snúast eins og vindhanar á burst eftir því, hvernig víndurinn blæs í Moskvu hverju sinni. Meðal þeira eru t. d. forsprakkar íslenzku kommúnistanna. Það var ekki (Framhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.