Tíminn - 04.02.1955, Síða 1
Bkrifstofur í Edduhúsl
Fréttaslmar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
39. árgangur.
Reykjavík, föstudaginn 4. febrúar 1955.
28. blaó.
að 650 þúsund
fjár séu nú á fóðrum
FjölguEifn í ár um 200 þús. fjár. Biiast iná
við að selja verði ur lamli um 2 þúsund
smáEesfir af kindakjöti næsta hanst
í síðasta hefti Árbókar landbúnaðar?ns 1954, sem er ný-
komið út, ræðir rítstjórinn, Arnór Sigurjónsson, lítillega um
l>að, hve margt sauðfé muni vera á fóðrum hér á landi í
vetur. Gerlr hann áætlun um þetta og kemst að þeirri nið-
urstöðu, að fjárfjöldinn muni vera um 650 þús. og mun það
vera um 200 þús. fjár fleira en var á fóðrum í fyrravetur.
Kjarnorkuknúinn kafbátur
Aætlun þessi er gerð eftir
tölum um áretning og lamba
fjölda síðasta ár. Þá var fjár
fjöldinn áætlaður 43Ö þús.
á fóðrum en reyndist 20 þús.
fleiri.
Fundur í Féiagi
ungra Framsókn-
armanna
Félag ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík efnir til
umræðufundar í EddUsaln
mu n. k. þriðjudagskvöld kl.
8,30.
Fundarefni: Stjórnarstefn
an og framkvæmd hennar.
Frummælandi á fundinum
verður Eysteinn Jónsson,
fjármálaráðherra.
Þykkur ís á
Þingvallavatni
Frá fréttaritara Tímans
í Þingvallasveit.
Þingvallavatn er nú allt á
Is, en vakir eru á stöku stað,
þar sem mikið er um kalda-
vermsl. Er það einkum í Vatns
víkinni og fyrir framan Þing-
velli. Aðalíshellan á vatninu
mun nú vera um rúmt fet á
þykkt og væri akandi eftir
henni á bílum.
Alþingi kvatt sam-
an að nýju
Fundum Alþingis var frest
að 18. des. s. 1. Nú hefir forseti
íslands kvatt þingið saman að
nýju og hefjast fundir í dag
kl. 13,30.
Lambafjöldinn á s. 1. sumri
var áætlaður um 500 þús. og
tala sláturdilka var í haust
um 280 þús. Sést á
geysimikið hefir verið sett á
af lömbum i haust.
-vvSSSí.: . . . , ,........
því, hve , v - y*"*** ***~v^.■«.
.í-cC
Þarf að selja 2 þús.
Ef fjárhöld verða góð á
þessu ári má búast við að
upp komist 600—620 þús.
lömb og þá verða um 1250
þús. fjár á fjalli næsta sum-
ar eða um 220 þús. fleira en
s. 1. sumar. Gera má ráð fyr-
ir, að enn verði fé fjölgað
næsta haust og sett á um 700
þús. fjár og mundu þá koma
til slátrunar 550 þús. kindur
eða 145 þús. fleira en árið
1954. Mun þá láta nærri, ef
vænleiki verður svipaður, að
kjötaukningin á markaði
verði 2—3 þús. lestir og get-
ur orðið enn meiri.
Nú mun láta nærri, að kjöt
framleiðslan í ár fylli innan-
landsmarkaðinn, og má þvi
búast við, að selja verði um
2 þús. lestir af kjöti úr landi
næsta haust.
í Árbók landbúnaðarins er
margvislegur annar fróðleik-
ur, sem bændum er nauðsyn-
legur, og er útgáfali öll hin
vandaðastá og myndarleg-
asta.
Þetta er fyrsti kjarnorkuknúni kafbáturinn, sem smíðaður
hefir verið í heiminum. Myndin er tekin skömmu áður
en báturinn var reyndur undan ströndum Connecticut í
Bandaríkjunum. Báturinn er þannig byggður, að hægt er
að knýja hann áfram, hvort heldur er með dísilvélum, rafvél-
um eða kjarnorku.
Sögulegar nefndakosningar
á bæjarstjórnarfundi í gær
Á fundi bæjarstjórnar í gær var kosinn forseti bæjar-
stjórnar og varaforsetar, bæjarráð og nokkrar fleiri nefndir.
Urðu kosningar þessar allsögulegar.
Forsetar bæjarstjórnar voru
endurkjörnir frú Auður Auð-
uns forseti og dr. Sigurður Sig
urðsson fyrri varaforseti.
í bæjarráð voru kosnir Auð
ur Auðuns, Geir Hallgrímsson
og Guðmundur H. Guðmunds
son frá Sjálfstæðisflokknum.
Guðmundur Vigfússon og
Bárður Daníelsson af sameig
inlegum lista kommúnistá og
Þjóðvarnarmanna. Höfðu þeir
samvinnu um kosningar í bæj
Fiugvélar rufu tveggja daga
einangrun Akureyrar í gær
Frá fréttaritara Tímans á Akureyri.
í gær, eiiis og oft áður, voru það flugvélar Flugfélags ís-
lands, sem rufu einangrun bæjar og liéraðs, því að heiðar
eru ófærar og vegna verkfalls hefir tekið fyrir komur ís-
lenzkra skipa. í tvo daga voru engar samgöngur við höfuð-
staðinn vegna dimmviðrí?, en í gær sendi Flugfélagið hing-
að þrjár flugvélar, og flutti ein farþega, en tvær póst og
alls kyns varning.
Síðan flugvöllurinn var
opnaður í nágrenni bæjar-
ins, fylgjast menn betur en
Oddvitinn að Héðinshöfða á
Tjörnesi fékk Fordbílinn
Hann er ekki aldeilis
gangandi sá maður, sem
vinnur fólksbifreið, Ford af
árgerðinni 1955, en þessi
bifreið féll á miða númer
3434 í happdrættí Dvalar-
lieimilis aldraðra sjómanna.
Þegar er vitað hver
hréppti bifreiðina, en mið-
inn er seldur á Húsavík. Sá
heppni' að þes u sinni var
Úlfur Indriðason, bóndi og
oddviti aö Héðinshöfða á
Tjörnesi.
Einnig var dregið um
Ferguson-dráttarvél og kom
vinníngurinn á miða núm-
er 16007, en hann er seldur
í Vestmannaeyjum.
áður með ferðum flugvéla,
en annars veit allur bærinn
að jafnaði, ef ekki er flogið.
Þá berast engin blöð og eng
inn póstur. Þá er ekkert sam
(Fi-ar-hald & 2. slðu.i
Mildur vetur í
Öræfum
Frá fréttaritara Tímans
í Öræfum.
Hér í Öræfum hefir vetur-
inn verið mildur. Oftast hef
ir verið snjólaust og frost lít
ið, en þó eru vötn á ís. Yfir-
leitt hefir verið nóg jörð fyr-
ir fénað og má búast við tölu
verðum fyrningum. SA.
arstjórninni.
Komst Bárður í bæjarráð á
hlutkesti milli hans, Magn-
úsar Ástmarssonar og Gunn-
ars Thoroddsens. Alþýðuflokk
urinn á því nú engan fulltrúa
í bæjarráði, sem hann hefir
átt frá stofnun bæjarráðs ár-
ið 1934. í fyrra var samvinna
um allar nefndir milli Alþýðu
flokksins og Þjóðvarnar-
manna og Magnús þá kjörinn
í bæjarráð. Nú virðist sú sam
vinna hafa rofnað. Hins vegar
var Alfreð Gíslason annar full
trúi Alþýðuflokksins í bæjar-
stjórn kjörinn varamaður
Bárðar í bæjarráði af sameig
inlegum lista kommúnista og
Þjóðvarnarmanna.
Þá var Bárður kjörinn í
byggingarnefnd í stað Tómas
ar Vigfússonar. Hlaut hann
þar fimm atkvæði og fékk þá
annað atkvæði Alþýðuflokks-
ins í bæjarstjórn til viðbótar
stuðningi kommúnista. En
fulltrúi Alþýðuflokksins
Tómas Vgfússon féll og fékk
aðeins eitt atkvæði.
(FraniHtM á 2. sI3u)
Sjúkraflugvélin aft-
ur komin á loft
Sjúkraflugvél Slysavarna-
félagsins og Björns Pálsson-
ar hefir verið í viðgerð að
undanförnu. Hefir farið fram
skoðun og endurnýjun á vél
inni .
Er Björn nú tilbúinn að
sinna köllum um sjúkraflug
eins og fyrr.
Samninganefndir úr
Eyjum kallaðar til
Reykjavíkur
Frá fréttaritara Tímans
í Vestmannaeyjum.
Sáttasemjari ríkisins hefir
nú kallað samninganefndir
deiluaðila i Vestmannaeyjum
á sinn fund til Reykjavíkur og
munu þeir væntanlega fljúga
þangað til samningaviðræðna
í dag.
Varð fyrir bíl og
meiddist illa
Frá fréttaritara Tímans
í Siglufirði.
Fyrir nokkrum dögum varð
það slys í Siglufirði, að mað-
ur varð fyrir bíl og meiddist
illa. Sá, sem fyrir slysinu
varð, er Árni Kristjánsson,
forstjóri Shell í Siglufirði, og
var hann með olíubíl í út-
hverfi kaupstaðarins ásamt
bílstjóra, er bíllinn bilaði,
svo fá varð aðstoð annars
bíls til að draga hann til mið
bæjarins.
En þegar verið var að leysa
bílana sundur varð Árni fyr-
ir öðrum bílnum og meiddist
svo, að flytja varð hann í
sjúkrahús.
tsólfur landar á
Seyðisflrði
í fyrrinótt landaði ísólfur
hér 120 tonnum af saltfiski
og 20 tonnum af ísfiski. Skip
ið hafði áður lagt upp um 80
tonn af ísfiski á Flateyri af
afla, sem það fékk í þessari
veiðiferð. AV.
Verður gasstöðin lögð niður
og slökkvistöðin flutt þangað?
4 bæjarstjórnarfundi í gær bar Alfreð Gíslason læknir
fram tillögu um að bæjarstjórn athugaði hvort ekki væri
tímabært að leggja gasstöðina niður, þar sem gas cr lítið
notað, en gasið í lélegum lögnum orðið hættulegt í gömlu
bæjarhverfunum.
Borgarstjóri upplýsti, að
nefnd, sem rannsakað hefði
brunavarnir í bænum hefði
einmitt lagt til að leggja gas
stöðina niður og láta lóð og
byggingar þar undir nýja
slökkvistöð.
Bætt aðstaða slökkvistöðvar
innar er orðin mjög aðkall-
andi og telja margir, að lóð
gasstöðvarinnar sé einmitt
heppileg til þeirra nota.