Tíminn - 04.02.1955, Blaðsíða 3
TÍMINN, föstudaginn 4. íebrúar 1955.
BffBnrT
5,
28. falaff.
íslendingaþættir
Dánarminning: Helgi Jakobsson
frá Arnheiðarstöðum
Hinn 8. nóv. síðastl. and-
aðist að Droplaugarstöðum í
Fljótsdal elzti maður i Norð-
ur-Múlasýslu, Helgi Jakobs-
son.
Hann var fæddur 4. apríl
1857 á Eiríksstöðum í Foss-
árdal við Berufjörð.
Úr foreldrahúsum var Helgi
sendur 11 ára gamall norður
á Fljótsdalshérað að Meðal-
nesi í Fellum, og byrjaði
þannig sinn langa starfsferil
sem barn að aldri. Táplítill
og umkomulaus fór hann
milli misjafnra heimilia og
fékk stundum að tárast fyrir
litla yfirsjón. Á slíkt minnt-
ist Helgi aldrei með beiskju,
heldur með góðlátleari kímni.
Helgi sálaði var greindur
að upplagi og reyndi að bæta
sér upp: þá fræðslu, sem
hann fór á mis við á barns-
og unglingsárunum, mes iestri
bóka og blaða, hvenær sem
tími eða tómstund gafst, og
myndaði sér sjálfstæða skoð
un á þeim málum, sem efst
voru á dagskrá þá og þá.
Helgi var 3 eða 4 ár í Fell-
um, í Meðalnesi og Ormars-
stöðum og þaðan að Hamborg
I Fljótsdal. Ekki þótti hon-
um vistin þar batnandi.
Gætti hann búsmala dag og
nótt og sagðist oft hafa orð-
ið að endurbæta klæðnað
sinn, þegar hann hefði verið
kominn með ærnar í hagann,
því þá hefði hann fyrst verið
farinn að ranka við sér og
orðið þess var, að klæðnað-
urinn hefði stundum ekki
verið sem snyrtilegastur.
„En þetta gjörði ekki svo
mikið, því að ekki var annað
að gera en rölta kringum
ærnar, langtímum í hálf-
myrkri, svo nægur var tím-
inn. en verst held ég að aug-
un min hafi farið á þessu
vökulagi og óreglulega^vefni11
sagði Helgi.
Harðindaárin frá 1880—
1887 var Helgi hjá Jóni Þor-
steincsyni, bónda í Brekku-
gerði, og konu hans, Margréti
Sveinsdóttur, hinum ágæt-
ustu manneskjum. Þar sagði
Helgi, að sér hefði fyrst safn
ast þróttur. í Brekkugerði
var búið stórbúi og gætti
hann þar oftast sauða á beit
arhúsum að vetrinum, og
svo sagði hann, að ætti hann
gu^'i skuld að gjalda við sín
reikningsskil á himnum, þá
væri það fyrir meðferð sína
á sauðunum í Brekkugerði,
sem hann hefði stundum
staðið yfir þar til blæða tók
úr nösum þeirra í frosthörk-
unni. Á þá þolraun, sem mað
urinn lagði á sjálfan sig,
minntist hann ekki.
Á þeim árum var ekki gef
ið „úr lofti“ né gjafa að
vænta, ef í þrot fór og mátti
því segja, að afkoma heim-
ilanna ylti mjög á því, að fjár
mennirnir kynnu með það
pund að fara, sem þeim var
í hendur lagt og trúað fyr-
ir. Helgi stóð áreiðanlega
■ f remstur í fiokki þeirra
manná hér um slóðir.
Árið 1889 gekk Helgi að
éiga Guðnýju Sigurðardótt-
ur, Hallssonar írá Sleðbrjót
óg eignaðist með henni eina
tíóttur, Jónínu að nafni. Fór
hún til Noregs ung að aldri
og er nú búsett þar. Konu
sína missti Helgi eftir fárra
ára sambúð.
Árið 1389 eða 90 réðst hann
sem vinnumaður til Sölva
Vigf ússonar hreppstj óra á
Arnheiðarstöðum qg konu
hans, Sigríðar Sigfúsdóttur,
og var þar samfellt í röska
hálfa öld. Sölvi kunni fljótt
að meta mannkosti Helga,
enda tókst með þeim bróður
leg vinátta og fullur trúnað-
ur, er var þeim báðum styrk
ur á margri sorgarstund,
enda varð Helgi fljótt frem
ur hinn ráðgefandi maður
en þjónn á hinu mannmarga
og umsvifamikla heimili.
Þegar Helgi varg að sjá á
bak þessum bezta vini sín-
um eftir nær 40 ára sambúð
var sem lífsþróttur og lífs-
löngun brysti, og að hans
heitasta ósk væri að sem
íyrst drægi að þeirri örlaga-
stundu, er allra bíður. Hjá
Sigríði Sigfúsdóttur var hann
svo áfram, þar til hún lét af
búskap árið 1941.
Árið 1931 varö Helgi fyrir
því bunga áfalli að missa
sjónina og vera alblindur í
23 ár. Þegar Sigriður hætti
búskap á Arnheiðarstöðum,
varð það að ráði, að Helgi
íæþi í Kollsstaðargerði á
Vöilum, til hjónanna Sigur-
jóns Guðjónssonar og Guð-
laugar Þorsteinsdóttur Ein-
arssonar, aldavinar Helga.
Fram að þessum tíma var |
Helgi all hress og starfaði
ýmislegt, þótt blindur væri,
en sérstök dægrastytting
var honum að því, að gæta
litilla drengja þeirra Lauf-
eyjar Ólafsdóttur og Hall-
gríms Helgasonar, er hófu
búskap sinn í húsmennsku
hjá Sigríði á Arnheiðarstöð-
um 1935.
Hjá þessum ungu hjónum
eignaðist hann sitt síðasta
athvarf, er þau tóku hann
til sín, þegar þau höfðu reist
sér nýbýli á hluta úr Arn-
heiðarstaðalandi. Þau 4 ár,
sem Helgi var í Kollstaðagerði
var han oft þungt haldinn
og rúmliggjandi. Hygg ég að
sú hugarkvöl, sem honum
var að þurfa að slíta sig af
þeirri slóð, er hvert fótmál
og far var samtvinnað sæt-
ustu minningum og sárustu
kvölunum, hafi þar mestu
valdið, þótt til vina færi. —
Vorið 1945 tóku þau hjón á
Droplaugarstöðum Helga til
umönnunar og sagði Hall-
grímur mér, að þeim fögn-
uði, sem gagntekið hefði
gamla manninn, þegar hann
hefði fundið sig kominn heim
gleymdi hann ekki. Þarna á
Droplaugarstöðum var hlúð
að Helga sem faðir væri.
Eg finn, að mér er um megn
að lýsa þessum manni sem
vert væri. Manni gleðinnar,
manni samúðarinnar, trú-
mennskumanninum. Þegar ég
lít á farinn veg þessa manns,
koma mér í hug orðin: „Vertu
trúr allt til dauöans, þá mun
ég gefa þér lífsins kórónu“.
Helgi sálaði var ef til vill
einn af sárfáum, sem bók-
staflega lifði allt sitt langa
(Framhald á 6. síðu).
♦
♦
<>
o
o
o
o
o
<»
< >
< ►
O
<*
o
O
Pappírspoka af beztu tegund
þ. e. tilbúna úr bezta brúnum, gljáandi kraftpappír, framleiðum
við eins og að undanförnu. Að gefnu tilefni skal það tekið fram,
að framleiðsla okkar er ódýrari, en sambærileg vara innflutt til
landsins.
Þess vegna eru það vinsamleg tilmæli okkar, að kaupmenn,
kaupfélög og bakarar, beri saman verðlag og vörugæði við þá
erlendu íramleiðslu, sem kann að vera á boðstólum — Þá munuð
þér komast að þeirri niðurstöðu að hag yðar er bezt borgið, með
því að kaupa innlenda framleiðslu og um leið styðja innlendan
iðnað.
Vér höfum nú allar stærðir af pappírspokum fyrirliggjandi,
og höfum tryggt okkur kaup á pappír, er nægir til að fullnægja
þörfum landsmanna á pappírspokum allt þetta ár.
Virðingarfyllst,
PAPPÍRSPOKAGERÐIN H.F.
♦
♦
Viíiíslíjí 3
Símar: 3370 og 3015
♦
♦
I
♦
♦
♦
A-
t
♦
♦
♦
♦
<
♦
§
$
I»rýsíivatns|ií|>wr
og alls konar tengistykki,
Frárennslispíijur
og’ tengistykki.
Byggingavörur
úr asbestsementi
Utanhúss-plötur, sléttar
Báru-plötur á þök
Þakhellur
Innanhúss-plötux
EINKAUMBOÐ
Mars Trading Co.
Klapparstíg 26, sími 7373
Czechoslovak Ceramics,
Prague, Czechoslovakia.
:!
!
O
o
o
<'
4
4>
I)
f’
fj
f
I
f
f
f
4'
i
<>,
•■j