Tíminn - 04.02.1955, Qupperneq 4
TÍMINN, föstudaginn 4, febrúar 1955.
28. blað.
i
Sigurbur Vilhjálmsson: Orðið er frjálst
Raforkumál Austurlands
Tilefni þess, að ég skrifa
grein þessa, er miður heppi-
leg grein Sveins á Egilsstöð
um, sem birtist í ísafold nú
fyrir stuttu. Ekki ætla ég aö
svara þeirri grein. Aðeins
setja fram mínar skoðanir á
málinu eins og það horfir nú.
Þó verð ég að segja það, að
ég tel það ekki flýta fyrir úr-
lausn þessa máls að við, sem
lítið skyn berum á, hvernig
á að leysa vandann, séum að
jagast um, hvernig eigi að
fara að því.
Aðalatriðið er rafvæðingin
sjálf, og þá að sjálfsögðu að
hún verði framkvæmd þannig,
að hún komi að sem víðtæk-
ustum og hagkvæmustum not
um. Hvernig það megi verða,
eiga hinir sérfróðu menn að
ákveða. Þá hlýtur slík fram-
kvæmd og að takmarkast af
þvi fjármagni, sem er til, til
ráðstöfunar í þessum tilgangi.
Þegar Fjórðungsþing Aust-
firðinga gekkst fyrir því, að
sýslurnar og kaupstaðirnir
legðu til sinn manninn hver í
nefnd til þess að fylgjast með
áformum ríkisstjórnarinnar í
raforkumátum, var til þess
ætlast, að sú nefnd gætti þess,
að réttuir Austfirðinga yrði
ekki fyrir borð borinn. Ég
held, að ekki hafi verið ætl-
azt til þess, að sú nefnd legði
nokkra sérstaka áherzlu á,
hvaða vatnsfall yrði virkjað,
eöa hvernig þessi verk yrðu
unnin. Á Fjórðungsþinginu
kom það glöggt fram, að þess
var vænzt, að virkjunin yrði
þannig, að not hennar yrðu
sem víðtækust og næði til sem
flestra.
Þátttaka Sveins á Egilsstöð
um í þessari nefnd var ekki
að tilhlutan Fjórðungsþings-
íns, og satt að segja, veit ég
ekki, í hvers umboði hann tók
þar sæti.
Austfirðingum hefir ekki
verið sýnt um að standa fast
saman um framkvæmd þýð
ingarmikilla stórmála. Það
hefir ekki fyrr verið drepið á
að koma þýðingarmiklum
framkvæmdum í verk, en far
Ið er að þrefa um, hvar fram
kvæmdin skuli staðsetjast. Þá
þykjast allir hafa vit á málun
um og úr þessu hefir oft orðið
leiðindaþref, sem ekkert gagn
gerir, en tefur aðeins fyrir
því, a.ð ráðizt verði í verkefnið.
Þannig hefir þetta einnig ver
ið í raforkumálunum. Ef til
vill eigum við nokkra afsökun
í því, hvernig landslagi er hátt
að hér eystra og miklir erfið
leikar á að sameina hagsmuni
allra. Einmitt þess vegna, er
okkur nauðsyn víðsýnna og ó-
singjarnra manna til þess að
koma fram hagsmunamálum
okkar. Við verðum að hafa
það hugfast, að sérhver fram
kvæmd, sem miðar til almenn
ingshagsbóta hér, kemur okk
ur öllum að notum, enda þótt
hún snerti okkur hvern fyrir
sig óbeint. Þannig er það í
raun og veru um allar raun
hæfar framkvæmdir í land-
inu.
Þess vegna er það, að skrif
eins og þessi áminnzta grein,
eru fremur til ógagns en
gagns.
Eins og kunnugt er, hefir
ríkisstjórnin nú tekið ákvörð
un um virkjun á Grímsárfossi
og dreifingu raforkumagns
um Austurland.
í mínum augum er mikilvæg
ast við þessa ákvörðun, að
allt svæðið frá Vopnafirði til
Djúpavogs á að njóta þessar
ar virkjunar. Slík ákvörðun
felur í sér fyrirheit og mögu
leika til þess að dreifa raf-
magninu út um sveitirnar frá
aðallínunum. En þarna þurf
um við að fylgja fast á eftir,
að ekki verði hætt í miðju
kafi við þetta mikilvæga verk
efni. Þá er það ekki síður mik
ilvægt að fyrirhuguð er teng
ing við hin_ norðlenzku orku
ver, ef framkvæmanlegir
tæknilegir möguleikar eru til
þess.
Mikil nauðsyn er okkur Aust
firðingum á þvi, að í sam-
bandi við fyrirhugaðar raf-
orkuframkvæmdir, að upp
geti risið lífvænlegur og arð
vænn iðnaðarrekstur. Mikla
þýðingu í því sambandi hefir
ef hægt væri að nota jarð-
efnin hér í því augnamiði.
Ég hygg, að hér eystra séu
til hráefni, sem nota mætti
til iðnrekstrar og þyrfti að
fara fram ýtarleg rannsókn á
því. Þá fyrst fær rafvæðing
landsins fullt gildi, að orkan
verði hagnýtt til þess að auka
fjölbreytnina í framleiðslu
þjóðarinnar. Jafnframt
mundi það stuðla að því, að
gera raforkuna til heimilis-
þarfa ódýrari.
Ég lít svo á, og treysti því,
að virkjun Grímsárfossins og
tengingin við Laxárvirkjun-
ina séu byrjunarframkvæmd-
ir. Það veltur á framtaki Aust
firðinga, hvort þörf verður á
meiri raforku en þannig fæst.
Ég treysti því einnig, að ríkis
stjórnin haldi nú fast á máli
þessu og hraði framkvæmd-
um.
Ég treysti því einnig, að
Austfirðingar láti ekki hræra
í sér svo, að þeir fari nú enn
á stað með nýtt moldviðri og
ríkisstjórnin láti ekki eyði-
leggja fyrirætlanir sínar i
þessu máli eins og hún hefir
sett þær fram.
Pólitískum hrakningsmönn
um má ekki líðast að trufla
framgang góðra mála, með
því að slá á viðkvæma strengi.
Mönnum getur verið vorkunn
armál að vilja fá fyrirtæki
staðsett sem næst sér, en heil
brigð skynsemi á að vísa okk
ur veg, fremur en tilfinningin.
Við megum ekki láta tækifær
in ganga okkur úr greipum.
Við verðum að gæta okkar
Austfirðingar, að verða ekki
að viöundrum, sem enginn
tekur mark á.
Við verðum að grípa þau
tækifæri, sem gefazt og við
ráðum við og hagnýta þau til
vaxandi almennrar velmegun
ar og hagsældar.
20.1. 1955.
Sig. Vilhjálmsson.
Síðan grein þessi var skrif
uð, hafa mér borizt þau furðu
legu tíðindi, að Sveinn á Eg-
ilsstöðum gangi milli manna
og þá fyrst og fremst sveitar
stjórnanna, til þess, að koma
af stað mótmælum gegn því,
að Grímsárfossinn verði virkj
aður. Eftir því, sem mér hefir
verið tjáð, vill hann heimta
línuna frá Laxárvrkjuninni,
áður en ráðizt verði í virkjun
Grímsárfossins, og jafnvel vill
hann alls ekki virkjun hans.
Það er auðvitað hver sjálfráð
ur um skoðanir sínar, en það
má ekki láta það óátalið, þeg
(Framhala á 6. 6lðu.)
SERENELLI með AFBORGUN!
SERENELLI með ÁBYRGÐ!
<>
<>
<»
<>
<»
<»
<»
Ný sending — Nýjar teyundir
Vinsældir SERENELLI má marka af því að þrátt fyr-
jir allan þann fjölda harmonikutegunda, sem nú er
um að velja hér á landi, hafa flestir fremstu atvinnu-
harmonikuleikarar landsins valið SERENELLI, t. d.:
Bragi Hlíðberg (Röðull)
Garðar Jóhannesson (Þórscafé)
Guðm. Hansen (I.O.G.T.)
Guðni Guðnason (Kf.flugvelli)
Jan Morávek (Þjóðleikhúsið)
Jóh. Jóhannesson (Þórscafé)
Sigurgeir Björgvinsson (Naust)
Stefán Þorleifsson (I.O.G.T.)
Valdemar Auðunsson
Þeim fjölgar með hverjum degi, sem kjósa sér SERENELLI — Allar harmoniku-
viðgerðir afgreiddar fljótt og vel. — Komið — símið — eða skrifið.
Harmonikuverkstæði Jóh.. Jóhannessonar
Laugavegi 68. — Símí 81377.
Vandamál aldraðs fólks
rætt á ráðstefnu í Genf
Uámark starfsaldnrs missminandi í ýmsnm
löndum — allt frá 5Ö-70 ár
Bætt lífsskilyrði, heilbrigð
ishættir ásamt framförum í
læknavísindum hafa hækkað
meðalaldur manna til muna
á síðari árum. Af þessu leið-
ir, að hlutfallstala aldraðra
manna eykst með þjóðunum.
Vegna betri heilbrigðishátta
eru menn nú á tímum vinnu
færir lengra fram eftir aldri,
en áður.
Margs konar vandamál, er
lúta að vinnufærni aldraðs
fólks og um það hvenær sé
heppilegt að menn dragi sig
í hlé frá störfum, eru rædd á
ráðstefnu, sem Alþjóðavinnu
málaskrifstofan í Genf (ILO)
boðaði til frá 24. f. m. til 5.
fcbr. Fulltrúar frá 27 lönd-
um taka þátt í ráðstefnunni,
sem mun eingöngu fjalla um
þessi vandamál meðal Evrópu
þjóða.
Vinnumálaskrifstofan hef-
ir látið semja ítarlega skýrslu i
um þessi mál, sem er grund-
völlur undir umræðurnar á
ráðstefnunni.
Atvin?iuleysz meðal
aldraðra manna.
í skýrslunni er þess getið,
að atvinnuleysi sé hlutfalls-
lega miklu meira meðal eldra
fólks en yngri manna í flest-
um Evrópulanda. T. d. eru 30
af hverjum 100 atvinnulaus-
um í Austurríki, Frakklandi
og Hollandi 50 ára og eldri.
í Svisslandi, þar sem atvinnu
leysi er svo að segja óþekkt
fyrirbæri, er hundraðstalan
49. Það er svo að segja alltaf
hin aldraða stétt, sem ber
bróðurpartinn af erfiðleik-
um atvinnuleysisins. í
Það kann að þykja ótrú-
legt, en er samt staðreynd,
segir í skýrslunni, að atvinnu
leysi aldraðra manna er til-
finanlegast í þeim starfsgrein
um, er henta öldruðu fólki
bezt. Unga fólkið heldur sig
frá erfiðustu og óheilnæm-
ustu a'cvinnugreinunum, og
er þá bar að finna hlutfalls
lega fleiri aldraða menn, er
neyðast til að taka þeirri
vinnu, sem að höndum ber.
í skýrslunni er getið um
ráðstafanir, sem gerðar hafa
verið í mörgum Evrópulönd-
um til að tryggja öldruðu
fólki atvinnu viö þess hæfi.
Hafa shkar ráðstafánir _yfir
loitt gefist vel.
Oft. er það svo, að aldrað
fóik sem \innur, neyðrst til
þess af því að það nýtur ekki
eítiriauna, eða þá að þau eru
svo iág, að það getur ekki
lifað af þeim eingöngu.
Loks er þess getið, að I
Frakklandi sýni hagskýrslur,
að dánartala sé óeðlilega há
meðal aldcsðs fólks á fyrsta
cg iiðru ári eftir að það héclr
lagt niður vinnu og sé'st í
helgan stein.
Mismunandi eftirlaMnaaldtír.
Samkvæmt rannsókn Vinnu
málaskrifstofunnar er eftir-
launaaldur mjög misjafn í
ýmsum löndum Evrópu.
Þannig hefst eftirlaunaald
ur í tveimur löndum (írlandi
og Noregi) með sjötugsaldrin
um. 1 tveimur löndum . (ís-
landi og Svíþjóð) með 67 ára
aldri. Sjö þjóðir (Finnland,
Vestur-Þýzkaland, Luxem-
burg, Holland, Pólland, Portú-
gal og Sviss) hafa 65 ára
aldurstakmark fyrir karía og
konur. Tvennskonar hámarks
aldur, 65 fyrir karla og 60
fyrir konur gildir í fimm lönd
um (Austurriki, Belgíu, Dan-
mörku, Grikklandi og Bret-
landseyjum). 60 ára aldurs-
hámark er fyrirskipað fyrir
karla og konur í fimm lönd-
um (Tékkóslóvakíu, Frakk-
landi, Luxemburg, Saar og
Tyrklandi). Fimm lönd hafa
tvöfaldt aldurshámark, 60
fyrir karla og 55 íyrir konur
(Albanía, Búlgaríá, Ungverja
land, Ítalía og Sovétríkin).
Lægst er aldurshámark
starfsfólícs í Júgóþlavíu 55
ár fyrir karla og 50 ár fyrir
konur.
Sérfræðinganefnd, sem set
ið hefir á rökstólum í New
York undir forsæti Dag
Hammarskjölds, til að undir
búa ráðstefnu um friðsam-
lega notkun atomorkunnar,
hefir ákveðið að kalla ráð-
stefnuna saman i Genf 8.
ágúst n. k. Er talið að um 80
lönd sendi fulltrúa á ráð-
stefnu þessa.
(Frá upplýsingastofnun S.Þ.)
DRI-RITE
Höf imi aftnr feng
ið Iiina vinsæln
DRI-RITE merki
penna. — Einnig
DRI-RITE Mck
og fimm gerðir
af ankacnduin
fyrir pennana.
Islenzka
verzlunar-
félagið h.f.
Sími 8 29 43
Laugavegi 23