Tíminn - 06.02.1955, Qupperneq 4
«.
T'ÍMINN, sunnudaglian 6, febrúar 1955.
30. blaff.
SKRIFAÐ
Áhyggjur manna fara vax-
andi vegna verkfallanna, sem
ýmist eru þegar skollin á eða
eru yfirvofandi. í Vestmanna
eyjum er vetrarvertíðin enn
ekki hafin vegna deilu um fisk
verðið milli sjómanna og út-
vegsmanna oz er talið tvísýnt,
að þeirri deilu ljúki bráðlega.
Þá er mestallur kaupskipafloti
landsmanna stöðvaður og
stöðvast allur innan skamms
vegna kröfu matreiðslu-
manna um hækkað kaup.
Loks hafa svo mörg verkalýðs
félög sagt upp kaupsamning
um um næstu mánaðamót og
munu hafa í hyggju að bera
fram allverulegar kaupkröfur.
Eðlilega hafa menn miklar!
úhyggjur af því útliti, sem
jþessu er samfara. Jafnframt
rís sú spurning í þessu sam-
bandi, hvort ekki hefði mátt
afstýra þessu, ef öðruvísi
hefði verið haldið á málunum
en nú er gert. Framsóknar-
menn áttu á sínum tíma meg
inþátt í setningu vinnulöggjaf
arinnar, er vafalaust hefir
átt verulegan þátt í að jafna
deilur, þótt hún sé nú um
margt orðin úrelt. í framhaldi
af þessu, hafa Framsóknar-
menn bent á þá skipun, að
komið yrði á fót samvinnu-
nefnd verkalýðssamtaka og
atvinnurekenda, er fylgdist
með því á hverjum tíma,
hvernig afkomu atvinnuveg-
anna væri háttað og hvort
þeir þyldu kauphækkun. Jafn
framt ætti og nefndin að fylgj
ast með því, hvort hægt væri
að lækka verðlag í landinu og
trygfcja kjarabætur á þann
hátt. Vafalaust gæti slik sam
vinnunefnd oft komið góðu til
leiðar og með upplýsingastarfi
sínu getað hindrað deilur, er
ella kynnu að rísa. Einnig
ætti hún að geta dregið úr
tortryggni milli þessara að-
íla og skapað friðsamlegra
ástand á þann hátt.
Awki?i afköst og
hsarri laun.
Þá hafa Framsóknarmenn
einnig bent á aðra leið til að
koma betri og varanlegri skip
an á kaupgjaldsmálin. Hún
er sú, að atvinnurekendur og
samtök verkamanna hefji
sameiginlega athugun á því,
hvernig hægt verði að miða
launagreiðslur við aukin af-
köst, m. a. með ákvæðisvinnu.
Fyrir Alþingi liggur nú tillaga
frá Framsóknarmönnum um
þetta efni.
Það liggur í augum uppi,
að varanlegar kauphækkanir
er því aðeins hægt að veita,
að framleiðslan aukizt. Þess
ICaupdeíSur og verkföSI. — Lausu samvinnunnar,
— VeðdeiEd Búnaðarbaukaus. — Skaðabæfurn-
ar til Hálfdáns. — Norðurlandaráðið og íslend-
ingar.
vegna þarf að haga kaup-
greiðslum sem mest þannig,
að þær ýti undir afköstin.
Áhugi verkafólks fyrir aukn-
um afköstum verður hins
vegar alltaf takmarkaður,
nema það finni, að það njóti
einnig góðs af þeim.
Margar þjóðir vinna nú að
því að miða auknar launa-
greiðslur við aukin afköst.
Scnnilega munu Rússar vera
komnir einna lengst á því
sviði. Þótt menn séu andvíg
ir mörgu í stjórnarháttum
Rússa, er eigi að síður ekki
nema rétt að reyna að læra
af þeim, þar sem þeir eru til
fyrirmyndar.
Að sjáHscgðu er það ekki
tilgsngurinn með þessu að
iækka laun frá því, sem þau
cru nú. heldur að miða hækk
un þeirra sem mest eftir-
leiðis við aukin afköst og
aukna tramleiðslu, enda er
það hin eini varanlegi grund
völlur launahækkana.
Samvinnan er lausnin.
Að sjálfsögðu verður að
leggja áherzlu á það, að við-
komandi aðilar, þ. e. verka-
lýðssamtökin, atvinnurekend
ur og ríkisstjórnin, leggi sig
sem mest fram um það, að
kaupdeilurnar nú leysist sem
íyrst og án þess að valda
truflunum í atvinnurekstri
þjóðarinnar. En það er hins
vegar ekki nóg. Það þarf að
reyna að koma í veg fyrir,
að kaupdeilur valdi stöð-
ugt nýjum og nýjum trufl-
unum. Þær ráðstafanir, sem
nefndar eru hér að frarnan,
myndu áreiðanlega mjög
stuð'a að því, að úr þessum
árekstrum drægi.
Það er hins vegar ekki lík
legt. að fullkominn og var-
anieg lausn fáist á þessum
málum, nema atvinnurekst-
urirn komist sem mest á
þann grundvöll, að starfs-
menmrnU séu beinir þátt-
takendur í honum og hver
fáí tryggðan sinn rétta hlut.
Þetta verður ekki tryggt
nema með samvinnuskipulag
inu. Þess vegna er það íram-
(iðarlausn þessara mála. Á
sama hátt þarf öll millíliða-
starfsemi að komast sem
Mynd þessi var tekin, er fundur norræna ráðsins var sett-
ur í Stokkhólmi á döganam. Sjást þeir þar saman Hans
Hedtoft, er lést næstu nótt, og Gerhardsen forsætisráð-
herra Norffmanna. Þetta er seinasta myndm, sem tekin var
af Hans Hedtoft.
Ótti manna við aukin styrjaldarátök í Awstur-Asíu hefir vax
iff við það, að Pekingstjórnin hefir neitað aff se?vda fnlltrúa
á fund Öryggisráðs S. Þ. og að Formósustjórjiin hefir ?iezt-
aS aS flytja her sin?i frá Tacheneyjum. Er þess ??ú helzt
vænst, aS forvígismenn b?ezka samveldisins, er u??danfarið
hafa setið á ráðstef?m í Lomíjon, get? mifflað málum. —
Meðfylgjandi mynd sý??ir nokkur herskí'p Randaríkjan7ia,
sem halda uppi gæzlu á Formósusundi.
mest í Þendur samvimiufé-!
laga. svo hindraður sé aliur;
óeðlilegu’ milliliðagróði, en
hann i nú sinn mikla þátt í
t.aupdeilunum.
Það er af þessum og fleíri
ástæðum, sem Framsóknar-
menn telja þjóðinni nau'ð-
synlegra nú en nokkru sinni
fyrr að hagnýta sér
samvinnuskipulagið í sívax-
aadi it'.æJi, bæði í sambandi
við viðskipti og framleiðslu.
Veðdeild Búnaðar-
ba??kans.
Eitt af verkum Alþingis,
sem kom saman til fundar í
fyrradag, hlýtur að verða
það að sjá veðdeild Búnað-
arbankans fyrir auknu xjár-
rnagni.
f viðtali við Hilmar Stefáns
son bankastjóra, er nýlega;
birtist hér í blaðinu, fórust
honum svo orð um þetta mál: ]
„Um veðdeild bankans má j
sérstaklega taka fram, að
hún hefir ekkert rekstrarfé
haft á arinu annað en bráða
birgðalán úr sparisjóðsdeild
Búnaðarbankar.s, vitanlega
ailt of dýrt íyri? veðdeildina.
Við svo búið má heldur ekki
standa. Það e: mjög aðkall-
andi cauðsyn íyrir bændur
að geta feng'ð sæmilega hag-
stæð lán út á jarðir sínar,
er.da þótt ekki séu til fram-
kvæmda á þe't n og því ekki
um i&n úr Byggingai- eða
Ræktunarsjóði óa ræða. Þótt
ekki væri um að ræða í þéss
um tilgangi nema 4—5 millj.
kr. á ári í nokkur ár, mundi
það &ð ver.degu leyti bæta
úr brýnustu þörf
Það kann að þykja ófrum-
leg Lugmynö og óviturlegt að
-s"gja það, en mín skoðun er
sú. að aðeins ein leið sé til
að leysa þetta og hún er sú,
að hinn sameiginlegi sjóður
allra bænda og annarra lands
manna leggi til þetta fé, 4—5
millj. kr. á ári næstu árin.
Sumir segja að lengi megi
bæta pinkli á Skióna. En tæk
ist þetta mundi mörgum
bcndanum og bóndaefr.inu
létta fyrir brjósti, sem ekk-
ert hefir að ílýja til að fá
viðunandi hagstætt lári til að
cignast jörðina sína og ha!da
henni."
Hér skal ekki rætt um það,
hvort heppilegast sé að leysa
þetta mál á þann veg, sem
Hilmar ræðir um, eða ein-
hvern annan. Aðalatriðið er,
að fátt er nú meira aðkall-
andi fyrir landbúnaðinn en
að þetta mál sé leyst.
8
Nýtt fisksöluhneyksli?
Alþýðublaðið sagði 3. þ. m.
frá þeirri frétt, að Sölusam-
band ísl. fiskframleiðenda
hefði nýlega orðið að greiða
Hálfdáni Bjarnasyni umboðs
manni sínum á Ítalíu 37
þús. sterlingspunda sem
skaðabætur fyrir fiskfarm,
sem ekki hafi verið unnt að
afgreiða. Mun Hálfdán hafa
samið um sölu á umræddum
fiski fyrir S. í. F., en síðan
ekki reynzt unnt að standa
við samninginn.
Sé hér rétt frá skýrt, sem
bví miður mun vera svo-, virð
ist hér um einstakt hneyksl-
ismál að ræða. Þegar um
fyrirframsölur er að ræða, er
að jafnaði alltaf samið þann
ig, að seljandinn tryggir sér
vissar undanþágur, t. d. í
sambandi við fisksölur, ef
afli bregst. Allir síldarsölu-
samningar okkar munu gerð
ir með slíkri undanþágu. Hér
virðist hennar ekki hafa ver
ið gætt. Og ekki batnar málið
við það, ef svo skyldi reyn-
ast, að fyrirtækið, sem fékk
skaðabæturnar, sé eign Hálf
dáns og ef til vill nokkurra
annarra, er standa enn nær
S. í. F.
Vissulega er þetta ný sönn
un þess, að nauðsynlegt er að
koma endurbættri skipan á
fisksöluna og draga úr þeirri
hættulegu einokun, sem þar
ríkir nú.
Norðurlandaráðið.
Rétt fyrir helgina lauk í
Stokkhólmi fundi Norður-
landaráðsins. Engir stórat-
burðir gerðust þar, en þó mun
á ýmsum sviðum hafa þokað
heldur áleiðis til aukins nor-
ræns samstarfs.
Mörg Norðurlandablöðin
vöktu athygli á því, að ísland
var eina landið, sem ekki átti
ráðherra á fundinum. Jafn-
vel merk blöð utari Norður-
landa, eins og „The Times“ i
London, vöktu athygli á þessu.
Bæði í „The Times“ og fleiri
blöðum voru þær ályktanir
dregnar af þessu, að íslend-
ingar vildu með þessu sýna
vonbrigði sín yfir litlum stuðn
ingi við íslendinga í landhelg
isdeilunni við Breta og upp-
sögn Svía á loftferðarsamn-
ingnum.
Hér skal því ekki mótmælt,
að þessar tilgátur séu réttar.
Það gefur auga leið, að bæði
þessi mál eru þannig vaxin,
að norræn samvinna veldur
íslendingum verulegum von-
brigðum. Það er ekki nema
sjálfsagt, að frændþjóðunum
sé gert þetta ljóst. En þetta
breytir hins vegar ekki þeirri
staðreynd, að íslendingar
óska þess einlæglega, að
norræn samvinna geti aukizt
og tengsli þeii'ra við Norður-
lönd styrkist. En því aðeins
getur þetta þó orðið, að ís-
lendingar sjái skilning og sam
starfsvilja hinna frændþjóð-
anna i verki.
JARNSMIÐIR og
RAFSUÐUMENN
óskast.
Véí«*ivepkstæði Slg. SveÍBLbjörnssouar Iif
Skúlatúni 6 Sími 5753
WÍ$ÍÍSÍÍÍ$ÍÍÍÍÍSÍÍÍÍSÍ$ÍÍÍSSÍ3ÍÍ3ÍÍÍÍSÍÍ$Í$ÍÍ$ÍS$ÍÍÍSSÍÍSSÍÍÍÍÍS^^