Tíminn - 06.02.1955, Qupperneq 5
30. bJaff.
TÍMIXN, sumiudaginn 6. íebrúar 1955.
B.
. jecr.
i
J Sunnud. 6. febr.
Norrætm foringi
kvaddur
Kaupmannahöfn hefir rétti
lega verið talin höfuðbær glað
værðar og skemmtanalífs á
Norðurlöndum. í dag mun hún
þó ekki beru þann svip, held
ur klæðast sorgarbúningi. Or
sckin er sú, að þar verður í
dag til grafar borinn áhrifa-
mesti stjórnmálamaðurinn,
er Danir hafa átt síðan Staun
ing féll frá.
Það er ekki aðeins ástæða
fyrir Dani að minnast Hans
Hedtofts forsaetisráðherra.
þegar hann er kvaddur hinzta
sinni. Hans Hedtoft var ekki
aðeins danskur leiðtogi, held
ur einnig norrænn leiðtogi.
Hann var hinn öflugasti tals
maður þess, að norræn sam-
vinna yrði efld og styrkt í hví
vetna.
Hér verður ekki gerð til-
taun til þess að segja sögu
Hans Hedtofts og lýsa kostuin
hans. Þess má þó geta, að
hann var mestur mælskumað
ur norrænna , stjórnmála-
manna á sínum .tima og mað
,ur óvenjulega viðfelldinn og
aðlaðandi í kynningu. Þessir
hæfileikar hans , áttu vafa-
laust mikinn þátt í því að
hefja hann úr fátæku alþýðu
heimili til æðstu valda í Dan
mörku. Þeir einir hefðu þó
ekki nægt honum, ef hann
hefði ekki jafnhliða verið
mikill gáfumaður, ábyrgur og
áhugasamur starfsmaöur og
ótrauðúr og óragur foringi.
Ef hann hefði ekki haft þessa
mörgu kosti tli að bera, myndi
maður með hyggindum Staun
ings ekki hafa valið hann
ungan sem eftirmann sinn og
falið honum þannig hlutverk,
sem vegna margra ástæðna
hláut að veröa örðugra en
það, sem Stauning sjálfur
nokkru sinni gegndi.
Á tímum Staunings var á1
margan hátt auðvelt aö
hyggja upp og efla verkaiýðs
samtök og verkalýðsflokk í
Danmörku. Þá voru kjör al-
þýðu erfið og miklir mögu-
leikar til umbóta. Miklu
var líka komið fram
meðan Staunings naut við.
Jafnframt dvínaði eldmóður
inn og áhuginn, sem jafnan
einkenna hver ■ samtök á
fyrsta skeiöinu. Við þetta
bættist svo styrjöldin, sem
hafði mjög truflandi áhrif í
Danmörku. Hans Hedtoft
hlaut því erfitt og vanda-
samt hlutskipti, er hann tók
upp merki Staunings að
styrjöldinni lokinni.
Fyrst eftir styrjöldina
horfði að ýmsu ieyti óefni-
lega hjá flokki danskra jafn
aðarmanna. Kommúnistar
höfðu mikinn meðvind eins
og víðar í Evrópu fyrst eftir
stríðið. Svokölluð „samfylk-
ingarlína" átti miklu fylgi að
fagna. Hans Hedtoft og fé-
lagi hans H. C. Hansen, sem
nú ar orðinn forsætisráðherra
Danmerkur, höfðu forustu
um að prófa samfylkingar-
vilja kommúnista. Sameining
flokkanna var reynd, en hún
sprskk á því, að kommunist-
ar fengust ekki til að lýsa
yfir skilyrðislausu fylgi við
lýöræðið. Einstaka jafnaðar-
mehn munu hafa viljað slaka
fj'
rá Arósum, sem
varð forsætisráðherra Dana
Grein sú um hinn nýja for-
sætisráðherra Dannierkur, sem
hér fer á eftir, er eftir danska
blaðamanninn Johannes Lindskov
Hanscn og birtist í Politiken á
fimmtudaginn var.
Jafnaðarmannastjórn án Hans
Hedtofts gat ekki orðið undir for-
ustu annars en H. C. Hansens. Þess
vegna er sú tilkynning, að konung-
urinn hafi beðið hann um að taka
að sér stjórnarforustu, einungis eðli
leg ráðstöfun.
Á sama hátt og sagt er í kon-
ungdæmunum: „Konungurinn er
látinn, konungurinn lifi“ krefst líf-
ið þess í hverju landi, aS ný stjórn
taki þegar við, er önnur fer frá.
Það er af þessari ástæðu sem út-
nefning hins nýja forsætisráðherra
hefir átt sér stað áður en útför
hins fráfallna hefir farið fram.
H. C. Hansen er landskunnur
maður, i fyrsta lagi sem fjármála-
ráðherrann, sem ekki var feiminn
við að ljúka viðtali, er átt var við
hann í útvarpi, með því að taka
mandólínið sitt og raula sönglag,
og í öðru lagi sem hinn áhrifamikli
stjórnmálamaður. Svo gætti áhrifa
hans innan Jafnaðarmannaflokks-
ins sem annars mesta ráðamanns
flokksins, að áður en Hedtoft féll
frá, komst sá orðrómur á kreik, að
Hansen myndi leysa hann af hólmi.
Þessi orðrómur féll H. C. Hansen
sjálfum verst, því að hann hefði
orðið fyrsti maður til að rísa gegn
slíkri byltingu í flokknum.
Hans Christian Svane Hansen
fæddist í Árósum eins og Hedtoft.
Aldursmunurinn gerði það að verk
um, að þessir tveir menn hittust
fyrst í D. S. U. (Péþ ungra.jafn-
aðarmanna), en í þeim félagsskap
var Hedtoft driffjöðurin á þeim
tíma. Hedtoft fæddist árið 1903.
H. C. Hansen kom í heiminn á fá-
tæku verkamannsheimili þann 3.
nóvember 1906. Faðir hans var skó
smiður og móðir hans varð einnig
að taka áð sér vinnu utan heim-
ilisins, til að bæta fjárhaginn. Hún
hafði m. a. það starf að halda
hreinni prentsmiðju nokkurri, og
átti það eftir að hafa áhrif á fram
tíð sonarins. Hann var þá það, sem
við köllum greindur drengur, var
oft efstur i sínum bekk, og þar sem
prentarastéttin var þá nokkurs
konar yfirstétt verkamanna, ákváðu
foreldrarnir að hann skyldi nema
prentiðn. Hann gerðist nemi í
prentsmiðjunni, þar sem móðir
hans gerði hreint, og bar þegar þá
hugmynd í kollinum, að einhvern
tima skyldi hann notfæra sér prent
H. C. HANSEN
verkið þannig, að skrifa sjálfur, en
láta aðra um að prenta. Á þeim ár-
um voru stjórnmálin ekki komin
til sögunnar hjá honum.
H. C. Hansen átti heima í Falst-
ergötu og enn er það draumur
hans, þótt ekki hafi rætzt, að rita
skáldsögu um þá götu, með sérstöku
tilliti til stétíaskiptingar. Heimilis-
fólkið var jafnaðarmenn og mjög
trúað fólk, sem lagði öiiu meiri
áherzlu á trúmá'in en stjórnmálin.
Þegar systirin fann sinn heim hjá
K. F. U. K., fann H. C. Hansen
sinn. í..félagsskapnum D. S. U. og
í hinum litlu kjaliaraherbergjum í
Amaliegötu, þar sem fundir voru
haldnir. Á fundunum var höfuð-
paurinn Gustav Pedersen, sem nú
er þingforseti, og helztu ræðumenn
hínn nýiátni forsætisráðherra, Hed-
toft, Chr. Christiansen fiskimála-
ráðherra oz hinn nýskipaði forsæt-
isráðherra.
Árið 1926 fékk H. C. Hansen
sveinsbréf sitt og ekki leið á löngu,
þar til hann varð fyrir barðinu á
erkifjanda þeirra ára, atvinnuleys-
inu. Ásamt nokkrum jafnöldrum
sínum, ferðaðist hann um landið og
hélt stjórnmá’afyrirlestra hjá fé-
lögum ungra jafnaðarmanna og á
eftir var gjarna sungið eða komið
á fót talkór, en nokkra af talþátt-
unum skrifaði H. C. Hansen sjálf-
ur. Samtök ungra jafnaðarmanna
stóðu á þesum tíma höllum fæti
eftir áfailið 1920, en baráttan gegn
kommúnismanum var þó enn í fullu
fjöri. Þá var kommúnisminn heizti
óvinurinn, þvi að það var ekki fyrr
en eftír 1930, að nazisminn bætt-
ist við.
Veturinn 1928 íékk Hedtoft hinn
un: a prentara til aö takast ferð á
hendur til háskóians í Schloss Tinz
í Thúringen, þar sem hann haföi
sjálfur dvalið 1923. Þegar H. C.
Hansen kom heim úr þeirri för,
varð hann fyrst ritari D. S. U. og
skömmu seinna formaður.
Á þessum árum gaf hann út ijóða
söfn og taiþætti. Eitt þessara saína
ber nafnið „Trú og þrjózka", sem
ber giög: t vitni hinnar innri þenslu
þeirra tíma. En nú voru stjórnmál-
in búm að ná slíkum tökum á hin-
um unga prentara, að hann hafði
lítinn tíma aflögu til ritstarfa.
Hann las ennþá mikið, en tíminn
til túlkunar var naumur, nema þá
helzt í kvæðum við hátíðleg tæki-
færi og í samkvæmum.
Á árunum eftir 1930 vann hann
á aðalskrifstofu Jafnaðarmanna-
flokksins, varð formaður upplýsinga
og áróðursdeiidarinnar, og þegar
árið eftir að Hedtoft var kosinn á
þing, kom H. C. Hansen þangað
einnig sem varamaður hins aidna
iðnaðarsambandsmanns, Viihelins
Nygaard, sem iézt 1936.
Það er erfitt fyrir þrítugan mann
að láta að sér kveða í jafn stórum
flokki og Jafnaðarmannaflokkurinn
danski var þá. Það voru hinir eldri,
sem höfðu orðið, en þó liðu ekki
nema fá ár þar til landsþingsmað-
urinn Gunnar Fog-Pedersen sá,
hvað í hinum unga manni bjó, eins
og kemur fram í orðum hans: „Af
yngri þingrtiönnum vekur H. C.
Hansen mesta athygli, því að enda
þótt hann sé enn ungur maður,
hefir hann til að bera öruggt jafn-
vægi. Það er greindin, en ekki til-
fininngin, sem stýrir skipi hans.
Hann er iðinn, lætur sig aldrei
vanta í þingsalinn.... raunsæis-
maður í sannfæringu sinni.“
Þessi lýsing kemur undarlega vel
heim. En Fog-Pedersen lézt iöngu
áður en H. C. Hansen fékk tæki-
færi til að færa sönnur á, að hann
var annað og meira en hlutgeng-
ur-ræðumaður, skemmtilegt visna-
skáld og allgóður baráttumaður.
Þegar Þjóðvcrjar tóku Danmörku
herskildi, litu þeir strax þá Hed-
toft og H. C. Hansen hornauga, og
ári seinna var þeim vikið úr stöðum
sínum. Þeir gátu þá af enn meira
afli helgað mótspyrnuhreyfingunni
krafta sína. Þeir urðu þó báðir að
(Framhald á 6. síðu)
til fyrir kommúnistum í
þessum efnum, en Hedtoft
var ófáanlegur til að víkja
frá þessu grundvallaratriði.
Eftir samningsslitin, átti
hann manna mestan þátt í
að afhjúpa óheilindi komm-
únista. Honum má það ekki
sizt þakka, að kommúnistar
hafa nú ekki helming þess
fylgis, er þeir höfðu rétt eftir
stríðslok, en jafnaðarmanna
flokkurinn hefir eflst að
sama skapi.
Það má segja, að það sé
annar megin þátturinn i
ævistarfi Hans Hedtofts, að
hann stöðvaði hina ískyggi-
legu sókn kommúnista og
efldi flokk sinn að nýju á
grundvelli lýðræðisjafnaðar-
stefnunar. Hinn þátturinn
var sá, að hann átti manna
mestan þátt í því, að Danir
yfirgáfu hlutleysisstefnuna
og tóku upp virkan þátt í
varnarsamstarfi frjálsra
þjóða. Honum var það ljósti
eftir reynslu stríðsins, að
hlutleysisstefnan gagnaði
Dönum ekki lengur.
Með þeim meginverkum
Hans Hedtofts, sem hér eru
nefnd, hafði hann ekki að-
eins wíkil cg varanleg áhrif
á stjórnmál Danmerkur held
ur einnig beint og óbeint á
stjórnmál Norðurlanda allra.
Fyrir íslendinga er sérstök
ástæða til að minnast Hans
Hedtofts, þegar landar hans
kveðja hann hinnsta sinni,
því að hann var mikill ís-
landsvinur og vildi bæta
sambúð Dana og íslendinga
á allan háit. Hann kom oft
hingað tii lands og undi sér
hér vel. Tillögur þær í hand
ritamálinu, sem stjórn hans
bar íram í fyrra, hlutu ekki
byr hjá ísiendingum, en vafa
laust var þó, að þær voru
bornra fram af góðum vilja
Hedtofts til að leysa þetta við
Kvæma ágreiningsmál. Það
atriði í tillögunum er líka
vissulega rétt og mikilvægt,
að bætt verði samvinna ís-
lendinga og Dana um hand-
ritin, hvar sem þau hafna að
lokum. Vel má vera, að það
gæti veriö heppilegt, að deil-
an um eignarréttinn yrði lát
in hvíla sig um stund, en í
þess stað tekin upp sam-
vinna um að bæta vörzlu
handritanna og ljósmyndun
þeirra og kynningarstarfsemi
í sambandi við þau. Slík sam
vinna gæti vel greitt fyrir
því að æskileg lausn næðist
um eignarréttinn síðar.
En þrátt fyrir það, sem ís-
lendingum og Dönum kann
enn að bera á milli, votta
íslendingar Dönum í dag
samúð sína og bera jafnframt
fram þær óskir, að Danir
megi jaítian eiga sem flesta
slíka foringja og Hans Hed-
toft var .
Enn um Rómar-
sýninguna
í grein Félags ísl. myndiist
armanna um Rómarsýningu,
sem birtist hér í blaðinu fyr-
ir nokkru, er eftirfarandi
klausa meðal annars:
„Stofnun hinna tveggja
nýju félaga, Nýja myndlist-
arfélagsins og félagsins Ó-
háðir listamenn, sýna, að
það gæti óneitanlega orðið ís
lenzkum myndlistarmönnum
auðvelt fordæmi að stofna ný
og ný smáfélög og fá þar með
ótölulegan fjölda alls konar
fulltrúa í væntanlegar dóm-
nefndir við sýningar, bæði
innan lands og utan. Að slíkt
yrði til bóta fyrir listina Jiér
á landi, er mikið efamál.“
Það er ekki svo lítil drýldni
sem felst í klausu þessari,
þegar þess er gætt, að þessir
„alls konar fulltrúar“ geta
ekki verið aðrir en nokkrir
af fyrrverandi og aðallega nú
verandi meðlimum Félags
ísl. myndlistarmanna. Þeirra
eigin félagar. Þessi skrif
þeirra varpa býsna góðu ljósi
yfir það sálræna ástand, sem
ríkir í félaginu.
Staðreyndirnar eru þær, að
nokkuð margir af meölimum
Félags ísl. myndlistarmanna
eru aðeins meðlimir að nafn-
inu til, þeir hafa árum sam-
an verið gerðir ómyndugir í
sínu eigin félagi vegna ofrík-
is einfalds meirihluta. Þeir
taka nú orðið engan þátt í
félagsstörfum og bera ekki
við að senda myndir sínar til
dómnefndar félagsins, því
þeir hafa ekki átt nokkurn
kost á að velj a þá menn í dóm
nefnd, sem þeir geta borið til
hlýðilegt traust til í svo
vandasamt trúnaðarstarf.
Af þeim ástæðum, sem hér
að framan greinir, og fjölda
mörgum öðrum, sem ég
hirði ekki upp að telja, taldi
ég mér nú skylt að láta ekki
lengur hjá líða að segja mig
úr Félagi ísl. myndlistar-
manna.
Það er ekkert efamál, að
listinni í landinu er bezt
borgið með því að hver og
einn listamaður reyni eftir
fremsta megni að vera í sam
ræmi við sjálfan sig, en ekki
aöra, í allri listtúlkun sinni,
án tillits til þess, hvort fé-
lagarnir gera og hvað þeim
finnst. Það þarf ekki að leita
lengi í listasögunni til þess
að ganga úr öllum skugga um
það.
Kristínn Pétursron,
Hveragerði.
Algert atvinnuleysi
Frá fréttaritara Tímans
í Ólafsfirði.
Hér hefir verið illt tíðarfar
um skeið, hríðar og frost, og
er hér nú allmikill snj ór. Hef
ir varla komið bjart veður síð
an 10. janúar. Bátar hafa
nær ekkert getað róið og því
nær enginn fiskur borizt á
land. Engir togarar hafa kom
ið inn með fisk til vinnslu á
þessu ári, og hefir veriö hér
algert atvinnuleysi, en margt
manna er farið suður til ver
tíðarstarfa að venju.
Kvenfélagið efndi til hins
venjulega þorrablóts hér í
gærkvöldi og var það mjög
góður fagnaður að vanda.BS,