Tíminn - 06.02.1955, Síða 6
TÍMINN, sunnudaginn 6. febrúar 1955.
30. blaff.
<|>
PJÓDLEIKHÚSID
Operurnar
Pagliacci
ofi
CavaUeria
Rusticana
Sýning í kvöld kl. 20.00.
Næsta sýning fimmtudag kl. 20.
Gullna hli&ið
Sýning þriðjudag kl. 20.
UPPSELT
Næsta sýning föstudag kl. 20.
UPPSELT
Ftedd í gœr
Sýning miðvikudag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum, sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seidar öðrum.
Panla
Afar áhrifamikil og óvenjuleg,
ný, amerísk mynd. Um örlaga-
ríka atburði, sem nærri koll-
varpa lífshamingju ungrar og
glæsilegrar konu. Mynd essi,
sem er afburðavel leikin, mun
skilja eftir ógleymanleg áhrif á
áhorfendur.
Sýnd kl. 7 og 9.
GrínmUlœddi
riddarinn
Geysi spennandi og ævintýrarík
amerísk mynd um arftaka Greif
ans af Monte-Christo.
John Derek.
Sýnd kl. 5.
NÝJA BÍÓ
Scra Camillo
snýr aftur
(Le Retour de Don Camillo)
Bráðfyndin og skemmtileg,
frönsk gamanmynd eftir sögu G.
Guareschis, sem nýlega hefir
komið út í ísl. þýðingu undir
nafninu Nýjar sögur af Don
Camillo. Framhald myndarinn-
ar Séra Camillo og kommúnist-
inn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Jóla-ifShow™
Sýnd kl. 3.
Allra síðasta sinn.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐI -
7. vika.
VanþaUUlátt
hjarta
ítölsk úrvalskvikmynd eftir am
nefndri skáldsögu, sem komið
hefir út á íslenzku.
áður hér á landi.
Sýnd kl. 7 og 0.
Frtenha Charleys
Afar íyndin og fjörug, ensk-
amerísk mynd í eðlilegum litum.
Sýnd kl. 3 og 5.
TJARNARBIO
Brimaldan stríða
(The Cruel Sea)
Þetta er saga um sjó og seltu, um
glímu við Ægi og miskunnarlaus
morðtól síðustu heimsstyrjaldar.
Myndin er gerð eftir samnefndii
metsölubók, sem komið hefir út
á íslenzku.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7,10 og 9,30.
Golfmeistararnir
Sýnd kl. 3.
LEIKFÉIAG
REYKJAVÍK0R
,v»i
Sjónleikur í 5 sýningum.
Brynjóifur Jóhannesson
í aðalhlutverkinu.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala frá kl. 2.
Sími 3191.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Á hvennuveiðum
Bráðskemmtileg og fjörug, ný,
amerísk söngva- og gamanmynd J
í litum.
Aðalhlutverk:
Gordon MacRae,
Eddie Bracken,
Virginia Gibson.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Trigger yngri
Hin afar sncni'andi og skemmtl
lega kúrekamynd í litum með
Roy Rogers.
Sýnd aðeins í dag kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
GAMLA BIO
Blml 1475.
Söngur
fishimannsins
(The Toats of New Orleans)
Ný, bráðskemmtileg bandarísk
söngmynd í litum. Aðalhlutverk
in leika og syngja:
Mario Lanza
Kathryn Grayson
m. a. lög úr óp. „La Traviata",
„Carmen" og „Madame Butter-
fly“.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Gullna antilópan
Rússnesk litteiknimynd — og
fleiri gullfallegar barnamyndir.
Sýnd kl. 3.
TRIPOLI-BIO
Blml 11811
Ég9 dómarinn
(I, The Jury)
Afar spennandi, ný, amerísk
mynd, gerð eftir hinni vinsælu
metsölubók „Ég dómarinn" eftir
Mickey Spillane, er nýlega efir
komið út í íslenzkri þýðingu.
Aðalhlutverk:
Biff EUiot,
Preston Foster,
Peggie Castle.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára. j
Sala hefst kl. 1 e. h.
Barnasýning kl. 3.
Villti folinn
(Wild Stallion)
Bráðskemmtileg, ný, amerísk lit
mynd, er fjallar um ævi villts
fola og ævintýri þau, er hann
lendir í.
Aðalhlutverk:
Ben Johnson,
Edgar Buchanan,
Martha Heycr.
HAFNARBÍÓ
Biml 6444
Læknirinn hennar
(Magnificent Obsession)
J Stórbrotin og hrífandi ný amer-
ísk úrvalsmynd, byggð á skáld-
sögu eftir Lloyd C. Douglas. -
Sagan kom í „Familie Journai-
en“ í vetur, undir nafninu „Dexi
Store Læge“.
Myndin var frumsýnd í Banda-
ríkjunum 15. júlí'*'. L
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
II. C. Hansen
(Framhald af 5. síðu).
gæta þess, að skuldbinda flokkinn
ekki svo, að hann mætti sín einskis
í samningum. Enginn var í vafa
um stefnu þeirra, en þó varð það
ekki fyrr en þann 29. ágúst 1943,
að þeir fengu þá aðstöðu i barátt-
unni við Þjóðverja, sem þeir höfðu
óskað. Þá urðu þeir, ásamt Ole
Björn Kraft og Aksel Möller, noklc
urs konar milliliðir milli stjórnmála
mannanna og Frelsisráðsins. Þegar
flokksformennirnir gengu seinna
svo langt, að áræða að styrkja frels
isbaráttuna með rikisfé, var það
H. C. Hansen, sem sótti fúlgurnar
i fjármálaráðuneytið og kom þeim
áleiðis.
Allir undruðust, þegar H. C. Han-
sen var veitt embætti fjármálaráð-
herra í lok stríðsins. Menn álitu
einfaldlega, að Vilhelm Buhl hefði
óskað eftir honum í embættið til
að geta ráðið störfum hans að vild.
En þegar peningaskiptin fóru fram
og gengu greiðlega á nokkrum dög-
um, komu í Ijós hjá honum slíkir
hæfileikar á þessu sviði, að enginn
efaðist lengur um, að Buhl hefði
valið viturlega.
Árið 1947 óskaði H. C. Hansen
eftir að verða birgðamálaráðherra,
en varð að taka fjármálaráðherra-
embættið á ný. En aldrei fannst
honum hann eiga verulega heima
í embætti þessu, og við breyting-
una 1950 fluttist hann yfir í við-
skiptamálaráðuneytið. Þar var
hann aðeins skamma hríð. Ráðu-
neytið baðst lausnar í sambandi við
smjörmálið svonefnda, og er eng-
inn vafi á því, að H. C. Hansen
átti mestan þátt í því, að jafnaðar-
menn fóru í stjórnarandstöðu.
Á þessum tíma gekk H. C. Han-
sen tvímælalaust næst formanni
flokksins og þar vildi hann vera.
Einn þáttur hins geysilega þreks
. hans og vinnusemi kom fram í iðni
hans við að fullkomna málakunn-
áttu sína og kynna sér utanríkis-
málin til hlítar. Árið 1953 tekur
hann svo við embætti utanríkisráð-
herra sem fyrsti jafnaðarmaðurinn
er skipað hefir það embætti í Dan
mörku, og jafnframt fyrsti mað-
urinn, sem ekki hafði háskólapróf.
Hin eðlilega og látlausa framkoma
hans var alger nýjung í þessu virðu
lcga ráðuneyti, en hann hafði gát
á glettni sinni og aðgætni gagnvart
öllu, sem sneri út á við. Hann
kunni vel að aðgreina þau mál frá
öðrum, því að hann skipti sér sára
lítið af öðru en því, sem snerti
beint stjórnmálin inn á við.
Ilina hrífandi og víðfeðmu fram-
komu Hedtofts á H. C. Hansen
ekki til. Hann er látlaus verka-
mannssonur, sem alltaf hefir kraf-
izt mikils af sjálfum sér og krefst
einnig mikils af samstarfsmönnum.
Hann ber virðingu fyrir þeim, sem
eru fljótir að hugsa og Ijúka verk-
um sínum, en sama er ekki að
segja um álit hans á hinum.
Jafnt utan flokks síns sem innan
hans er H. C. Hansen virtur fyrir
orðheldni s'na og næma tilfinningu
fyrir veruleikanum. Nú hangir
mandólinið oftast á veggnum og
penninn fær önnur verkefni en
þau, er hann í æsku kaus sér. Það
verður víst' einhver annar að rita
söguna um Falstergötu í Árósum.
■iiiiiiiiii(iiiaiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiii..aaiiii
\ DANSSKÓLI ‘
j Rigmor Hanson
| Síðasta námskeiðið í vet-
ur fyrir
FULLORÐNA
BYRJENDUR
1 hefst á laugardaginn kem
| ur. Uppl. og innritun í
I síma 3159. Skírteini verða
i afgreidd á föstudaginn
i kemur kl. 5—7 í G.T.-hús-
I inu. —
Pearl S. Buck:
54.
HJÓNABAND
til hugar að gera mér svo dælt við móður mína, sagði hann.
— Mér er alveg sama, sagði Rut undrandi. — Ég skil Hall
vel, ég veit að hann meinar ekkert illt með þessu;
— Það er rétt, mamma, sagði Hall hlæiandi. — Ég meina
ekkert með því annað en það, að mér finnst þú vera ágæt.
Hann beitti sinni venjulegu letilegu rödd. Þessi rödd lét
illa í eyrum Williams. Þegar Hall hafði farið að heiman,
hafði rödd hans verið í mútum. Hún hafði verið hvikul og
breytileg. En það var enginn hvikulleiki í þessari karlmanns-
rödd, og William vissi, að hún tilheyrði nú fullorönum
manni, sem hér eftir yrði honum ókunnur.
Eftir miðdegisverðinn gekk Hall inn í herbergi sitt til
þess að klæðast einkennisbúningnum. Hann átti að fara
innan klukkustundar til þess að vera með í skrúðgöngu við
Hessers Corner. Tveir aðrir piltar úr nágrenninu voru að
fara í herinn líka og áttu þeir að verða samferða.
— Skyttunar þrjár, sagði William kíminn.
— Já, það stendur heima, sagði Hall, án þess að skilnings
glampi kæmi í augu hans. William vissi þao, að Hall, sem
aldrei leit í bók, gaf ekki einu sinni hornauga bókaskáp
Williams, hafði enga hugmynd um Skytturnar þrjár. Hvers
vegr.a var hann þá að láta svo, sem hann væri með’ á nót-
unum.
— Þetta er úr bók, Hall, en ég býst viö, að þú hafir ekki
lesið um skytturnar þrjár.
— Ég bjóst við því, að það væri eitthvað svoleiðis, sagði
Hall og lét sér hvergi bregða.
Ekkert þeirra var viðbúið því að taka á móti þeim Hall,
sem nú gekk fram úr herbergi sínu. Rut var í eldhúsinu
að taka til eftir miðdegisverðinn. Jill hafði gengiö upp á
loítið, og Mary var að sópa gólfið. William stóð í hálfopn-
um útidyrunum og var að athuga ljósbrigði loftsins. Svo
opnuðust dyrnar, og Hall sagði:
— Jæja, hvernig lizt ykkur þá á mig?
Þau sneru sér öll að honum samtímis, og William sá son
sinn nú í þeirri mynd, sem aldrei hafði birzt honum fyrr,
ókunnan ungan mann, vel vaxinn, kvikan og þreklegan
um herðar í nýja einkennisbúningnum. Hár hans var slétt
burstað.
— Ó, Hall, hrópaði Rut og flýtti sér til hans. Augu henn
ar voru skær og heitj er hún horfði á son sinn. Hún gat ekki
stillt sig um að snerta hann og strjúka, aðgæta hvort allt
færi nú eins cg vera ætti. Svo lagöi hún hendurnar á axlir
hans og horfði í augu hans. Hann var höfði hærri en hún.
— Þú verður að heita því að vera ætíð góður drengur.
Hall, sagði hún og rödd hennar titraði. Mundu eftir öllu
því, sem ég hefi sagt þér og breyttu eftir því.
— Það vil ég gera, mamma, sagði hann. Hann laut fram
og lagði kinn sína að vanga hennar. — Það er svo góður
ilmur af þér, mamma, alveg eins og í gamla daga. Ég man
það frá því ég var lítill, ég laumaðist meira að segja til að
lykta af fötunum þínum í klæðaskápnum.
— Ó, Hall, mundu það aðeins að vera góður, sagði hún.
— Ég ætla að reyna það, mamma, sagði hann.
Þegar hér var komið, gat William ekki horft á þetta
lengur, hann þoldi ekki ástarhót Rutar við þennan unga
og sterka mann, sem var henni hj artfólgnari en allir aðrir
vegna þess, að hahn var blóð af hennar blóði. Þannig
urðu karlmenn afbrýðisamir í garð sona sinna: Synirnir
stóðu mæðrum sínum nær en eiginmaður og faðir, vegna
þess að í sonunum rann hjartablóð mæðranna, en blóð-
sbyldleika hjónanna skorti. Blóðtengslin voru fjötrar
kvenna.
Hann gekk til Rutar og sneri henni að sér. — Nú verður
Ha.31 að fara, Rut, sagði hann. Það er kominn tími til þess
ao við förum öll, ef við viljum ekki missa af skrúðgöngunni.
Fram að þessu hafði hann haft skrúögönguna í góðlát-
legum flimtingum og alls ekki haft í hyggju að fara sjálfur.
En nú tók hann þá ákvörðun aö fara. Hann vildi vera í
nánd við Rut, unz Hall væri farinn.
—Ætlar þú að koma líka, pabbi? spurði Hall.
— Já, það er bezt að ég komi líka? sagöi hann.
— Það er ágætt, sagði Hall.
Wiliiam svaraði engu, duldi ólgu skaps síns í þögninni.
— Þetta fer þér mjög vel, Hall, sagði hann að síðustu.
— Ekki sem verst, býst ég við, sagði Hall.
„Einkaritariim“
Gamanleikur í 3 þáttum.
Eftir Charles Hawtry.
Frumsning á mánudaginn, 7. febrúar kl. 8.
Nsésta sýning þriðjudag kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 á mánudag ög þriðjudag.
Leiknefnd MeniiíaskóKnns í Rcykjavík