Tíminn - 06.02.1955, Side 8
19. árgangur.
ReyWavIk,
6. febrúar 1955.
30. blað.
M-France féll. Hröklaðist undan
ópum og svívirðingumúrþingsa
YesíurveJdin áhyggjufull um ufdrif París-1 ? ' =
arsamn. Ilætt við glundroða í Frakklandi
París, 5. febr. — Mendes-France gekk á fund Coty Frakk-
landsforseta kl. 6 I morgun og baðst lausnar fyrir si'g og
ráðuneyti sitt. Um klukkustund áður hafði fulltrúadeildin
fellt með 319 atkv. gegn 274 lillögu um traust á stjórnina í
sambandi við stefnu liennar gagnvart frönsku nýlendunum
í N-Afríku. Ráðuneytí M-France hafði setið við völd í 7 y2
mánuð og staðið í miklum stórræðum eins og kunnugt er.
Helzt er talað um Pinay, sem líklegan eftirmann M-France.
Umræðan um frönsku ný-
lendurnar í Norður-Afríku
stóö allt til morguns. Skömmu
áður en atkvæðagreiðsla átti
að fara fram hélt Mendes-
France lokaræðuna og þótti
hún með afbrigðum snjöll.
MENDES-FRANCE
Æptu að Mendes-France
og vörnuðu hcnum máls.
Kommúnistar greiddu allir
með tölu atkvæði gegn stjórn
innj auk katólska flokksins og
ihaldsmanna flestra. En þaö,
sem réð úrslitum var, að all-
margir þingmenn úr flokki
Mendes-France sjálfs, rót-
tæka flokknum, greiddu at-
kvæði gegn honum, einnig
Oauðaslys
í fyrrinótt varð það slys
innarlega á Grettisgötu, að
piltur um tvítugt féll á göt-
una með þeim afleiðingum,
að hann höfuðkúpubrotnaði.
Pilturinn, Brynjólfur Gísla-
son, Raúðarárstíg 34, var
fluttur í Landsspítalann og
þar lézt hann skömmu síðar.
Lenti lýsið íil Kína?
fl Fyrir nokkrum árum kcm
i beiðni frá indvcrskum stúd-
entum ti! Stúdentaráðs um
að íslenzkir stúdentar sendu
stúdentum í Madrasfylki í
Indlandi meðalalýsi. Send-
ingu lýsisins annaðist Bogi
Guðmundsson og sendi hann
lýsið til I.S.R. í Prag. í stúd-
entablaðinu Student Mirror,
sem gefið er út í Berlín, birt
ist hins vegar um bað frétt
fyrir nokkru, þar sem sagt
er frá viðtali við forseta kín
versku stúdentasamtakanna,
að 17. nóv. sl. hafi verið opn
að nýtt berklaliæli fyrir
stúdenta í nánd við Peking.
(Framhald á 7. síðu).
margir vinstri jafnaðarmenn
og Gaullistar.
Er Mendes-France sá að
hverju fór, bað hann forseta
leyfis til að mæla nokkur
kveðjuorð til þingheims og
veitti hann það. Þá ráku and
stæðingar hans upp slík óp
og óhljóð að ekki heyrðist
mannsins mál. Sumir börðu
í borðin, stöppuðu og spörk-
uðu til að gera sem allra
mestan hávaða. Mendes-
France reyndi að tala, en
ekkert af þvi heyrðist. Þreytt
ur og vonsvikinii gaf hann
til kynna með handahreyf-
ingum, að hann gæfist upp
og hélt síðan til dyra. Var
bann beinlínis hraltinn út úr
þingsalnum, en óp og sví-
virðingarcað fylgdu honum.
Afdrif Parísarsamninganna.
Fréttaritarar skýra svo frá,
að stjórnmálamenn í Bonn,
London og Washington séu
mjög áhyggjufullir vegna
falls - stjórnarinnar. Veldur
þar mestu um, að efri deild
franska þingsins ’ hefir ekki
enn afgreitt Parísarsamning-
ana. Óttast menn, að þegar
Mendes-France er ekki leng-
ur til að fylgja málinu eftir,
kunni svo að fara, að samn-
ingarnir verði aldrei sam-
þykktir. Minnsta kosti er al-
veg víst, að fullgilding samn-
inganna mun tefjast um 6
mánuði frá því sem annars
hefði mátt gera ráð fyrir.
Hálfnað verk.
Friðarsamningarnir í Indó-
Kína og Parísarsamningarnir
eru þau verk stjómarinnar,
(Framhald á 7. 6íðu)
Bandaríkjamenn
sœíía kjarrorka-
hreyfla
Wa hington, 5. febr. Lewis
Strauss, formaður kjarn-
orkumálanefn^.cr Bandaríkj
anna, skýrði fréttamönnum
svo frá í dag, að Bandaríkja
menn væru nú komnir vel á
veg með að smíöa kjarnorku
vélar fyrir skip og kjarn-
orkuhreyfla fyrir flugvélar.
Nýr kafbátur með kjarn-
orkuvél verður tekinn í notk
un á þessu ári. Hann kvað
skip og flugvélar sem búin
væru slíkum vélum mundu
geta náð miklum hraöa og
farið iangar vegalengdir án
þess að taka eldsneyti.
Ilcrnaðarútgjöld
Itússa Iiækka
Moskvu, 3. feþr. — Æðsta
ráð Sovétrikjanna er nýkom
ið saman til funda og hefir
stjórnin lagt fyrir það fjár-
lagafrumvarp ársins 1955.
Skv. því eru hernaðarútgjöld
áæltuð um 20% af heildarút-
gjöldum, en voru 18% á síð-
ustu fjárlögum og hafa því
(Framhald á 7. síðu).
Gjafahlaði á göfuhorni
Það er gott að vera ítalskur umferðalögregluþjónn á degi
heilagrar þrenningar, því að það er orðin fost venja, að
vegfarendur gefi lögregluþjónunum, sem stjórna umferð á
fjölförnum torgum eða götuhornum, gjafir góðar. Þetta
hófst með því að ökumenn fóru að gefa þessum hjálpar-
mönnum sinum smágjafir þennan dag, en nú er þetta að
verða föst siðvenja þeirra, sem um fara, og myndín sýnir,
hvernig gjafirnar hlóðust upp hjá einum ítölskum lögregiu-
þjóni þennan síðasta merkisdag.
=3
Forsn ósudeilan:
Bandaríkin ætla að bera fram
nýjar fillögur um vopnahlé
Wasliington, 5. febrúar. — Henry Cabot Lodge, aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá S. Þ., sat í dag fund með Eisenhower
forscta. Sagði hann blaðamönnum, að hann hefði skýrt for-
setamim frá gangi Formósudeilunnar í Örvggisráðinu. Jafn-
framt gat hann þess, að Bandaríkin mvndu leggja fram
eigin tillögur til að koma á vopnahléi eystra.
Blaðið Ægir kemur nú
út tvisvar í mánuði
Lúðvík Krisíjáiiss, lætur af ritstjórastörf-
ími eftir 17 ár. — Davíð Ólafsson tekur við
Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, skýrði blaðamönnum frá
því í gær, að Ægir, rit Fiskifélags íslands, væri nú að koma
út í nýju formí. Jafnframt skýrði hann frá því, að Lúðvík
Kristjánsson, sem verið hefir ritstjóri Ægis s. I. 17 ár, hefði
látið af þeim störfum um síðustu áramót, en Davíð tekið
sjálfur víð ritstjórninni.
Ægir hefir hingað til verið
mánaðarrit, en kemur nú út
tvisvar í mánuði, og á þann
hátt getur blaðið flutt meira
af fréttum af sj ávarútvegi —
innanlands ogutan. Þá verða
einnig yfirlit hálfsmánaðar-
lega, og ýmsar fræðandi
greinar ,og mún ranrisóknar
stofa Fiskifélagsins leggja
til efni í þær.
(Framhald á 7. síðu).
Kvað hann mega vænta
þess, að tillögur þessar yrðu
lagöar fram einhvern tíma í
næstu viku, sennilega á þriðju
dag. Ekki vildi hann segja,
(Framhaia a 7- eiðu».
Athyglisverð fyrirbæri á fundum
skozks miðíls, sem var gestur hér
*
Operurnar
í kvöld hefjast aftur í Þjóð
leikhúsinu sýningar á óper-
unú i Cavalleriá Rusticana
og i '•agliacci en hlé hefir
verið a sýningum undanfar-*
Skýrt frá Jíossii í Morgiii nýátkommim
í síðasta hefti’ tímarits-
ins Morguns nýútkomnu
skýrir ritstjóri tímaritsins,
séra Jón Auðun=, dómpró-
fastur, í ýtarlegri grein, frá
heimsókn skozka miðilsins,
frú Jean Thompson til Sál
arrannsóknafélags íslands
s. 1 .haust. Er þar sagt ýt-
arlega frá ýmsum fyrirbær
um og virðist af frásögn-
inni, að hér hafi verið um
allathyg;lisverða miðils-
fundi að ræða.
Frúin kom híngað til
lands 12. okt. og hélt næstu
dagana allmarga miðils-
fundi. Hélt hún fjóra
„skyggnifundi“ í Guðspeki-
húsinu. Þá er sagt, að dul-
heyrna,rgáfa frúarinnar
væri meíri en skyggnigáfan
því að hún segði meira frá
því, sem hún hcyrði, en því
sem hún sá.
Bezti fundurinn.
í greininni regir, að
fjórði fjöldafundurinn,
haldínn í Sjálfstæðishús-
inu fyrir félagsfólk SRFÍ,
þriðjudaginn 19. okt. og var
þar troðfullt fundargesta.
Var sá fundur beztur af
f jöldafundum frúarinnar. í
þrjá stundarfjórðunga stóð
hún á sviðinu og lýsti með
miklu fjöri og hraða fjöl-
mörgu framliönu fólki, sem
fundargestír könnuðust
við. Sagði hún með hverj-
um hætti fólkið hefði farið
af jörðinni og hvernig það
héldi áfram að fylgjast
meö jarðneskum vinum sín
um eftir andlátfð. Er sagt,
að fundarfólk hafi kann-
azt við allt það framliðna
fólk sem hún nefndi, nema
einn mann, en morguninn
eftir hafi ein fundarkona
tilkynnt, að hún væri búín
að rifja upp, hver hann
væri.
Kraftinn þraut.
Fimmta og síðasta fjölda
fund sinn hélt frúin í Guð-
spekifélagshúsinu 21. okt.
Gekk fundurinn vel framan
af en eftir nokkurn tíma
kvaðst hún verða að hætta,
því að „kraftínn“ hefði
þrotið, og er kennt um ann
(Framhald a 7. bISu).
ið vegna hlutverkaskipta. Frú
Þurlður Pálsdóttir hefir tekið
við hlutverki sænsku söng-
konunnar Melander, en það
er aðalhlutverkið í I Pagli-
acci. Eftir þessa breytingu
eru allir söngkraftarnir í ó-
perunum íslenzkir. Myndin
er af Guömundi Jónssyni og
Katli Jenssyni í hlutverkum
sínum í Cavalleria Rusticana.