Tíminn - 08.02.1955, Blaðsíða 6
s,
TÍMINN, þriðjudaginn 8. febrúar 1955.
31. blað.
WÓDLEIKHÖSID
Gullna hli&ið
Sýningar í kvöld kl. 20.00
og íöstudag kl. 20.00
Uppselt á báðar sýningar.
Fœdd í gœr
Sýning miðvikudag kl. 20.00
Óperurnar
Pagliacci
og
Cavalleria
Rusticana
Sýning fimmtudag kl. 20.00
Aðeins örfáar sýningar.
Aðgöngumiðasalan opin frá _1.
13,15—2v,00. Tekið á móti pönt-
unum. Sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir
sýningard., annars seldar öðrum.
►
Panla
Afar áhrifamikil og óvenjuleg,
ný, amerísk mynd. Um örlaga-
I ríka atburði, sem nærri koll-
I varpa lífshamingju ungrar og
glæsilegrar konu. Mynd essi,
sem er afburðavel leikin, mun
skllja eftir ógleymanleg áhrif á
áhoríendur.
Sýnd kl. 7 og 9.
Grímuhlœddi
riddarinn
Geysi spennandi og ævintýrarík
amerísk mynd um arftaka Greif
ans af Monte Christo.
John Derek.
Sýnd kl. 5.
NÝJA BÍÓ
Séra Cumillo
snýr aftur
(Le Retour de Don Camillo)
Bráðfyndin og skemmtileg,
frönsk gamanmynd eftir sögu G.
Guareschis, sem nýlega hefir
komið út í ísl. þýðingu undir
nafninu Nýjar sögur af Don
Camillo. Pramhald myndarinn-
ar Séra Camillo og kommúnist-
inn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRDI -
7. vika.
Vanþahkltítt
hjurta
ítölsk úrvalskvikmynd eftir am
nefndri skáldsögu, sem komið
hefir út á íslenzku.
áður hér á landi.
Sýnd kl. 9.
Frœnha Churlegs
Afar fyndin og fjörug, ensk-
amerísk mynd í eðlilegum litum. |
Sýnd kl. 7.
Síðasta sinn.
TJARNARBÍÓ
Rrimuldan stríða
(The Cruel Sea)
Þetta er saga um sjó og seltu, um
glímu við Ægi og miskunnarlaus
morðtól siðustu heimsstyrjaldar.
Myndin er gerð eftir samnefndti
metsölubók, sem komið hefir út
á íslenzku.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7,10 og 9,30.
ÍLEIKFEIA6!
rREYKJAyÍKDg
Nói
Sjónleikur í 5 sýningum.
Brynjólfur Jóhannesson
í aðalhlutverkinu.
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 og
eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191.
AUSTURBÆJARBIO
Del Palma
Mjög spennandi og ■ illdarvel
leikin, ný, amerísk kvikmynd,
byggð á samnefndri skáldsögu
eftir Pamela Kellino, eiginkonu
James Mason.
Aðalhlutverk:
James Mason,
June Havoc,
Pamela Kellino.
Sýnd kl. 7 og 9.
A hvennaveiðum
Bráðskemmtileg og fjörug, ný,
amerísk söngva- og gamanmynd
í litum.
Sýnd kl. 5.
♦♦♦♦♦♦♦
GAMLA BÍÓ
Biml 1475.
Söngur
fishimannsins
(The Toats of New Orieans)
Ný, bráðskemmtileg bandarísk
söngmynd í litum. Aðalhlutverk
in leika og syngja:
Mario Lanza
Kathryn Grayson
m. a. lög úr óp. „La Traviata",
„Carmen“ og „Madame Butter-
fly“.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BIO
Bíml 1182
1Ég, dómarinn
(I, The Jury)
Afar spennandi, ný, amerísk
mynd, gerð eftir hinni vinsælu
metsölubók „Ég dómarinn" eftir
Mickey Spillane, er nýlega efir
komið út í íslenzkri þýðingu.
Aðalhlutverk:
Biff Elliot,
Preston Foster,
Peggie Castle.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sala hefst kl. 1 e. -.
Bamasýning kl. 3.
Villti fítlinn
(Wild Stallion)
Bráðskemmtileg, ný, amerísk lit
mynd, er fjallar um ævi villts
fola og ævintýri þau, er hann
lendir í.
Aðalhlutverk:
Ben Johnson,
Edgar Buchanan,
Martha Heyer.
HAFNARBÍÓ
Bíml 6444
! Lækiiirimi heimar
(Magnificent Obsession)
Sýnd kl. 7 og 9.
Brotsjór
(The Raging Tide)
Afar spennandi og viðburðarík
amerísk mynd, eftir skáldsög-
unni „Fiddlers Green“, eftir Ern
est K. Gann.
Richard Conte,
Shelley Winters,
Stephen McNally.
Bönhuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5.
Jöfmm raforkiiverðs
(Pramhald af 5. siðu).
artillögimnar 1942, að rafork
an yrði ekki seld hærra verði
í dreifbýlz en í stærstw kaup
stöðunwm, en þær tilrawnir
hafa enn ekki borið árangt/r.
Fyrirtæki þau, sem nú selja
rix forkw hér á landi, eru ná-
lega öll byggð af ríkinu eða
með meiri eða minni aðstoð
þess. Ákveðið hefir einnig
verið, aS ríkiö byggi þær að-
alrafveitur til almennings-
þarfa, sem komið verður upp
í náinni framtíð. Og þar sem
þjóðfelagið hefir tekið þess-
ar framkvæmdir á sig í svo
stórum stíl, eins og nauðsyn-
legt var, er eðlilegt, að allir
þegnar þess njóti sömu kjara.
IMikið vantar nú á, að svo sé
hjá almenningsrafveitwm, t.
d. er áberanöi hátt verð á
rafmagni frá rafveitum á
þeim stöðum, sem ekki hafa
vatnsafl til rafmagnfram-
leiðslunnar.
Það er nú orðið viðurkennt
af mörgum, að nauðsyn toeri
til að gera aðstöðu manna í
lífsbaráttunni sem jafnasta,
hvar sem þeir búa á land-
inu. Á það hefir verið bent,
hversu þýðingarmikið sé að
skapa og viðhalda jafnvægi
í byggð landsins. Starfa nú
tveir síjórnskipaðir menn að
athugun þeirra mála, sam-
kvæmt ályktun Alþingis. Eitt
af því helzta, sem þar hlýt-
ur að koma til greina, ec að
gera ráðstafanir til þess að
jafna svo sem verða má að-
stóðu manna til að njóta
þeiria lífsþæginda og gæöa,
stm almenningur sækir efíir
og telja má til lífsnauösynja
nú á tjmum, en þar er raf-
magnið i fremstu röð.
Fyrir nokkrum árum voru
bomar fram tillögur á AI
þingi um verðjöfnun ú bcn-
zini og olíu. Ýmsir tóku því
máli iálega fyrst í stað, en
eftir að það hafði verið flutt
á þingi nokkrum sinnum,
vor?í þó samþykkt lög um
verojöfnunina, og eru þau nú
komin til framkvæmda. Nú
munu flestir telja þetta sann
girnismál. En ekki er síður
nauðsynlegt að koma á verð
jöfnun á raforku.“
T?au rök, sem hér eru bor-
in fram, eru vissulega svo
sterk, að þess ætti að mega
vænta, að það dragist ekki
öllu Iengur, að umrædd til-
laga Framsóknarmanna nái
fram að ganga.
Erlcnt yfirlit
(Pramhald af 5. síðu).
í voða fullgildingu Parisarsamning-
anna um varnarmálin. Vafalaust
munu kommúnistar nota þetta tæki
færi út i yztu æsar til að hindra
fullgildingu samninganna. Verði
það niðurstaðan, getur þa>ö haft
alvarlegustu afleiðingar og teflt öllu
varnarsamstarfi vestrænna þjóða í
mikla hættu. í kjölfar þess myndi
fylgja stóraukin stríðshætta í álf-
unni.
Coty forseti hefir jiú falið Pinay,
fyrrv. forsætisráðherra, stjórnar-
myndun. Pinay er óháður íhalds-
maður. Hann er sá franskra stjórn-
málamanna, sem hefir unnið sér
mest álit sem forsætisráðherra, að
Mendes-Prance undanskildum.
Hann var fors.ráðherra 1952 í sam-
fleytt níu mánuði og kom fram
ýmsum endurbótum á sviði efna-
hagsmálanna, en líkt og Mendes-
Prance telur hann þau mestu
varða. Pinay var fylgjandi Evrópu-
hernum, en sat hjá við atkvæða-
greiðsluna um Parísarsamningana.
Sennilega er hann þvi manna lík-
legastur til að koma þeim í höfn,
ef hann beitir sér fyrir þeim, þar
Svo fóru þau öll til skrúðgöngunnar, og hann horfði á
fóJkið með háðssvip. Á undan gekk lúðrasveit og siðan kom
rrannþyrpingin eftir einu götunni í þorpinu. Rut grét, og
hann lagði handlegginn um herðar hennar en hélt samt
áfram að reykja pípu sína. H'ann sá, aö JVIary þerraði líka
burt tár, en Jill var hörð á svip. Þau sáu hermennina þrjá
standa við lestarglugga, og siðan héldu þau þegjandi heim.
Það var Rut, sem fyrst rauf þögnina. — Hall var lang-
faJlegastur, fannst ykkur það ekki?
— Jú, það var hann, svaraði William. Þau gengu heim
?ð bænum, og enn einu sinni hvarflaði að honum hugsun
um þá undarlegu tilviljun örlaganna að hann skyldi hafa
komið sér eitt sinn fýrir mörgum árum til þess að biðja um
eina máltíð en fundið þar heimili sitt það sem eftir var æv-
injiar. Nú var lifi h.ans sjálfs senn lokið, en af örlögum
þessarar stuttu stundar fyrir mörgum árum hafði líka
sprottið lif þriggja barna, sem mundu halda áfram að ganga
á vegi hinna undarlegu örlaga.
— Um hvað ertu að hugsa, pabbi? Það var glaðleg rödd
Jill — eina fegurð þessa barns — sem vakti hann af þessum
þönkum. Hann leit sem snöggvast á hana. Jafnvel á þessari
stundu, ung og fjörleg, var hún svo nauðalík föður Rutar
í ellinni, að hroll sétti að honum. Unglingar áttu ekki að
líkjast gömlu fólki. Æskan átti að fæðast ný og engu öðru
lík. En þetta varð ekki um flúið. Ef hann hefði kvænzt Elise,
mundu börn hans hafa líkzt föður hennar, munurinn hefði
enginn annar oröið.
— William. Rödd Rutar virtist koma úr fjarska. — Heyrðir
þú ekki það, sem Jilí sagði?
William brosti fjarhuga. — Ég var að reyna að gera mér
ljóst, hvort rómverskt nef væri nokkuð betra en kartöflu-
nef, sagði hann.
Þau litu hvort á annað, undrandi og ráðvillt.
— Pabbi, þú getur ekki hafa verið að hugsa um slíka
andstyggð, hrópaði Jill.
— Jú, ég var að því, sagði William. — Og ef þú getur ekki
trúað að ég hafi verið að því, veiztu alls ekki, hve slæmur
ég er.
Telpurnar hlógu, en Rut var alvarleg. Henni hughægðist,
þegar William tók upp slíkt hjal. Hún umbar það, þótt henni
fyndist það heimskulegt, því að hún vissi, að þá var hann
hamingjusamur, og þ>egar hann var hamingjusamur, þurfti
hún ekki að óttast um hann. Þá gat hún snúið huganum
ótrufluð að þeim þúsund atriðum, sem búskapinn og heimilið
snertu. Hún hugsaði til þess með eftirsjá, að hún skyldi nú
ekki eiga annan son. Hún óskaði þess'oft, að hún hefði haldið
fart við þann vilja sinn að eignast eitt barn enn, en William
var svo lítið gefið um börn. Hann virtist aldrei geta skilið það,
að kona hlaut að elska börn sín, og hún átti ekki ætíð auövelt
með að deila ást sinni í réttum hlutföllum milli manns síns
og barna. Stundum varð hún að gefa börnum sínum meira,
það var eðlilegt. Það var aðeins þegar hún óttaðist um
Willjam, að hún lét börn sín víkja fyrir honum. Hann olli
henni enn ótta, þótt hann minntist aldrei á að fara. Hún
stundi aftur, er hún hugsaði um brottveru Halls öll þessi ár.
Hún hafði reynt að kryfja hann sagna, en þessi ár virtust
Hún hafði reynt að ryfja hann sagna, en þessi ár virtust
hafa sett furðulítið mark á hann. Hann hafði flækzt um,
fengið atvinnu hvar sem var en hvergi haft langa viðdvöl.
Hann hafði meira að segja farið til Alaska og verið þar eitt ár.
— Þetta var ágætt líf, sagði hann.
— En þú varðst af allri skólagöngunni, sagði hún í um-
vöndunartón.
Þá Jeit hann á hana ertnislegum, brúnum augum. — JÉg
lærði samt sitt af hverju, sagði hann en vildi ekki segja
henni nánar frá því.
Jæja, hann hafði þó aldrei lent í fangelsi, svo mikið hafði
hann sagt henni, og nú var hann kominn í herinn. Herinn
var heppilegasti vettvangur, sem hægt var að finna fyrir
dreng eins og Hall. Þar fengu þeir nóg að starfa, og þar
var þeim kennt, hvernig þeir áttu að varast að sýkjast af
lauslátum konum. Þaö var svo sem ekki við því að búast, að
William talaði við drenginn, þótt hún hefði beðið hann
þess. William hafði aðeins svaraö: — Hann hefir aldrei
lært neitt af mér, svo að það er tilgangslaust. Og svo hafði
hún Játið drenginn fara án þess að segja meira við hann en
að biðja hann að vera góðan pilt. Honum mundi verða kennt
annað, sem hann þyrfti að vita, í hernum.
Hún minntist þess allt í einu, að næsta verkefni hennar
við búskapinn var að halda þremur Ayrshire-kúnum. Henry
Fasthauser hafði sagt henni, að hann væri í þann veginn að
fá nýjan Ayrshire-tudda, og henni væri velkomið, ef hún
viJdi, að nota hann og koma með kýrnar yfir um til hans.
Hann skyldi hjálpa henni við að halda þeim. Þetta'mundi
spara henni kostnaðinn viö að leigja sér þarfanaut. Ef hún
hefði notið karlmannshjálpar heima, mundi hún hafa haft
eigið naut. En hún hjálpaðist við ígripamenn og dætur
sem ýmsir fylgjendur Evrópuhers-
ins eru líklegri til aö veita honum
stuðning til þess en Mendes-
Prance.
Pinay telur sig getá sagt til um
það á ílmmtudaginni' -hvort/.hohum.
heppnast stjórnarmyndun. .'Mis-
heppnist honum, bendir flest til
þess, að löng stjórnarkreppa sé
framundan.