Tíminn - 08.02.1955, Blaðsíða 5
£1. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 8. febrúar 1955.
I,
] Þriðjud. 8. iebr.
Glundroðastjórnin
í Reykjavík
Morgunblaðinu verður mjög
tíðrætt eftir nefndakosning-
arnar í bæjarstjórn Reykja-
víkur um ósamkomulag og
„glundroða“ minnihlutaflOKk
anna þar. Bersýnilegt virðist
því, að Mbl. ætlar að byggja á
nrslitum þessara kosn. þann
Jsöng, sem raunar er nú allt
annað en nýr, að eina ráðið
til að afstýra glundroða i
Reykjavík sé að láta íhaldið
hafa meirihluta í bæjarstjórn
inni. Annars skapist þar upp-
lausn og glundroði.
Vissulega verður það ekki
neitt á úrslitum þessara kosn-
inga byggt, hvort glundroöi
skapaðist í bæjarstjórninni,
ef íhaldið missti þar meiri-
hlútann. Þá væri um það að
ræða að skapa bænum ábyrga
stjórn, en ekki að skipta nokkr
um smábitlingum. Að sjálf-
sögðu myndu flokkarnir
leggja sig meira fram í sam-
bandi við það fyrrnefnda.
Sú hefir líka orðið reynsl-
an annars staðar. Enginn
einn flokkur hefir meiri-
hluta í bæjarstjórnum á
eftirtöldum stöðum: Vest-
mannaeyjum, Keflavík,
Hafnarfirði, Akranesi, ísa-
firði, Sauðárkróki, Siglufirði,
Akureyri, Húsavík og Seyðis-
firði. Samt hefir skapazt
ábyrgur meirihluti á öllum
þessum stöðum. í átta af
þessum 10 bæjarfélögum lief
ir sá meirihluti myndazt fyr
ir atbeina Framsóknarflokks
ins. Sýnir það ljóslega hæfni
flokksins til að laða saman
ólík öfl til samstarfs, þegar
eitthvað er í húfi, og hindra
þannig upplausn og glund-
roða.
Þessi reynsla er einnig i
góðu samræmi við það, sem
gerzt hefir á sviði landsmál-
anna síðan þjóðin endur-
heimti sjálfstæði sitt. Síðan
1918 hefir einn flokkur haft
meirihluta í aðeins eitt kjör-
.tímabil. Það var íhaldsflokk-
urinn á árunum 1924—27.
Allán hinn tímann hafa sam
steypustjórnir farið hér meö
völd og hefir Framsóknar-
flokkurinn staðið að þeim öll-
um, nema nýsköpunarstjórn-
inni 1944—46. Óumdeilanlegt
er, að aldrei hafa orðið meiri
framfarir á íslandi en á þess-
um tíma. Það er einnig óum-
deilanlegt, að mestu kyrrstöðu
árin á þessu tímabili voru ár-
in 1924—27, þegar ihaldið eitt
hafði meirihlutann.
Þessi reynsla sýnir það ótví
rætt, að ástæðulaust er að ótt
ast glundroða, þótt einn flokk
ur hafi ekki meirihluta, ef fyr
ir hendi er frjálslyndur um-
bótaflokkur, sem hefir milli-
göngu um að fylkja ólíkum
öflum til samstarfs og vinnur
að því að tryggja viðkomandi
þjóðfélagi eða bæjarfélagi
sem starfshæfasta stjórn á
hverjum tíma.
Jafnhliða þessu er svo gott
að vitna til þeirrar reynslu,
að það er síður en svo trygg-
ing gegn glundroða og óstjórn,
að einn flokkur hafi meiri-
hluta. Þvert á móti nær glund
roði og óstjórn oft hámarki
sínu, þegar sami flokkur er
lengi búinn að hafa meirihlut
ann. Varðandi þetta er t. d.
aö finna mörg dæmi úr stjórn
ERLENT YFIRLIT:
Fall Mendes-France
Seimilegí þykir, að það leiði til öngþvcitis
nema Pínay Iieppnist stjórnarmymlmi
Þau tíðindi gerðust í franska þing
inu aðfaranótt laugardagsins s. 1.,
að felld var traustsyfirlýsing til
stjórnar Mendes-France. Greiddu
319 þingmenn átkvæði gegn henni,
en 274 þingmenn með. Tillagan var
borin fram í sambandi við umræður
um stefnu stjórnarinnar í málum
frönsku nýlendnanna í Norður-
Afríku. Raunverulega var það þó
ekki andstaðan gegn stefnu stjórn-
arinnar í þeim málum, sem varð
henni að falli, heldur andstaðan
gegn stefnu stjórnarinnar í varnar-
málum Vestur-Evrópu. Þannig
greiddu bæði kommúnistar og fylgis
menn katólska flokksins atkvæði
gegn stjórninni, þótt þeir hafi lýst
sig hliðholla stefnu Mendes-France
i nýlendumálunum. Ástæðan fyrir
afstöðu kommúnista var sú, að þeir
vildu fella stjórnina til þess að
skapa glundroða í Frakklandi og
torvelda þannig endanlega sam-
þykkt Parísarsamninganna um varn
armálin. Katólski flokkurinn hefir
hins vegar ekki getað fyrirgefið
Mendes-France, að hann lét sátt-
málann um Evrópuherinn falla, en
flokkurinn hafði átt frumkvæðið að
honum og talið hann beztu lausnina
á varnarmálum Vestur-Evrópu.
Síðan hefir flokkurinn beðið eftir
fyrsta tækifæri til að steypa stjórn
Mendes-France úr stóli.
Rene Mayer réði úrslitum.
Afstaða þessara flokka var vituð
fyrirfram, en þó var taiin nokkur
von til þess, að stjórnin kynni að
halda velli. Það var henni hins veg
ar endanlega að falli, að nokkrir
menn úr flokki Mendes-France, radi
kalaflokknum, snerust gegn henni á
seinustu stundu. Fremstur þeirra
var René Mayer, fyrrv. forsætisráð-
herra. Hann var á sínum tíma fylgj
andi Evrópuhernum og hefir verið
Mendes-France mjög gramur fyrir
það, að sáttmálinn um hann féll.
Við það bættist svo, að René Mayer
er þingmaöur fyrir kjördæmi i Al-
gier og meðal kjósenda hans þar
er vaxandi andstaða gegn stefnu
þeirri í nýlendumálunum, sem
Mendes-France beitti sér fyrir.
Upphaflega lýsti René Mayer sig
fylgjandi þessari stefnu Mendes-
France, en snerist nú gegn henni
bæði vegna persónulegrar andstöðu
við Mendes-France og vegna áhrifa
frá kjósendum sínum. René Mayer
er leiðtogi hægra arms radikala-
flokksins og þótti um skeið liklegur
til þess að verða aðalleiðtogi hans
eftir Herriot, en nú bendir flest til
að Mendes-France taki það sæti.
René Maver er kominn af Gyðinga-
ættum, eins og- Mendes-France, og
þykir mikill gáfumaður.
Ófriðlegar horfur í
Norðpr-Afríku.
Það var fyrst og fremst Túnis- \
málið, sem var til umræðu í
franska þinginu að þessu sinni.
Mendes-France hafði boðað, að
hann ætlaði að veita Túnisbúum
stóraukna sjálfstjórn og hafði hafið
samninga um það við forvígismenn
þjóðernissinna. Þeim samningum
var þó ekki lokið, því að þjóðernis-
sinnar kröfðust alltaf meira og
meira eftir því, sem Mendes-
France slakaði meira til. Einkum
bar þó á milli, að Frakkar vildu
fara áfram með hermál og utan-
ríkismál í Túnis, a. m. k. fyrst
um sinn. Það spillti áreiðanlega
aðstöðu Mendes-France í þinginu,
hve seint þessir samninyar gengu.
Ætlun Mendes-France var að
semja fyrst við Túnisbúa, en snúa
sér þar næst að Marokkó, þar sem
þjóðernissamtökin eru enn veik
og auk þess klofningur milii helztu
þjóðflokka landsins, Araba og
Berba, um það, sem gera skuli. Berb
ar vilia áfram samband við Frakka,
en Arabar skilnað og fullt sjálf-
stæði. Ætlun Mendes-France var
að levsa bæði Túnisdeiluna og Mar-
okkódeiluna með því að auka rétt-
indi íbúanna, en varðveita þó tengsl
in við Frakkland.
Þá hafði Mendes-Ftance á prjón-
unum að auka réttindi Algierbúa, en
Algier er nú innlimað í Frakkland
og kýs því þingmenn á franska
þingið. Er René Mayer einn þeirra
eins og áður segir. Raunverulega
eru það eins Frakkar, sem kjósa
þesa þingmenn, og er nú að mynd-
ast vísir að sjálfstæðishreyfingu Ar
aba í Algier.
Allverulega er óttast, að fall Mend
es-France geti ýtt undir óeirðir i
nýlendum Frakka í Norður-Afríku,
þar sem þjóðernissinnar þar bundu
góðar vonir við fyrirætlanir hans á
þessu sviði.
Athafnasamur stjórnandi.
Mendes-France lofaði miklu, þeg-
ar hann tók við stjórnartaumunum.
Hann lofaði að leysa Indó-Kína-
deiluna, deiluna um þátttöku Þjóð-
verja í vörnum Vestur-Evrópu og
nýlendudeilurnar í Norður-Afríku.
Síðast, en ekki sizt, lofaði hann
að rétta við íjármál og atvinnuvegi
Frakka, en þetta síðastnefnda hefir
hann alltaf talið mál málanna.
Hann hefir sagt, að Frakkar gætu
ekki haldið við stórveldisaðstöðu
sinni, nema efnahagsmál þeirra
kæmust á stórum traustari grund-
völl en nú.
Því verður ekki neitað, að Mend-
es-France hefir orðið mikið ágengt
í þá 714 mánuði, sem hann hefir
setið að völdum. Styrjöldin í Indó-
margra borga í Ameríku, þar
sem sami flokkurinn eða sama
klíkan hefir stjórnað lengi
samfleytt. í skjóli hennar heí
ir þá skapazt hvers konar mis
notkun, spilling og kyrrstaða.
Það þarf ekki heldur að
fara til Bandaríkjanna eða
annarra landa til að finna
dæmi um slíka spillingu og
glundroða. .Ef til vill er nú
hvergi að finna gleggra dæmi
um þetta en einmitt hér i
Reykjavík. Það er vissulega
ekki ofsagt, að vanstjórn og
glundroði einkenni ^lest
vinnubrögð Reykjavíkurbæj-
ar og stofnana hans. Skipulag
bæjarins, gatnagerðin, van-
rækslan við að færa út hita-
veituna og ofþenslan í starfs-
mannahaldinu eru aðeins fá
dæmi um þetta. Þessu er svo
samfara margvísleg misnotk-
un og spilling í svo til öllu
stj órnarkerfi bæj arins.
Það furöulega er, að þrátt
fyrir þetta hefir íhaldinu tek
izt að halda völdum. Með alls
konar blekkingum um ágætl
sitt hefir því tekizt að halda
völdunum, jafnhliða því að
hampa hinnl svonefndu glund
roðakenningu. Með því að
hampa henni eins ákaflega og
það hefir gert, hefir því heppn
azt að draga athyglina frá
glundroðastjórn sinni ogspill-
ingu hennar.
Þessari blekkingahulu verð
ur að svipta frá augum þeirra
alltof mörgu Reykvíkinga, er
hafa glæpzt til að veita bæjar
stjórnarmeirihluta íhaldsins
stuðning sinn. Þegar þeir
sjá stjórn hans, eins og hún
raunverulega er, verður fall
hans mikið og þá fyrst munu
skapast möguleikar fyrir við-
reisn í stjórn bæjarins.
PINA Y
Kína er hætt. Franska þingið hefir
samþykkt þátttöku Þjóðverja i vörn
um Vestur-Evrópu. Nýlendumálin i
Norður-Afriku haía verið færð á
n; jan grundvöll, þótt beinn árang-
ur hafi enn ekki náðst. í efnahags-
málum Frakka hefir verið hafizt
handa um ýms merk nýmæli. Merk-
ust þeirra eru ráðstafanir i þá átt
að koma á stóriönaði í stað smá-
iðnaðar, sem enn viðgengst í Frakk
landi með hálfgerðu miðaldasniði.
í svipaða átt miða og ráðstafanir
til að fækka milliliðum með breyttu
og hagfelldara dreifingarkerfi.
Stjórnmálamaður, sem ekki
óttaðist óvinsældir.
Athafnasemi Mendes-France hef-
ir hins vegar síður en svo aflað hon
um eintómra vinsælda. Hann hefir
gengið hreint til verks hverju sinni
og látið sig einu skipta, hvort hann
aflaði sér vina eða óvina. Fram-
koma hans í utanríkismálum hefir
aflað honum öflugra andstæðipga,
þar sem voru annars vegar komm-
únistar, en hins vegar kaþólski
flokkurinn. Stefna hans í efnahags
málum hefir aflað honum and-
stöðu smákaupmanna og smáiðju-
rekenda. Barátta hans fyrir auknu
bindindi, hefir aflað honum and-
stöðu vínkaupmanna. En þrátt fyrir
þetta, hefir hann þó aflað sér miklu
meiri vinsælda en óvinsælda.
Mikill hluti þjóðarinnar álitur hann
mikilhæfasta foringja sinn og þess
vegna er því nú almennt snáð, að
hann muni brátt koma til valda
aftur, þótt hann verði að láta völd-
in af hendi nú.
Tilraun Pinay.
Mikil óvissa er ríkjandi i stjórn-
málalífi Frakka eftir fall Mendes-
France. Margir óttast, að hæglega
geti nú skapazt ringuireið, er tefli
(Framhaid á 6. síðu>
Fleiri sýningar
hjá LR en áður
Um síðustu mánaðamót
hafði Leikfélag Reykjavíkur
haft 60 leiksýningar á vetr-
inum. Er það 22 sýningum
fram yfir meðaltal sýninga-
fjöda síðustu 10 árin miðað
við sama tíma. Er þessi aukn
ing fyrst og fremst aö þakka
laugardagssýningunum, sem
félagið hefir tekið upp, en
sýningartími er þá kl. fimm.
Félagið hóf starfsemi sína á
vetrinum með sýningum á
sjónleiknum Erfinginn, sem
náði 18 sýningum, en Frænka
Charleys he.fir verið sýnd 32
sinnum frá því í haust, en
sýningar á Frænkunni eru
orðnar 66, og er með hæstu
sýningartölu, sem nokkurt
leikrit hefir náð hjá L.R. á
einu ári. Ný leikskrá hefir
verið prentuð og er það
fimmta prentun og' upplag
þá orðið yfir 6000. Um 20.
þús. manns hafa séð leikritið.
Jólaleikritið, Nói, hefir verið
sýndur 10 sinnum við ágæta
aðsókn.
Jöfnun raforku-
verðsÉns
Fyrir sameinuðu Alþingi
liggur nú tillaga frá átta
þingmönnum Framsóknar-
flokksins þess efnis, „að Al-
þingi feli ríkisstjórninni að
undirbúa ráðstafanir til þess,
að raforka til almennings-
nota frá rafveitnm í opin-
berri eigu verði seld á sama
verði um land allt, og leggja
tillögur um það efni fyrir Al-
þingi hið allra fyrsta.“
f greinargerð tillögunnar
er saga þessa máls rakin og
segir þar:
„Nokkrum sinnum áður
hefir verið um það rætt og
tillögur fram bornar um það
á Alþingi aS koma á jöf?iun
raforkuverðs.
Á sumarþinginu 1942 fluttu
nokkrir þi?igmenn Framsókn
arflokksins tillögu í samein-
uðu þingi um raforkumál.
Yar þar lagt til, að kosin yrði
5 manna nefnd, er gera skyldi
tillögur um f.iá?öflun til þess
að byggja rafveitur í því
skyni aS koma nægilegri raf
orku í allar byggðir la??dsi?is,
„enda verði raforkan ekki
seld hærra verði í dreifbýll
en stærstu kaupstöðunum á
hverjum tíma.“
Þessi tillaga var samþykkt
á Alþingi með 43 samhljóða
atkv.
Meirihluti raforkumála-
nefndarinnar, sem kosin var
samkvæmt framannefntYi á-
lyktun árið 1942, samdi frv.
til raforkulaga og skilaði því
ti! ríkisstjórnarinnar í nóv.
1944. Skömmu síðar, í janúar
1945, hlutaðist nefndin ti!
um, að frumvarpið var borið
fram á Alþingi, sem þá var
að störfum. Flutningsmenn
frumvarpsins voru fimm, og
fjórir þeirra höfðu átt sæti
í nefndinni, sem samdi frum-
varpið. í 12. gr. frv. var á-
kvæði um, að verð raíor'kunn
ar frá ríkisrafveitunum
skyldi vera liið sama um land
allt. En frumvarpið hlaut
ekki full?iaðarafgreiðslu á
þinginu.
Á na*sta þingi, seint á ár-
inu 1945, var fram borið frv.
til raforkulaga að tilhlutun
samgöngumá>aráðuneytis-
ins, og var það afgreitt með
nokkrum breyti??gum sem lög
frá þinginu. í frumvarpinu
voru engi?? ákvæði um jafnt
rafoj'kuverð. FuIItrúi Fram-
sóknarflokksins í iðnaðar-
nefnd neðri deildar bar fram
svohljóðandi breytingartil-
lögu við frumvarpið:
„Söluverð raforkunnar skal
vera hið sama um allt land
og eigi hærra til notenöa ut-
an kaupstaðanna en íbúar
þeirra þurfa að greiða á hverj
um tíma að meðaltali.“
TiIIaga þessi var felld f
þingdeildinni með 15 geg?l
13 atkvæðum.
Þá fluttu þrír þingmenn
Framsóknarflokksins svohljóð
andi tillögu:
„Heildsöluverðið skal vera
hið sama um allt land.“
Tillaga þessi féll með jöfn
um atkvæðum, 16 gegn 16.
Á Alþingi 1952 flutti Eirík
ur Þorsteinsson, þingm. V,-
ísfirðinga, frumvarp til laga
um jöfnun raforkuverðs, en
það hlaut ekki fullnaðaraf-
greiðslií.
Eins og hér hefir verið rak
ið, hafa verið gerðar nokkrar
tilraunir til þess að fá lög-
fest það fyrirheit, sem þing-
menn gáfu ágreiningslaust
með samþykkt þingsályktun-
(Framhala á 6. slðu.)