Tíminn - 19.02.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.02.1955, Blaðsíða 3
41. bláff. TÍMINN, laugardaginn 19. febrúar 1955. 1 slendingaþættir 90 ára: Bjarni Jónsson, Meiri-Tungu Tíminn er í raun og veru eins og órofinn straumur. Vér mennirnir reynum að mæla hann og miðum við hreyfingar hnattanna og telj um í árum og öldum. Fyrir löngu skildi hinn hugsandi maður hversu mannsævin er stutt miðað við eilífð tím- ans. „Sannlega mennirnir eru sem grasið, grösin visna, blómin fölna þegar Drott- inn andar á þau,“ segir hinn forni spámaður. „Örfáir menn og konur eiga í sér kraft handa heilli öld.“ Frem ur fáir þurfa nesti í 90 ár. Þó hefir nú Bjarni í Meiri- Tungu, fyrrv. oddviti Holta- manna þreytt ævigönguna svona lengi. Hann er 90 vetra hinn 19. Þ. m.- Þykir mér hlýða að minnast hans fáum orðum. Bjarni átti margt það í fari sínu, sem hefði getað gert hann þjóðkunnan. En meginhluta ævi sinnar skorti hann alla framgirni og hefði einhver séð Bjarna í Meiri- Tungu ryðjast fast í efsta sætið við borð mannvirðing- anna, hefði hann hlotið að segja (ef hann hefði þekkt Bjarna til hlítar): „Hann er ekki með sjálfum sér.“ Bjarni er og hefir verið með sjálf- um sér .þegar hann vinnur í kyrrþey, auðmjúkur, góðvilj- aður og skilningsríkur gagn- vart sínum meðbræðrum. Varla er það ofmælt að Bjarni hafi verið gæddur miklu mannviti hins kristna læri- sveins er þráir og reynir að yera trúr hinu bezta í sjálf- um sér. Bjarni hefir sjálfsagt framið sínar yfirsjónir ein- hvern tíma á langri ævi. Flestum mönrium er um megn að komast hjá því með öllu, en hitt fullyrði ég, að hann reyndi alltaf gagnvart sínum meðbræðrum að gera rétt. Stærsta syndin hans er h'klega sú, að hann hefir graf ið nokkuð af pundum sínum í jörð, sakir of mikillar hlé- drægni. En engum hefir hann veitt pústra eða meiðingar og enga stóla fellt með ofur- kappi metnaðar. Bjarni fæddist í Moldar- tungu (er nú heitir Meiri- Tunga) í Holtum 1865. Er hann af Ferjuætt, einn af- komandi sr. Filippusar í Kálf holti. Á barnsaldri missti hann föður sinn. Skilst mér á Bjarna, að faöir hans hafi verið fágætur maöur i skap- stillingu. Bjarni gerðist þá, ásamt Þorsteini bróöur sín- um, fyrirvinna móður sinn- ar. Fátækt var mikil, ég segi ekki örbirgð, í ranni þeirra, og urðu hinir smávöxnu en knáu bræður að taka af sér vettlingana og máttu hvergi hlíía sér til að bjarga sér og riióöur sinni. Fóru þeir skjótt í verið og urðu beztu sj ó- menn. Skiptust þeir á að vera heima, voru þeir bræð- ur mjög jafnaldra, Þorsteinn hálfu öðru ári eldri. Báðir öiu í brjósti sér menntaþrá. Svo skipaðist, aö Bjarni gekk I Flensborgarskóla -og tók þar burtfararpróf viö mikinn orðstír. Var hann efstur sinna sambekkinga (eöa næstefstur). Átti hann þó örðuga leið til sigra sinna tiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiit 11111111111111111111111 sakir fátæktar og námstími hans í molum. Varð hann að sækja sjóinn fast til að afla heimili sínu bjargar. Nokkru síðar tók Bjarni að stunda verzlunarstörf á Eyrarbakka og Stokkseyri. Var hann um hríg á vegum Gests Einars- sonar í Hæli. Eigi hiröi ég að rekja þá sögu nánar. Er það víst, að á þessu verzlunar- sviði átti Bjarni vísan frama ef hann hefði kosið. En heim þrá var rík í eöli hans og i anda sá hann ætíð gamla bæinn sinn í Moldartungu og fann í hjarta sínu og taugum, að „þar var allt, sem hann unni“ og að þar beið hans ævistarf, að bæta og prýða hið þýfða tún og hefja rjáf- ur hinnar lágreistu baðstofu. Og sveitin hans gamla kynni að þurfa liðsinni hans, ekki sem forustumanns, heldur sem hins kyrrláta verka- rnanns. Annars veit ég ekki gjörla, hvað hann dreymdi en víst er það, að hann snéri aftur, eins og Gunnar á Hlíð- arenda og í Meiri-Tungu hef ir Bjarni dvaliö síðan fram á þessa stund. Um þetta leyti kvæntist hann Þórdísi, dótt- ur Þórðar alþingismanns í Hala. Reyndist honum það gæfuspor. Bjarni gerðist nú Holtamaður að nýju og bjó móti Þorsteini bróöur sín- um jafnan síðan. Sveitungar hans gerðu hann brátt áð sínum trúnað armanni, enda höfðu þeir ekki efni á að hlífa honum í því efni. Geröist hann síöan oddviti þeirra langa hríð. Þá var hann og verkstjóri við vegagerð áratugum sam- an og var trúmennska hans og árvekni frábær og myndi teljast hegningarverð í sum- um herbúðum vorra tíma. En hvar sem Bjarni í Meiri- Tungu var eða fór fundu all ir sjáandi og skiljandi ram- ferðamenn hans, að hann á sér sínn metnað, þann metn að, að bregðast ekki mann- dómi sínum og niðast ekki á því, er honum var til trúaö, eins og Kolskeggur komst að orði, er skildi með Þeim Hlíð arendabræðrum. Bjarni var aldrei alveg „með sjálfum sér“ á mannfundum, tók sjaldan til máls og naut sín eigi á málþingum. Máttu þá ókunn ugir ætla, að þessi mikli gáfumaður væri heimskur heimaalningur, sem væri þó ekki alls varnað; hann kynni þó að þegja! En í fárra manna hópi geröist hann oft hárla voþnfimur, beitti hann þá brandi tungu sinnar af sannri snilld, en aldrei skaut Ejarni mistilteini til mann- skemmda, eips og Hörður hinn blindi, er særði til bana Baldur hinn góða (sbr. Snorra -Eddu). Bak við mælsku Bjarna í Meiri-Tungu var æ tíö mildur andi hins kristna hugsjónamanns. Mörg spak- leg orð hefi ég heyrt af vör- um Bjarna og frumlegar at- huganir í siðfræði, mál- fræði og ýmsum öðrum efn- um. Þá er og harla gaman að hlýða á Bjarna rifja upp minningar sínar um nafn- kunna menn, sro sem Einar (Framhald á 7. síðu.) %/ \ i (2: m Bómubílar (truckar) Spilin í dag eru írá síðustu heims meistarakeppni, og sýna á nokkuð ljósan hátt mun á þeim sagnkerfum sem sveitirnar notuöu. Bandaríkja- menn reyndu með sem flestum sögnum, að finna rétta lokasögn, en sagnir Breta einkenndust oft af þessari hugsun: ef þú heldur, að þú getir fengið 10 slagi (til dæmis) þá reyndu það. Suður gefur, enginn á hættu. . «92 V Á D 7 5 2 ♦ Á 10 3 4 K 8 5 4 D 4 4 ÁKG 10 863 v G 8 4 3 V 19 9 ♦ G 8 6 2 4 Ekkert *D92 *ÁG64 4 7 5 v K 6 4 K D 9 7 5 4 * 10 7 3 Bretar náðu gamessögn sem aust- ur-vestur með fæstum mögulegum sögnum, sem gengu þannig: Suður pass dobl Vestur pass pass Norður 1 V pass Austur 4 4 pass Það var spilað í opna herberginu aS kvöldi, og þegar spilin voru tekin úr bakkanum í hinu herberginu, sagði Konstam sem suður einn tigul. Næsta hendi sagði pass, og Meredith 1 spaða. Þá tók Bandaríkjamaður- inn í austur sín spil upp, varð mjög undrandi og sagði: Þetta spil var spilað í dag. Konstam hefir, sajgðii hann, Á D 3 í spaða, K í laufi, og: fimm tígla með D. Á sama hátt gaú hann að mestu sagt hvaða spil voru á hverri hendi. Þetta var hneyksli, og kallað var í dómarann. Eftir nákvæmar rann- sóknir kom fram, að spil nr. 95 haíði verið stokkað og gefið í opna her- berginu á venjulegan hátt, og var ekki sama spilið, og hafði verið' spilað fyrr um daginn. Atvikið ei’ eingöngu hægt að skýra á þann hátt, að spilin voru ný, að vanir keppnismenn rugla spilunum á líU an hátt og álíka lengi, og spilin dreifðust því næstum eins og fyrr um daginn í þessu spili, sem var spilað mörgum klukkutímum seinna. Möguleikinn á því, að slíks komi fyrir, er varla meir en einu á móti milljard. Spilið var gert ó- gilt og gefið upp að nýju. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui. IIVIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll I Allt á samn stað [ | CHAMPION | I BIFREIÐAKERTI ! 1 Gætiö þess að nota rétta | gerð af kertum | fyrir bifreiðina. ! Yfir 15 mismunandi teg. I CHAMPION 3 1 bifreiöakerta fyrirliggjandi | H.f Egill Vilhjálmsson [ Laugavegi 118. Sími 8 18 12 I § iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii'iiiiii 1 VOLTI Kenneth Konstam var austur. Eins og sést, er létt að vinna sögn- ina. Bandaríkjamaðurinn, sem sat suður, lét út hjarta kóng, og aftur hjarta. NorÖur tók á ásinn, en þorði ekki að spila hjarta aftur, þar sem honum þótti ólíklegt, að suður ætti hátt tromp. í staðinn lét hann lít- inn tígul í von um, að austur ætti kónginn, en ekki drottninguna, og iéti hann ekki. En það var án þýðingar, austur trompaði, tók trompin og laufa ás, og spilaöi litlu laufi á drottninguna. Ef norður hefði átt kóng og tíu í lauíi fjórða, hefði austur tapað sögninni, og eins ef suður hefði átt þau spil. En þar sem líturinn féll tapaði austur aðeins einum slag á lauf. Við hitt borðið fóru Bandaríkja- menn sér hægt og höfnuðu að lok- um í þremur spöðum, og. græddu Bretar því 470 stig á þessu spili. Sem dæmi um hve haröur leikur- inn var milli hinna tveggja sveita er eítirfarandi spil. 4 9 6 V D 4 4 Á 9 7 6 4 K G 7 5 4 4 10 853 414 y 3 * K G 10 7 5 2 4 K 8 4 2 4 5 4 10 932 4 Á D 8 6 4 Á K D G 2 V Á 9 8 6 4 D G 10 3 4 Ekkert. Árshátíð Kvenrétt- indafélags íslands Kvenréttindafélag íslanda hélt árshátíð sína 31. janúar síðastliðinn. Hófst hátíðin með því aV haldinn var stuttur félags- fundur, en eftir honum vai“ sameiginleg kaffidrykkja, ræðuhöld, söngur og spurn- ingaþáttur með verðlaunum. Tvær konur höfðu fyrir hönd félagsins setið sem á-* heyrnarfulltrúar á kvenna- ráðstefnu þeirri, sem nýlega var haldin á vegum Alþýðu- sambands íslands um launa- og kjaramál kvenna. Gáfu þær skýrslu um störí! og samþykktir ráðstefnunn- ar. Fundarkonur fögnuðu því að slík ráðstefna var halcl in og væntu góðs árangurs af henni. Svohljóðandi ályktun var einróma samþykkt: „Fundur K. R. F. í., hald- inn 31. janúar 1955 lýsir á- nægju sinni yfir samþykkt- um fyrstu kvennaráðstefmi Alþýðusambands íslands, er haldin var dagana 22. og 23. janúar siðastliðinn um jafn - rétti í launamálum." Allir á hættu. Bandaríkjamenn náðu gamesögn sem norður-suður með eftirfarandi sögnum. Austur 1 V 2 V pass pass Suður dobl 2 4 3 V 4 ♦ Vestur pass pass pass pass Norður 2 ♦ 3 4 3 gr 4 4 R aflagnir afvélaverkstæði afvéia- og aftækjaviðgerðir I Norðurstíg 3 A. Sími 6458.1 iiimiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiifiiitiiuiJiiiiiiiit Ellenby var suður og vann án erf iðleika, en vestur spilaði út einspil- inu í hjarta. En samt sem áður gaf þetta spil Bretum nokkur stig, þar sem Terence Reese doblaði tvö hjörtu hjá austur við hitt borðið. Þrír niður á hættu gáfu 800, en gamesögiiin 650 hinum meginn. Þetta var mjög djöf doblun hjá Reese eins og bezt sést af því, að ef vestur hefði átt hjarta drottningu en ekki noröur, hefðu Bretar tapaö á spilinu. ★ Einkennilegt atvik kom fyrir í spili 95 1 heimsmeistarakeppninni. 3 8. saga Siigusafnsins: Deiiver og Helga Ný saga er nú að byrja aci koma út í Sögusafninu. Húr.x heitir Denver og Helga og er eft- ir Arthur W. Marchmont. Eitu hefti er komið út, en sagan verð- • ur í 4 heftum. Denver og Helga kom út á ís • lenzku fyrir mörgum árum og; varð svo vinsæl, að hún seldisi; upp á svipstundu og var bók- staflega lesin upp til agna. Og; vafalaust mun hún hljóta sömu vinsældir nú, enda kvað hún vera alveg sérstaklega spenn ■ andi. — Sögusafnið hefur komið út ;í tæp tvö ár. Hefur þaö flutt marc; ar góðar skemmtisögur, endu hafa vinsældir ritsins farið sí < vaxandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.