Tíminn - 24.02.1955, Blaðsíða 5
»5. blað.
TÍMINN, fimmtudaginn 24, febrúar 1955.
Fimmtud. 24. fchr.
„Frjáls þjóð“ gleður
heildsalana
Það hefir legið illa á hús-
bændum Mbl. að undanförnu.
.Grein sú, sem formaður Fram
sóknarflokksins reit um s. 1.
'áramót, hefir valdið þeim
miklum áhyggjum. í grein
þessari var bent á, að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri í mikl-
um minnihluta hjá þjóðinni.
iVöld sín ætti hann hins veg-
ar að þakka sundrungu vinstri
aftanna. Ef Sjálfstæðisflokk-
urinn ætti ekki að hagnast
áfram á þessari sundrungu,
þyrfti tvennt að gerast. Ann-
að væri það, að Framsóknar-
ílokkurinn efldist, en hitt
,væri það, að hin lýðræðissinn-
uðu öfl til vinstri, þ. e. Al-
þýöuflokkurinn, Þjóðvarnar-
flokkurinn og ekki-kommúir-
istar í Sósíalistaflokknum
rynnu saman í einn starfhæf-
an flokk. Ef þessi skipan kæm
ist á, myndi valdaskeiði íhalds
ins lokig og nýr umbótatími
renna upp í íslenzkum stjórn-
málum.
Það má óhætt segja, að
þessi grein formanns Frani-
sóknarflokksins hefir fengið
mikinn hljómgrunn um allt
land. Að vísu má segja, að efni
hennar hafi ekki veriö neitt
nýtt, því að þetta hefir verið
boðskapur Framsóknarmanna
um langt skeið. Þeir hafa ekki
aðeins talið nauðsynlegt, að
flokkur þeirra efldist, heldur
einnig að hin lýðræðissinnuðu
flokksbrot til vinstri rynnu
saman í starfshæfan flokk, er
gæti átt samleið með Fram-
sóknarflokknum. Slíkt sam-
starf hefir Framsóknarflokk-
urinn alltaf heldur kosið en
samstarf við Sjálfstæðisflokk
inn, þótt hann hafi valiö síð-
ari kostinn að undanförnu
vegna þess að ekki var um
annað en þaö að ræða eða
stjórnleysi. Áramótagrein for
manns Framsóknarflokksins
var hins vegar svo glöggt og
skilmerkilega rituð, að hún
vakti nýja, stóraukna athygli
á þessu máli.
Síðan hún birtist hefir líka
heildsölunum, sem eiga Mbl.,
liðið illa. Þess vegna hefir
alltaf síðan um áramót verið
ömurlegur nöldurstónn í for-
ustugreinum Mbl. þangað til
í gær. Þá er tónninn breyttur.
Þá er hann hinn ánægjuleg-
asti.
Hyað veldur?
Því er fljótsvarað. í blaði
Þjóðvarnarflokksins, Frjálsri
þjöð, hefir nýlega birzt ein-
hver inesta svmrðingargrein
in um samvinnufélögin, er
lengi hefir komið á prenti.
Greinarhöfundur hefir ber-
sýnilega lesið vandlega níðið,
sem bzrtist í Morgunblaðinu
fyrir seinustu kosningar, og
tekið það upp í grein sína
með lítið breyttu oröalagi.
Það er reynt að lýsa sam-
vinnuhreyfingunni eins og
hinum mesta þjóðarháska,
en að sjálfsögðu ekki á neinn
háít reynt að rökstyðja það.
Eins og gefur að skilja, hef
ir þessi grein vakið hinn
mesta fögnuð Sjálfstæðis-
flokksins, enda getur Mbl.
ekki leynt honum í gær. Þarna
fær Hermann svarið frá Þjóð-
vörn, segir Mbl. Það svar sýn-
ir bezt, að Þjóðvörn ætlar ekki
Hvernig er hægt að reka þjóðíeik-
hús í eins fámennum bæ og Rvík?
Danskisr mcniitamaðiir fer viðiirkciiniiig’arorðma ima síarfseiui
Þjjóðleikhiíssins og fclur f járhag’slcs’a afkomii þcss sérlega gúða
Kunnur danskur menntamaöur, Hakon Stangerup, var hér á ferS á1
síðastliðnu ári til þess að kynna sér íslenzka menningu eins og hún
er í dag'. Eftir heimkomuna ritaði hann ;reinaflokk um þessi mál og
hefir hann birzt í Dagens Nyheder í Kaupmannahöfn, Svenska Dag-
bladct í Stokkhólmi, Morgenposten í Osló og Uusi Suomi í Helsingfors ;
og síðan verið geíinn út í bókarformi undir nafninu: Sagaö og Fremtjds- j
land. Vfirleitt eru dómar Stangerups um íslenzka menningu vjnsamlegir.
Xímanum þykir rétt að kynna lesendum sínum álit þessa merka mennta-
manns á yngstu menningarstofnun þjóðarinnar, Þjóöleikhúsinu, því að I
það getur hjálpað til að glöggva /slendinga sjálfa á starfsemi þess að j
sjá og heyra, hvernig dómbærir útlendingar líta á hana. Hér fer því á
eftir aðalkaflinn úr frásögn Stangerups um Þjóðlejkhúsið:
— Er maður stendur viö borð-
stokk skips á leið inn í Reykjavikur
höfn, eina af fegurstu höfnum af
náttúrunnar hendi í víðri veröld, og
snýr baki f fjallahringinn, ber þrjár
byggingar hæst, Sjómannaskólann
lengst til vinstri, kaþólsku kirkjuna
tjl hægri og Þjóðleikhúsið í miðið.
Hið síðastnefnda er sem miðpunkt-
ur milli hafs og himins. Bæði stærð
þess og lögun eru hrífandi, og á
margan hátt er það fullkomnasta
leikhús á Norðurlöndum,' og hafa
tæki þess oft undrað sérfræðinga,
sem komið hafa í heimsókn. Og
aftur spyr maður sjálfan sig: Hvern
ig er hægt að reka slíkt lejkhús í
tiltölulega litlum bæ, og hvernig
er mögulegt fyrir hina fáu íbúa að
halda uppi slíkri menningarstofn-
^n?
Það hefir gerzt á svipaðan hátt
og þegar íslendingar fcngu þá flugu
í kollinn að nú yrði að setja á stofn
háskóla. (Stangerup hefir áður sagt
frá háskólanum). Seinna kom flug-
an um að reisa yrði leikhús, og
peninganna var aflað með því að
heirnta skatt af seldum miðum i
kvikmyndahús og á dansskemmtan-
ir. Það er fyrir þennan skatt, sem
leikhúsið var reist. Grunnurinn < ar
steyptur á 1000 ára afmæli Alþingis
árið 1930, en næstum fullgerö var
byggingin árið 1940. Þá kom stríð-
ið, landið var hernumið af Englend
ingum. Hermennirnir urðu að fá
þak yfir höfuðiö og tóku leikhús-
bygginguna. B|ftir stríð vafr svo
byggingunni haldið áfram og hinn
20. april var Þjóðleikhiis íslands
vígt að viðstöddum gestum frá hin-
um Norðurlöndunum.
Þjóðleikhússtjóri varð Guðlaugur
Rósinkranz. Hann var um margra
lag frá rikinu, sem nemur 1 milljón
og 400 þús. krónum, sem aflað er
með skatti, og svo tekjur af miða-
sölu 3 millj. og 300 þús. kr. Leik-
húsið fær þannig þrjá fjóröu af
tekjum sínum af miöasölu, sem er
óvenju góöur árangur miðað viö leik
hús annars staðar í heiminum,
Þjóðleikhúsið hefir þannig oróið
„succes". og jafnframt orðið
nokkurs konar samkomustaöur allr-
ar þjóðarinnar við hátíðieg tæki-
fæi'i. í Reykjavík búa 60 þús. manns
en árið 1953 komu 100 þús. gestir
í leikhúsið, sem er glæsileg tala.
Þar að auki er enn þá leikið í Iðnó,
svo að enginn þarf að efast um
áhuga íslendinga fyrir hinni ungu
leiklfst sinni.
/ Þjóðleikhúsinu hefir Sinfóníu-
hljómsvéitin bækistöð sina, en hún
heldur hljómleika þriðja hvern
þriðjudag. Þar hefir og fyrsta óper-
an verið sýnd á íslandi. Það var
hin konunglega ópera Svía, er sýndi
Brúðkaup Figaros sem gestaleik og
hafði með því slík áhrif, að ís-
lendingar fengu áræði til að setja
sjálfir óperu á svið — og uppgötv-
uðu þannig, að þeir áttu glæsilegan
söngvara, Guðmund Jónsson. er síð
an hefir hrifið Reykvíkinga bæði i
óperum og óperettum. Þá hafa Fjnn
ar sýnt „Östei'bottningarna" í Þjóð
leikhúsinu.
Að sjálfsögðu á Þjóðleikhúsið
fyrst og fremst að vera musteri leik
listarinnar, bæði hinnar islenzku og
útlendu. Starfræksla þess hefir bor-
ið þann árangur, að mánaðarlega
fær leikhússtjórinn nýtt íslenzkt
leikrit og þótt flest þejrra séu ónot-
hæf, er það eigi að síður augljóst, að
íslenzk leikritagerð er að myndast.
Jafnframt eru svo sýnd verk eftir
ára skeið framkvæmdastjóri Nor- hina eldri leikritahöfunda íslenzka,
GUÐLAUGUR RÓSINKRANS
þ j óðleikhússt j óri
Frá alþjóðlegu sjónarmiði verður
hjns vegai ekki sama sagt. Það hara
t. d. verið sýnd leikrit eítir Prjestley,
Sarcre, Shaw, Arthur Miller, Scmer-
set Maugham, O’Neill, Shakespeare,
Marcel Pagnol, Anouilh, Noel
Coward og Tennessie William.
Konunglega leikhúsið hefir sýnt
verk eftir Holberg, og Þjóöieikhúsið
sýnt verk eftir Ibsen. Þá hafa verjð
sýnd barnaleikrit byggð á ævintýr-
um H. C. Andersen. Af leiksýningar
skránni verður það annars ráðið,
að Þjóðleikhúsið verður að full-
nægja hinum breytilegum kröfum,
jafnt um klassisk leikrit og gaman-
leiki. Hinir ungu leikarar — er verða
fyrstu atvinnuleikarar íslands —
munu því vissulega fá tækifæri til
að reyna kráftaná'. Það mistekst að
sjálfsögðu öðru hvoru, en pað getur
líka verið lærdómsríkt, og jafnvel
ströngustu gagnrýnendur eru sam-
mála um, að leikararnir séu á
þroskabraut.
ræna félagsins og síðar formaður
þess, og vel þekktur sem slíkur á
Norðurlöndum. í hendur hans var
ábyrgðin lögð bæði á fjárhagslegu
og listrænu hliðinni. Hann hefir
nú stjórnað leikhúsinu í fjögur ár
og hefir reksturinn gengið betur en
menn höfðu þorað að vona — ef
á annað borð var hægt að vænta
nokkurs jákvæðs reksturs í litlum
bæ, þar sem engin reynsla var fyrir
slíkum rekstrj.
Rekstrarfé Þjóðleikhússins er +il-
ásamt margbreytilegum erlendum
leikritum.
Ef litið er yfir léjksýningaskrá
Þjóðleikhússins fyrstu. fjögur árin,
leynir það sér ekki, að áhugi þess
fyrir norrænni leiklist virðist tak-
markaöur. Aðeins hefir verjð sýnt
eitt verk eftir norrænan nútímahöf
und, „En kvinde er overflödig“ eftir
Knud Sönderby. Það verður þvi
ekki séð á skránni, að framkvæmda
stjóri Þjóðleikhússins hafi verið
forustumaður Norræna félagsins!
Baráttan gegn
íömunarveikinni
að hlýða fortölum Hermanns! ins sýna sig þess albúna að
Hún ætlar að halda klcfnings
starfinu áfram! Húrra!
í fögnuði sinum yfir þessu
endurprentar Mbl. mögnuð-
ustu skammirnar í Þjóðvarn
argreininni um samvinnufé-
lögin. Það skín jafnframt aug
ljóst þakklæti út úr umsögn
Mbl. og ósk um að Frjáls þjóð
birti meira af svona ágætum
greinum! Þá skal heldur ekki
skorta velvilja og stuöning
heildsalanna.
Fátt sýnir betur, að íhaldið
setur allt sitt traust á sundr-
ungu vinstri aflanna. Þess
vegna fagna heildsalarnir eins
og púkinn á fjósbásnum, þeg-
ar foringjar Þjóðvarnarflokks
halda klofningsstarfinu
áfram. En það mun samt ekki
stöðva samstarf lýðræöissinn-
aðra vinstri manna að lokum.
Ef forkólfar Þjóðvarnarflokks
ins reyna að stöðva það, munu
núverandi fylgismenn þeirra
víkja þeim til hliðar. Og þeir
hafa öruggt aðvörunarmerki,
þar sem er fögnuðurinn og
þakkirnar í forustugreinum
Mbl. í hvert sinn, sem Þjóð-
varnarflokkurinn þjónar því
klofningsverki, sem íhaldið
ætlar honum. Þá aðvörun
ættu forkólfar Þjóðvarnar-
flokksins líka að skilja, ef þeir
vilja ekki raunverulega þjóna
íhaldinu.
Alþj óðaheilþrigðisstof nunin
hefir komið upp staðbundn-
um rannsóknarstofum til að
rannsaka lömunarveiki (pol-
io) og hefir í hyggju að fjölga
til muna slíkum stofnunum á
næstu mánuðum.
Einn aðaltilgangurinn .neð
þessum staðbundnu rann-
sóknarstofum er ag rannsaka
og einangra staðbundna löm
unarveikisvirusa og aðra þá
virusa, er orsaka skylda sjúk
dóma.
Á þingi framkvæmdaráðs
Heilbrigðisstofnunarinnar
(WHO), er haldið var fyrir
skömmu í Genf, var meðiim-
um ráðsins skýrt frá mikil-
vægi þess að einangra virusa
er valda lömunarsjúkdómum.
Dr. H. M. jettmar, prófessor
í Austurríki, sagði frá því að
í Austurríki hefði sjúkdómur,
sem mjög er skyldur lömun-
arveiki, breiðst út ískyggi-
lega hin siðari ár. Sjúkdóm-
ur þessi nefnist encephalo-
myelit á læknamáli. Veiki
þessi lýsir sér með bólgum á
heila og mænu og berst til
manna með skorkvikindum.
300 tilfelli af þessum sjúk-
dómi höfðu verið tilkynnt i
Austurriki sl. ár, en Dr. Jett-
mar taldi að um tíu sinnum
fleiri tilfelli hefðu átt sér
stað, en ekki hefði reynst
unnt að grsina við læknis-
(Framhald 4 6. síðu).
Enska bikar-
keppnin
Á laugardaginn fór fram
fimmta umferð í bikarkeppn
inni og urðu úrslit þessi:
Birmingham-Doncaster 2-1
Liverpool-Huddersfield 0-2
Luton Town-Manch. City 0-2
Nottm.Forest-Newcastle 1-1
Notts County-Chelsea 1-0
Swansea-Sunderland 2-2
York City-Tottenham 3-1
Wolves-Charlton 4-1
Þá fóru einnig fram nokkr-
ir leikir í deildunum, eða
milli þeirra, sem höfðu verið
slegin út í bikarkeppninni.
1. deild:
Arsenal-Leicester 1-1
Blackpool-Sheff. Wed. 2-1
Portsmouth-Preston 2-0
Sheff. Utd.-Burnley 1-0
2. deild:
Blackburn-Port Vale 2-1
Derby County-Bristol R. 1-1
Fulham-Plymouth 2-3
Rotherham-Hull City 2-0
Stoke City-Lincoln City 4-2
Að margra áliti var hinn
raunverulegi úrslitaleikur í
bikarkeppninni á laugardag-
inn milli Úlfanna og Charl-
ton. Úlfarnir sigruðu með
nokkrum markamun, en leik
urinn var mun jafnari en töl
urnar gefa til kynna. í fyrri
hálfleik voru Úlfarnir betri
og Denis Wilshaw skoraði
þrjú mörk. Leikmenn Charl-
ton urðu taugaóstyrkir eftir
þessa góðu byrjun Úlfanna,
en tókst að komast yfir það,
og sóttu þá lengi á. Þeim
tókst að skora eitt mark, en
þegar sókn þeirra stóð sem
hæst, var knettinum spyrnt
langt fram á völl, og Hancoc-
ks var fljótur til og skoraði
fjórða mark Úlfanna. Eftir
það voru úrslitin ráðin.
í fjórðu umferð sigraði
Doncaster Aston Villa með 3
—1 eftir fjóra leiki, sem
stóðu í átta og hálfan tíma,
sem er met í bikarkeppninni.
Tveir síðustu leikirnir fóru
fram í vikunni sem leið, og
var lig Doncaster því leik-
breytt, er það mætti Birm-
ingham. Samt sem áður var
leikurinn mjög jafn, og Birm
ingham skoraði sigurmarkið
ekki fyrr en í leikslok.
Stanley Matthews heldur
því fram, að Huddersfield
beri sigur úr býtum í bikar-
keppninni, og sýnir það, að
Huddersfield hefir mjög góðu
liði á að skipa. Það vann í
Liverpool léttan sigur, og hef
ir Liverpool-liðið þó staðið
sig vel að undanförnu, vann
m. a. Everton með 4-0 í 4. um
ferð. Óvæntustu úrslitin voru
aö 3. deildar-liðið York,
skvldi sigra Tottenham með
yfirburðum, og Manch. City
skyldi sigra í Luton. En Lu-
ton verður að teljast óheppn
asta liðið í þessari umferð,
þar sem það átti mestan
hluta leiksins, en tókst þó
ekki að skora. Eftir þessa um
ferð eru Úlfarnir taldir lang
líklegasta lið til að bera sig-
ur úr býtum.
Staðan í 1. deild breyttist
lítið við leikina á laugardag
inn. Úlfarnir eru enn efstir,
þá Sunderland og Charlton,
en Portsmouth komst í fjórða
sæti eftir sigurinn yfir Pres-
ton. í 2. deild komst Black-
burn í efsta sætið, hefir 40
stig, en Luton 38 og tveimur
leikjum færra. j